Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021
HEILSA
H
ann Arne (fæddur 1934),
sem annar af höfundum
pistilsins hefur þekkt síð-
an 1995, er heimsmeistari öldunga á
skautum. Þegar Arne var spurður:
hvenær byrjaðir þú á skautum?
sagði hann: „Ég stundaði skauta
sem unglingur, 14, 15 ára en síðan
hætti ég og fór í ratleik og er ennþá
með þar. Þegar ég hætti að vinna
við Norska tækni- og vísindaháskól-
ann (NTNU.NO) árið 2001 byrjaði
ég aftur á skautum 67 ára gamall.
Ég fékk mikinn áhuga á að ná fyrri
getu á skautum, sem tók ekki lang-
an tíma. Ég fékk leyfi til að æfa
með unglingunum í skautaklúbbn-
um því það var enginn á mínum
aldri sem var að æfa á skauta á ísn-
um. Ég byrjaði að ná góðum tökum
á skautunum en það var stór áskor-
un að læra tæknina á klappskaut-
anum sem hafði komið í millitíðinni
eða kringum 1997.“
Núna 20 árum seinna er Arne 87
ára og 12-faldur heimsmeistari.
Þegar hann var spurður hversu
mikið hann æfði svaraði hann: „6
sinnum í viku 1 og ½ tíma í senn.“
Hann stundar alhliða þjálfun bæði á
skautum, styrktarþjálfun, úthalds-
þjálfun og einnig hjólar hann. Á
sunnudögum er „frí“ hjá honum en
þá fer hann í góðan göngutúr með
konunni og heggur eldivið. Þegar
ég spurði Arne hver galdurinn væri
sagði hann: „Aldrei stoppa að æfa.
Að finna athöfn/áhugamál sem þér
finnst gaman að fást við og settu
þér viðráðanleg markmið, að hafa
eitthvað að strekkja þig á móti.
Finna ástríðuna og þróa hana.“
Hvað var það sem kveikti neist-
ann hjá Arne og hvernig yfirfærum
við það á líf fleiri einstaklinga? Ef
maður skoðar nánar þetta með að
kveikja neistann, finna ástríðuna,
sterkan áhuga, þá er hægt að segja
eftirfarandi:
Lykillinn er að:
5 Kynna mismunandi þætti sem
einstaklingnum gæti mögulega
fundist vera áhugaverðir. Að sama
skapi að einstaklingurinn sé sjálfur
viljugur að prófa nýja hluti án þess
að gefa sér það fyrirfram hvernig
það verður. Þetta verður erfiðari og
erfiðari áskorun þegar við verðum
eldri þar sem okkur líður vel í ör-
ygginu að gera sömu hlutina. Of
mikið öryggi getur hins vegar verið
slæmt fyrir okkur og því verðum
við að stíga endrum og eins í óviss-
una, takast á við áskoranir og læra
eitthvað nýtt.
5 Leyfa einstaklingnum að prófa ef
það er hægt. Fyrir þennan 2 ára
gæti það verið að prófa að mála
með vatnslitum. Fyrir þennan 6 ára
gæti það verið að prófa trommusett.
Fyrir þennan 76 ára gæti það verið
að prófa að tálga fígúrur eða að
prófa línudansinn. Stefna að því að í
þeim þætti sem var valinn sé hægt
að æfa sig þegar einstaklingurinn
vill.
5 Að einstaklingurinn plani fram í
tímann hvenær hann geti sinnt því
sem vekur áhuga. Það er algjört
lykilatriði að plana frítímann sinn
því annars er hætta á að við sóum
honum í sófanum eða símanum.
5 Þegar einstaklingurinn hefur
fengist við þann þátt sem var val-
inn, má reikna með að færni í
trommuleik, málun, tálgun eða
dansinum sé orðin betri. Við það að
ná valdi á þeim þætti gefst tækifæri
til að takast á við stærri áskoranir.
Mikilvægt er að áskorunin sé ávallt
í samræmi við færni, þá kemst ein-
staklingurinn í flæði. Í flæði getur
einstaklingurinn gleymt sér í verk-
efninu sem má segja að sé „harm-
onious activity“. Sem fleiri fræði-
menn telja að sé mjög jákvætt fyrir
okkar vellíðan.
5 Vera meðvitaður um hvað þú ert
að gera þegar þú kemst í flæði, sem
er ástand þar sem þú ert himinlif-
andi. Ansi líklegt er að þú sért í
flæði því þér finnst athöfnin sjálf
ánægjuleg. Þar ertu að fást við
áskorun sem er hæfilega krefjandi
og þú átt raunverulegan möguleika
á að verða betri í henni. Þess vegna
verðum við að fylgjast með okkur
þegar við dettum í flæði, því það
eru skilaboð um að við séum að
gera eitthvað sem okkur finnst
ómaksins vert.
5 Að þekkja og notast við sína
kjarnastyrkleika er ekki síður mik-
ilvægt. Flestum finnst gaman að
gera eitthvað sem þeir eru góðir í.
Þegar þú ert í flæði ertu mjög lík-
lega að notast við þína styrkleika.
Dæmi um kjarnastyrkleika eru
heiðarleiki, forvitni, ástríða, hug-
rekki, réttlæti, lærdómsfýsi og leið-
togafærni. Hverjir eru þínir helstu
fimm styrkleikar? Ef þú veist það
ekki gæti verið sterkur leikur að
spyrja einhvern nákominn um þína
helstu styrkleika.
Gefum okkur tíma til að kveikja
neistann. Prófum hluti. Gerðu eitt-
hvað sem þér finnst ánægjulegt.
Prófaðu þig áfram. Bættu við
áskoranir því meira sem færnin þín
eykst. Það er aldrei of fljótt né of
seint að byrja að sinna ástríðunni
sinni. Taktu þér Arne til fyrir-
myndar. Aldrei hætta að læra og að
vaxa. Að kveikja neistann er mik-
ilvægt þótt hann sé lítill í upphafi
því fyrr en síðar verður sá neisti
orðinn að stóru báli.
Hermundur er prófessor við Háskólann í
Reykjavík og Norska tækni- og vísindahá-
skólann í Þrándheimi og Bergsveinn er
fyrirlesari med MSc-gráðu í jákvæðri sál-
fræði og þjálfunarsálfræði.
Aldrei of seint!
Vísindi og samfélag
Hermundur Sigmundsson hs@nu.is
Bergsveinn Ólafsson
Arne Kjell Foldvik, fæddur
1934, tólffaldur heimsmeist-
ari öldunga á skautum.
’
Gefum okkur tíma í
að kveikja neistann.
Prófum hluti. Gerðu eitt-
hvað sem þér finnst
ánægjulegt. Prófaðu þig
áfram. Bættu við áskor-
anir því meira sem
færnin þín eykst.
Arne Kjell Foldvik á æfingu.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is