Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Síða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 standi á sama tíma og ég var að koma undir mig fótunum, byggja upp feril og stofna fjölskyldu. Þetta varð svo þreyttara og þreyttara og ég fór að gera tilraunir með að hætta. Á endanum tókst mér að fara inn á edrúbrautina,“ segir Svavar og segir þau hjón hafa stigið það gæfu- spor saman. „Við höfum verið edrú í tíu ár,“ segir Svavar, sem nýlega fagnaði þeim áfanga og er bæði þakklátur og stoltur. „Nú er mánudagur, sem var eitt sinn versti dagur vikunnar, en nú er hann sá besti.“ Giftumst innan árs Svavar fór í Fjölbraut í Breiðholti á fjölmiðla- braut og naut sín vel í félagslífinu, sem var blómlegt. Hann var þar í hljómsveitum og spil- aði mikið. Eftir menntaskóla kom Svavar við í háskólanum og lærði heimspeki einn vetur en settist svo á skólabekk í Listaháskóla Íslands í grafískri hönnun. „Þarna var ég í þrjú ár að læra hönnun, en aðallega fékk ég tækifæri til að vera einhvers staðar að skapa og finna mig. Þetta var góður tími en líka erfiður, því það var mikið slark á manni á þessum árum.“ Svavar segist alltaf búa að því sem hann lærði þar. „Ég nýti mér það sem ég lærði þar á hverjum degi, þótt ég hafi ekki starfað mikið í gegnum tíðina sem hefðbundinn grafískur hönnuður.“ Fljótlega eftir útskrift árið 2003 kynntist Svavar konu sinni Berglindi Häsler. „Ég flutti fljótlega inn til hennar og við gift- um okkur sumarið eftir, innan árs eftir að við kynntumst,“ segir Svavar og brosir. „Við hentum í stóra brúðkaupsveislu og buð- um vinum og vandamönnum í partí,“ segir Svavar en saman eiga þau tvö börn og fyrir átti Berglind stúlku. Bjóst við uppsögninni Eftir útskrift úr Listaháskólanum fékk Svavar vinnu sem blaðamaður hjá DV. „Ég sótti um á auglýsingastofu og á DV hjá Mikael Torfasyni og fékk bæði störfin en ákvað að gerast blaðamaður. Mér fannst það spenn- andi og fannst gaman að skrifa og þarna voru margir ungir og skemmtilegir blaðamenn. Þetta voru róstusamir tímar á DV og blaðið sprakk í loft upp á meðan ég var þarna,“ segir Svavar og segist þaðan hafa farið að vinna sem hönnuður hjá JPV-útgáfunni. „Ég vann þar í þrjú ár við að gera bók- arkápur á færibandi, í umbroti og við auglýs- ingar. Þetta var mjög skemmtilegt en á sama tíma erfitt því ég þurfti að gera margar mála- miðlanir, eins og listamenn þurfa að gera þegar þeir vinna fyrir aðra en sjálfa sig. Ég var mis- tilbúinn að gera málamiðlanir og fannst stund- um erfitt að beygja mig undir skoðanir ann- arra. Það endaði svo með að Jóhann sagði mér upp og er það í fyrsta og eina sinn sem mér hef- ur verið sagt upp. Það tók svo sem ekki á mig; ég átti von á þessu. Ég þurfti svo að fara til Jó- hanns löngu síðar og gera þetta upp, enda hafði verið óstýrilæti í mér sem tengdist mínum alkó- hólisma.“ Prinsinn fæddist á Seyðisfirði Hjónin ákváðu að breyta til og fluttu á Seyðis- fjörð árið 2008 þar sem Berglind fékk vinnu sem svæðisfréttamaður RÚV á Austurlandi. „Við höfðum áður verið viðloðandi Seyðis- fjörð og áttum marga vini þar og okkur langaði að hvíla okkur á borginni. Að vísu vorum við búin að búa einn vetur í Barcelona. En á Seyðisfirði fór ég að starfa sem sjálfstætt starf- andi tónlistarmaður og þennan vetur skapaði ég Prins Póló. Ég hafði verið í hljómsveitum og í samstarfi við aðra en þarna rankaði ég við mér einn úti á landi. Við leigðum stórt hús í bænum og komum okkur fyrir. Ég bjó mér til hljóðver í kjallaranum og eftir að Berglind fór í vinnuna á morgnana og krakkarnir í skólann fór ég niður í kjallara að búa til tónlist. Ég fór að einbeita mér að því að semja hversdagslega íslenska tónlist, byggða á stefjum úr íslenskri tónlist og sprottna úr íslenskum kúltúr. Ég vildi hafa þetta eins barnalegt og spontant og ég gat og upp úr því umhverfi spratt Prinsinn,“ segir hann. „Textarnir eru margir byggðir á raunveru- legum hugbrotum; það er ekkert sem er alveg út í bláinn. En ég tek einhvern raunveruleika og mála hann í einhverjum allt öðrum litum,“ segir Svavar, sem segist ekki geta sett sína tón- list í einhvern flokk. „Tónlistin er undir áhrifum frá hversdagslíf- inu.