Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 4.$--3795.$ England Everton – Tottenham.............................. 2:2 - Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Ever- ton og skoraði bæði mörkin. Staðan: Manch. City 32 23 5 4 67:23 74 Manch. United 31 18 9 4 61:34 63 Leicester 31 17 5 9 55:37 56 West Ham 31 16 7 8 51:39 55 Chelsea 31 15 9 7 50:31 54 Liverpool 31 15 7 9 53:37 52 Tottenham 32 14 8 10 54:37 50 Everton 31 14 7 10 43:40 49 Arsenal 31 13 6 12 43:35 45 Leeds United 31 14 3 14 49:49 45 Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44 Wolves 31 10 8 13 31:41 38 Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38 Southampton 31 10 6 15 39:56 36 Brighton 31 7 12 12 33:38 33 Burnley 31 8 9 14 25:42 33 Newcastle 31 8 8 15 32:51 32 Fulham 32 5 11 16 24:42 26 WBA 31 5 9 17 28:59 24 Sheffield Utd 31 4 2 25 17:55 14 B-deild: Blackburn – Derby................................... 2:1 Reading – Cardiff ..................................... 1:1 Þýskaland RB Leipzig – Hoffenheim........................ 0:0 Staða efstu liða: Bayern München 28 20 5 3 80:36 65 RB Leipzig 29 18 7 4 52:23 61 Wolfsburg 28 15 9 4 49:26 54 Eintr.Frankfurt 28 14 11 3 59:40 53 Dortmund 28 14 4 10 58:41 46 B-deild: Darmstadt – Greuter Fürth ................... 2:2 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Holland B-deild: Telstar – Excelsior .................................. 1:1 - Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Eindhoven – Jong Ajax........................... 3:0 - Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Jong Ajax. Belgía B-deild: Club Brugge U23 – Union St. Gilloise... 0:4 - Aron Sigurðarson lék fyrstu 78 mínút- urnar með St. Gilloise og skoraði fjórða markið. USG sem hefur fyrir löngu tryggt sér sæti í A-deildinni. Danmörk B-deild: Viborg – Esbjerg ..................................... 4:0 - Andri Rúnar Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Esbjerg en Kjartan Henry Finnbogason er frá vegna meiðsla. Ólafur H. Kristjánsson þjálfar liðið. _ Efstu lið: Viborg 62, Silkeborg 53, Esb- jerg 52, Helsingör 39, Fredericia 32. Undankeppni HM kvenna Umspil, fyrri leikir: Ungverjaland – Ítalía........................... 46:19 Tyrkland – Rússland............................ 23:35 Svartfjallaland – Hvíta-Rússland ....... 29:23 Austurríki – Pólland............................. 29:29 Vináttulandsleikur kvenna Króatía – Brasilía ................................. 24:21 Spánn Barcelona – Cisne................................ 43:21 - Aron Pálmarsson var hvíldur og lék ekki með Barcelona. _ Efstu lið: Barcelona 55, Bidasoa 41, La Rioja 38, Huesca 38, Granollers 37. Frakkland B-deild: Nancy – Nice ........................................ 34:32 - Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Nancy og gaf eina stoðsendingu. - Grétar Ari Guðjónsson varði 14 skot í marki Nice og var með 30% vörslu. _ Efstu lið: Saran 35, Pontault 32, Nancy 32, Cherbourg 29, Massy Essonne 28, Di- jon 26, Nice 21. Þýskaland B-deild: Dormagen – Aue.................................. 28:26 - Arnar Birkir Hálfdánsson gaf tvær stoð- sendingar fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði eitt skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. %$.62)0-# Spánn Valencia – Obradorio.......................... 97:82 - Martin Hermannsson lék ekki með Val- encia vegna meiðsla. NBA-deildin Utah – Indiana.................................. 119:111 Atlanta – Milwaukee ........................ 109:120 Cleveland – Golden State ................ 101:119 LA Lakers – Boston......................... 113:121 Phoenix – Sacramento ..................... 