Morgunblaðið - 17.04.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
Óneitanlega var stíll yfir
kylfusveini Hideki Matsuyama
þegar Matsuyama hafði tryggt
sér sigur á Masters. Kylfusveinn-
inn er einnig frá Japan. Áður en
hann yfirgaf 18. flötina tók hann
ofan og hneigði sig fyrir Augusta
National í virðingarskyni. Velli
sem kylfingar frá öllum heims-
hornum hafa glímt við frá 1933.
Fatnaður kylfusveina á Mast-
ers vekur athygli margra. Hvítu
samfestingarnir urðu snemma
klæðnaður kylfusveina í golf-
klúbbnum á Augusta. Í áratugi
var keppendum á Masters ekki
leyft að keppa með sína eigin
kylfusveina heldur áttu þeir að
nýta sér þjónustu kylfusveina
klúbbsins. Sem var ekki slæmur
kostur því þeir þekktu hverja
þúfu og hvern hól á vellinum.
Margir kylfusveinanna bjuggu í
sárri fátækt í nágrenni vallarins.
Arnold Palmer og Jack Nicklaus
stóðu fyrir því að koma fyrir leg-
steini hjá mönnum sem höfðu
verið kylfusveinar hjá þeim á
Masters og hvíldu í ómerktri gröf
í Augusta. Samfestingarnir komu
í veg fyrir að menn væru illa til
fara á vellinum auk þess sem
hvíti liturinn er heppilegur í hit-
anum í suðrinu. Með tímanum
var haldið í hefðina og samfest-
ingarnir gerðir að skylduklæðn-
aði kylfusveina á Mastersmótinu.
Kylfusveinar geta verið mis-
jafnir. Eitt sinn mætti Birgir Leif-
ur Hafþórsson með gamlan vin
sinn, Hlöðver Tómasson, sem
kylfusvein á mót í Grafarholti. Á
hinni snúnu 15. holu, sem er par
5, var Birgir að velta fyrir sér
hvort hann ætti að taka á áhættu
og reyna við flötina í öðru höggi.
Þá gall í Hlöðveri: „No guts, no
glory.“ Við svo búið sló Birgir inn
á flötina og vann sjálfsagt mótið
eins og hans var háttur. Hlöðver
hefur ekki tekið að sér fleiri
kylfusveinsstörf en sagan lifir.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir leikur
til úrslita um sænska meistara-
titilinn í blaki með félagsliði sínu
Hylte/Halmstad en liðið vann
Örebro 3:0 í undanúrslitum í
Halmstad. Sigur Hylte/Halmstad
var afar sannfærandi en liðið vann
fyrsta settið 25:20, annað settið 25:7
og það þriðja 25:18.
Jóna Guðlaug átti frábæran leik
og var valin kona leiksins en liðið
mætir Engelholm í úrslitaeinvígi
um sænska meistaratitilinn. Fyrsti
úrslitaleikur liðanna fer fram í dag.
bjarnih@mbl.is
Leikur til úrslita
í Svíþjóð
Ljósmynd/HHVolley
Svíþjóð Norðfirðingurinn gerir það
gott í blakinu í Svíþjóð.
Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur
Victor Pálsson er á óskalista þýska
félagsins Schalke samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Miðjumað-
urinn, sem er 29 ára gamall, er
samningsbundinn Darmstadt í
þýsku B-deildinni en samningur
hans við þýska félagið rennur út
sumarið 2022. Guðlaugur Victor
gekk til liðs við Darmstadt frá Zü-
rich í janúar 2019 og hefur þótt
einn besti miðjumaður deild-
arinnar. Schalke leikur að óbreyttu
í B-deildinni næsta vetur en liðið er
langneðst í þýsku 1. deildinni.
Schalke vill fá
Guðlaug Victor
Morgunblaðið/Eggert
Flutningur? Guðlaugur Victor Páls-
son myndi ekki flytja langt.
HM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kvennalandsliðið í handknattleik
mætir Slóveníu í Ljubljana í dag.
Er það fyrri leikur liðanna í umspili
um laust sæti í lokakeppni HM sem
fram fer á Spáni í desember. Örv-
henta skyttan Birna Berg Haralds-
dóttir er hóflega bjartsýn fyrir leik-
ina gegn Slóveníu. Birna segir lið
Slóveníu vera gott og hafa bætt sig
mjög á undanförnum árum. Á hinn
bóginn hefði Ísland getað lent á
móti enn erfiðari andstæðingum í
umspilinu að hennar mati og niður-
staðan sé því ágæt.
