Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 J oe Biden hélt ráðstefnu æðstu og valdamestu manna heims um hamfararhlýnun. En af því að Joe Biden og kollegar eru í augnablikinu staddir í hamfaraveiru þá var nauðsynlegt að hafa fjarfund um þetta meinta heimsböl sem ekki var á dagskrá síðustu fjögurra ára. Sýndarskapur frá 1998 Trump tók það burt með pennastriki og Biden setti það inn með sama hætti. En hvernig skyldi standa á því að það er hægt? Jú, Trump gat strokað málið út, af því að Obama sem skrifað hafði undir Parísarsátt- mála ákvað að leggja málið ekki undir Bandaríkja- þing til samþykktar. Undirskrift hans var því aðeins til málamynda. Obama þekkti forsöguna. Al Gore hafði barist mest bandarískra áhrifamanna fyrir Kyoto-sáttmálanum, sem er undanfari alls þessa. Clinton forseti undirrit- aði sáttmálann 1998. En Bandaríkjaþing neitaði hins vegar að samþykkja sáttmálann og bar við að hann yrði allt of útgjaldafrekur. Var andstaðan mikil í báð- um flokkum þingsins. Obama undirritaði Parísarsátt- málann en þingið vildi ekkert með hann hafa að gera. Það var því einungis táknræn athöfn (og reyndar kosningaloforð og smá sparnaður) af hálfu Trumps að afturkalla staðfestingu Obama. Undirskrift Bidens breytir því sáralitlu. Sýndarskapurinn er reyndar hrópandi hvert sem litið er. Kína tilkynnti efnislega í París fyrir fimm árum að þeir myndu taka að huga að hamfarhlýnuninni strax eftir árið 2135! Þegar Pútín komst að á fjarfundinum talaði hann í svipaða veru. Ef Kína, Rússland, Indland, Afríka, Suður-Ameríka og Norður-Ameríka (utan Kanada) eru ekki með, góðu ríkin í Evrópu eru fjarri því að hafa staðið við glamrið í París, hvern er þá verið að blekkja? Banda- ríkjaþing horfir óttaslegið á öll þau útgjöld sem ráðist hefur verið í vegna veirunnar. Biden bætti um betur en fæst af því sem hann raðaði inn á útgjaldalistana hafði nokkuð með veirutjónið að gera. Nokkrar þjóðir, eins og Bretar, Bandaríkjamenn og Ísrael, hafa tryggt sínum þjóðum forskot gegn veirunni. En hún er hvergi nærri farin þegar horft er á heiminn allan. Til dæmis um það, þá var sagt frá því í fréttum í gær að rúmlega 400 þúsund manns hefðu mælst smitaðir af kórónuveirunni á Indlandi á einum degi, þeim sama sem fjarfundurinn um hamfarahlýn- unina var haldinn á. Fæstir telja þó líklegt að þar sé allt talið. Það er því ekki endilega víst að þeir á Ind- landi hafi haft hlýnunarhelförina í huga þá stundina, þótt tískan kalli á það. Enda sjálfsagt takmörkunum háð hversu mörgum heimsendafárum má koma að hjá einstökum þjóðum, sem að auki eru að berjast við stórbrotna erfiðleika, hungur, fátækt, barnadauða og árvissar eða samfelldar pestir og fár sem myndu í augum hinna örfáu dekurríkja á Vesturlöndum vera ígildi fárs sem væri sínu erfiðara viðureignar en kór- ónuveira eða tímabundin hlýnun í heimi, sem í millj- ónaárum talið, hefur oftast mátt óttast óvænt kulda- skeið. Pólitísk vísindi vekja ekki tiltrú Árhundraða kuldaköst skullu á sem enginn gat vitað hvers vegna urðu og enn síður gat nokkur mannlegur máttur ráðið neitt við. Sem er óneitanlega sérstakt, vegna þess að samfélag „vísindamanna“ hefur sam- þykkt að hlýnunin, sem varla mælist, enn sem komið er, utan við venjubundnar áratugasveiflur, sé til kom- in af mannsins völdum í fyrsta skipti í sögu hans á þessari jörð. Það eru auðvitað stórmerkileg tíðindi sem væri fá- ránlegt og óábyrgt að gera lítið úr. Þeir vísindamenn, sem fylla þennan flokk, fylgja sannfæringu sinni svo fast eftir, að þeir sem ekki skrifa athugasemdalaust undir þessar kenningar eru útilokaðir frá