Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 6
Mörgum að óvörum var Play komið langleiðina
með að tryggja sér nýtt hlutafé upp á rúma 5
milljarða króna og í hluthafahópnum voru gríðar-
fjársterkir einkaaðilar og lífeyrissjóðir – sem alla
jafna halda sig víðsfjarri þegar sprotafyrirtæki
eru annars vegar og hvað þá sambland af slíku og
flugrekstri.
Verða að borga í dag til að taka þátt
Í dag, síðasta vetrardag, er eindagi fyrir þá
sem skráðu sig fyrir hlutum í félaginu og heim-
ildir ViðskiptaMoggans eru þær að litlar sem
engar líkur séu á að fjármagnið skili sér ekki í
hús. Það er reyndar mikilvægt að það takist enda
þátttaka nokkurra stórra fjárfesta bundin þeim
skilyrðum að ákveðinni lágmarksfjárhæð verði
náð. Það eru ekki aðeins fjármagnið og fjárfest-
arnir sem gefa til kynna að Play muni í raun kom-
ast á loft. Ráðning Birgis Jónssonar, fyrrverandi
forstjóra Íslandspósts, er talið hraustleikamerki
á verkefninu. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið í
fluggeiranum og hefur bæði reynslu af því að
vinna með Pálma Haraldssyni og Skúla Mogen-
sen á því sviði. Það er ígildi einhverskonar prófs
myndu ýmsir segja. Var hann tvívegis forstjóri
Iceland Express og þá varð hann aðstoðarfor-
stjóri WOW um tíma. Frá báðum félögum hvarf
hann þegar vitleysan keyrði um þverbak og því
gæti aðkoma hans að Play orðið sem mælistika á
hvert stefnir á komandi mánuðum. Því hefur ver-
ið haldið fram af þeim sem þekkja einna best til
innri málefna WOW air að ef Birgir hefði ekki
hrökklast frá félaginu í ágúst 2015 hefði mögu-
lega mátt forða afdrifaríkum mistökum sem m.a.
tengdust stórkarlalegustu flugvélakaupum í ís-
lenskri flugsögu. Þau urðu hinn stóri og mikli
banabiti félagsins þegar upp var staðið.
Hefur Play samkeppnisforskot?
Icelandair Group byggir á gömlum merg og
innviðir félagsins eru að flestu leyti mjög traustir.
Fá eða engin flugfélög sem ekki eru stærri í snið-
um en Icelandair búa t.d. að öðru eins þjálfunar-
setri og því sem byggt hefur verið upp í Hafnar-
firði og þjónað getur mun stærra félagi. Þá eru
söluskrifstofur, sem fyrir hræðileg mannleg mis-
tök var lokað um skamma hríð, mikilvæg tenging
á stóra markaði og þegar þær vélar eru ræstar
getur það skipt sköpum við að fylla vélar og
tryggja sem best að eftirspurnin taki fljótt við sér
og beinist í rétta átt.
Og staða Icelandair er sömuleiðis að mörgu
leyti eftirsóknarverð þegar litið er til efnahags fé-
lagsins. Vel heppnað hlutafjárútboð í september í
fyrra skilaði félaginu sterku inn í veturinn sem
kveður á morgun. Hins vegar hefur tekið lengri
tíma að vinna bug á veirunni en væntingar stóðu
til og því gengur hratt á lausafé félagsins. Það er í
kappi við tímann og verður fyrir haustið að koma
vélum í meira mæli í loftið. Að öðrum kosti þarf
félagið að draga á lánalínu frá ríkissjóði og það
verður allt annað en hraustleikamerki fyrir félag-
ið. Félag sem ekki á sér fortíð getur seint átt við
fortíðarvanda að stríða. Og það er tilfellið hjá
Play. Þegar samkeppnin á flugleiðunum til Evr-
ópu og Bandaríkjanna hefst af fullum krafti verð-
ur félagið ekki með skuldaklafa á bakinu eins og
flest flugfélög vestanhafs og austan.
Hagstæðir flugvélaleigusamningar
Tvennt styrkir sömuleiðis samkeppnisstöðu
Play gagnvart Icelandair og flestum öðrum
keppinautum. Þannig herma heimildir Viðskipta-
Í nóvember næstkomandi verður áratugur liðinn
frá því að Skúli Mogensen boðaði til blaðamanna-
fundar og svipti hulunni af flugfélaginu WOW air.
Það er eins og að ár og öld sé liðin síðan enda hef-
ur fluggeirinn á Íslandi gengið gegnum meiri
sviptingar á þessum áratug en oftast áður. Hvern
hefði grunað þegar áformin voru kynnt að félagið
myndi sjö árum síðar flytja nærri því jafn marga
farþega og Icelandair og hafi einhver rennt grun í
að það gæti gerst, hefði enginn getað séð fyrir
darraðardansinn og dramatíkina sem fylgdi því
þegar félagið sogaðist niður og féll með brauki og
bramli í lok marsmánaðar 2019.
