Morgunblaðið - 20.04.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur gefið út skýrslu vegna flug-
umferðaratviks er varð á loka-
stefnu fyrir flugbraut 01 á Kefla-
víkurflugvelli 23. maí 2020.
Flugmaður TF-KFG beygði inn á
lokastefnu í veg fyrir TF-KFF og
skapaðist árekstrarhætta þar sem
minnsta fjarlægð á milli loftfara
var áætluð 174 metrar og báðar
flugvélarnar voru í um 300 feta
hæð. Báðar eru vélarnar af gerð-
inni Diamond DA-20 og voru í
kennsluflugi, önnur, TF-KFF, með
flugkennara og flugnema innan-
borðs, en flugnemi í einliðaflugi í
hinni, TF-KFG.
Fleiri vélar voru í loftinu á þess-
um tíma og sá flugmaður TF-KFG
tvær flugvélar, eina þvert af sér á
stuttri lokastefnu, TF-KFX í 400
feta hæð og aðra þar fyrir aftan,
TF-KFI í 700 feta hæð. Rannsókn
RNSA leiddi í ljós að flugumferð-
arstjórinn taldi ekki flugvél TF-
KFX með í flugumferðarupplýsing-
unum þar sem lending TF-KFX
var vís og flugvélin komin yfir
þröskuld, að hans sögn, með heim-
ilaða lendingu. Flugumferðarstjór-
inn taldi flugvél TF-KFI númer 1
og flugvél TF-KFF, sem var á
þverlegg að fara að beygja inn á
lokastefnu númer 2. Allar eru fyrr-
nefndar flugvélar notaðar í námi
hjá Flugakademíu Íslands.
Rannsóknin leiddi í ljós að mis-
ræmi var á því hvernig flugumferð-
arstjórar í flugturninum á Kefla-
víkurflugvelli telja flugvélar í röð
inn til lendingar. Er það niðurstaða
RNSA að flugumferðarstjórinn í
flugturninum á Keflavíkurflugvelli
hefði átt að telja flugvél TF-KFX
með, enda var flugvél TF-KFX enn
á flugi fyrir lendinguna og í rúm-
lega 200 feta hæð yfir jörðu.
Tillaga í öryggisátt
RNSA setur fram tillögu í ör-
yggisátt vegna þessa atviks og
leggur til við Isavia ANS að í þjálf-
un flugumferðarstjóra með turn-
réttindi verði farið yfir það að flug-
vél skal talin með í röð inn til
lendingar þangað til hún er lent.
Árekstrarhætta í kennsluflugi
- Misræmi í flugturni á því hvernig
vélar í röð eru taldar inn til lendingar
Ljósmynd/Af heimasíðu Keilis
Flugþjálfun TF KFF er ein flugvélanna í flugflota Flugakademíunnar.
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmi
Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því
lokið var við framkvæmdir við ferju-
höfnina í Súgandisey og stígagerð
upp á Súgandisey við Stykkishólm
hittust Sturla Böðvarsson, fyrrver-
andi bæjarstjóri, og Högni Bærings-
son, fyrrverandi bæjarverkstjóri
Stykkishólmsbæjar, og rifjuðu upp
þessa miklu framkvæmd, að tengja
Súgandisey við land með fallega
byggðum grjótgarði milli lands og
eyjar. Með þeim í för var Elínborg
Sturludóttir, en hún var sumar-
starfsmaður hjá bænum þegar fram-
kvæmdir stóðu yfir.
Ferjuhöfnin var tekin í notkun ár-
ið 1990 þegar nýja Breiðafjarðar-
ferjan Baldur tók við af flóabátnum
Baldri. Nýja ferjan, sem sigldi á
milli Stykkishólms, Flateyjar og
Brjánslækjar, var smíðuð í Skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts á
Akranesi og reyndist vel. Með til-
komu hennar varð sú breyting að
bílar gátu ekið um borð. Áður varð
að hífa hvern bíl um borð og stærri
farartæki var ekki hægt að flytja.
