Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021FRÉTTASKÝRING
Fyrir tæpum fjögur hundruð árum
gaf kínverska ljóðskáldið og sagnarit-
arinn Feng Menglong út merkilegt
safn smásagna. Ein sagan segir frá
undurfríðri ungri stúlku, Yaoqin, sem
leggur á flótta með foreldrum sínum
þegar stríð brýst út, en verður við-
skila við þau og er í kjölfarið seld í
vændi með svikum og klækjum. Sag-
an er bæði krassandi og hrífandi, svo
að sætir furðu að Netflix skuli ekki
fyrir löngu hafa búið til heila þáttaröð
um Yaoqin. Í sögunni er að finna
fræga setningu sem vel lesnum Kín-
verjum er tamt að nota: Það er betra
að vera hundur á friðartímum en að
vera manneskja á tímum upplausnar.
Fyrir þá sem vilja slá um sig í
næsta kokkteilboði kínverska sendi-
ráðsins er framburðurinn nokkurn
veginn svona: „Nìng wéi tàipíng
quan, bù zuò luànshì rén.“
Draumurinn á enda
Ég man hvað það var gaman að
heimsækja Hong Kong þegar allt lék
þar í lyndi. Borgin höfðar ekki til allra
en mér þótti steypufrumskógurinn
hrífandi strax frá fyrsta degi. Mér
fannst eins og handan við hvert horn
biðu ný tækifæri og að alltaf mætti
uppgötva þar eitthvað nýtt og spenn-
andi. Hvað gæti verið betra en lág-
skattaland þar sem allt leikur í lyndi,
andi Bruce Lee og Jackie Chan svífur
yfir vötnum, og stutt er að skjótast
yfir í portúgölsku stemninguna og
spilavítin í Makaó? Margoft stalst ég
til að skoða fasteignavefi borgarinnar
og lét mig dreyma um að leigja litla
kompu á uppsprengdu verði einhvers
staðar mitt í hringiðunni, þar sem allt
það besta við Kína blandast öllu því
besta við frjálsan markað og kapítal-
isma vestursins.
Það að ráðamönnum í Peking
skyldi takast, í miðjum kórónuveiru-
faraldri, að sökkva klónum í þetta
agnarsmáa griðland er einn mesti
harmleikur okkar tíma. Stórsigur
fyrir ofríki heildarhyggjunnar og
meiriháttar bakslag fyrir ein-
staklingsfrelsið.
Ég hafði spáð því að Hong Kong
myndi takast að standa uppi í hárinu
á Peking; að alþjóðasamfélagið og al-
þjóðlegu stórfyrirtækin myndu
standa dyggilega við bakið á Hong
Kong-búum og gera Xi Jinping það
ljóst að það yrði honum allt of dýr-
keypt að láta til skarar skríða. En á
meðan ekkert komst að í fréttum
annað en kórónuveiran sætti Xi lagi,
með skrefum sem voru svo smá að
fjölmiðlar höfðu varla nokkuð til að
slá upp í æsifyrirsögnum. Í stað þess
að senda skriðdreka á svæðið og
plaffa mótmælendur niður eins og á
Torgi hins himneska friðar var farin
sú leið að skjóta inn frumvarpi hér og
lagabreytingu þar; nokkrum hand-
tökum einn daginn og nokkrum til
viðbótar þann næsta.
Köfnunartilfinning hefur gripið um
sig í borginni sem áður var að springa
úr orku og sköpunargleði. Óttinn hef-
ur náð yfirhöndinni og andstaðan við
ofríkið dofnar smátt og smátt.
Það er ekkert grín að lifa á upp-
lausnartímum.
Endurlausn Jimmy Lai
Það kæmi mér ekki á óvart að í
sögubókunum yrði skrifað um Jimmy
Lai á sömu nótum og um Nelson
Mandela.
Síðastliðinn föstudag komst dóm-
stóll í Hong Kong að þeirri niður-
stöðu að Lai hefði, ásamt hópi ann-
arra frelsissinna, brotið lögin þegar
þau tóku þátt í friðsömum mótmæl-
um í ágúst 2019. Var Lai, sem er 72
ára gamall, dæmdur til 14 mánaða
fangelsisvistar. Stjórnmálamaðurinn
og lýðræðissinninn Martin Lee, 82
ára gamall, fékk skilorðsbundinn dóm
fyrir aldurs sakir. Af hópnum hlutu
fjórir til viðbótar fangelsisdóm og
fjórir skilorðsbundna dóma.
Ekki er hægt að reikna með að Lai
verði laus úr fangelsi að 14 mánuðum
liðnum því hann hefur fengið á sig sex
ákærur til viðbótar, þar á meðal fyrir
brot á nýjum þjóðaröryggislögum
sem ráðamenn í Peking þvinguðu upp
á borgríkið á síðasta ári. Við alvarleg-
ustu brotunum liggur lífstíðarfang-
elsi.
Það sem gerir frelsisbaráttu Lai
ekki hvað síst merkilega er hvað hann
hefur miklu að tapa. Lai er ekki aura-
laus háskólastúdent að reyna að
ganga í augun á píunum heldur vell-
auðugur athafnamaður og fjölskyldu-
maður sem efnaðist fyrst með því að
setja á laggir tískuverslanakeðjuna
Giordano og síðar fjölmiðlaveldið
Next Digital. Ekkert hefði verið auð-
veldara fyrir Lai en að halda sig á
mottunni og njóta elliáranna í vellyst-
ingum, en hann gat ekki stillt sig um
að berjast fyrir frelsinu.
