Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 1
GLÍMAVIÐ ÖRAR BREYTINGARALLT LAGT Í SÖLURNAR
Tólf ára Glenlivet fær nýjar víddir með hverjum sopa. 8
Jimmy Lai minnir á að það er munur
á að lifa þægilegu lífi og að lifa lífinu
þannig að það hafi tilgang. 11
VIÐSKIPTA
10
Sigríður Vala, nýr framkvæmdastjóri fjármála og
upplýsingatækni hjá Sjóvá, segir lágvaxtaum-
hverfið fela í sér áskoranir fyrir félagið.
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
HMS stöðvar allar lánveitingar
Stjórn stofnunarinnar tók ákvörðun þessa efnis
í liðinni viku. Þetta herma heimildir Við-
skiptaMoggans. Samkvæmt þeim er alvarlegur
ágreiningur uppi um það milli aðila hvernig
fjármögnun á útlánum stofnunarinnar skuli
háttað en samkvæmt lögum frá árinu 2019 ber
ríkissjóði að lána HMS fjármuni sem byggist á
áætlaðri lánsþörf byggðri á húsnæðis-
áætlunum. Heimildir ViðskiptaMoggans herma
að áhyggjur stjórnar HMS lúti að þremur at-
riðum.
Í fyrsta lagi því að ráðuneytið hafi ekki veitt
nein bein vilyrði fyrir lánveitingum til stofn-
unarinnar.
Í öðru lagi bendi viðbrögð ráðuneytisins til
þess að lánskjörin verði ekki í samræmi við
þær væntingar sem stjórnin hafi haft en þær
byggist á lögum og reglugerð ráðherra. Þann-
ig hafi verið gengið út frá því að lánsfé það
sem HMS fengi frá ríkissjóði bæri vexti sem
taki mið af hagstæðri fjármögnun ríkisins á
markaði að viðbættu hóflegu álagi til handa
ríkissjóði. Án þess að nokkuð liggi fyrir í þeim
efnum herma heimildir að stjórn HMS telji að
álagið sem fjármála- og efnahagsráðuneytið
hyggist leggja á lánsféð verði með því móti að
stofnuninni verði gert ókleift að lána fjármagn
til húsnæðisuppbyggingar á svokölluðum
„köldum svæðum“ á hagstæðari vöxtum en al-
mennt eru í boði á almennum lánamarkaði.
Í þriðja lagi hafi stofnunin vegna seina-
gangs ráðuneytisins gengið svo á upp-
greiðslufé og eigið fé sitt að hún geti ekki með
góðu móti staðið við skuldbindingar sínar
öðruvísi en að grípa til þeirra ráðstafana að
skrúfa fyrir frekari lánveitingar.
HMS heyrir undir félags- og barnamála-
ráðherra og mun nokkurs stirðleika gæta milli
embættismanna á þeim vettvangi og þeirra
embættismanna í fjármála- og efnahagsráðu-
neytinu sem fara með málefni tengd fjár-
mögnun HMS.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórn Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnunar hefur ákveðið að
stöðva allar lánveitingar vegna
ágreinings við fjármála- og efna-
hagsráðuneytið.
Morgunblaðið/Eggert
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var komið á laggir árið 2019 með sameiningu Íbúðalánasjóðs
og Mannvirkjastofnunar. Á hún að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari húsnæðismarkaði.
EUR/ISK
21.10.'20 20.4.'21
170
165
160
155
150
145
164,05
151,6
Úrvalsvísitalan
2.900
2.700
2.500
2.300
2.100
1.900
21.10.'20 20.4.'21
2.279,39
2.978,57
Stjórnendur Icelandair Group búa sig undir að tak-
ast á við nýja keppinauta á markaðnum á komandi
mánuðum. Þar er ekki aðeins um að ræða nýja lág-
gjaldaflugfélagið Play sem er í startholunum held-
ur einnig reynslubolta í Noregi sem hyggjast nýta
reynsluna af mistökunum við ofurvöxt Norwegian
og beina hinum fráu Dreamliner-vélum á arðbæra
flugleggi milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Ljóst er að hart verður tekist á um hvern einasta
farþega og ósennilegt má teljast að nokkur grið
verði gefin.
Play á enn eftir að sýna á spilin en í dag mun
koma í ljós hvort þátttakendur í hlutabréfaútboði
félagsins, sem lauk fyrr í þessum mánuði, muni all-
ir skila sér í hús. Á sama tíma er félagið að auglýsa
eftir forystufólki til starfa. Jafnt og þétt má gera
ráð fyrir áætlanir félagsins verði opinberaðar. Víst
er að vélum félagsins verður ekki aðeins beint á
flugleiðir milli Evrópu og Íslands heldur er ætlunin
að herja á markaðinn með tengifarþega milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna. Þar mun dýrmæt reynsla
og skilningur á alvarlegum mistökum sem gerð
voru á vettvangi WOW mögulega skilja milli feigs
og ófeigs.
Eitt er víst. Það er engin lognmolla í fluginu,
ekki einu sinni þegar stór hluti heimsflotans stend-
ur „bundinn“ við bryggjur há-
loftanna.
Stefnir í hjaðningavíg á flugmarkaði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flugvellir eru í raun „bryggjur“ farþegaþotanna.
Þar er kanturinn þéttsetinn um þessar mundir.
Þótt flugmarkaðurinn haldi dorm-
andi inn í ferðasumarið búa stjórn-
endur nýrra og rótgróinna flugfélaga
sig undir endurreisnartíma. Þar
verður hart barist.
6