Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
www.betrabak.is
Komdu til okkar og prófaðu einstök
gæði Hästens rúmanna.
Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða
þig og veita frekari upplýsingar.
VERTUVAKANDI Í
FYRSTASKIPTI
ÁÆVINNI
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Borgarráð samþykkti í síðustu viku
drög að samkomulagi vegna uppbygg-
ingar á Korputorgi en Korpurtorg
ehf. hyggst auka byggingarmagn á
reitnum um 12.500 fermetra. Þar af
munu sjö þúsund fermetrar fara undir
gagnaver. Fyrir er á svæðinu stórt
vöruhús auk hátæknigagnavers.
Sævar Þór Ólafsson framkvæm-
dastjóri Korputorgs segir í samtali við
ViðskiptaMoggann að félagið vanti
meira byggingarmagn bæði til þess að
geta sinnt væntum þörfum um frekari
stækkun á gagnaverinu og einnig
vantar byggingarmagn til framtíðar
fyrir sambærilega starfsemi og er á
Korputorgi í dag. „Korputorgið er bú-
ið að breytast í dreifingarmiðstöð þar
sem heildsölur nota húsnæðið undir
vöruhús,“ útskýrir Sævar.
Eftir því sem fleiri verslanir hverfa
úr húsinu minnkar þörfin á bílastæð-
um að sögn Sævars, en fyrirtækið
hyggst byggja á bílastæðunum, líkt og
gert var með gagnaverið.
Lóðin sem Korputorg stendur á er
tólf hektarar og því hljóða tillögurnar
upp á 0,6% nýtingarhlutfall, sem er
hófstillt að mati Sævars. „Nýting-
arhlutfallið í dag er rúmlega 0,4% en
fer upp í 0,6%.“
Gagnaverið á lóðinni er 1.500 fer-
metrar og er hugsað sem fyrsti
áfanginn af átta.
Margvísleg starfsemi
Í vöruhúsinu er í dag margvísleg
starfsemi. Vörulager heildsölunnar
ÍSAM er þar til húsa ásamt nær allri
starfsemi Myllunnar. Þá eru Hús-
gagnahöllin og Rúmfatalagerinn
bæði með sinn miðlæga lager í hús-
inu. Enn fremur er umbúðafyrir-
tækið Samhentir þar með geymslu-
lager fyrir hrávöru. Tvær verslanir er
enn að finna í húsnæðinu, húsgagna-
verslunina Ilvu og Bónus.
Spurður um framtíðarnotkun fyrr-
um húsnæðis Myllunnar í Skeifunni
segir Sævar að því verði breytt í versl-
un. Viðræður standi yfir við nokkra
aðila. Tertugallerí Myllunnar er enn í
húsinu að sögn Sævars, en mun flytja
um næstu mánaðamót á Korputorg.
Hvað næstu skref á Korputorgi
varðar segir Sævar að farið verði á
fullt í næsta mánuði við byggingu 27
þúsund rúmmetra frystis, sem teng-
ist vöruhúsinu.
Spurður um næstu uppbygging-
arskref í gagnaverinu segir Sævar að
faraldurinn hafi seinkað þeim. Erfitt
sé að sinna sölu til erlenda aðila eins
og ástandið sé. „Það hefur verið smá
hökt á því en menn eru að meta stöð-
una.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brátt verður hafist handa við byggingu 27 þúsund rúmmetra frystis.
Breyst í dreif-
ingarmiðstöð
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Korputorg hyggst bæta við
12.500 fermetra bygging-
armagni, bæði fyrir gagna-
ver og starfsemi líka þeirri
sem þegar er á lóðinni.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Rétt eins og ekki þykir skynsamlegtað hafa öll eggin í sömu körfu,
þarf íslenskt samfélag í heild sinni að
huga að því að stoðirnar í atvinnulífinu,
undirstaða lífsgæða í landinu, séu nógu
margar og styrkar. Ef ein stoð gefur
sig má það ekki verða þess valdandi að
allt fari í uppnám og lífskjörin í landinu
versni skyndilega.
