Morgunblaðið - 20.04.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Allar niðurstöður leiða í þá átt að
eftirsóknarvert sé að halda slíka
viðburði, bæði efnahagslega og sam-
félagslega. Það styrkir ímynd við-
komandi svæðis
og íbúarnir eru
stoltir af viðburð-
inum. Það var til
dæmis mikill
metnaður að
halda landsmót á
Hólum sumarið
2016 og gera það
vel til þess að
eiga kost á að fá
viðburðinn aftur
síðar,“ segir Ingi-
björg Sigurðardóttir, deildarstjóri
ferðamáladeildar Háskólans á Hól-
um. Hún er einn þriggja ritstjóra
bókar um hestaviðburði með
áherslu á landsmót hestamanna, út
frá viðburðastjórnunarfræðum.
Bókin grundvallast á viðamikilli
rannsókn á landsmóti hestamanna í
um tuttugu ár, sérstaklega tveimur
síðustu mótunum, á Hólum og í
Reykjavík. Nítján höfundar frá
fimm þjóðlöndum fjalla um viðburð-
inn á grundvelli rannsókna sinna,
frá ólíkum sjónarhólum.
Heimafólk velviljað
„Umfang landsmótsins er mikið
og efnahagsleg áhrif gríðarlega
mikil. Ljóst er að langtímaáhrif á
þau svæði sem þau eru haldin á eru
umtalsverð, kannski meiri en menn
sjá í fljótu bragði,“ segir Ingibjörg
um helstu niðurstöður en ítrekar
jafnframt, það sem segir hér fram-
ar, að höfundarnir nálgist viðfangs-
efnið frá sínum sjónarhóli og því
erfitt að tala um heildarniðurstöðu.
Hún segir að landsmótin séu
lyftistöng fyrir hestamennsku á
svæðunum. Aðstaða sé byggð upp
og þekking verði til. „Eitt af því
sem mér finnst standa upp úr er
hvað mikill velvilji er gagnvart við-
burðinum, til dæmis í Skagafirði, að
taka á móti fjölda fólks og hesta og
það á einnig við um fólk sem ekki
tengist hestamennsku. Það er viða-
mikið fyrir lítið samfélag að taka á
móti 8-10 þúsund gestum og 800-
1.000 hrossum. Því má líkja við inn-
rás í samfélagið. Samt er mikil
ánægja með viðburðinn,“ segir Ingi-
björg.
Bókin er gefin út af CABI Publ-
isher og heitir „Humans, Horses og
Events Management“, og eins og
heiti hennar bendir til er sjónar-
hornið vítt. Ingibjörg vekur athygli
á því að þetta er fyrsta bók sinnar
tegundar sem fjallar um hesta-
viðburði sérstaklega. Þá hafi hún þá
sérstöðu í viðburðastjórnunar-
fræðum að fjalla um einn ákveðinn
viðburð frá mörgum sjónarhornum.
Rannsóknarverkefninu var stýrt af
ferðamáladeildinni og er þetta
stærsta rannsókn sem hún hefur
tekið þátt í.
Morgunblaðið/Eggert
Víðidalur Síðasta landsmót hestamanna var haldið í Reykjavík 2018. Mótinu sem vera átti 2020 var frestað.
Mikil efnahagsleg áhrif
á landsmótssvæðunum
- Fyrsta bók sem gefin er út um rannsóknir á hestaviðburði
Ingibjörg
Sigurðardóttir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nyrsti gígurinn í Fagradalsfjalli sem
opnaðist um hádegi annan dag páska
er hættur að gjósa. Hraun frá honum
rann m.a. niður í Meradali. Réttur
mánuður var í gær síðan eldgosið
hófst að kvöldi 19. mars.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suð-
urlands setti færslu á Facebook. Þar
segir m.a. að á mánaðarafmæli eld-
gossins sé nokkuð ljóst að nyrsti gíg-
ur gossprungunnar sé þagnaður. Á
nýrri vefmyndavél RÚV sjáist ekki
vottur af gufu stíga upp af gígnum og
enginn bjarmi hafi sést í myrkri næt-
urinnar.
„Þessi gígur var mjög líflegur og
reis nokkuð hratt fyrstu dagana. Var
hann á endanum orðinn töluvert
hærri í landslaginu en önnur gosop.
Slíkar aðstæður geta ýtt undir það að
kvikan á erfiðara með að komast upp
um þetta tiltekna gosop og hefur
flæðið því fundið sér auðveldari leið
út um önnur op,“ sagði í færslunni.
Hraunrennslið hefur aukist
Jarðvísindastofnun Háskóla Ís-
lands birti í gær nýjar mælingar á
stærð hraunsins og hraunrennsli í
eldgosinu. Þær voru byggðar á flugi
yfir eldstöðvarnar í fyrradag. Teknar
voru loftmyndir úr flugvél Garðaflugs
með Hasselblad-myndavél Náttúru-
fræðistofnunar. Unnin voru landlíkön
af hrauninu í og umhverfis Geldinga-
dali.