122:114 4"5'*2)0-# SVÍÞJÓÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu íslenskar knattspyrnukonur leika í sænsku úrvalsdeildinni um þessar mundir en þar hefst keppnis- tímabilið í dag. Með þessu er mesti fjöldi íslenskra leikmanna í deildinni jafnaður en árið 2012 léku einnig tíu Íslendingar í deildinni. Hafa ber í huga að metið getur fallið síðar á tímabilinu ef fleiri ís- lenskir leikmenn bætast í hópinn í „sumarglugganum“. Eflaust á þátttaka Íslands í loka- keppni EM á Englandi á næsta ári sinn þátt í þessari fjölgun en þetta sama gerðist þegar Ísland lék í fyrsta skipti á EM í Finnlandi árið 2009. Þá fjölgaði leikmönnum í sænsku deildinni mjög og níu ís- lenskar landsliðskonur spiluðu það ár með sænskum liðum. Næsti toppur kom 2012 eins og áður var getið, árið fyrir lokakeppni EM í Svíþjóð þar sem Ísland komst í átta liða úrslit. Nú hefur íslenskum leikmönnum í deildinni fjölgað um helming á milli ára, úr fimm í tíu. Sex munu leika í fyrsta sinn í deildinni og koma þær allar frá íslenskum liðum, og þá verður Sif Atladóttir með Kristian- stad á ný en hún var í barneignarfríi á síðasta ári. 13 og 11 hjá Elísabet og Sif Þetta er ellefta tímabil Sifjar í röðum Kristianstad en hún slær þó ekki þjálfaranum við því Elísabet Gunnarsdóttir er að hefja sitt þrett- ánda tímabil sem þjálfari liðsins. Kristianstad náði sínum besta ár- angri frá upphafi í fyrra, hafnaði í þriðja sæti og leikur fyrir vikið í 1. umferð Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti síðsumars. Elísabet var valin þjálfari ársins í deildinni í lok síðasta tímabils en uppbygging hennar á liðinu hefur vakið verð- skuldaða athygli og viðurkenningu í Svíþjóð. Kristianstad fékk Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík, auk þess að Sif er komin aftur í hópinn með alla sína reynslu. Mikið er fjallað um Sveindísi í Svíþjóð í aðdraganda mótsins og flestir fjölmiðlar spá því að hún setji virkilega mark sitt á lið- ið og deildina. Þessi 19 ára gamla stúlka byrjar því atvinnuferilinn undir talsverðri pressu. Kristianstad missti Svövu Rós Guðmundsdóttur til Bordeaux en hún hefur verið drjúg í sóknarleik liðsins undanfarin tvö ár. Liðinu er spáð toppbaráttu og svipuðu sæti og á síðasta tímabili. Missir ekki af mínútu Glódís Perla Viggósdóttir hefur leikið hverja einustu mínútu með Rosengård í deildinni síðan hún kom til liðsins sumarið 2017 og hefur fest sig í sessi sem einn af bestu varnar- mönnum deildarinnar. Glódís hefur unnið meistaratitilinn einu sinni og sænska bikarinn einu sinni með Málmeyjarliðinu sem verður í bar- áttu um titilinn í ár ásamt því að spila eins og alltaf í Meistaradeild- inni. Þar féll liðið út í átta liða úrslit- um á dögunum gegn Bayern München. Ótrúleg staða hjá Häcken Þó Rosengård þyki ávallt sigur- stranglegt eru sumir sem spá því að Häcken, sem lék í D-deildinni í fyrra, verði sænskur meistari í ár. Félagið tók yfir keppnisleyfi meist- araliðsins Kopparbergs/Gautaborg í desember og er í fyrsta sinn með lið í efstu deild. Häcken fékk marga leik- menn meistaraliðsins í arf, enda þótt sumar hafi horfið á braut, og hefur verið öflugt í vorleikjunum. Diljá Ýr Zomers kom til liðs við Häcken frá Val eftir áramótin og stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku með liðinu. Þá mun Häcken taka sæti Kopparbergs/Gautaborgar í Meist- aradeild Evrópu og hefur þar keppni í 2. umferð, eins og Rosengård. Ótrúleg staða hjá félagi sem var í lok síðasta tímabils með allt önnur og lágstemmdari markmið fyrir árið 2021. Fimm íslensk í fallbaráttunni? Reiknað er með því að hin fimm Íslendingaliðin í deildinni raði sér í fimm neðstu sætin og berjist því fyr- ir lífi sínu á komandi keppnis- tímabili. Aðeins eitt lið fellur þó í ár vegna fjölgunar liða fyrir 2022. Växjö, sem er talið líklegast þeirra til að halda velli, endaði í sjötta sæti í fyrra og fékk til sín Ak- ureyringinn Andreu Mist Páls- dóttur í vetur en hún lék með FH á síðasta