Morgunblaðið - 20.04.2021, Page 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
Freyr Bjarnason
Guðrún Hálfdánardóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Í þeim tilfellum af kórónuveirunni
sem greind hafa verið hér á landi síð-
ustu daga hafa tvö afbrigði komið
fram, bæði sem fyrst greindust í
Bretlandi. Sömuleiðis tengjast smitin
fólki sem kom hingað til lands og
sinnti því ekki að fara í sóttkví. Þetta
segir Jóhann Björn Skúlason, yfir-
maður smitrakningar almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra og land-
læknis.
Skólar og fiskvinnsla
Smitið á leikskólanum Jörfa við
Hæðargarð í Reykjavík tengist
manni sem kom til landsins rétt fyrir
sl. mánaðamót og fór óvarlega. Afleið-
ingin er að meira en 100 fjölskyldur
eru í sóttkví og 36 eru smitaðir af Co-
vid-19. Þar eiga í hlut 14 börn og 16
starfsmenn leikskólans Auk þeirra
eru 6 smit tengd fjölskyldum viðkom-
andi. Tilvik sem kom upp á Íslenska
barnum við Ingólfsstræti í Reykjavík
er tengt þessu hópsmiti. Eins smit í
Sæmundarskóla í Grafarholti, þar
greindist barn í 2. bekk með Covid-19.
Hitt smitið tengist Íslensku sjáv-
arfangi við Bakkabraut í Kópavogi.
Þar eru tilfellin átta talsins. Ekki er
þó um að ræða sama smit á leikskól-
anum og í fiskvinnslunni.
Jóhann Björn segir að það hafi sýnt
sig og sannað að sóttkví virkar vel
sem vörn svo lengi sem fólk fer eftir
reglum, það er að vera ekki í sam-
skiptum við aðra. Tilgangurinn með
því að skikka fólk sem kæmi frá
ákveðnum löndum á sóttkvíarhótel
hafi verið að tryggja slíkt enn betur.
Dapurlegt væri að sjá afleiðingar
þess þegar einn sem kemur að landa-
mærunum fer óvarlega – svo hundrað
fjölskyldur hafa þurft í sóttkví.
Einn getur valið bylgju
Kórónuveirusmit sem greindust
um helgina sýna hvernig eitt smit get-
ur sett af stað hópsýkingu og jafnvel
bylgju, sagði Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í
gær. Ráðist var í víðtækar skimanir
vegna hópsýkinga og einnig átti að
taka stikkprufur til að kanna út-
breiðslu. Um 2.800 manns komu í
sýnatöku á Suðurlandsbraut í gær.
Þórólfur sagði niðurstöðurnar
mundu hjálpa til við að sjá hvort þurfi
að grípa til harðari sóttvarnaráðstaf-
ana. Í öllu falli væri ljóst að tryggja
þyrfti landamærin vel.
Í gær voru 92 í eftirliti á Covid-19-
göngudeild Landspítala. Þriðjungur
þeirra er börn. Starfsfólk deildarinn-
ar er vel búið undir fjölgun smita, að
sögn Ragnars Freys Ingvarssonar
umsjónarlæknis „Erum með innvið-
ina tilbúna sé fjórða bylgjan komin,“
sagði Ragnar.
Dapurlegar afleiðingar
þegar einn fer óvarlega
- Landspítalinn búinn undir fjórðu bylgjuna af Covid-19
Morgunblaðið/Eggert
Upplýsingafundur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller
landlæknir á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn í gærmorgun.
40 ný innanlandssmitgreindust sl. helgi
386 einstaklingareru í sóttkví
922 einstaklingareru í skimunarsóttkví
97 eru meðvirkt smit
og í einangrun
Fjöldi
smita
Heimild:
covid.is
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl
Fullbólusettir:
29.686 einstak-lingar
17. aprí: 13 smit
18. aprí: 27 smit
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
Freyr Bjarnason
Skert lykt og bragð tengist sterkt
Covid-19-sýkingu en lagast með
tímanum. 32% þeirra sem greindust
með Covid-19 voru með alvarleg
einkenni 5-11 mánuðum síðar. Þetta
eru niðurstöður rannsóknar Hilmu
Hólm hjartalæknis og Ernu Ívars-
dóttur tölfræðings á langtíma-
áhrifum SARS-CoV-2-sýkinga sem
kynntar voru á fræðslufundi Ís-
lenskrar erfðagreiningar í gær.
Tvær aðrar rannsóknir voru kynnt-
ar á fundinum.
Í september 2020 hóf Íslensk
erfðagreining að bjóða þeim sem
sýkst höfðu af Covid-19 að koma í
rannsókn til þess að meta heilsu-
farsafleiðingar. Einstaklingarnir
tóku þátt í rannsókninni 5-11 mán-
uðum eftir að sýking greindist.
Niðurstöður lyktarprófsins voru
þá þær að eftir því sem lengri tími
er liðinn frá greiningu fer hlutfall
þeirra sem skimast með skert
lyktarskyn að lækka.
