Morgunblaðið - 20.04.2021, Blaðsíða 12
Hróðmar
Bjarnason
Ágúst
Elvarsson
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Styrmir Þór Bragason, forstjóri
ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic
Adventures, er bjartsýnni en áður á
ferðasumarið, en hann segist oft
hafa verið með þeim svartsýnni hvað
þetta varðar. Aðspurður telur hann
að raunhæft sé að 650-800 þúsund
ferðamenn sæki landið heim ef allt
fer vel. „Auðvitað eru mörg ef á leið-
inni,“ segir Styrmir.
Í febrúar spáði Seðlabankinn 700
þúsund ferðamönnum til landsins í
ár. Íslandsbanki spáði sömu tölu í
janúar, en Landsbankinn spáði 650
þúsund gestum í þjóðhagsspá sinni í
október sl.
Styrmir á von á, miðað við þær til-
lögur sem eru í gildi varðandi opnun
landamæra fyrir bólusetta, að þeir
útlendingar sem fyrstir komi til
landsins verði þeir sem fengið hafa
bólusetningu við veirunni.
Aðspurður segist hann finna fyrir
gríðarlegum ferðavilja. Spennan
fyrir Íslandi sem áfangastað hafi síst
minnkað og mikil aukning hafi orðið
á heimsóknum á heimasíðu félagsins
vegna eldgossins.
Íslensk ferðaþjónusta byggir mik-
ið á bandarískum ferðamönnum eins
og Styrmir útskýrir. „Þetta er fólk
með mikla kaupgetu, kaupir sér hót-
elgistingu, skipulagðar ferðir með
leiðsögn, fer út að borða og lifir vel á
meðan það dvelur hér.“
Auk Bandaríkjanna hafa bókanir
verið að berast annars staðar frá
einnig. „Við sjáum bókanir frá Bret-
landi, Hollandi, Sviss, Spáni, Ítalíu
og Skandinavíu m.a.“
Arctic Adventures rekur tvö hótel
á Suðurlandi, í Öræfum og á Kirkju-
bæjarklaustri. „Þau verða alveg op-
in í sumar með fulla þjónustu.“
Nú er maður svartsýnni
„Maður gerði sér vonir um að
hlutirnir færu af stað í maí og þetta
yrði svipað og í fyrra, yxi jafnt og
þétt inn í sumarið. En nú er maður
svartsýnni,“ segir Hróðmar
Bjarnason, framkvæmdastjóri
ferðaþjónustufyrirtækisins Eld-
hesta, í samtali við Morgunblaðið.
„Maður vonast samt til að þetta fari
eitthvað af stað í júní, júlí og ágúst.
Við erum með þónokkuð af bókun-
um að utan, en óvissan er mikil.
Það er óvíst hvað þetta heldur.“
Hann segir að fyrirtækið sé aðal-
lega á Evrópumarkaði og á
Norðurlöndum, en einnig komi allt-
af eitthvað af viðskiptavinum frá
Bretlandi og Bandaríkjunum. „Við
væntum þess að fara í einhverjar
ferðir í sumar. Margar ferðir í júlí
og ágúst eru fullbókaðar, hvað sem
verður.“
Hann segir að fyrirtækið hafi
boðið upp á pakkaferðir í vetur fyr-
ir Íslendinga, þar sem boðið er upp
á gistingu, kvöldverð á Hótel Eld-
hestum og stutta hestaferð. Þessir
pakkar verða í boði fram á sumar.
Fyrirtækið býður upp á margvís-
legar hestaferðir, allt frá einum
klukkutíma upp í vikuferðir um há-
lendið. „Þessar ferðir voru nánast
allar fullbókaðar árin 2016-2019.
Síðasta sumar kom betur út en mað-
ur þorði að vona.“
Spurður um verðlagningu segir
Hróðmar að fyrirtækið muni halda
verði nánast óbreyttu frá síðasta ári.
Bátsferðir um miðjan maí
Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri
Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf.,
segir að líklega verði veitingahúsið
við lónið opnað fyrstu helgina í maí
og siglingar hefjist upp úr miðjum
maí, en þó í mýflugumynd eins og
hann orðar það. „Það þýðir að við
verðum með einn bát í stað fjögurra.
Maður er hæfilega bjartsýnn. Það
eina sem maður veit er að það verða
fáir erlendir ferðamenn. Íslenskir
ferðamenn eru bara dropi í hafið hjá
okkur, en þeim fjölgaði þó um 200%
á síðasta ári miðað við venjulegt ár.
Árið í fyrra var tekjufallið 80%.“
Hann segir að fyrirtækið muni
samt sem áður bjóða upp á góða
pakka fyrir Íslendinga, og þá í
tengslum við ferðagjöfina.
Fimmtíu manns starfa hjá fyrir-
tækinu í eðlilegu árferði en fimm eru
þar nú að störfum að sögn Ágústs.
Ágúst segir að verð muni haldast
það sama í ár og í fyrra.
Árið 2019 sigldi fyrirtækið með
155 þúsund manns að sögn Ágústs,
en árið á undan sigldu 170 þúsund
með fyrirtækinu. „Til samanburðar
komu um 20 þúsund til okkur í ferðir
í fyrra.“
Biðstaða ríkir
Kristófer Oliversson, fram-
kvæmdastjóri Center hótela, segir
ákveðna biðstöðu ríkja hvað sum-
arið varðar, en bindur vonir við
hingaðkomu breskra ferðalanga
eftir að þeir fá heimild til að
ferðast eftir 17. maí nk. eins og
yfirvöld þar í landi ráðgera. „Svo
eru Bandaríkjamennirnir byrjaðir
að skila sér eitthvað inn í sumarið
og vel inn á haustið. En það er eng-
inn rífandi gangur í bókunum í
sumar og svo virðist sem hátt verð
á svokölluðum PCR-prófum, sem
þarf að taka þrisvar til fjórum
sinnum í ferð, muni draga úr ferða-
vilja“
Aðspurður segir hann að boðið
verði upp á pakkatilboð í sumar fyrir
Íslendinga, sem auglýst verði innan
skamms. „Pakkatilboðin okkar til
Íslendinga eru góð viðbót en skipta
minna máli í höfuðborginni, því Ís-
lendingar eru minna að koma til
Reykjavíkur í frí. Þeir ferðast frekar
um landið.“
650-800 þús. komi á árinu
Ljósmynd/Arctic Adventures
Ævintýri Arctic Adventures býður upp á vinsælar ferðir inn í Langjökul fyrir bæði Íslendinga og útlendinga.
- Bólusettir fyrstir - Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða pakkaferðir fyrir Íslendinga í
sumar - Víða óbreytt verð - Bátar sigla aftur á Jökulsárlóni um miðjan maí
Styrmir Þór
Bragason
Kristófer
Oliversson
Pakkar
» Arctic Adventures býður
klifur í Sólheimajökli, íshella-
skoðun í Kötlujökli og Into the
Glacier m.a.
» Á Jökulsárlóni verður hægt
að sigla á báti frá miðjum maí.
» Gisting, kvöldverður og
hestaferð í boði hjá Eldhestum.
» Gisting á hótelum Center
Hotels í Reykjavík.
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021
« Hagnaður Kling og Bang Gallerís nam
840 þúsund krónum í fyrra og jókst um
nokkra tugi þúsunda frá fyrra ári. Rekstr-
artekjur félagsins drógust hins vegar
talsvert saman milli ára og námu 13,8
milljónum, samanborið við 19,2 milljónir
árið 2019. Rekstrargjöldin drógust einnig
talsvert saman og námu 12,8 milljónum
samanborið við 18,4 milljónir árið 2019.
Eigið fé gallerísins stóð í 8,7 millj-
ónum í árslok og skuldirnar voru óveru-
legar eða 427 þúsund krónur. Kling og
Bang Gallerí er í jafnri eigu sjö ein-
staklinga, þeirra Úlfs Grönvold, Snorra
Ásmundssonar, Sirru Sigrúnar Sigurð-
ardóttur, Heklu Daggar Jónsdóttur, Gísl-
ínu Hrefnu Magnúsdóttur, Erlings Þórs
Valssonar og Daníels Karls Björnssonar.
