Morgunblaðið - 17.04.2021, Side 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra
nefnist sýning sem opnuð verður kl.
10 í dag, laugardag, í sýningarýminu
Hvelfingu í kjallara Norræna húss-
ins. Þar er varpað fram „svipmynd-
um af upplifunum, hugleiðingum og
rannsóknum listamanna á sviði
myndlistar, tónlistar, hönnunar og
sviðslista, sem búa á hinum síkvika
útjaðri norðursins“, eins og segir í
tilkynningu og er þar einnig bent á
að náttúran móti manngert um-
hverfi og hið manngerða hafi áhrif á
náttúruna, „hvort tveggja nú í eins
konar hröðun sem okkur rekur ekki
minni til að hafi átt sér stað áður“.
Sýnendur eru Berglind María
Tómasdóttir, Bryndís Snæbjörns-
dóttir & Mark Wilson, Emilie Dalum
& Michael Richardt, Inuuteq
Storch, Jóhan Martin Christiansen,
Ólöf Nordal, Tinna Gunnarsdóttir,
Rikke Luther og Thomas Pausz en
einnig taka þátt Ana Luisa S. Diaz
De Cossio og Khetsin Chuchan. Sýn-
ingarstjórar eru Hanna Styrmis-
dóttir og Hulda Stefánsdóttir,
myndlistarmaður og sviðsforseti
akademískrar þróunar í Listahá-
skóla Íslands (LHÍ) en nemendur í
námskeiði í sýningagerð og sýninga-
stjórnun við LHÍ tóku einnig þátt í
gerð sýningarinnar.
Frestað vegna kófsins
Hulda segir sýninguna eiga sér
langa forsögu. Hún sé samstarfs-
verkefni Listaháskóla Íslands og
Norræna hússins í Reykjavík og
framlag Listaháskólans til ráðstefnu
UArctic (Háskóla norðurslóða) sem
verði haldin í Reykjavík um miðjan
maí í tilefni af formennsku Íslands í
norðurskautsráðinu. Hulda segir að
ráðstefnan og sýningin hafi átt að
fara fram samhliða ráðstefnu Arctic
Circle í október í fyrra sem ekkert
varð af vegna kófsins og ráðstefna
UArctic hafi verið færð eins langt
aftur og mögulegt var. „Við erum
með málstofu á ráðstefnunni sjálfri
en ákváðum að við yrðum líka að
koma okkar framlagi til skila með
aðferðum listanna,“ segir Hulda.
Stefnumót fjögurra þjóða
„Það sem okkur langaði að gera –
og við fengum til þess styrk frá nor-
rænu ráðherranefndinni – var að
stefna saman okkar rannsakendum
og listamönnum innan Listaháskól-
ans, akademískum starfsmönnum,
meistaranemum í einhverjum til-
fellum og síðan listamönnum frá
þessum vestnorrænu löndum ásamt
Danmörku,“ segir Hulda en vestnor-
rænu löndin eru Grænland, Ísland
og Færeyjar. „Þannig þróaðist þetta
verkefni til þess sem nú er orðið,
ansi viðamikil sýning með þátttöku
listamanna og hönnuða og Hanna
Styrmisdóttir kom hér inn sem sýn-
ingarstjóri ásamt mér en hún er að
stýra nýrri meistaranámsleið í sýn-
ingagerð við LHÍ.“
Öll fagsviðin
Þátttakendur í sýningunni eru
ekki aðeins myndlistarmenn heldur
koma þeir úr fleiri greinum. Má sem
dæmi nefna að Berglind María Tóm-
asdóttir er prófessor í tónlistardeild
LHÍ og Tinna Gunnarsdóttir er pró-
fessor í hönnunardeild líkt og Thom-
as Pausz sem er lektor og fagstjóri
meistaranáms í hönnun. „Við vildum
draga fram breitt fagsvið listanna,“
segir Hulda og nefnir líka Michael
Richardt sem er í meistaranámi í
sviðslistum og Emilie Dalum sem er
myndlistarmaður í námi í sýninga-
gerð. Ana Luisa S. Diaz De Cossio
og Khetsin Chuchan munu flytja
eigið tónverk, innblásið af verki
Tinnu Gunnarsdóttur en þau eru
nemendur á meistaranámsbrautinni
Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf
við tónlistardeild LHÍ. Hulda segist
þess fullviss að framlag lista og
hönnunar sé mikilvæg rödd í samtali
fræðasviða um norðurslóðir í fortíð,
samtíð og framtíð.
Persónulegar upplifanir
Hulda segir að ætlunin sé einnig
að benda á áhrifin sem hnattræn
hlýnun hafi á sjálfsmynd þeirra sem
bygg}ja norðurslóðir. Náttúran hafi
áhrif á vitund okkar og móti sjálfs-
skilning þjóðanna sem byggja svæð-
ið. „Hér eru listamenn einnig að tak-
ast á við persónulegri upplifanir
sínar innan stóra samhengisins,“
segir hún um sýnendur og því megi
líka sjá á sýningunni sögur af sam-
félögum og einstaklingum en ekki
bara náttúrunni, þótt allt sé þetta
samverkandi.
„Þetta er sýning sem þarf að gefa
tíma, þetta eru margslungin verk,“
segir Hulda að lokum en opnunin í
dag verður haldin í samræmi við
sóttvarnareglur og er 20 manna
fjöldatakmörkun á hverjum tíma.
Hvelfing er opin þriðjudaga til
sunnudaga kl. 10-17.
Morgunblaðið/Eggert
Í Hvelfingu Sýningarstjórarnir Hulda Stefánsdóttir og Hanna Styrmisdóttir á sýningunni í Norræna húsinu.
