Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 4

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021FRÉTTIR ATVINNUHÚSNÆÐI Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda viskíbarsins Dillon á Laugavegi, segir stefnt að því að opna veitinga- hús á Urriðaholtsstræti 2-4 í haust. „Við verðum með hollan og góðan mat sem fólk getur borðað á staðn- um eða tekið með sér. Fólk sem starfar í húsinu mun þannig hafa að- gang að hollum og góðum mat alla daga vikunnar,“ segir Jón Bjarni um fyrirhugaða þjónustu. Byggingin er þriggja hæða til austurs en fjögurra hæða til vesturs. Skrifstofur verða á efri hæðum en húsbyggjendur, Urriðaholt ehf., hafa ekki hafið formlega markaðs- setningu á þessum leigurýmum. Stefnt er að afhendingu í haust. Jón Bjarni segir að staðurinn verði í senn kaffihús, veitingastaður og bar. Jafnframt verði hægt að horfa á íþróttaviðburði á staðnum. Vegna staðsetningar nærri golf- völlum og Heiðmörk verði hann kjörinn áfangastaður á leiðinni. Ætlunin sé að sækja um veitinga- leyfi til þrjú um helgar. Eigendur Dillon og nýs vínbars í sama húsi, Arthur, munu eiga staðinn sem mun rúma um 80 í sæti. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Baldur Urriðaholtsstræti 2-4 stendur við hlið húss Náttúrufræðistofnunar Íslands. Opna veitingahús og bar í Urriðaholti Eins og fjallað hefur verið um áður í Morgunblaðinu er meiriháttar breyting á umhverfi netauglýsinga um allan heim handan við hornið, en Google tilkynnti á dögunum að hvorki auglýsingakerfi netrisans né vafrinn Chrome muni styðja lengur við vafrakökur þriðja aðila. Þær gera fyrirtækjum og auglýsendum kleift að halda áfram að elta not- endur með auglýsingum um netið eftir að notandi fer af tiltekinni vef- síðu. Google er með nýja tækni í prófunum sem kemur í stað fyrra fyrirkomulags. Jón Von Tetzchner, forstjóri Vi- valdi, sem rekur samnefndan vafra, er ómyrkur í máli í nýlegri blogg- færslu um málið en af henni má ráða að ekki taki betra við. Jón kallar nýju auglýsingatæknina ógeðfellda og Google og Facebook styrki nú enn frekar tangarhald sitt á not- endum. Fyrirtækin haldi áfram að safna upplýsingum þó aðrir geri það ekki og viti sífellt meira um hagi fólks. Þær upplýsingar sé hægt að misnota með ýmsum hætti. Auglýsingatæknin nýja kallast FLoC (e. The Federated Learning of Cohorts). Jón segir að um hættu- legt skref sé að ræða sem muni bitna á persónufrelsi notenda. „Þeir eru núna að gera öðrum að- ilum, samkeppnisaðilum sínum, erf- iðara fyrir að safna upplýsingum en safna í staðinn sjálfir gögnum í gegnum Chrome-vafrann og deila með hverjum sem er. Það er ekkert sem segir að það sé betra að Google og Facebook safni gögnum en ekki aðrir. Ég er á því að það eigi að banna alla söfnun persónuupplýs- inga á netinu,“ segir Jón. Slæm áhrif á samfélagið Vivaldi gengur þar á undan með góðu fordæmi og safnar engum upp- lýsingum, sem gefur vafranum sér- stöðu í vafraheiminum. „Okkur finnst það mjög ljótt sem þeir eru að gera og mjög skaðlegt, sérstaklega út af persónuverndarsjónarmiðum.“ Hann segir að upplýsingasöfnun á netinu geti haft slæm áhrif á sam- félagið. „Í verstu tilfellum er verið að hafa áhrif á hvað fólk er að hugsa pólitískt. Netrisarnir flokka okkur út frá okkar stjórnmálaskoðunum, áhugamálum og hegðun og byggja prófíl út frá því og vita hvað hefur áhrif á okkur. Þetta ætti ekki að vera hægt. Þarna er verið að stjórna okk- ur án þess að við vitum það.“ Hann segir að með tilkomu FLoC séu stóru fyrirtækin að auka forskot sitt á netinu. Hann segir að aug- ljóslega sé minna skaðlegt þegar lítil fyrirtæki safna gögnum en þegar stór fyrirtæki gera það. Blaðamaður spyr Jón hvað sé til ráða. Hann bendir á að í fyrsta lagi sé hægt að hætta að nota vafra eins og Google Chrome og byrja að nota Vivaldi. Eftir því sem fleiri geri það setji það þrýsting á Google að breyta hegðun sinni. Að fólk kjósi með fót- unum og segi hingað og ekki lengra. „Ef þessu yrði hætt færum við aft- ur í eldra fyrirkomulag sem ég tel að sé betra ástand, tímann þegar gögn- un var ekki safnað. Þá fórstu