Það voru starfsmenn áhaldahúss
bæjarins sem einkum komu að því
að leggja garðinn en verktaki sá um
grjóthleðsluna. Vörubílstjórar úr
bænum sáu um grjótflutningana en
námurnar þar sem grjótið var unnið
voru að hluta innan bæjarlandsins.
Sturla var bæjarstjóri á þessum ár-
um eða til ársins 1991. Högni var
verkstjóri hjá bænum í rúm 30 ár
eða til ársins 2003.
Framkvæmdir hófust 1987
Framkvæmdir við ferjuhöfnina
hófust með breytingum á skipulagi
svæðisins árið 1987 en hönnun ferju-
hafnarinnar á þessum stað var mjög
vandasamt verkefni. Undirbúningur
verksins tók nokkuð langan tíma.
Mjög var til verksins vandað enda
viðkvæmt að tengja eyjuna við land
og leggja grjótgarð við hafn-
arsvæðið þar sem byggðin upp af
höfninni var friðuð árið 1978 á
grundvelli sérstakrar húsakönnunar
sem var unnin í samstarfi bæjarins
og húsfriðunarnefndar. Það fer ekki
á milli mála að ferjuhöfnin og þessi
sérstaka landtenging hefur opnað
einstakt útivistarsvæði þangað sem
straumur ferðamanna liggur alla
daga ársins til þess að njóta útsýnis
frá Súgandisey yfir bæinn og út á
Breiðafjörðinn með öllum sínum eyj-
um og hólmum.
Nú bíða Hólmarar og Breiðfirð-
ingar þess að ferjan Baldur verði
endurnýjuð svo þjónustan verði
bætt og ferjuhöfnin nýtt svo sem
best má verða. Eftir sem áður setur
Súgandisey svip á bæjarstæðið með
vitann á toppi eyjarinnar og hann
lýsir sjófarendum leiðina að höfn-
inni.
Þá var mikið um að vera
- Rifjuðu upp
minningar frá
liðinni tíð
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Tímamót Elínborg Sturludóttir, áður starfsmaður Áhaldahússins, Högni
Bæringsson, fv. bæjarverkstjóri, og Sturla Böðvarsson, fv. bæjarstjóri.
Súgandisey Ný ferjuhöfn var tekin í notkun fyrir um 30 árum. Eyjan var þá
tengd landi í fyrsta sinn, með lagningu grjótgarðs, vegar og ferjuhafnar.
„Þessar bækur hafa verið lengi á
lager hjá okkur og það er gaman að
þær geti nýst. Viðtakendurnir voru
afskaplega hamingjusamir þegar
við höfðum samband við þá,“ segir
Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, mark-
aðsstjóri prentsmiðjunnar Litrófs.
Í vikunni mun Litróf gefa fjögur
bretti af sígildum barnabókum til
Barnaspítala Hringsins, Krafts,
Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna, Ljóssins, Fjölskylduhjálpar
og ýmissa leikskóla. Þetta eru fjög-
ur sígild ævintýri í þýðingu Auðar
Haralds; Tumi þumall, Haninn,
músin og litla rauða hænan, Stíg-
vélaði kötturinn og Hans og Gréta.
Alls er um tæpar fimm þúsund bæk-
ur að ræða.
Litróf tók við lager bókaútgáf-
unnar Kjalar sem gaf út umræddar
bækur en hætti störfum fyrir
nokkrum árum. Á myndinni að ofan
eru þau Kristín Jóna Þorsteins-
dóttir markaðsstjóri og Konráð
Ingi Jónsson, eigandi Litrófs, með
nokkur sýnishorn af bókunum.
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ætla að gefa fimm
þúsund barnabækur
- Litróf kemur sígildum ævintýrum á
Barnaspítalann, til Krafts og leikskóla
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Verð