Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 17.04.2021, Síða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2021 Þ ann 25. febrúar síðastliðinn hlaut listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson Íslensku mynd- listarverðlaunin fyrir tónlistar-, gjörnings- og myndlistarverkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þessi fjölþætta uppákoma fór fram í Listasafni Reykjavíkur 3. október og hófst með fjögurra tíma flutn- ingi tónlistamanna á greinum nýju stjórnarskrárinnar innan um inn- setningu listamannanna í porti Hafnarhússins. Að flutningi lokn- um lögðu hinir fjölmörgu þátttak- endur gjörningsins leið sína að Stjórnarráðinu og Alþingi og höfðu meðferðis stóra, bleika satínborða sem á stóð „Nýju stjórnarskrána strax takk!“ með svörtum hástöf- um. Á sýningunni í Hafnarfirði, Töfrafundur – Áratug síðar gefst áhorfendum tækifæri til að skoða upptökur frá framkvæmd þessa margmiðlaverks; hlýða og horfa á flutning tónlistarmanna, fletta upp í upptökum, skoða lagalegar frum- heimildir í bland við myndræn drög og aðrar táknmyndir mótmæla, svo sem potta og pönnur. Í samtali við Val Brynjar Antonsson heimspeking nota þau Libia og Ólafur tækifærið til að þakka og tileinka Myndlist- arverðlaunin öllum þeim sem komu að þróun, gerð og framkvæmd sýn- ingarinnar. Titillinn Töfrafundur – Áratug síðar vísar nefnilega í þann stóra hóp sem kom að framkvæmd verksins sem myndar í raun grunn- samfélag sýningarinnar. Að verk- inu komu hundruð einstaklinga; tónlistarfólk, kórar, aðgerðasinnar, félagasamtök, verkefnastjórar, upptöku- og hljóðupptökufólk, handverksfólk, lögfræðingar og að- ildarfélög, auk aðstandenda Listahátíðarinnar Cycle og Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin lifandi fyrirbæri Titill sýningarinnar staðsetur áhorfendur í tíma og strengir línu á milli dagsins í dag og aftur til árs- ins 2011 þegar niðurstöður Stjórn- lagaráðs um nýja stjórnarskrá voru samþykktar með þjóðaratkvæða- greiðslu. Það liggur beinast við að skoða sýninguna út frá þróun mála- flokksins þar sem inntak sýningar- innar byggist á og hverfist sannar- lega um innleiðingu nýju stjórnar- skrárinnar. Einnig er áhugavert að skoða sýninguna sem lifandi fyrirbæri sem þróast og mótast og undir- strikar einmitt aðlögunarhæfni list- arinnar og þá eiginleika hennar að geta verkað sem samfélagslegt hreyfiafl. Báðir þessir fundir, þá fyrst Stjórnlagaþingið og nú áratug síðar Töfrafundur, eiga það sam- merkt að draga saman ótal ein- staklinga, hugmyndir og hugsjónir í þeim tilgangi að móta og varpa ljósi á sameiginlega framtíðarsýn. Töfrafundurinn í Hafnarborg er áminning um það sem á undan hef- ur gengið og hvatning til að halda stefnu er varðar grunnlög landsins. Að þessu leyti er sýningin sérstak- lega gott dæmi um samtímasýningu sem tekur á málefnum líðandi stundar með virkum og síbreyti- legum hætti. Á þeim fimm mán- uðum sem hafa liðið síðan verkið Í leit að töfrum var framkvæmt í Hafnarhúsinu hefur inntak sýning- arinnar vaxið og boðskapurinn ver- ið uppfærður. Því myndi það ekki koma á óvart ef sýningin myndi taka enn frekari breytingum áður en hún verður tekin niður í maí. En þá gætu meðal annars viðfangsefni Töfrasmiðjunnar litið dagsins ljós. Tónlistarflutningur vegur þungt á Töfrafundinum og kom fjölmargt tónlistarfólk með ólíkan bakgrunn fram í verkinu Í leit að töfrum. Hanna Styrmisdóttir, prófessor í sýningarstjórn, lýsir í sýningarskrá aðdraganda Í leit að töfrum en hann má meðal annars má rekja til