„Þetta er mjög spennandi enda er
orðið langt síðan við fórum síðast á
HM. Möguleikarnir eru bara góðir
því við hefðum getað dregist á móti
andstæðingum sem eru miklu betri
en við á þessum tímapunkti. Við
eigum alla vega möguleika gegn
Slóveníu en það verður mikilvægt
að komast vel frá fyrri leiknum. Við
viljum ekki vera í slæmri stöðu fyr-
ir síðari leikinn hér heima. Við höf-
um æft vel og erum vel undirbúnar.
Ég er mjög spennt en get við-
urkennt að ég er orðin svolítið
óþreyjufull að bíða,“ sagði Birna en
landsliðið hefur fengið töluverðan
tíma til að æfa fyrir leikina og kom
þá nánast í beinu framhaldi af leikj-
unum þremur í forkeppni HM sem
spilaðir voru í Norður-Makedóníu.
„Ég er mjög fegin að við skyldum
fá þessa undanþágu [frá sóttvarna-
reglum] til að æfa saman. Ef lands-
liðið hefði ekki verið saman, og við
hefðum undirbúið okkur nánast
hver í sínu horni í æfingum án
snertingar, þá væri verkefnið mun
erfiðara. Okkur hefur tekist að nýta
tímann vel bæði hvað varðar æfing-
ar og fundi.“
Ryðgaðar í tapleiknum
Í forkeppninni í Norður-
Makedóníu tapaði Ísland fyrir gest-
gjöfunum en vann örugga sigra
gegn Grikklandi og Litháen. Birna
Berg sagði liðið hafa verið ryðgað í
fyrsta leik en stígandi hafi verið í
leik liðsins þegar á leið.
„Mér fannst vera stígandi í þessu.
Síðustu tveir leikirnir voru fínir.
Þótt mótstaðan væri ekki mikil þá
héldum við alltaf áfram og náðum
að gefa í. Á móti slakari liðum er
hættan sú að falla niður á þeirra
plan en við gerðum það ekki. Spila-
mennskan var stöðug í þeim leikj-
um.
Á móti Makedóníu vorum við fín-
ar í 45 mínútur. Ég er handviss um
að við hefðum unnið þær make-
dónsku ef við hefðum mætt þeim í
öðrum eða þriðja leik því við vorum
svolítið ryðgaðar á móti þeim í
fyrsta leiknum. En mér fannst gott
að afgreiða hina tvo leikina vel.“
Þekkir andstæðingana
Birna Berg hefur leikið víða er-
lendis í atvinnumennskunni. Í Nor-
egi, Svíþjóð, Danmörku og Þýska-
landi. Hefur hún spilað á móti
mörgum leikmönnum slóvenska
liðsins?
„Já ég hef nú sennilega spilað á
móti þeim flestum. Auk þess kann-
ast maður við nöfnin þar sem mað-
ur horfir á handbolta endalaust. Í
slóvenska liðinu eru leikmenn sem
spila í Meistaradeildinni og maður
hefur séð þær þar. Þær þekkja
kannski okkur minna,“ sagði Birna
en nokkrar þeirra slóvensku eru
komnar í undanúrslit í Meist-
aradeildinni með sínum félagsliðum.
Eru því í hæsta gæðaflokki í íþrótt-
inni.
„Framundan hjá þeim er að spila
í úrslitahelginni í Meistaradeildinni.
Vonandi reyna þær þá að hlífa sér
eitthvað í þessum leikjum á móti
okkur. En við ætlum að berjast í
120 mínútur og sýna hvað í okkur
býr. Slóvenía er gott lið og er vax-
andi. Þær hafa sýnt á undanförnum
árum að þær eru á uppleið. Við
mættum þeim fyrir nokkrum árum
og gerðum jafntefli en eftir það
hafa þær tekið miklum framförum
og stimplað sig vel inn á Evrópu- og
heimsmeistaramótin,“ sagði Birna
Berg Haraldsdóttir ennfremur í
samtali við Morgunblaðið á lands-
liðsæfingu í Mosfellsbæ í vikunni.
Góður aðbúnaður í Slóveníu
Mbl.is náði sambandi við Róbert
Geir Gíslason, framkvæmdastjóra
HSÍ, í gær, en hann er fararstjóri í
Ljubljana. Íslenska liðið skilaði sér
á hótelið eftir miðnætti aðfaranótt
föstudagsins eftir tímafrekt ferða-
lag eins og gert hafði verið ráð fyr-
ir.