“ Er það satt að hugmyndin að Prins Póló hafi kviknað úti í sjoppu á Seyðisfirði? „Já, en það er svo langt síðan ég sagði þessa sögu að ég veit ekki lengur hvort hún er sönn, en ég held mig bara við hana,“ segir Svavar kíminn. „Ástæðan fyrir að ég valdi þetta nafn er sú að mig langaði að gera sjoppulega músík. Og svo hugsaði ég að ef það er eitthvað sem Íslend- ingar elska skilyrðislaust, þá er það prins póló.“ Að hræra í bulsur Fjölskyldan undi sér vel austur á fjörðum og smátt og smátt fór hin einfalda og hversdags- lega tónlist Prins Póló að slá í gegn hjá þjóð- inni. „Ég gaf út plötuna Jukk. Á þeirri plötu var einfalt lag með kæruleysislegum texta, Niðrá strönd. DJ Margeir og Jón Atli gerðu remix af laginu og það varð mjög vinsælt í klúbbum. Svo gaf ég út plötu sem hét Sorrí og hún tróndi í toppsætinu það árið, árið 2014,“ segir Svavar og segist þá hafa getað lifað af tónlistinni í bland við að taka að sér hönnunarverkefni. „Við Berglind vorum lengi vel saman í hljóm- sveit sem hét Skakkamanage og hún spilaði líka síðar í Prins Póló á hljómborð, þannig að við vorum mikið saman í hljómsveitarstússi. En Prinsinn varð svo að mínu verkefni þótt hún hafi alltaf verið viðloðandi bandið, annaðhvort sem ráðgjafi eða meðlimur,“ segir hann og seg- ir þau hjón gjarnan vinna að verkefnum saman. „Eftir Seyðisfjörð fluttum við aftur til Reykjavíkur árið 2009 og opnuðum búð sem hét Havarí. Þetta var plötubúð, gallerí og lítill dag- klúbbur og varð að miklum suðupunkti. Við fór- um að selja kaffi frá Haítí og vorum með alls konar viðburði. Tveimur árum síðar misstum við húsnæðið og fórum því að leita okkur að nýju en stemningin þá í Reykjavík var þannig að það var erfitt að finna leiguhúsnæði því allir voru að byggja hótel. Þannig að þá duttum við inn í Berufjörð. Við vorum þá byrjuð í mat- vælaframleiðlsu; að framleiða bulsur,“ segir Svavar og segir áhugann á matvælaframleiðlsu sprottinn úr áhuga þeirra hjóna á landbúnaði og nýsköpun. „Við höfðum áhuga á því hvað væri hægt að gera nýtt. Á þessum tíma hætti ég að borða kjöt og fékk þá dellu fyrir því að búa til pulsur úr grænmeti. Það varð enn ein áráttan og þrá- hyggjan,“ segir Svavar og brosir. Hjónin öfluðu sér upplýsinga og þróuðu svo uppskrift að bulsum, sem njóta enn vinsælda. „Við fórum á fullt í þróun og stóðum í eldhús- inu heima að hræra í bulsur svo mánuðum skipti. Þetta var mjög erfitt, enda höfðum við enga þekkingu á þessu. En svo fór þetta á markað og seldist mjög vel. Fljótlega var þetta komið í framleiðslu hjá öðru fyrirtæki og í kjöl- farið fórum við með þetta í Norðlenska, sem sér núna um framleiðsluna. Það er mjög fastur kúnnahópur að bulsum. Seinna fórum við að framleiða bopp, sem er snakk úr byggi. Sá áhugi leiddi okkur svo austur.“ Mikið að skipta um hatta Hjónin keyptu þá Karlsstaði í Berufirði, sem var stór jörð með mörgum byggingum, mis- lúnum. „Þetta er æðislegur staður, en ég var í sveit þarna á næsta bæ sem barn og bræður mömmu eru enn þarna bændur, þannig að ég hafði sterka tengingu í þessa sveit. Jörðin var aug- lýst til sölu og við ákváðum í bríaríi að kíkja á hana, en það var nánast búið að afskrifa hana, enda frekar óhrjáleg. Við mættum þarna á fal- legum janúardegi og sáum ekkert annað en tækifæri. Þetta var sturluð hugmynd því þarna var allt í niðurníðslu,“ segir Svavar og segir þau hafa pakkað saman og flutt austur með þrjú börn, þar af tvö undir fjögurra ára. „Ég byrjaði á því að leggja nýtt gólfefni og mála svo við gætum flutt inn, en svo urðu þetta fimm ár af stanslausum framkvæmdum, sam- hliða því að reka bú og byggja upp ferðaþjón- ustu. Þetta var sturluð vinna og stundum þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvað við vorum að pæla, en þetta var alveg ofsalega skemmtilegt,“ segir hann og segir eitt hafa leitt af öðru. „Við gerðum upp gamla bæinn