Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Qupperneq 8
FERÐALÖG 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 Hárlínan hentar öllum gerðum hárs, hún er sérstaklega hönnað til auka viðgerðarhæfni hársins ásamt því að styrkja og þétta hárið. Án allra auka efna Útsölustaðir: Lyfjaver, Heimkaup.is & Hagkaup Einfaldlega það besta frá náttúrunni NÝTT FRÁ NEW NORDIC E ldgosið í Geldingadölum trekk- ir að og ekki að undra. Það er ekki oft sem venjulegt fólk getur barið eldgos augum og því er þetta tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Það eru nokkr- ar leiðir færar. Sú erfiðasta en jafn- framt ódýrasta er að ganga sem leið liggur frá bílastæðinu við Suður- strandarveg og að gosinu. Gangan er fæstum erfið og tekur um níutíu mín- útur hvora leið fyrir venjulegt fólk en skemmri tíma fyrir vanar fjallageitur. Ein erfið brekka er á leiðinni sem þarf að puða upp en annars er leiðin nokkuð greið. En vissulega geta ekki allir gengið svona langt og það yfir urð og grjót. Eldra fólk, öryrkjar og fólk með ýmsa kvilla og sjúkdóma getur þá nýtt sér flug, annaðhvort útsýnisflug í rellu eða farið í þyrluflug þar sem lent er við gosstöðvar. Svo þarf mað- ur ekki að vera fótlama til að fara í þyrlu; það er munaður sem margir vilja veita sér nú þegar engar eru utanlandsferðirnar! Þyrlurnar fljúga yfir, lenda og hleypa fólki út til þess að njóta þess sem fyrir augu ber; eldspúandi gíga, seigfjótandi glóandi hraunár og blá- svarts og glansandi hraunsins. Það er einstök sjón sem gleymist aldrei! Hversu heppin erum við Íslendingar að vera með fullkomið lítið eldgos í bakgarðinum hjá okkur, aðgengilegt öllum! Eins og að vera í bíómynd Blaðamaður er einn af þeim sem geta ekki slitið sig frá gosinu. Um viku eft- ir að gosið hófst dreif hann sig í þyrluflug og lenti rétt við gíginn sem fyrstur opnaðist, og var þá sá eini. Upplifunin er ógleymanleg og kemst á blað með örfáum álíka stórkostleg- um augnablikum í lífinu. Það er líkt og maður sé staddur í bíómynd eða á plánetunni Mars; tilfinningin er óraunveruleg og óttablandin. Því þrátt fyrir allt stendur maður frammi fyrir þúsund gráða heitu hrauni, jarð- vegi sem gæti mögulega opnast og eiturgasi sem gætu fyllt vitin. En það er ekkert sem stoppar hvorki blaða- mann né hálfa þjóðina; þetta nátt- úruundur verða sem flestir að sjá! Næstu tvær ferðir fór undirrituð „Þetta er ágætis skrifstofa!“ Tugir þúsunda manns hafa skoðað gosið í Geldingadölum og hafa flestir gengið yfir urð og grjót til að komast í nágvígi við náttúrufegurð sem á engan sinn líka. Aðrir hafa keypt sér far með þyrlu. Blaðamaður brá sér í þyrluflug, kynntist hafnfirskri fjölskyldu og flugmanninum Armasi. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hjónin Garðar og Jóhanna fengu far að gosstöðvum með Armasi. Það kom svo í ljós að pabbi Jóhönnu og langafi Armasar voru bræður. Fjölskyldan sat þétt saman aftur í þyrlunni en þau voru öll að prófa þyrluflug í fyrsta sinn. Björk sagðist hafa tekið nokkrar myndir en svo lokað augunum. Armas Nökkvi er aðeins 27 ára en hefur verið þyrluflugmaður í sex ár.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.