Mælingin sýndi að hraunrennsli
hefur aukist síðustu 1-2 vikurnar.
Heildarrennsli frá öllum gígum á sex
daga tímabili, 12.-18. apríl, var að
meðaltali 7,8 rúmmetrar á sekúndu
en var 4,5-5 rúmmetrar á sekúndu
fyrstu sautján dagana. Meðalhraun-
rennslið fyrstu 30 dagana er 5,6 rúm-
metrar á sekúndu. Hraunrennslið er
tiltölulega stöðugt samanborið við
flest önnur eldgos. Jarðvísindastofn-
un segir að niðurstaða nýjustu mæl-
ingarinnar staðfesti að afl gossins
hafi aukist nokkuð samhliða opnun
fleiri gíga. Flatarmál hrauns er nú
orðið 0,9 ferkílómetrar og heildar-
rúmmál rúmlega 14 milljónir rúm-
metra.
„Besta leiðin til að meta stærð
gossins í Fagradalsfjalli er að kort-
leggja hraunið og reikna rúmmál
þess á hverjum tíma. Þannig fæst
meðalhraunrennsli milli mælinga,“
segir í frétt Jarðvísindastofnunar.
Þar kemur einnig fram að hingað
til hafi ekki komið fram neinar breyt-
ingar í efnasamsetningu heildar-
bergsýna. Mælingar á efnasamsetn-
ingunni benda til þess að gangurinn
dragi kviku frá djúpum kvikugeymi
sem líklega liggur nærri mörkum
skorpu og möttuls undir Reykjanes-
skaga.
Eldgosið lítið miðað við önnur
Hraunrennslið nú er aðeins um
helmingur þess sem kom upp að með-
altali fyrstu tíu daga eldgossins á
Fimmvörðuhálsi vorið 2010. Þó var
það talið lítið gos, að sögn Jarðvís-
indastofnunar.
„Samanburður við Holuhraun sýn-
ir að rennslið nú er 6-7% af meðal-
hraunrennsli þá sex mánuði sem það
gos stóð. Rennslið er svipað og var
lengst af í Surtsey eftir að hraungos
hófst þar í apríl 1964 til gosloka í júní
1967.
Ekki er hægt að segja til um það nú
hve lengi gosið muni standa, en þróun
hraunrennslis með tíma mun gefa vís-
bendingar þegar fram í sækir,“ segir í
frétt Jarðvísindastofnunar.
Kortlagning hraunsins er sam-
starfsverkefni margra: Auk Jarðvís-
indastofnunar koma Landmælingar,
Náttúrufræðistofnun, Veðurstofan,
Isavia og almannavarnir að því.
Landsvirkjun tók þátt með leysi-
skanna og aðgangur fékkst að
franska Pléiades-gervitunglinu.
Nyrsti gígurinn er hættur að gjósa
- Hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli jókst þegar gosopum fjölgaði - Stöðugt hraunrennsli
miðað við önnur eldgos - Engar breytingar í efnasamsetningu bergsins - Eldgosið er mjög lítið
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Hraunrennslið í eldgosinu hefur verið tiltölulega stöðugt samanborið við flest önnur eldgos.
Einkafyrirtækið Heilsuvernd
hjúkrunarheimili ehf. tekur við
rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
af bæjarfélaginu um næstu mán-
aðamót. Heilbrigðisráðherra hefur
nú staðfest samning Sjúkratrygg-
inga og fyrirtækisins um þessa
yfirfærslu.
Akureyrarbær hefur rekið Hlíð
og Lögmannshlíð og tengda starf-
semi. Samningurinn tekur til þjón-
ustu í 173 hjúkrunarrýmum, 8 dval-
arrýmum og 36 dagdvalarrýmum.
Endar hafa ekki náð saman í
rekstrinum hjá Akureyrarbæ og
sagði bærinn upp samningum við
Sjúkratryggingar vorið 2020. Sam-
komulag hefur orðið um frestun yf-
irfærslu þar til nú að nýr aðili tek-
ur við eftir að Sjúkratryggingar
auglýstu eftir samstarfsaðilum.
Heilsuvernd er með fjölbreytta
starfsemi á heilbrigðissviði, ekki
síst fyrir fyrirtæki, og rekur heilsu-
gæsluna í Urðarhvarfi. Teitur Guð-
mundsson læknir er framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Núverandi
starfsfólk Öldrunarheimila Akur-
eyrar heldur áfram störfum, í þágu
nýs rekstraraðila. helgi@mbl.is
Heilsuvernd rekur
hjúkrunarheimili
- Tekur við af Akureyrarbæ 1. maí
Morgunblaðið/Skapti
Heimili Lögmannshlíð er nýjasta
öldrunarheimilið á Akureyri.
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA