Morgunblaðið - 20.04.2021, Side 26

Morgunblaðið - 20.04.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2021 England Leeds – Liverpool .................................... 1:1 Staðan: Manch. City 32 23 5 4 67:23 74 Manch. United 32 19 9 4 64:35 66 Leicester 31 17 5 9 55:37 56 West Ham 32 16 7 9 53:42 55 Chelsea 31 15 9 7 50:31 54 Liverpool 32 15 8 9 54:38 53 Tottenham 32 14 8 10 54:37 50 Everton 31 14 7 10 43:40 49 Arsenal 32 13 7 12 44:36 46 Leeds United 32 14 4 14 50:50 46 Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44 Wolves 32 11 8 13 32:41 41 Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38 Southampton 31 10 6 15 39:56 36 Newcastle 32 9 8 15 35:53 35 Brighton 31 7 12 12 33:38 33 Burnley 32 8 9 15 26:45 33 Fulham 33 5 12 16 25:43 27 WBA 31 5 9 17 28:59 24 Sheffield Utd 32 4 2 26 17:56 14 Danmörk Meistarakeppnin: Randers – Midtjylland............................. 0:0 - Mikael Anderson lék fyrstu 64 mínút- urnar með Midtjylland. _ Midtjylland 50, Bröndby 46, Köbenhavn 42, AGF 39, Nordsjælland 36, Randers 33. Svíþjóð Gautaborg – AIK ..................................... 2:0 - Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 63 mín- úturnar og skoraði bæði mörkin. Staða efstu liða: Djurgården 2 2 0 0 3:0 6 Malmö 2 2 0 0 5:3 6 Östersund 2 1 1 0 5:0 4 Gautaborg 2 1 1 0 2:0 4 Sirius 2 1 1 0 2:1 4 Kalmar 2 1 1 0 1:0 4 Grikkland Lamia – Larissa ....................................... 0:0 - Theódór Elmar Bjarnason fór meiddur af velli hjá Lamia eftir 21 mínútu. Holland B-deild: Jong PSV – De Graafschap .................... 0:2 - Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Jong PSV. 50$99(/:+0$ Spánn Barcelona – Puente Genil................... 37:21 - Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona sem tryggði sér meistaratitilinn. Staða efstu liða: Barcelona 56, Bidasoa 43, Granollers 39, La Rioja 38, Huesca 38, Cuenca 36, Ademar León 34, Puente Genil 31, Anaitasuna 28, Atlético Valladolid 27, Benidorm 25. .$0-!)49, NBA-deildin Charlotte – Portland ........................ 109:101 Orlando – Houston ........................... 110:114 Toronto – Oklahoma City ................ 112:106 Dallas – Sacramento ........................ 107:121 LA Clippers – Minnesota ................ 124:105 Efstu lið í Austurdeild: Philadelphia 39/17, Brooklyn 38/19, Mil- waukee 35/21, Atlanta 31/26, Boston 31/26, New York 31/27, Miami 29/28, Charlotte 28/28, Indiana 26/30, Toronto 24/34. Efstu lið í Vesturdeild: Utah 42/15, Phoenix 40/16, LA Clippers 40/ 19, Denver 36/20, LA Lakers 35/22, Port- land 32/24, Dallas 30/26, Memphis 29/26, Golden State 28/29, San Antonio 27/28. 57+36!)49, FH-ingar hafa fengið knattspyrnu- manninn Ágúst Eðvald Hlynsson lánaðan frá danska úrvalsdeild- arfélaginu Horsens til 1. júlí. Ef nú- verandi dagskrá riðlast ekki gæti hann leikið tíu fyrstu leiki liðsins á Íslandsmótinu. Ágúst er 21 árs gamall sókn- artengiliður, uppalinn hjá Breiða- bliki en var í röðum Bröndby í Dan- mörku og Norwich á Englandi. Hann lék með Víkingi 2019 og 2020, skoraði 8 mörk í 39 leikjum í úr- valsdeildinni, en hóf að leika með Horsens um síðustu áramót. Ágúst lán- aður til FH ÍSHOKKÍ Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Akureyri: SA – Fjölnir......................... 19.30 Í KVÖLD! Aron Pálmarsson varð í gær spænskur meistari með Barcelona en liðið hefur unnið fyrstu tuttugu og átta leikina í deildinni á keppn- istímabilinu. Liðið er nú þegar með þrettán stiga forskot á Bidasoa sem er í öðru sæti þegar sex umferðir eru eftir og er Barcelona með 420 mörk í plús. Barcelona lék í gær á móti Pu- ente Genil og vann stórsigur 37:21. Skoraði Aron eitt mark í leiknum. Aron er á sínu fjórða tímabili með Barcelona og hefur orðið spænskur meistari í öll skiptin. Bikar í mynd- arlegt safn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistari Aron Pálmarsson hefur unnið ófáa bikarana. Kolbeinn Sigþórsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði tví- vegis í fyrri hálfleik í leik IFK Gautaborgar og AIK í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Kolbeinn skoraði strax á 3. mín- útu og bætti við marki á 38. mínútu. Mörkin réðu úrslitum í leiknum því Gautaborg vann 2:0. Kolbeinn lék með AIK á síðasta tímabili en tókst ekki að skora fyrir félagið í deildinni. Í viðtali á heima- síðu IFK í gær sagði Kolbein hvatn- inguna koma sjálfkrafa þegar leik- ið sé gegn fyrrverandi samherjum. Kolbeinn á skotskónum Morgunblaðið/Hari Seigur Kolbeinn er ekki af baki dottinn og reimaði á sig skotskóna. OFURDEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Óhætt er að segja að sprengju hafi verið kastað inn í knattspyrnuheim- inn í fyrrakvöld þegar tólf af öfl- ugustu félögum Evrópu tilkynntu að þau ætluðu að sameinast um stofnun nýrrar „ofurdeildar“ í evrópska karlafótboltanum. Þau ætla sér að leika þessa nýju deild á leikdögum í miðri viku en spila áfram í deildunum heima fyrir um helgar. Keppnin er því sett til höfuðs Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni sem eru á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evr- ópu. Forráðamenn „ofurdeildarinnar“ hyggjast ýta henni af stað eins fljótt og mögulegt er, helst strax í ágúst á þessu ári. Forseti UEFA harðorður Viðbrögðin við þessari tilkynn- ingu hafa verið gríðarlega sterk. Ársþing UEFA stendur nú yfir í Sviss og forseti sambandsins, Aleks- ander Ceferin, var afar harðorður í gær. Hann fylgdi eftir yfirlýsingu frá UEFA með því að tilkynna að leikmenn liðanna tólf ættu yfir höfði sér keppnisbann frá mótum á vegum UEFA og knattspyrnusambönd Englands, Spánar og Ítalíu styðja UEFA heilshugar. Þau stóðu að yf- irlýsingunni með sambandinu, ásamt stjórnum deildanna í heima- löndunum, ensku úrvalsdeildinni, spænsku 1. deildinni og ítölsku A- deildinni, en þessir aðilar fordæma allir fyrirætlanir félaganna tólf. Ný útgáfa af Meistaradeild Evr- ópu hefur verið í smíðum að und- anförnu og var staðfest af UEFA í gær. Þar verður riðlakeppnin stækkuð, 36 lið taka þátt og spila tíu leiki hvert fram að jólum, í stað sex eins og fyrirkomulagið er núna. Sú breyting á að taka gildi eftir þrjú ár, fyrir tímabilið 2024-25. Slæmt skref fyrir fótboltann Knattspyrnusamband Íslands lýsti í gær yfir stuðningi við að- gerðir UEFA, rétt eins og sambönd víðs vegar um Evrópu gerðu. „Það er von KSÍ að þessi félög sjái að sér og dragi fyrirætlanir sínar til baka, en ef ekki þá mun KSÍ styðja hverja þá ákvörðun um viðurlög eða refsingu sem tekin verður á sameiginlegum vettvangi knatt- spyrnuhreyfingarinnar,“ sagði í yf- irlýsingu KSÍ. Guðni Bergsson formaður KSÍ sagði í viðtali við mbl.is að hug- myndin væri afleit. „Ég held að þetta sé ekki gott fyrir fótboltann í heild sinni og þarna eru ákveðin fé- lög að hugsa fyrst og fremst um eigin hag og fjárhag. Ég tel að þetta yrði mjög slæmt skref fyrir fótboltann ef af þessu verður og vona heitt og innilega að svo verði ekki,“ sagði Guðni sem er staddur í Sviss á ársþingi UEFA. Fordæming stuðningsklúbba Þá hafa stuðningsklúbbar sumra félaganna þegar fordæmt aðgerðir sinna manna. Stuðningssamtök Lundúnaliðanna Chelsea og Arsen- al sendu frá sér harðorðar tilkynn- ingar í gærmorgun. Í yfirlýsingu frá Chelsea Supporters Trust sagði meðal annars að samtökin hefðu rætt við stjórn Chelsea um hin ýmsu mál á undanförnum vikum en þetta leynimakk hefði aldrei verið nefnt einu orði. Samtökin kröfðu fé- lagið um svör. „Þetta er ófyrirgef- anlegt. Nú er komið nóg,“ voru lokaorð yfirlýsingarinnar. Arsenal Supporters Trust skýrði frá því að náin samvinna væri með stuðningsklúbbum hinna fimm ensku félaganna þar sem unnið yrði hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að fyrirætlanir þeirra yrðu að veruleika. Þýsk og frönsk ekki með Þegar umræður um „ofurdeild- ina“ fóru af stað á sínum tíma voru þýsku félögin Bayern München og Borussia Dortmund og franska fé- lagið París SG meðal þeirra sem nefnd voru til sögunnar. Þýsku fé- lögin lýstu því yfir í gær að þau myndu ekki taka þátt og styddu heilshugar þær áætlanir sem UEFA hefur verið með um breytingar á Meistaradeildinni og voru staðfestar í gær. Karl-Heinz Rummenigge, fram- kvæmdastjóri Bayern, sagði að „of- urdeild“ myndi ekki leysa nein vandamál hvað varðar fjárhagsstöðu félaganna. Þau yrðu aðeins leyst með samvinnu og samstöðu félaga víðs vegar um Evrópu. Breytingar UEFA á Meistaradeildinni væru góðar og gagnlegar fyrir félögin. Forseti Porto í Portúgal skýrði frá því að leitað hefði verið til félags- ins um þátttöku en það hefði engan áhuga á „ofurdeildinni“. Gjörbreytt staða á Englandi Ljóst er að áformin geta gjör- breytt ásýnd Meistaradeildar Evr- ópu strax næsta vetur, gangi stofn- un „ofurdeildarinnar“ eftir. Ef ensku liðin sex hverfa úr keppninni er komin allt önnur staða í ensku úr- valsdeildina nú á vormánuðum. Leicester og West Ham eru þá langt komin með að gulltryggja sér meist- aradeildarsæti eins og staðan er núna. Everton stendur vel að vígi og gæti háð harða baráttu við Leeds og Aston Villa um tvö síðustu sæti Eng- lands í lokaumferðunum í vor. Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester City, Manchester Unit- ed, Liverpool, Chelsea, Tottenham og Arsenal verði rekin úr ensku úr- valsdeildinni, haldi þau fyrirætl- unum sínum til streitu, og þá losna sex sæti fyrir næsta tímabil. Félögin fjórtán í deildinni, önnur en þau sex sem standa að „ofurdeildinni“, munu funda um stöðuna í dag. Ríkisstjórnin beitir sér Breska ríkisstjórnin hét í gær að styðja af fullum krafti við enska knattspyrnusambandið í málinu og gera allt sem í hennar valdi stæði til að áform ensku félaganna sex næðu ekki fram að ganga. Svipuð staða er uppi á Spáni og Ítalíu þar sem þrjú öflug lið gætu mögulega horfið á braut úr hvorri deild. Einn af stjórnarmönnum UEFA gekk svo langt í gær að segja að hann reiknaði með því að Chelsea, Manchester City og Real Madrid yrðu öll rekin úr yfirstandandi Meistaradeild en þar eru þau komin í undanúrslit sem leika á beggja vegna við næstu mánaðamót. Sprengju kastað inn í knattspyrnuheiminn - Gríðarlega hörð viðbrögð við áformum tólf félaga um nýja „ofurdeild“ AFP Ósáttir Mótmælt var við leikvanga ensku félaganna sem eiga aðild að „of- urdeildinni“ í gær og þessi stuðningsmaður Arsenal var með skýr skilaboð. Félögin tólf sem standa að mögulegri stofnun hinnar svokölluðu „of- urdeildar“ eru frá Englandi, Spáni og Ítalíu og eru sem stendur í þessum sætum í sínum deildum, innan sviga. England: Manchester City (1), Manchester United (2), Chelsea (5), Liver- pool (6), Tottenham (7), Arsenal (9). Spánn: Atlético Madrid (1), Real Madrid (2), Barcelona (3). Ítalía: Inter Mílanó (1), AC Milan (2), Juventus (4). Real Madrid, Chelsea og Manchester City eru öll í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu, ásamt París SG. Manchester United og Arsenal eru í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA, ásamt Villarreal og Roma. Spánn (18), England (13) og Ítalía (12) hafa unnið Meistaradeild Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða í 43 skipti af 65 frá stofnun árið 1956. Samkvæmt hugmyndum um fyrirkomulag yrðu 20 lið í deildinni. Þrjú eru sögð vera í viðræðum við stofnfélögin tólf um að bætast í hópinn, og þá yrði fimm félögum bætt við í hvert sinn, eftir árangri í deildum heima fyr- ir. Þau fimmtán lið sem væru aðilar að deildinni yrðu ávallt í henni, óháð árangri, en fimm lið gætu unnið sér sæti í henni ár hvert. Keppt yrði í tveimur tíu liða riðlum, þar sem sex lið kæmust beint áfram og tvö önnur í gegnum umspil, og síðan yrði leikið til úrslita með útslátt- arfyrirkomulagi. „Ofurdeildarfélögin“ tólf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.