Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 9

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 9
bruggað á laun en ný lög voru sett árið 1823 sem ruddu brautina fyrir lög- lega viskígerð, að því gefnu að krúnan fengi sitt gjald fyrir hvert gallon og árlegt leyfisgjald að auki. Ekki var öllum sam- löndum Smith það að skapi að hann skyldi vera svona afskaplega löghlýðinn, enda skoska þjóðarsálin sjálfstæð og stolt – og ekk- ert sérstaklega hrifin af því að borga skatta ef hægt er að komast hjá því. Var Smith því hótað öllu illu en fékk þá að gjöf frá aðalsmanni tvær forláta skammbyssur til að verja bæði sig og eimhúsið gegn hvers kyns árásum. Að öðru leyti gekk rekstur Glenlivet vel alla tíð, en í seinni heimsstyrj- öldinni þurfti þó að loka verksmiðjuni. Að stríðinu loknu þótti ljóst að viskí væri góð útflutningsvara og hófst þá fram- leiðslan að nýju. Raunar þótti skoski viskíiðnaðurinn svo mik- ilvægur fyrir þjóðarbúið að allt fram til ársins 1948 voru í gildi reglur um skömmtun á brauði til al- mennings til að tryggja að nóg væri til af korni fyrir viskíframleiðslu. ai@mbl.is 12 ára gamalt Glenlivet Double Oak verður áhugaverðara með hverjum sopanum. Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson Löghlýðnin var ekki öllum að skapi Það gerir Glenlivet-viskíið enn skemmtilegra að það á sér langa og hrífandi sögu. George Smith, sem setti eimhúsið á laggirnar, var fyrsti Skotinn til að fá leyfi stjórn- valda til að framleiða viskí. Hér og þar um sveitir landsins var viskí MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 9SJÓNARHÓLL SUMAR- AFLEYSING Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Heyrðu í okkur, við gætum létt þér lífið Aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við afleysingar í þrifum og aðstoð í mötuneytum S amkvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einka- mála (eml.) eiga aðilar máls fyrir héraðsdómi kost á því því að áfrýja dómum héraðsdóms til Landsréttar innan lögákveðins áfrýjunarfrests. Aðili sem áfrýja vill dómi skal útbúa áfrýjunarstefnu og leggja fyrir skrifstofu Landsréttar til útgáfu í nafni réttarins. Samkvæmt 5. mgr. 155. gr. eml. ber að birta áfrýjunarstefnu eigi síðar en viku áður en frestur skv. f. lið ákvæðisins rennur út en að öðru leyti gilda ákvæði XIII. kafla eml. um stefnubirtingar. Stefnu má þá ekki birta fyrir manni sem er yngri en 15 ára að aldri né má birta fyrir manni sem gæti verið í fyrirsvari fyrir gagn- aðila. Í XIII. kafla eml. er mælt fyrir um að stefna skuli að jafnaði birt fyrir stefnda sjálfum á skráðu lög- heimili hans eða þar sem hann hefur fasta búsetu, dvalarstað eða vinnustað en birting er þó alltaf gild þótt hún fari fram á öðrum stað ef birt er fyrir stefnda sjálf- um. Stefnubirting getur einnig verið lögmæt í öðrum tilvikum, s.s. ef birt er á skráðu lögheimili stefnda fyrir heimilismanni hans eða eftir atvikum þeim sem dvelst eða hittist þar fyrir. Þá getur stefnubirting verið lögmæt sé birt á öðrum stað en skráðu lögheimili stefnda fyrir heim- ilismanni hans sem tjáir hann eiga þar fasta búsetu eða dvalarstað, sem og ef birt er á vinnustað stefnda fyrir vinnuveitanda hans eða nánasta yfirmanni eða sam- verkamanni. Sé stefndi félag má stefnubirting fara fram á stjórnstöð