umræðu sem villutrúarmenn fræðanna! Niðurstaða sem fæst með beinni eða óbeinni atkvæðagreiðslu verður seint vísindaleg í hefðbundnum skilningi. Hefði afstæð- iskenning Einsteins verið til afgreiðslu í 100 manna sal gætu vísindamenn hafa hafnað henni með 99 at- kvæðum á móti einu atkvæði Alberts og útilokað síðan þann sem undir varð frá allri umræðu? Veðrið er manngert. Er það? Aldrei áður hefur nokkur gert því skóna að maðurinn hafi haft nokkuð með það að gera hvort lofthiti jarð- arinnar hækki eða lækki og jafnvel svo um muni um aldir. Það vekur einnig tortryggni þegar innvígðir segja að þeir sem kaupa ekki kenningu um mann- gerða hamfarahlýnun séu í raun að hafna hitamæl- unum. Það hefur komið fyrir að glannalega er talað um mældar breytingar á hita jarðar. En það er ekki deiluefni heldur aðeins samanburðarframkvæmd. Hvort menn telji að hiti hafi hækkað um eina gráðu á öld hefur ekkert að gera með sönnun tilgátu um að maðurinn ráði úrslitum um slíkt. Hitafar jarðar hefur sveiflast til og hlýrra loftslag hefur hingað til ekki far- ið illa með mannkynið. Ísaldir og jafnvel skamm- vinnar litlar ísaldir sem aðeins hafa tekið til nokkurra alda hafa leikið marga grátt. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Það var enginn akkur í því að jöklar stækkuðu verulega samhliða því að meðalhiti lækkaði um nokkrar gráður. Kuldinn var önnur saga og heilsu- leysi og velmegunarhrakfarir fylgdu honum. Landsins forni fjandi hét hann í víðtækari merkingu kuldans. Áhyggjuefnið ætti ekki síst að vera það að þessar óhagfelldu breytingar gerðust ótrúlega hratt en stóðu um aldir. Maðurinn hafði ekkert með þetta kuldaskeið að gera og hann gat litlu eða engu breytt til batnaðar nema hugsanlega í sínum þrengsta ranni. Freka tegundin Engin hinna í flóru tegundanna er grunuð um nokkuð því líkt og það sem maðurinn er nú talinn hafa á valdi sínu. Ef þær tegundir væru færar um að halda ráð- stefnu án þeirrar fyrirferðarmestu, mætti ætla að samhljóða niðurstaða yrði sú að affarasælast væri að losa sig við þessa fáliðuðu en einræðisfullu tegund, homo sapiens. Fyrsta skrefið og það augljósa væri þá að fella niður síðari hluta nafns tegundarinnar (um visku hennar) og losa sig svo alveg við hana í seinni áfanga. Engin vísindavera í hinum fjölskrúðuga hópi gæti af heilindum mælt á móti því að hagur þeirra langflestra og nánast allra myndi stórbatna við þá að- gerð sem væri í raun smávægileg miðað við til hversu fárra hún tæki, ef miðað væri við örlög kjúklinga, svína, lamba og nauta, svo nærtæk dæmi séu tekin. Svo ekki sé talað um um sjávardýrin frá ansjósum, sardínum, makríl og loðnu og upp úr, sem teljast í milljörðum eintaka í veiðihögum heimshafanna. Svitabrúsar og kæliskápar Seinasta heimsfár, sem hrakspár greina, er ekki langt undan. En menn vilja þó sem minnst um það fjalla, en ef það er óhjákvæmilegt er það sett upp sem stórsigur heimsbyggðarinnar af þeim sem hrópuðu þá hæst og höfðu mest upp úr krafsinu. Sú vá „uppgötvaðist“ næsta óvænt árið 1973. Að hugsa sér að það skuli ekki vera lengra síðan heim- urinn stóð í dyragætt eigin útrýmingar, þegar mann- kynið var næstum því, án þess að taka eftir því, við Gæti verið skynsam- legt að hafa aðeins einn heimsendi í einu ’ Hitafar jarðar hefur sveiflast til og hlýrra loftslag hefur hingað til ekki farið illa með mannkynið. Ísaldir og jafnvel skammvinnar litlar ísaldir sem aðeins hafa tekið til nokkurra alda hafa leikið marga grátt. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Reykjavíkurbréf23.04.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.