Hagnaður Kling og Bang
Gallerís jókst lítillega
20. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.74
Sterlingspund 175.03
Kanadadalur 101.37
Dönsk króna 20.425
Norsk króna 15.163
Sænsk króna 15.033
Svissn. franki 137.96
Japanskt jen 1.1652
SDR 181.25
Evra 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.3178
Hrávöruverð
Gull 1766.45 ($/únsa)
Ál 2308.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.86 ($/fatið) Brent
« Fimm eru í
framboði til stjórn-
ar Kviku banka. Þar
á meðal eru þrír
núverandi stjórn-
armenn í bank-
anum, þeir Sig-
urður Hannesson
formaður, Guð-
mundur Þórðarson
og Guðjón Reyn-
isson. Inga Björg
Hjaltadóttir sem setið hefur í stjórninni
býður sig nú fram í varastjórn en Hrönn
Sveinsdóttir býður sig ekki fram. Nýjar
inn í stjórnina koma þær Helga Kristín
Auðunsdóttir og Kristín Friðgeirsdóttir.
Þær hafa fram til þessa setið í stjórn
TM sem sameinaðist Kviku fyrir
skemmstu.
Ásamt Ingu Björg býður Sigurgeir
Guðlaugsson sig fram til setu í vara-
stjórn. Framboðsfrestur er liðinn og
bárust jafn mörg framboð og sætin
eru sem kjósa ætti um. Hefur stjórn
metið framboðin öll gild og því eru
frambjóðendurnir sjálfkjörnir.
Breytingar framundan
á stjórn Kviku banka
Sigurður
Hannesson
STUTT
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hagnaður Arion banka eftir skatta
nam 6 milljörðum króna á fyrsta
fjórðungi ársins. Þetta var tilkynnt
með jákvæðri afkomuviðvörun sem
send var á Kauphöll Íslands í gær.
Þar segir að drög að uppgjöri bank-
ans liggi. Sýni það að reiknuð arðsemi
bankans á ársgrundvelli nemi 12% og
að hún sé umtalsvert umfram fyrir-
liggjandi spár greiningaraðila.
Felur uppgjörið í sér mikinn við-
snúning á rekstri bankans miðað við
fyrsta fjórðung síðasta árs. Nam tap
af starfseminni þá tæpum 2,2 millj-
örðum króna.
Segir í tilkynningu bankans nú að
rekstrartekjur fjórðungsins nemi um
13 milljörðum króna og nemi tekjur af
kjarnastarfsemi ríflega 11 milljörðum
og hækki þær um 4% frá sama fjórð-
ungi í fyrra. Vaxtatekjur hækki lít-
illega milli ára og þá sé rekstrar-
kostnaður fjórðungsins um 6
milljarðar og lækki um 2,5% frá
fyrsta fjórðungi 2020.
Stærsta breytingin frá fyrra ári
liggi í virðisbreytingu útlána sem sé
jákvæð um 1,1 milljarð nú en hafi ver-
ið neikvæð um 2,9 milljarða á fyrsta
fjórðungi 2020. „Jákvæða virðisbreyt-
ingu nú má einkum skýra með inn-
ágreiðslum á áður niðurfærð lán,
meiri vissu um stöðu stórra viðskipta-
vina í kjölfar Covid-19 og breytingu á
samsetningu lánabókar, þar sem hlut-
fall vel tryggðra íbúðalána hefur auk-
ist á kostnað fyrirtækjalána.“
Þá bendir bankinn á að lánabók
hans hafi stækkað um 1,7% á fjórð-
ungnum. Hækkuðu hlutabréf bank-
ans nokkuð í Kauphöll í gær í kjölfar
þess að afkomuviðvörunin var gefin
út og nam hækkunin frá upphafi við-
skipta í gær 1,6%.
Hagnast um 6 milljarða
- Rekstrartekjur Arion banka 13 ma. á fyrsta fjórðungi
Morgunblaðið/Eggert
Rekstur Arðsemi Arion banka batnar.