og fengum leyfi fyrir gistingu og næst fórum við í það að gera upp gamalt fjós þar sem við svo fram- leiddum snakkið. Þar næst gerðum við upp hlöðuna og settum upp kaffihús. Fyrst við vor- um komin svo langt tókum við fjárhúsin og breyttum í gistiheimili,“ segir hann. „Það er hörkuvinna að reka ferðaþjónustu; að búa um rúm, hella upp á kaffi og sjá um allt annað. Við vorum í öllu en hægt og rólega bætt- um við við starfsfólki. Við skipulögðum þarna viðburði og tónleika líka þannig að ég var mikið að skipta um hatta; fara úr einum galla í annan. Ég var alltaf að skipta um hlutverk, auk þess að ala upp börnin og hendast um allar trissur sem Prinsinn,“ segir Svavar og segist hafa haft meira en nóg að gera allt frá árinu 2014 þegar þau tóku við Karlsstöðum. Hann segir rekst- urinn hafa gengið vel þótt auðvitað hafi áhætt- an verið nokkur og mörg lán slegin. „Það gekk vel og við bjuggum þarna árið um kring fyrstu fimm árin en höfum síðan verið þarna á sumrin. Það hefur auðvitað verið lokað í Covid en við stefnum á að opna í vor.“ Líf ertu að grínast? „Svo í lok árs 2018 ákváðum við að hvíla okkur á þessari keyrslu og búa einn vetur í Reykjavík. Í miðjum flutningum greindist ég með krabba- mein í vélinda,“ segir Svavar. „Það byrjaði þannig að ég hafði fundið fyrir örðugleikum við að kyngja og var sendur í magaspeglun á Norðfirði en þá voru Berglind og krakkarnir komin í bæinn. Ég fæ strax að vita að ég sé með mein í vélindanu. Það sem gerðist í kjölfarið er að manni er kippt mjög snaggaralega inn í heilbrigðiskerfið,“ segir Svavar. „Þetta er ekki skurðtækt mein. Ég fór í lyfja- meðferð og hef síðan verið í stöðugum lyfja- meðferðum með hléum.“ Hvernig bregst maður við svona fréttum? Var þetta ekki hryllingur? „Jú, vægast sagt. Þetta var sambland af því að fá algjört taugaáfall og því að hugsa; já auð- vitað, hvað annað. Þegar maður lifir góðu lífi án nokkurra áfalla og hefur fengið að láta alla sína drauma rætast hugsar maður að það hljóti að koma að því að það gerist eitthvað. Þetta getur ekki gengið svona endalaust. Ég er bara búinn að vera of heppinn,“ segir Svavar og segir lífinu þarna hafa verið snúið á hvolf. „Sú hugsun hefur alltaf verið til staðar hjá mér að eitthvað slæmt gæti komið fyrir, án þess að ég hafi verið hræddur við lífið. En ég átti engan veginn von á þessu. Þetta var algjört sjokk og maður situr eftir stjarfur, en samt er svo merkilegt að fljótlega kemur hugsunin: af hverju ekki? Fólk lendir í svona og af hverju ekki ég? Svona er lífið.“ Margir kannast við setningu Svavars: „Líf ertu að grínast?“ en hana samdi hann fyrir margt löngu. „Þessi setning kom löngu áður. En hún öðl- aðist þarna alveg nýja merkingu.“ Myrkur þetta fyrsta ár Hvað sagði læknirinn þinn? „Ég og læknirinn minn höfum aldrei átt sam- talið um hvað ég eigi langt eftir. Ég byrjaði á að leggjast yfir þetta og lesa mér til. Ég fór líka að skoða óhefðbundnar aðferðir, auk aðferða læknisfræðinnar. Ég og læknirinn minn rædd- um fram og til baka hvað væri hægt að gera í stöðunni og fyrsta árið fór í það. Fyrsta árið fór líka í það að venjast þessu og vera hræddur. Það var mikið myrkur þetta fyrsta ár. Ég átti það til að stara bara á vegginn, algjörlega mið- ur mín,“ segir Svavar en hann er í fyrsta sinn að tjá sig um veikindin. „Ég hef aldrei talað um þetta áður opinber- lega. Það höfðu margir fjölmiðlar samband og vildu ræða þetta en mér fannst ég ekki hafa neitt að segja; ég var sjálfur enn að hugsa, venj- ast þessu og var ekki búinn að læra neitt af „Ég hugsa mjög lítið um dauðann. Ég hugsa mest um hann út frá öðru fólki, eins og börnunum. Mér er meira sama um sjálfan mig en það er verra að leggja það á aðra ef maður skyldi þurfa að fara.“ ’ Ég nenni ekki alltaf að tala um þetta; ég hef ekki þörf fyrir það. Ég nenni ekki að ræða krabbameinið í röðinni í Bónus og heldur ekki að fá spurninguna: „Hvernig hef- urðu það?“ Annaðhvort er ég ofan jarðar eða neðan.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.