En áhyggjurnar eru viðvarandi þvíerfiðlega gengur að fjölga þess-
um styrku stoðum og við höfum þurft
að horfa upp á þær bresta oftar en
einu sinni.
Í hruninu fóru bankarnir á höfuðið ená tímabili var talað um að fjármála-
þjónusta gæti orðið sterk stoð til fram-
tíðar. Í kjölfarið varð ferðaþjónusta að
stærstu atvinnugreininni með mestar
útflutningstekjur. Vonuðust margir til
að bjart væri fram undan og við gæt-
um andað léttar. Tekjur af ferðaþjón-
ustu urðu meiri en af fisk- og álútflutn-
ingi.
Síðustu misseri hefur laxeldi komiðsterkt inn sem vænleg undirstaða
og margir hafa látið sig dreyma um að
nýsköpun og tækni geti vaxið ásmegin
og orðið stór og styrk stoð.
Í nýju áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsinser þetta gert að umræðuefni og
sagt að þó svo ferðaþjónustan verði
áfram kerfislega mikilvæg hafi farald-
urinn leitt í ljós þörfina á því að stækka
aðrar greinar og stuðla að vexti í þekk-
ingargreinum. Vill sjóðurinn að Íslend-
ingar auki fjölbreytni efnahagslífsins
og segir að áframhaldandi stuðningur
við nýsköpun og stafræna þróun gæti
virkjað og stuðlað að betri nýtingu
þeirrar stafrænu þekkingar sem ís-
lenskt vinnuafl býr nú þegar yfir og
aukið vægi greina í upplýsingatækni.
Þetta er þörf og góð brýning frásjóðnum. Sóknarfærin eru mörg
og markaðurinn er allur heimurinn.
En til þess að auka veg þessa iðnaðar
þurfum við að trúa því að það sé hægt
og láta kné fylgja kviði hvað aukið fjár-
magn og menntun varðar.
Stoðir
Það var engu líkara en Viðreisnhefði í lok marsmánaðar ákveð-
ið að hætta í pólitík og setja þess í
stað á fót áhugamannaleikhús.
Fyrsta verkið ekki af verri endanum:
Deleríum Búbónis og söngtextarnir
úr verkinu viðeigandi. „Sérlegur
sendiherra“ og „Brestir og brak“
ekki síst.
Og vel tekst þeim að delera. Núsíðast á sunnudag þegar sér-
legur sendiherra leikhússins lýsti því
yfir að bjarga mætti ríkisfjármálum
Íslands með því að ganga í Evrópu-
sambandið.
Rökin voru þau að staðan í ríkis-fjármálum væri svo svakaleg að
ef koma ætti í veg fyrir að grípa
þyrfti til harkalegs aðhalds í ríkis-
fjármálum og skattahækkana þyrfti
að einblína á eitt: „Lágir vextir eru
það eina sem getur bjargað okkur.“ Í
röksemdafærslunni var svo ýjað að
því að krónan og tilvist hennar
myndi að öllu óbreyttu leiða til
skattahækkana og skerðingar á elli-
lífeyri.
Sannarlega hjálpa lágir vextirþegar ríkissjóður hefur þurft að
skuldsetja sig verulega. En skuld-
setningin er ekki krónunni að kenna
heldur kórónuveirunni. Og sennilega
verður skuldsetningin enn meiri en
hefði þurft að vera vegna aulagangs
Evrópusambandsins og þeirra mis-
taka íslenskra stjórnvalda að bíta sig
föst við embættismennina í Brussel
þegar kom að innkaupastefnu um
bóluefni.
Ef vextir munu haldast lágir íEvrópu á komandi árum verður
það greinilegasta merkið um að álfan
sé ekki að ná sér á strik í efnahags-
legu tilliti. Hækki vextir hér á landi
verður það til marks um þrótt hag-
kerfisins. Það verður ekki bæði hald-
ið og sleppt. Vilji menn einblína á
góðar stöður hjá ESB og lága vexti,
verður það dýrara verði keypt en
hærri vextir og blómlegt atvinnulíf.
Fimmaurabrandari
á kostnað krónunnar