Mikilvæg rödd í sam-
tali um norðurslóðir
- Í síkvikri mótun: Vitund og náttúra í Norræna húsinu
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
opnar sýningu í Listamönnum gall-
eríi að Skúlagötu 32 í dag, laugar-
dag, kl. 13. Jóhanna starfar bæði í
Reykjavík og Antwerpen í Belgíu og
hefur hún sýnt verk sín víða, bæði
hér á landi og erlendis. Sýningin í
Listamönnum galleríi nefnist Hæg
hreyfing og sýnir Jóhanna formræn
málverk ásamt minni veggverkum
þar sem hún tekst á við uppbygg-
ingu forma og lita innan marka flat-
arins, eins og því er lýst á facebook-
síðu sýningarinnar.
Jóhanna fæst iðulega við marg-
þættar innsetningar þar sem hún
fléttar saman ólíkum miðlum, segir
þar, svo sem hefðbundnum mál-
verkum, viðarskúlptúrum, vídeó-
verkum og textum. Segir að í verk-
um hennar megi finna óhlutbundnar
birtingarmyndir á ljóðrænni tján-
ingu út frá því formræna tungumáli
sem hún vinni með. Einstök leik-
gleði ríki í verkum Jóhönnu sem
eigi jafnt í samtali við samtímann
sem og listasöguna.
Leikgleði Óhlutbundin verk Jóhönnu
Kristbjargar einkennast af leikgleði.
Formræn málverk
og minni veggverk
Vorflug á veirutímum er yfirskrift
sýningar Jóhönnu V. Þórhallsdóttur,
myndlistar- og söngkonu, sem opnuð
verður í Gallerí Göngum við Háteigs-
kirkju á morgun, sunnudag, milli kl.
14 og 17. Allar sóttvarnareglur eru
virtar á staðnum og gestir velkomn-
ir.
Samkvæmt upplýsingum frá
Jóhönnu er hún mikil vorkona. „Hún
er fædd í hrútsmerkinu og á einmitt
afmæli á opnunardaginn. Tónlistin
leikur stórt hlutverk þegar hún mál-
ar og þessi verk eru mörg, til að
mynda unnin við margs konar tón-
list, bæði djass og klassík,“ segir í til-
kynningu. Þar kemur fram að um sé
að ræða sjöundu einkasýningu
Jóhönnu hér á landi, en síðast tók
hún þátt í samsýningu í Bad Reichen-
hall í Suður-Þýskalandi. „Jóhanna
lauk meistaranámi hjá prófessor
Heribert Ottersbach í Þýskalandi í
nóvember 2019. Áður hefur Jóhanna
lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í
Þýskalandi að afloknu námi hér
heima. Jóhanna hefur stjórnað sýn-
ingum í Gallerí Göngum frá 2018.“
Sýningin er opin á virkum dögum
milli kl. 10 og 16, en eftir samkomu-
lagi um helgar. Nánari upplýsingar
um afgreiðslutíma má sjá á vefnum:
hateigskirkja.is.
Vorflug á veirutímum í Gallerí Göngum
Hrútur Jóhanna V. Þórhallsdóttir fagnar
afmæli sínu með sýningaropnun.
Samtal nefnist samsýning Elínar Þ.
Rafnsdóttur og Gunnhildar Ólafs-
dóttur sem opnuð verður í sal Ís-
lenskrar grafíkur í Hafnarhúsi,
hafnarmegin, í dag, laugardag, frá
kl. 14 til 17.
„Elín og Gunnhildur eiga það sam-
eiginlegt að náttúran hefur verið inn-
blástur í verkum þeirra þó útfærslan
sé ólík. Báðar vinna þær í krossviðar-
plötur, Elín með tölvustýrða fræsivél
og resin en Gunnhildur vinnur með
tréristuverkfærum og solarplate.
Segja má að grafíklistin hafi gengið í
endurnýjun lífdaganna bæði með
stafrænni tækni og alls kyns til-
raunastarfsemi,“ segir um sýninguna
í tilkynningu og að Elín og Gunn-
hildur hafi báðar tekið virkan þátt í
sýningum hérlendis og erlendis.
Sýningin stendur yfir til 2. maí og
er salurinn opinn frá fimmtudegi til
sunnudags kl. 14-17.
Samtal Elínar og Gunnhildar
Náttúra Verk eftir Gunnhildi Ólafsdóttur.
Davíð sá sem liggur hér á beði sínum
á verkstæði handverksmanna í Flór-
ens er ekki sá rúmlega fimm metra
hái sem Michelangelo hjó út í marm-
ara í byrjun 16. aldar. Sú fræga
höggmynd meistarans af unga
manninum sem felldi risann Golíat
með skoti úr slöngvivað stendur í
Galleria dell’ Accademia þar í borg
en þetta er nákvæm eftirmynd
marmarastyttunnar, prentuð með
nýjustu tækni út úr þrívíddarprent-
ara, úr akrýlresini. Var verkið
prentað út í 14 hlutum sem síðan
voru felldir saman. Hér bíður Davíð
þess að vera þakinn marmaradufti
til að eftirmyndin verði sem líkust
frummyndinni. Styttan verður síðan
send til Dubaí þar sem hún verður á
mikilli sýningu, Dubai Expo 2021.
Markmiðið er að kynna hvað
þrívíddarprentun getur nýst vel og
með margskonar hætti í listsköpun
og umsýslu með listaverk.
AFP
Eftirmynd Tæknimenn og listfræðingar sem skönnuðu og prentuðu út í
þrívíddarprentara eftirmynd Davíðs sýna verkið hér fjölmiðlafólki.
Splunkunýr Davíð
prentaður í þrívídd