„Þeir sem komu 5-6 mánuðum
eftir greiningu skimuðust 20% með
skert lyktarskyn en ef það voru 9-11
mánuðir liðnir frá greiningu skim-
uðust 8% með skert lyktarskyn og
þá er ekki lengur munur á þeim og
viðmunarhópnum svo þetta sýnir að
lyktarskynið batnar með tímanum,“
sagði Erna.
Önnur einkenni voru meðal ann-
arra mæði, minnistruflanir,
þreyta, slappleiki, brjóstverkir og
hraður hjartsláttur. 32% þeirra
sem fengu Covid-19 eru með veru-
leg slík einkenni 5-11 mánuðum
eftir sýkingu. „Við sjáum líka að
það er um þriðjungur sem er að
kljást við mikil einkenni ennþá,
mæði og minnistruflun. Við verð-
um aftur að hafa í huga að þetta
eru algeng einkenni úti í samfélag-
inu, þannig að 14% einstaklinga
sem voru ekki veikir eru líka með
svipuð einkenni,“ sagði Hilma í
samtali við mbl.is.
Þessi einkenni tengjast mjög al-
varleika veikinda. „Því veikari sem
þú varst, því verr líður þér núna 5-
11 mánuðum síðar,“ sagði Hilma.
„Það sem við sjáum síðan líka er
að tíðni þessara einkenna er ekki
mikið að minnka með tíma frá sýk-
ingu. Það er að segja þetta er jafn
algengt hjá þeim sem komu til okk-
ar 5 mánuðum eftir veikindi og 11
mánuðum eftir veikindi,“ sagði
Hilma.
„Tryllingslega gaman“
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, sagði í
samtali við mbl.is að það væri erfitt
að segja hvað hefði staðið upp úr á
fundinum.
„Mér finnst mjög athyglisvert
hvernig við höfum búið til forsendur
fyrir almennilegri smitrakningu. Að
raðgreina veiruna úr hverjum ein-
asta manni sem hefur sýkst og nýta
síðan stökkbreytingarmynstrið til
að rekja hvernig veiran breiðist út,“
segir Kári.
„Í dag getum við sagt nokkurn
veginn nákvæmlega hver smitaði
hvern og hverjir smituðust af sama
einstaklingnum, það er að segja
hverjir mynda eina einingu. Við get-
um kallað það hópsmit þar sem allir
hafa sýkst af sama afbrigði veir-
unnar. Ef Pétur og Jón hafa sýkst
og við erum að reyna að finna út
hvort var það Pétur sem smitaði Jón
eða Jón Pétur. Ef Pétur er með eina
stökkbreytingu í viðbót við það sem
finnst í Jóni er alveg ljóst að Jón
hefur smitað Pétur. Það er ósköp
einföld lógík,“ greinir hann frá.
Kári viðurkennir að lokum hversu
gaman sér hafi fundist að vinna að
rannsóknum á kórónuveirunni. „Það
er búið að vera alveg tryllingslega
gaman,“ sagði Kári.
32% með einkenni mánuðum síðar
- Þriðjungur með mikil einkenni 5 til 11 mánuðum eftir kórónuveirusýkingu - Stökkbreytingar-
mynstrið nýtt til að rekja hvernig veiran breiðist út í samfélaginu - Lyktarskynið batnar að nýju
Morgunblaðið/Eggert
Íslensk erfðagreining Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fræðslufundi gærdagsins.
Gert er ráð fyrir að yfir 12 þúsund
einstaklingar verði bólusettir gegn
kórónuveirunni í vikunni.
Fram kemur á vef landlæknis-
embættisins, að samtals verði 9.400
einstaklingar bólusettir með bólu-
efni frá Pfizer, um 6.000 fá fyrri
bólusetningu og 2.500 seinni bólu-
setningu. Þar af voru um 2.000 heil-
brigðisstarfsmenn á Landspítala
bólusettir um helgina.
Þá fá samtals 2.600 einstaklingar
bóluefni frá Moderna, sem skiptist
jafnt í fyrri og seinni bólusetningu.
Einstaklingum á aldrinum 60-69
ára, sem ekki hafa áhættuþætti sem
auka hættu á segamyndun, verður
boðin bólusetning með AstraZeneca-
bóluefni. Bólusetningar með Astra-
Zenica hefjast aftur í vikunni og af
fullum krafti í næstu viku, segir á
vef landlæknis.
Samtals hafa 100.168 skammtar
verið gefnir af bóluefni hér á landi
síðan bólusetning hófst. Alls hafa
70.482 einstaklingar fengið að
minnsta kosti einn skammt og af
þeim eru 29.686 einstaklingar full-
bólusettir.
12 þúsund bólu-
settir í vikunni
- Byrjað að bólusetja 60 ára og eldri
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Áformað er að bólu-
setja yfir 12 þúsund í vikunni.