Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 Þ eir eru strákarnir sem áttu boltann og tóku hann og fóru heim ef þeim líkaði ekki hvernig leikurinn þróaðist, hvernig skipt var í lið eða þegar ekki var fallist á dóma þeirra um hend-víti. Vinir geta gert mistök. Það þýðir þó ekkert að þeir hætti að vera vinir þínir. Það væri ekki merkileg vinátta. Reglan er einhvern veginn sú að maður gefur þeim tækifæri að sjá villu síns vegar og lagfæra mistökin. Ef þeir gera það þá er allt í góðu og vináttan heldur áfram og nokkr- um árum síðar er hægt að hlæja að þessu. Ég hef átt vin síðan ég var fimm ára sem heit- ir Manchester United. Sú vinátta byrjaði með því að drengur, sem ég hafði þá nýlega kynnst í sumarbúðum, spurði mig með hvaða liði ég héldi í enska fótboltanum. Ég hafði ekki hugmynd. Hann sagði mér þá að allir alvörumenn héldu með Manchester United. Það hef ég gert síðan og hef hugsað mér að gera. En það munaði litlu í vikunni. Þá gerðist það að tólf af stærstu liðum Evrópu ákváðu að stofna sína eigin deild. Þeim fannst þau svo merkileg og frábær að þau gætu bara ekki keppt við litlu og lélegu liðin og yrðu að rotta sig saman og spila hvert við annað í því sem þau kölluðu svo hæversklega Ofurdeildinni. Nú gæti einhver spurt: Er ekki allt í lagi að þessi lið hagi sér eins og þau vilja? Mátt þú ekki bara ráða við hverja þú spilar? Jújú. Það getur svo sem verið. Vinum mínum er frjálst að gera það sem þeir vilja. En ég get þá á sama hátt ráð- ið hversu góðir vinir mínir þeir raunverulega eru. Þessir tólf vinir sem ætluðu að stofna þessa voða fínu deild eru reyndar vinir sem við mörg þekkjum. Þeir eru strákarnir sem áttu boltann og tóku hann og fóru heim ef þeim líkaði ekki hvernig leikurinn þróaðist, hvernig skipt var í lið eða þegar ekki var fallist á dóma þeirra um hend-víti. Og þá voru góð ráð dýr. Það er býsna flókið að spila fótbolta án bolta. Stundum var látið eftir þeim svo leikurinn gæti haldið áfram en fyrr eða síðar gerðist það að vinirnir fengju nóg. Það er nóg til af boltum og þú getur þá bara leikið við sjálfan þig. Eins og rammað var inn í þessum fleygu orðum: Þú getur þá bara halt þitt eigið partí! Það er það sem gerðist í vikunni. Vinirnir tóku völdin og sögðu: Hingað og ekki lengra. Og rétt eins og á steypta vellinum í Breiðagerðisskóla, grasinu í Hæðargarðinum og hvar sem er í heiminum þá rann upp fyrir boltaeigandanum að það er ekkert sérstaklega gaman að spila fót- bolta einn. Hann kom lúpulegur til baka og muldraði eitthvað um að hann gæti svo sem haldið áfram en hann yrði að vera kominn heim í mat klukkan sjö. Svo hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði ískorist. Fótbolti er nefnilega svo merkileg íþrótt. Af hverju skiptir það máli hvernig hópi af ókunnug- um milljónamæringum í fjarlægu landi gengur? Af hverju ætti það eitthvað að káfa upp á mig hvað gerist hjá þessum mönn- um? Af hverju legg ég mig fram um að missa ekki af leik með mínu liði, gleðjast yfir sigrum og missa svefn yfir óförum liðsins? Af hverju segi ég alltaf að við séum að spila um helgina þegar ég er klárlega ekki í þessu liði? Skýringin er sennilega sú að við samsömum okkur liðinu okkar. Í gegnum súrt og sætt. Ég á til dæmis vin sem á fimm búninga Sunderland. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra það á nokkurn hátt að nokkur maður í heiminum hafi í alvöru keypt þá alla. Sérstaklega í ljósi þess að liðið hefur varla unnið neitt árum saman og hann býr á Hverfisgötunni. En það er fegurðin við fótbolta. Hann sam- einar okkur og vekur tilfinningar. Hann færir okkur þá trú að við séum á einhvern hátt saman í þessu. Annað slagið munu litlu liðin vinna þau stóru og sýna okkur fegurðina í leiknum. Og kannski var það þetta sem fékk stóru liðin til að hætta við. Kannski gerðu þau sér grein fyrir því að það er nóg til af boltum í heiminum og við höldum áfram þessari dásamlegu íþrótt. Það skiptir ekki máli hversu stór og sterkur þú ert. Það er ekkert svo gaman að vera einn í fót- bolta. ’ Það skiptir ekki máli hversu stór og sterkur þú ert. Það er ekkert svo gaman að vera einn í fótbolta. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Að taka boltann Þ að er ekkert lítið sem við eig- um honum Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi að þakka. Þeir eru fleiri þjóðháttafræðingarnir sem hafa unnið gott starf og eiga lof skilið, en að öðrum ólöstuðum hefur Árni verið ötulastur að koma rann- sóknum sínum á framfæri og þá einnig í búningi sem gerir efnið skilj- anlegt og skemmtilegt. Saga dag- anna, Merkisdagar á mannsævinni og fleiri rit hans hafa afstýrt sögu- leysi á sögueyju. Og að sjálfsögðu eru sumardeg- inum fyrsta gerð rækileg skil í Sögu daganna. Sum- ardagsins fyrsta hafi verið getið í Jónsbók og Grá- gás, upplýsir Árni, en aldrei hafi það verið svo að menn tengdu daginn sól og sumaryl heldur tímatali þar sem mætast misserin tvö, sem gera eitt ár, vetur og sumar. En við sem ekki vissum þetta tók- um sumardaginn fyrsta á orðinu. Nú væri komið sumar. Ég minnist þess úr barnæsku að fólk klæddi sig upp á og okkur krökkunum voru gefnar sumargjafir. Á mínu heimili var sumargjöfin oftar en ekki bolti. Og þessu fylgdi óskhyggja, sem ein- hvern veginn var alltumlykjandi, að nú gengi sumarið í garð. Það lá við að þetta væri krafa, alla vega ásetn- ingur um að leggjast á sveif með veðurguðunum; nú skyldi bjóða nöprum næðingnum birginn, víst væri sumarið komið, það er jú sum- ardagurinn fyrsti! Og á þessum fyrsta degi sumars- ins voru stelpurnar í stuttum sokk- um og skátarnir mættu á stutt- buxum að berjast gegn ísköldum strekkingnum sem tók hressilega í fánastöngina. Oftast var þetta svona. Ekki man ég í hvaða bíómynd það var sem leikstjórinn vildi sýna ís- lenskan baráttuanda við óblíðar að- stæður. Þá sýndi hann einmitt þetta. Skátahóp á stuttbuxum á sumardag- inn fyrsta. Og allt bíóið vissi ná- kvæmlega hvað klukkan sló. Árni Björnsson segir þá staði til við Miðjarðarhafið sem fagni vor- komunni í febrúar. Það gengi nátt- úrlega aldrei hér hversu langt sem menn annars vildu ganga gegn nátt- úrulögmálunum. Samt er það nú svo að okkur hættir til þess í heimi al- þjóðavæðingar að vilja að allt sem hægt er að gera þar verði hægt að gera hér. Einhvern tímann var sýndur í ís- lensku sjónvarpi þáttur um fær- eyska listamanninn Trónd Pat- ursson. Í þættinum var hann spurður hvort Færeyingar gætu orðið sjálfstæðir, hvort þeir réðu við það jafn fámennir og þeir væru. Og vel að merkja þetta var fyrir nokkrum áratug- um. „Já,“ svaraði Tróndur að bragði, „sem Fær- eyingar.“ Mér þótti þetta stórkostlegt svar. Það var ekki lengra, en við skildum það öll sem á hlýddum að veldu Færeyingar sjálfstæðið þá tækju þeir því með öllu sem fylgdi, því jákvæða og hinu neikvæða, því auðvelda og hinu erfiða. Sjálfstæð færeysk þjóð byggi ekki á Manhatt- an eða í London heldur í Fær- eyjum. Hún byggi þar í blíðu og stríðu. Svo átti náttúrlega eftir að koma í ljós að Færeyjar buðu landsmönnum sínum upp á gott líf, ekki lakara en gerðist best annars staðar. En þetta var góð hugsun hjá Tróndi. Við ættum að laga kröfur okkar og væntingar að því sem að- stæður bjóða upp á. Við fögnum sumrinu á Íslandi vel vitandi að við búum ekki við Miðjarðarhafið. En við eigum björtu vornóttina, birkið sem senn vaknar til lífsins, lóuna með vorsöng sínum þrátt fyrir napr- an vindinn. En við vitum að senn hlýnar hann líka, enda kominn sum- ardagurinn fyrsti. Til hamingju með það. Það er komið sumar! Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ En við sem ekki vissum þetta tókum sumardaginn fyrsta á orðinu. Nú væri komið sumar. Ég minnist þess úr barnæsku að fólk klæddi sig upp á og okkur krökkunum voru gefnar sumargjafir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „… nú skyldi bjóða nöprum næðingnum birginn, víst væri sumarið komið, það er jú sumardagurinn fyrsti!“ 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákústar á tannbursta ve Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá999 SandkassagrafaÚðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Garðslöngur í miklu úrvali Hrífur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.