Þegar allt þetta gekk yfir sögðu fróðustu
menn: Þetta munum við aldrei upplifa á ný! Inn-
an við ári síðar lokaðist heimurinn vegna veir-
unnar frá Wuhan og í meira en ár hafa alþjóð-
legar flugsamgöngur legið lamaðar og staða
flestra flugfélaga orðin þannig að ef ekki væri
fyrir skjól ríkisstjórna um heim allan, væru þau
nær öll ekki aðeins tæknilega gjaldþrota heldur
búin að vera.
Flestir gera sér þó grein fyrir því að mótorar
þeirra verða ræstir að nýju og nú glittir í þann
tíma að fólk geti aftur, þótt með breyttu sniði
verði, ferðast landa á milli og átt í eðlilegum sam-
skiptum án gríðarlegrar íhlutunar og íþyngjandi
takmarkana af hálfu stjórnvalda — því vilja að
minnsta kosti flestir trúa.
WAB verður Play og hvað svo?
Hún var nokkuð pínleg uppákoman í Perlunni í
byrjun nóvember 2019 þegar nýtt lággjaldaflug-
félag var kynnt til sögunnar. Fram að fundinum
höfðu allmargar fréttir verið fluttar af fyrir-
ætlunum fundarboðenda og unnu þeir að verk-
efninu WAB sem vísa átti til þess að þeir, fyrr-
verandi starfsmenn WOW air, væru komnir á
sviðið aftur. Ekki lá fullkomlega ljóst fyrir hvort
verið væri að reisa WOW úr rústum en hins veg-
ar var öllum ljóst sem á horfðu að töfrarnir sem
Skúli hafði nýtt til hins ýtrasta í svipuðum að-
stæðum átta árum fyrr voru sannarlega ekki til
staðar þarna og margir voru afar vantrúaðir á
áformin. Enda kom á daginn að margir lausir
endar voru á áformunum og ýmsir óttuðust að í
uppsiglingu væru jafnvel enn feysknari loftkast-
alar en þeir sem reistir voru undir lokin á vett-
vangi WOW. Ekki bætti úr skák þegar fréttist að
forsvarsmenn lággjaldafélagsins nýja hefðu
skundað rakleitt í dýrasta vínkjallara norðan
Alpafjalla til að fagna Perlufundinum. Þótti það
til marks um lítið skynbragð á aðstæður.
En svo kom kórónuveiran og undir radar unnu
skynsamir menn að miklum áformum. Enn
heyrðust úrtöluraddir en nýverið tóku að kvisast
út fréttir um að frétta væri að vænta.
Stefnir í
harðan slag
og mikla
samkeppni
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þess er beðið með mikilli óþreyju að bólusetning gegn kórónuveirunni
tryggi nægilegt ónæmi í samfélaginu til þess að hægt verði að opna fyrir
ferðalög fólks milli landa. Þegar það markmið næst mun fluggeirinn vakna
af þeim „dvala“ sem hann var neyddur í fyrir rúmu ári. Þegar það gerist
verður margt með öðru sniði en var og verkefni rótgróinna flugfélaga verð-
ur að fóta sig í nýjum veruleika og nýrra félaga að sækja fram og vinna nýja
markaði.
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021FRÉTTASKÝRING
Milljónir farþega 2014-2019
Farþegafjöldi Icelandair og WOW air
2014 2015 2016 2017 2018 2019
Icelandair
WOW air
Boeing Airbus
757-200 767-300 ER 737 MAX8 737 MAX9 321NEO
Lengd 47,32 m 54,9 m 39,52 m 42,16 m 44,51 m
Vænghaf 38,00 m 47,6 m 35,92 m 35,92 m 35,8 m
Hæð 13.6 m 15,8 m 12,3 m 12,3 m 11,76 m
Þrýstiafl hvors hreyfils 179 kN 282 kN 125 kN 130 kN 147 kN
Hámarks flugtaksþyngd 115.680 kg 186.680 kg 82.191 kg 88.314 kg 93.500 kg
Drægni 7.222 km 7.890 km 6.510 km* 6.510 km* 6.850 km
Farþegafjöldi miðað
við tvískipt farrými
184* 262* 160* 178* 206
Helstu tækniupplýsingar Boeing-véla
Icelandair í samanburði við Airbus 321 NEO
* Samkvæmt upp-
lýsingum frá Icelandair
2,6
3,1
3,8
5,4
6,8
7,6
4,8
0,7
3,1
1,7
3,7
2,8
4,0
3,5
4,1 4,4
0,5
0,4