tímabili og kynntist aðeins atvinnumennsku á Ítalíu síðasta vet- ur. Það var þó stutt stopp hjá And- reu vegna útbreiðslu kórónuveir- unnar á Ítalíu. Örebro, sem endaði í sjöunda sæti í fyrra, er komið með tvo íslenska leikmenn. Berglind Rós Ágústs- dóttir, fyrirliði Fylkis síðustu árin, er komin til félagsins, sem og lands- liðsmarkvörðurinn ungi og efnilegi Cecilía Rán Rúnarsdóttir, sem einn- ig kemur frá Árbæjarliðinu. Piteå varð mjög óvænt sænskur meistari árið 2018 en hefur síðan gefið eftir og endaði í áttunda sæti í fyrra. Liðinu er spáð erfiðri fallbar- áttu í ár. Landsliðskonan unga Hlín Eiríksdóttir er komin til Piteå frá Val og gæti sett mark sitt á sóknar- leik liðsins. Djurgården hefur haldið sér naumlega í deildinni undanfarin ár og margir spá Stokkhólmsliðinu falli að þessu sinni. Miðvörðurinn Guð- rún Arnardóttir leikur sitt þriðja tímabil með liðinu en markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir fór hins- vegar til Arna-Björnar í Noregi í vetur. Óvænt ef AIK heldur velli AIK frá Stokkhólmi er nýliði í deildinni eftir að hafa unnið B- deildina á síðasta ári. Liðið er ungt og reynslulítið og Hallbera Guðný Gísladóttir var fengin frá Val til að styrkja það í baráttunni. Hún hefur áður leikið þrjú tímabil í þessari deild með Piteå og Djurgården. Ef Hallbera og samherjar hennar halda sæti sínu mun það koma verulega á óvart. Linköping, Vittsjö, Eskilstuna og nýliðar Hammarby eru þau fjögur lið sem ekki eru með íslenska leik- menn í sínum röðum. Þeim er öllum spáð lygnum sjó um miðja deild. Anna Rakel Pétursdóttir lék með Linköping 2019 en féll síðan með ný- liðum Uppsala á síðasta ár og er komin í raðir Vals. _ Erla Steina Arnardóttir, sem lék lengi með Kristianstad, er leikja- hæst íslenskra kvenna í sænsku úr- valsdeildinni með 171 landsleik. _ Sif Atladóttir kemur næst með 163 leiki og getur því slegið met Erlu í ár. Guðbjörg Gunnarsdóttir er með 152 leiki og Glódís Perla Viggósdóttir er fjórða með 130 leiki. _ Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæst Íslendinga í deildinni með 51 mark en Ásthildur Helga- dóttir skoraði 46 mörk og Sara Björk Gunnarsdóttir 34. Ný íslensk kvennabylgja í Svíþjóð - Tíu íslenskar konur leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst í dag Morgunblaðið/Eggert Kristianstad Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar mótið undir talsverðri pressu því Svíar búast við miklu af henni á fyrsta tímabilinu í atvinnumennsku. Ljósmynd/FC Rosengård Rosengård Glódís Perla Viggós- dóttir verður vafalítið í toppbaráttu. Gylfi Þór Sigurðsson var í aðal- hlutverki hjá Everton þegar liðið gerði 2:2-jafntefli gegn hans gamla liði, Tottenham Hotspur, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Gylfi skoraði bæði mörkin en leikið var á Goodison Park. Markvarðahrellirinn Harry Kane kom Tottenham yfir á 27. mínútu en Gylfi jafnaði úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Sendi hann franska heims- meistarann Hugo Lloris í rangt horn og skaut í hægra hornið. James Rodriguez fékk vítið fyrir Everton eftir sendingu frá Gylfa. Hafnfirðingurinn kom Everton yfir 2:1 með laglegu marki á 62. mínútu. Gylfi keyrði inn í teiginn og mætti fyrirgjöf frá Seamus Coleman frá hægri með því að stýra boltanum í vinstra hornið með vinstri fæti. „Sendingin var augljóslega full- komin. Ég sá varnarmann beint fyr- ir framan mig og reyndi því að hitta boltann vel, halda honum niðri og hitta markið,“ sagði Gylfi m.a. í sjónvarpsviðtali sem sjá má á mbl.is. Aftur var það Kane sem skoraði þegar Tottenham jafnaði 2:2 á 68. mínútu. kris@mbl.is Gylfi og Kane sáu um að skora mörk- in í fjörugu jafntefli í Bítlaborginni AFP Bros Gylfa var vel fagnað af samherjum sínum og ekki að ástæðulausu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.