samstarfs Libiu og Ólafs við tón- skáldið Karólínu Eiríksdóttur en hún útsetti tónverkið Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (2008-11) við núgildandi stjórnarskrá fyrir söng, kór og slagverk árið 2007. Ef athyglinni er beint að stíl- brögðum sýningarinnar má sjá vís- un í veggjalist (e. graffiti). Stíl- brögðin einkennast af ákveðinni leturgerð sem finna má á borðum, veggspjöldum og söluvarningi, sem og á veggjum og gangstéttum borgarinnar í aðdraganda fram- kvæmdar Í leit að töfrum. Samstarf sem Libia og Ólafur áttu í því ferli við Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá einkenndist ekki að- eins af hugmyndafræðilegum sam- hug heldur rímar spyrjandi slagorð félagsins „Hvar er nýja stjórnar- skráin?“ einnig við einkennisorð sýningarinnar. Ákall eftir stjórnarskrá Í nútímasamhengi má rekja veggjalist til New York-borgar á 7. áratug síðustu aldar. Þá varð sprenging í þessari dráttlist sem prýddi veggi og lestarvagna í al- mannarými borgarinnar. Skila- boðin eða töggin (e. tag) voru hönn- uð til að þess að vekja athygli á færni listamannsins, á umráða- svæði sem og að gefa vísbendingu um staðhætti. Í einföldu máli þá lýsti taggið því yfir að listamað- urinn hefði verið hér, ætti heima hér og eða bæri ábyrgð á tilteknu svæði. Fyrir þá sem vilja fá innsýn í heim veggjalistar má mæla með kvikmyndinni Style Wars frá árinu 1983. Kvikmyndin er óður til veggjalistar og hipphopp- tónlistarmenningar í New York. Finna má líkindi í stílbrögðum og inntaki sýningarinnar og stíl- brögðum og inntaki veggjalista- manna. Þá vísa ég ekki aðeins til leturgerðar og stenslanotkunar, heldur einnig til þeirrar viðspyrnu sem einkennir miðlun þessara tveggja ólíkra listamannahópa. Þá mætti einnig nefna nýtingu á al- mannarýminu og notkun tónlistar til að sameina almenning og vekja máls á aðkallandi samfélagslegu málefni. Töfrafundur – Áratug síðar er ákall eftir innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar. „Við eigum nýja stjórnarskrá“ var kallað á leið- inni frá Hafnarhúsinu til Alþingis. Listin rétt eins og pólitíkin er lif- andi fyrirbæri, í sífelldri mótun og býr við stöðuga endurskoðun. Nú árið 2021 sjáum við listina eiga fund með pólitíkinni í sal Hafnar- borgar. En hvort sem Töfrafundur – Áratug síðar er skoðaður sem pólitísk ádeila, margmiðla listaverk eða hvort tveggja, þá er rauði þráð- urinn nokkuð skýr. Hvernig við sem samfélag göngumst við okkar samfélagslegu ábyrgð gefur kom- andi kynslóðum hugmynd um hver hafi verið hér, átt heima hér og hvernig hafi verið borin ábyrgð á landinu. Slíkt tímaflakk er töfrum líkast. Hafnarborg Töfrafundur – Áratug síðar bbbbb Sýning Libiu Casto & Ólafs Ólafssonar í Hafnarborg í Hafnarfirði, 20. mars til 30. maí 2021. Opið er frá miðvikudegi til mánudags kl. 12-17. Lokað á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis. KARINA HANNEY MYNDLIST Veggtexti „Finna má líkindi í stílbrögðum og inntaki sýningarinnar og stíl- brögðum og inntaki veggjalistamanna,“ segir um nálgun Libiu og Ólafs. Verkið vex og sýningin með Gjörningur Á skjá má sjá gjörninginn „Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland“ sem var framkvæmdur í október sl. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á sýningunni „Hvort sem „Töfrafundur – Áratug síðar“ er skoðaður sem pólitísk ádeila, margmiðla listaverk eða hvort tveggja, þá er rauði þráðurinn nokkuð skýr,“ skrifar rýnir og segir tímaflakkið vera „töfrum líkast“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.