„Ferðalagið gekk mjög vel og það
er ekki yfir neinu að kvarta. Við er-
um með frábæran aðbúnað á
Grand-hóteli og okkur skortir ekki
neitt. Þetta er samt sem áður mikil
fjarvera fyrir leikmenn, bæði frá
vinnu og sínum fjölskyldum, og ég
er virkilega þakklátur leikmönn-
unum að gefa kost á sér í þetta
verkefni og taka þátt í þessu með
okkur. Vonandi tekst okkur að upp-
skera eftir því,“ sagði Róbert meðal
annars í samtali við Bjarna Helga-
son en lengra viðtal við hann er að
finna á mbl.is/sport frá því í gær.
„Er mjög fegin að við
skyldum fá undanþágu“
- Birna Berg hefur spilað á móti flestum leikmönnum Slóveníu á síðustu árum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Varmá Landsliðskonurnar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir
og Eva Björk Davíðsdóttir hita upp fyrir æfingu í Mosfellsbænum í vikunni.
Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik fer fram á Spáni dagana 2. til
19. desember á þessu ári. Þar leika 32 þjóðir og hafa sex Evrópuþjóðir
tryggt sér keppnisrétt.
Það eru gestgjafar Spánar, heimsmeistarar Hollands og svo Króatía,
Danmörk, Frakkland og Noregur sem fara beint á HM sem bestu liðin á
Evrópumótinu 2020.
Evrópa fær tíu sæti til viðbótar og mun því eiga helming þátttökuþjóða í
lokakeppninni. Um þessi tíu sæti leika tuttugu þjóðir í umspilinu þessa dag-
ana. Í gær léku Ítalía – Ungverjaland, Austurríki – Pólland, Tyrkland –
Rússland og Svartfjallaland – Hvíta-Rússland fyrri leiki sína. Í dag mætast
síðan Tékkland – Sviss, Slóvenía – Ísland, Slóvakía – Serbía, Úkraína – Sví-
þjóð, Rúmenía – Norður-Makedónía og Portúgal – Þýskaland.
Seinni leikirnir í umspilinu fara fram dagana 18. til 21. apríl. Ísland og
Slóvenía leika síðasta leikinn á Ásvöllum á miðvikudagskvöldið kemur, 21.
apríl, klukkan 19.45.
Síðan eiga eftir að bætast við sex lið frá Asíu, fjögur frá Afríku, þrjú frá
Suður- og Mið-Ameríku og eitt frá Norður-Ameríku og Karíbahafi. Þá get-
ur Eyjaálfa fengið eitt sæti, eftir gengi liða þaðan í undankeppninni í Asíu,
en síðan getur IHF úthlutað einu eða tveimur síðustu sætunum til þjóða
sem hafa ekki tryggt sér keppnisrétt.
Leiðin í lokakeppni HM 2021
Íslandsmótið í knattspyrnu hefst
föstudaginn 30. apríl, átta dögum
síðar en upphaflega var áætlað.
KSÍ kynnti í gærmorgun nýja nið-
urröðun á keppni í úrvalsdeild
karla, Pepsi Max-deildinni, og þar
verður upphafsleikurinn, milli Vals
og ÍA, leikinn á Hlíðarenda umrætt
föstudagskvöld.
Fyrsta umferðin verður að öðru
leyti leikin 1. og 2. maí. Á laugar-
deginum mætast HK – KA, Fylkir –
FH og Stjarnan – Leiknir R., en á
sunnudeginum Víkingur R. – Kefla-
vík og Breiðablik – KR.
Leikið verður afar þétt fyrsta
mánuðinn en frá 30. apríl til 30. maí
fara fram sjö umferðir í deildinni,
ef engin frekari röskun verður á
mótinu. Þá tekur við tveggja vikna
hlé vegna landsleikja.
Keppni í Mjólkurbikar karla
hefst næsta föstudag, 23. apríl, og
Mjólkurbikar kvenna fer af stað 26.
apríl. KSÍ ákvað í gær að aflýsa því
sem eftir var af Lengjubikar karla
og kvenna og fella niður Meistara-
keppni KSÍ í ár.
Keppni í öðrum deildum er sam-
kvæmt upphaflegri niðurröðun og
raskast ekkert. Pepsi Max-deild
kvenna fer af stað 4. maí eins og til
stóð og fyrstu deildir karla og
kvenna hefjast 6. maí en 2. deild
karla fer af stað 7. maí.
Leikið mjög
þétt í maí-
mánuði