Er skiljanlegt að Lai láti sig frelsið
varða. Hann fæddist inn í nokkuð vel
stæða fjölskyldu í Guangzhou en for-
eldrar hans misstu allt sitt þegar
kommúnistarnir hrifsuðu til sín völd-
in. Var Lai ekki nema 12 ára gamall
þegar hann faldi sig um borð í bát á
leið til Hong Kong þar sem hann fann
vinnu í fataverksmiðju. Lai fikraði sig
smám saman upp metorðastigann og
tókst á endanum að skrapa saman
nægu fé til að eignast sína eigin verk-
smiðju sem hann keypti úr þrotabúi.
Fjöldamorðið á Torgi hins him-
neska friðar árið 1989 virðist hafa
markað upphafið að afskiptum Lai af
pólitík. Árið 1995 stofnaði hann nýtt
dagblað, Apple Daily, sem hefur alla
tíð síðan haldið uppi vörnum fyrir lýð-
ræði í Hong Kong og veitt yfirvöldum
í Peking verðskuldað aðhald.
Í viðtali sem hann veitti BBC út-
skýrði Lai hvers vegna hann gat ekki
verið til friðs: „Ég kom hingað með
einn dal í vasanum. Allt sem ég á í
dag á ég [Hong Kong] að þakka,“
sagði hann. „Ef ég þarf núna að end-
urgjalda það sem mér hefur verið
gefið, þá er þetta mín endurlausn.“
Þegar blaðamaður BBC heimsótti
glæsihús Lai spurði hann milljarða-
mæringinn hvernig það horfði við
honum að kveðja vellystingarnar og
þurfa mögulega að dúsa í fangaklefa:
„Það líf sem ég lifi hér er friðsamt, en
ef ég þarf að sitja í fangelsi er ég að
lifa lífinu þannig að það hafi tilgang,“
var svarið.
Fleiri mættu vera eins og Jimmy
Lai.
Höfum við gengið til góðs?
Það er ekki öll von úti enn, og ekki
of seint að hjálpa íbúum Hong Kong
að hrista af sér ofríki Peking. En til
þess þarf hugrekki.
Robert P. George, lögfræðiprófess-
or við Princeton-háskóla, lýsti því ný-
verið á Twitter hvernig hann hefur
það fyrir sið að spyrja nemendur sína
hvað þeir hefðu gert ef þeir hefðu
verið hvítir og búið í Suðurríkjum
Bandaríkjanna á tímum þrælahalds-
ins. Alltaf svara nemendurnir allir
með tölu að þeir hefðu að sjálfsögðu
barist af kappi gegn þrælahaldinu.
„En auðvitað er það algjör þvæla.
Bara örfáir hefðu í reynd hreyft mót-
bárum við þrælahaldinu eins og það
var, eða lyft litlafingri til að frelsa
þrælana. Flestir nemendurnir hefðu
– og á það við okkur hin líka – einfald-
lega synt með straumnum. Margir
hefðu verið hlynntir þrælahaldinu og
ekki séð neitt athugavert við að hagn-
ast á því,“ ritaði George.
„Ég segi nemendunum að ég trúi
þeim ef þau geta gefið mér einhverja
sönnun fyrir eftirfarandi: að í sínu
daglega lífi hafi þau reynt að verja
óvinsælan hóp fólks sem búa þarf við
ranglæti, og hvort þau hafi gert það
vitandi sem er að það myndi 1) baka
þeim sjálfum óvinsældir hjá með-
borgurum þeirra, 2) að valdamiklir
aðilar og stofnanir myndu fyrirlíta
þau og hæðast að þeim, 3) að margir
vinir þeirra myndu snúa við þeim
baki, 4) að þau yrðu kölluð öllum ill-
um nöfnum, og 5) að þau hættu á að
missa af góðum starfstækifærum. Í
stuttu máli: að þau væru tilbúin að
leggja sína eigin hagsmuni að veði til
að verja málstað sem ráðandi öfl eru
andsnúin.“
Þannig minnir George okkur á að
þó það eigi við um flest okkar að
halda að við séum réttsýn og reiðubú-
in að storka hvers kyns ranglæti hvar
sem það leynist, þá er alvöru barátta
fyrir mannréttindum og réttlæti ekki
eitthvað sem allir ráða við.
Mikið væri nú gaman ef það skyldi
gerast, þegar faraldurinn er afstað-
inn, að nokkrir háttsettir kjörnir
fulltrúar gerðu sér ferð frá Íslandi til
Hong Kong til að heimsækja Lai í
steininn. Jafnvel að Guðni Th., Katr-
ín, Bjarni eða Guðlaugur gæti laum-
ast til að boða nokkra blaðamenn og
stúdenta til fundar og segja þar hátt
og snjallt á kantónsku: Ngo hai hoeng
gong jan! – Ég er Hong Kong-búi!
Þar væri komið eitthvað til að slá
upp á forsíðum blaðanna.
Þá riðu hetjur um héruð
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Mexíkóborg
ai@mbl.is
Milljarðamæringurinn og
baráttumaðurinn Jimmy
Lai var nýlega dæmdur í
fangelsi ásamt hópi fólks
sem haldið hefur uppi
vörnum fyrir frelsi íbúa
Hong Kong. Er orðið of
seint að þrýsta á ráða-
menn í Peking?
AFP
Jimmy Lai flúði kommúnismann í Kína 12 ára gamall. Hann á frelsinu í Hong Kong að þakka allt sem hann á.
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020