þess þótt fyrirsvarsmaður hafi þar ekki fastan vinnustað, en þá skal að jafnaði birta fyrir æðsta starfsmanni þess sem verður náð til. Sérreglu er þá að finna í 90. gr. laganna varðandi aðila sem á þekkt heimili eða aðsetur erlendis og birting stefnu getur ekki farið fram hér á landi eftir öðrum ákvæðum og fer þá um birtingu eftir lögum þess ríkis og þjóðrétt- arsamningi hafi hann verið gerður. Í 89. gr. eml. er einnig að finna nokkurs konar þrautalendingu varðandi stefnubirtingar sem felur í sér heimild til að birta stefnu í Lögbirtingablaði. Slíkt er heimilt í þrenns konar tilvikum, þ.e. ef upplýsinga verð- ur ekki aflað um hvar megi birta stefnu eftir almennum reglum, ef erlend yfirvöld neita eða láta hjá líða að verða við ósk um birtingu skv. 90. gr. eða ef stefnu er beint að óákveðnum manni. Í nýlegum dómi Landsréttar, sem staðfestur var af Hæstarétti í máli nr. 14/2021, reyndi á framangreindar réttarreglur um stefnubirtingar við áfrýjun á dómi hér- aðsdóms. Með dómi héraðsdóms hafði einkahlutafélaginu C að kröfu A og B verið gert að þola ómerkingu á ákvörðun hluthafafundar A ásamt ógildingu á kaupsamn- ingi milli A og C, sem hvort tveggja varðaði fasteign sem áður var í eigu A. Þeirri niðurstöðu vildi C ekki una og áfrýjaði málinu bæði gagnvart A og B og fékk útgefna áfrýjunarstefnu af því tilefni. Í kjölfar þess hafði B flust búferl- um til Spánar en hann var jafn- framt fyrirsvarsmaður A. Í mál- inu lá þá fyrir yfirlýsing sýslumanns um að stefnubirting á Spáni samkvæmt þjóðrétt- arsamningi gæti tekið um eitt ár og að Covid-19-heimsfaraldurinn væri mjög að torvelda birtingu slíkra skjala. Vegna þessa ákvað C að birta áfrýjunarstefnuna í Lögbirtingablaði gagnvart B, en birta áfrýjunarstefnuna gagnvart A á skráðu aðsetri A hér á landi. Í forsendum Landsréttar kem- ur fram að samkvæmt 89. og 90. gr. eml. hefði C borið, áður en hann lét birta áfrýjunarstefnu í Lögbirtinga- blaði, að freista þess að fá hana birta á Spáni þar sem B bjó, eftir þeim réttarreglum sem giltu samkvæmt þjóð- réttarsamningi milli landanna. Staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu og taldi að ekki hefði verið í ljós leitt að yf- irvöld á Spáni hefðu neitað eða látið hjá líða að verða við ósk um birtingu áfrýjunarstefnu á hendur B. Þegar af þeirri ástæðu að áfrýjandi hefði ekki reynt slíka birtingu, gæti ekki komið til álita að birta stefnuna í Lögbirt- ingablaði. Af dómi Hæstaréttar leiðir að birting stefnu í Lögbirt- ingablaði verður ekki réttlætt með því einu að stefndi eigi heimili í öðru ríki, jafnvel þótt ekki sé vitað hvar í því ríki heimilisfang hans er. Eftir sem áður ber aðilum að reyna til þrautar birtingu erlendis áður en unnt er að nýta heimild til birtingar í Lögbirtingablaði. Ella hætta þeir á að fá ekki úrlausn mála sinna fyrir dómi. Þrautalending stefnubirtingar LÖGFRÆÐI Birgir Már Björnsson, hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu og kennari í skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík ” Af dómi Hæstaréttar leiðir að birting stefnu í Lögbirtingablaði verður ekki réttlætt með því einu að stefndi eigi heimili í öðru ríki, jafnvel þótt ekki sé vitað hvar í því ríki heimilisfang hans er. EGGERT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.