til dæmis á tæknivefsíðu og fékkst aug- lýsingar sem tengdust tækni. Á margan hátt tel ég að auglýsinga- kerfið hafi virkað betur þá. Ástæðan fyrir því að auglýsingar hafa fengið að elta persónur vítt og breitt um netið er sú að auglýsingafyrirtæki gátu fengið borgað fyrir birtingu auglýsinga á stöðum þar sem þau höfðu lítið fengið borgað áður. Fjöldi þeirra staða sem hægt var að birta auglýsingar á varð svo miklu meiri. Auglýsingakerfið hefur í stuttu máli ekki batnað með þessari gagnasöfn- un. Risarnir halda því fram að við sem notendur viljum láta auglýs- ingar elta okkur um allt netið, en ég held að fólk verði pirrað á þessu og vilji losna við þetta.“ Ef Pósturinn læsi bréf Jón nefnir dæmi úr raunheimum. „Væri okkur sama um það ef Póst- urinn opnaði öll bréf og læsi þau áður en hann bæri þau út til viðtakandans, eins og Google gerir við allan póst í Gmail? Þetta er auðvitað ekkert ann- að en njósnir, og slíkt ætti að banna.“ En hvað segir Jón um það sjónar- mið að fyrirtækin bjóði notendum svo mikið af „frírri“ þjónustu að rétt- lætanlegt sé að leyfa þeim að njósna um þá. „Kostnaðurinn af þessari þjónustu sem þau veita er ekki það mikill að tekjur af birtingu auglýs- inga með eðlilegum hætti ætti að duga fyrir því.“ Er þetta græðgi? „Já, fyrirtækin eru orðin mjög stór og þurfa að sýna vöxt á hverju ári. Það er freistandi að ganga lengra og lengra.“ Spurður um gengi Vivaldi segir Jón að fyrirtækið sé nú komið með 2,4 milljónir notenda. „Við erum auð- vitað lítil ennþá, en erum að vaxa.“ Til samanburðar voru notendur vafrans Opera, sem Jón byggði upp og seldi, 350 milljónir þegar mest lét. Talið er að notendur vinsælasta vafr- ans, Chrome, séu nálægt þrír millj- arðar. „Við byggjum á okkar sérstöðu sem er að við söfnum ekki gögnum og erum með öflugasta vafrann sem finnst þegar kemur að innbyggðum lausnum. Notendafjöldinn jókst um 70% í fyrra,“ segir Jón, en Vivaldi var stofnað 2013. Fyrsta útgáfa vafr- ans kom út árið 2016. Varðandi tekjumódel félagsins segir Jón að þær komi úr tveimur áttum. Þegar notandi leitar í gegnum vafrann koma upp niðurstöður af leitarvélunum Bing eða Duck- DuckGo. Vivaldi fær hlutdeild í tekjum sem af því hljótast. Þá eru bókamerki í vafranum og ef notandi endar á því að kaupa eitthvað á bóka- merktum síðum, eins og Ebay, Ama- zon eða Booking, fái Vivaldi smá pró- sentuhlut. Eignarhald tryggir stöðuna En hafa notendur einhverja trygg- ingu fyrir því að Vivaldi endi ekki eins og Chrome og byrji að safna gögnum einn daginn í gríð og erg? „Á meðan ekki verður breyting á stjórn fyrirtækisins þá mun það ekki ger- ast. Fyrirtækið er í eigu 50 starfs- manna. Við erum ekki að fara á markað og sækja peninga annað.“ En hvað ef þið viljið vaxa hraðar en þið gerið nú? „Við viljum ekki vaxa hraðar. Við getum vaxið nógu hratt svona. Við viljum auðvitað meiri tekjur og vinnum að því að fá fleiri notendur en það er fórnarkostnaður fólginn í því að opna fyrir fjárfestingu utan frá. Það er rosalega mikilvægt að fyrir- tækinu sé haldið hreinu og það sé í eigu starfsmanna.“ Hann segir Vivaldi berjast fyrir því að gera netið að góðum stað. Um Vivaldi hefur verið fjallað þó nokkuð á Íslandi en hefur það fengið athygli erlendis? „Já, það er búið að skrifa mikið um okkur, bæði í tölvublöðum og á tæknivefsíðum en líka í við- skiptablöðum. Við höfum verið í Bild í Þýskalandi, í Reuters, The Verge, Hindustan Times, PC World, Fast Company og CNET m.a. Þannig að það er augljóslega tekið eftir því hvað við erum að gera og áhuginn er mikill. Ég tek líka eftir að þegar ritað er um FLoC þá erum við nefnd til sögunnar sem einn af stærstu vöfr- um heims.“ Jón segir að hugmyndir Vivaldi séu oft afritaðar og settar inn í stóru vafrana. „Það segir að við séum að gera eitthvað rétt.“ Ný auglýsingatækni ógeðfelld Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi, gagnrýnir nýja aug- lýsingatækni sem Google er með í þróun. Morgunblaðið/Styrmir Kári Jón segir að vöxtur Vivaldi sé hæfilega hraður. 2,4 milljónir nota vafrann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.