Morgunblaðið - 17.04.2021, Page 48
Hnúkaþeyr stendur fyrir tónleikum í 15:15-tónleika-
syrpunni í Breiðholtskirkju í dag kl. 15:15. Teflt er fram
norrænni tónlist fyrir blásarakvintett ásamt tónlist frá
Bretlandi og Ungverjalandi eftir Pál Pampichler Páls-
son, Kára Bæk, Malcolm Arnold og Ferenc Farkas. „Tón-
listin er litrík enda samin fyrir fimm nokkuð ólík hljóð-
færi, flautu, óbó, klarínett, horn og fagott,“ segir í
tilkynningu. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum eru Berg-
lind Stefánsdóttir, Eydís Franzdóttir, Ármann Helgason,
Anna Sigurbjörnsdóttir og Kristín Mjöll Jakobsdóttir.
Miðasala er á tix.is, tónleikunum er einnig streymt á
vefnum: www.1515.is/streymi.
Hnúkaþeyr á 15:15-tónleikum í dag
Tíu íslenskar konur leika í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á keppnistímabilinu sem hefst í dag og
þær eru helmingi fleiri en á síðasta ári. Einu sinni áður
hafa jafnmargar íslenskar konur leikið í deildinni og
það var líka einu ári fyrir stórmót. Fjallað er um Íslend-
ingana í deildinni í íþróttaopnunni í dag. » 40
Helmingi fleiri í Svíþjóð en í fyrra
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Viðbrögðin hafa verið jákvæð, fólk
er þakklátt fyrir að hafa þennan
möguleika til að sækja sér huggun,
styrk eða blessun í dagsins önn.
Þakklæti fólksins er mín laun,“ segir
Jón Oddgeir Guðmundsson á Akur-
eyri sem haldið hefur úti Orði dagsins
í hálfa öld upp á dag í dag.
Í Orð dagsins getur fólk hringt og
hlustað á lestur, ritningarorð eða
lestur úr Biblíunni og er ávallt nýr
texti á hverjum degi. Fyrsti lesturinn
fór í loftið 17. apríl árið 1971. Síma-
númerið er 462-1840.
Jón Oddgeir segir að vinur sinn
einn hafi heyrt um það í bresku út-
varpi að fólk gæti hringt í ákveðið
símanúmer og fengið guðsorð beint í
eyrað. „Mér fannst þetta alveg frá-
bær hugmynd og fór strax að vinna í
því að setja upp valkost af þessu
tagi,“ segir hann.
Fyrirkomulagið var með þeim
hætti fyrstu árin að Jón Oddgeir
leigði síma og símsvara af Pósti og
síma sem þá var og hét og greiddi
töluvert háa upphæð í afnotagjöld.
Las hann ýmist sjálfur ritningarvers
hvers dags eða fékk vini í lið með sér.
Lesið var inn á stórar átta rása kass-
ettur og fært yfir á símsvara. Hver
lestur var að jafnaði um þrjár mín-
útur. Tæknin krafðist þess að lesari
sæti við tækið á meðan lestur fór
fram.
„Tækninni hefur í tímans rás
fleygt mikið fram,“ segir hann. Nú er
lesið inn á talhólf og það er hægt að
gera hvar sem er. Talhólfið tekur þó
einungis við einni mínútu þannig að
tíminn sem gefst til að hlusta á guðs
orð hefur styst.“
Bílabænin fjáröflun
„Þetta var töluvert mál hér áður
fyrr og kostaði þó nokkra fjármuni,“
segir Jón Oddeir, sem ári síðar gaf út
bílabænina, lítinn límmiða með stuttri
bæn til ökumanna þar sem minnt er á
ábyrgð þeirra við aksturinn. Bíla-
bæninni hafi verið ætlað að vera fjár-
öflun fyrir Orð dagsins og staðið und-
ir væntingum því hún hafi ávallt selst
vel.
Hann segir að viðtökur hafi verið
góðar og á fyrstu árunum hafi níutíu
til hundrað hringingar verið í sím-
svarann daglega. Nú hin síðari ár hef-
ur hringingum fækkað enda margt
annað í boði í gjörbreyttu samfélagi
frá fyrri tíð.
„Það er samt alltaf einhver notkun,
tíu til tólf hringingar á dag. Fólk sem
hringir ef til vill inn til að leita sér
huggunar á erfiðum tímum og það
gleður mig ef það finnur hana í Orði
dagsins hverju sinni.“
Mitt framlag til samfélagsins
Jón Oddgeir er við þokkalega
heilsu en segir sjón sinni hafa hrakað
umtalsvert með árunum. Hann er
með stóran skjá frá Þjónustumiðstöð
blindra og sjónskertra sem gerir hon-
um kleift að halda starfinu áfram.
Það hafi um árin gefið sér mikið og
verið uppörvandi fyrir sig að finna
þakklæti þeirra sem nýttu sér þjón-
ustuna, það hafi haldið sér við efnið
og gert að verkum að úthaldið sé svo
mikið sem raun ber vitni. „Þetta er
mitt framlag til samfélagins og þakk-
lætið sem ég finn fyrir er mín laun,“
segir hann. Engar tekjur eru af þess-
ari starfsemi en umtalsverður kostn-
aður á fyrri árum.
Askjan í 18.500 eintökum
Jón Oddgeir gefur út bílabænina
sem fyrr segir og að auki hefur hann
gefið út borðdagatal með yfirskrift-
inni „Orð Guðs í dagsins önn“, þar
sem er að finna ritningarorð úr Biblí-
unni fyrir hvern dag, alla daga ársins,
auk útskýringa. Vikudagarnir eru
ekki sérstaklega merktir þannig að
hægt er að nota það ár eftir ár. Eins
hefur hann gefið út litla öskju, „Orð
Guðs til þín úr Biblíunni“, en hún
inniheldur spjöld með versum og hef-
ur notið mikilla vinsælda. Fyrsta
askjan kom út árið 1984 og hefur
verið endurútgefin þrettán sinnum,
síðast árið 2020, og eru eintökin orðin
18.500.
Jón Oddgeir rekur Litla húsið í
miðbæ Akureyrar, verslun þar sem
ýmislegt kristilegt efni er í boði.
Hann hefur frá barnæsku tekið þátt í
kristilegu starfi í heimabæ sínum.
Hefur setið í sóknarnefnd Akur-
eyrarkirkju óslitið frá árinu 1985, var
kirkjuvörður í Glerárkirkju í ellefu ár
og þá hefur hann mikið starfað innan
KFUM og K.
Orð dagsins í hálfa öld
- Fólk sækir sér huggun og styrk í dagsins önn, segir Jón
Oddgeir Guðmundsson, umsjónarmaður Orðs dagsins
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Jón Oddgeir Guðmundsson hefur boðið upp á Orð dagsins í hálfa
öld, fyrsti lesturinn með texta úr Biblíunni var 17. apríl árið 1971.
Verslun Jón Oddgeir rekur einnig
Litla húsið í miðbæ Akureyrar.
Flatahrauni 27 • 220 Hafnarfjörður
sími 788 3000 • gottogblessad.is
Opið virka daga 11-18 / laugardaga 11-15
Tagliatelle
KAJA ORGANIC
Pastasósa
THE HUNGRY CHEF
Uxahakk
LITLA ÁRMÓT
Brúnó geitaostur
BRÚNASTAÐIR FLJÓTUM
BRÚNASTAÐIR
Bragðgott
dæmi
um veislu
beint úr
héraði
íslensk FRAMLEIÐSLA • beint frá bónda
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
ÍÞRÓTTIR MENNING