Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 LESBÓK EFTIRLÍKINGAR Breski söngvarinn Morrissey er í uppnámi vegna þess hvernig honum er lýst í nýjum þætti sjónvarpsþáttanna um Simpson-fjölskylduna. Í þættinum heillast Lisa Simpson af listamanninum Quil- loghby, sem er vegan og söngvari hljómsveitarinnar The Snuffs. Kemur svo í ljós að hann er kjötæta með aukakíló, sem agnúast út í innflytjendur. Morrissey var söngvari hljómsveitarinnar The Smiths og borðar ekki kjöt. Honum er ekki skemmt yfir persónunni í Simpsons. Á Facebook-síðu söngvarans voru höfundar Simpsons gagnrýndir harðlega fyrir að ganga of langt. Á vefsíðu sinni birti Morrissey svo yfirlýsingu þar sem hann sagði að freistandi væri að bregðast við þessu hatri af hálfu framleiðenda Simpsons með málaferlum, en hann hefði ekki efni á því. Morrissey ósáttur Morgunblaðið/Eggert Morrissey er ekki kátur yfir því hvernig honum er lýst í Simpson-þáttunum. TÓNLIST Björn Ulvaeus, sem sló svo um mun- ar í gegn með ABBA, segir tónlistarheiminn hafa breyst mikið síðan hann byrjaði og bætir við að nú sé mun erfiðara að ná fótfestu. „Nú dugar ekki lengur að landa einum smelli eins og við gerðum á sínum tíma með Waterloo, tekjurnar yrðu einfaldlega of litlar,“ segir hann. Tekjur af streymisveitum séu naumar nema fyrir þá vinsælustu og í kófinu sé ekkert að hafa upp úr tónleikahaldi. Ulveus leggur til í nýrri skýrslu að streymiskökunni verði skipt þannig að iðgjald hvers áskrifanda renni beint til þeirra flytjenda og höfunda sem hann spilar, hvort sem það er oft eða sjaldan, í stað þess að fara eftir fjölda spilana. Waterloo hefði dugað skammt Fjórmenningarnir í ABBA á sviðinu í Brighton eftir að hafa unnið Eurovision 1974 með laginu Waterloo ásamt tveimur samstarfsmönnum. AFP Svanakjóll Bjarkar kominn á stall. 20 ár frá svanakjól TÍSKA Á vef BBC var í vikunni rifj- að upp að 20 ár eru frá því að Björk Guðmundsdóttir birtist á rauða dreglinum í svanakjól þegar lag hennar I’ve Seen it All úr myndinni Dancing In The Dark var tilnefnt til Óskarsins. Viðbrögðin einkenndust af heift og háði. „Það ætti að leggja stelpuna inn á hæli,“ sagði Joan Rivers. Að sögn BBC kann Julia Roberts að hafa þótt best klædd á hátíðinni 2001, en það sé kjóll Bjarkar sem allir muni eftir, og hann sé kominn á virðingarstall. Þ að muna það sjálfsagt ekki all- ir, en sú var tíð að fyrirtækið Apple var við dauðans dyr. Eftir að hafa verið frumkvöðull einkatölvubyltingarinnar upp úr 1980 tók að halla undan fæti er leið nær aldamótum, alveg þannig að fæstir töldu það eiga viðreisnar von. Þá gerðist það að annar af stofn- endum Apple, Steve Jobs, féllst á að snúa aftur á fornar slóðir árið 1996 í von um að unnt væri að bjarga fyrir- tækinu. Það tókst. Eitt hið fyrsta sem Jobs gerði við endurkomuna var að láta hanna iMac-tölvuna, sem var ætlað að vera tölva „fyrir okkur hin“ og gott betur, hún átti að vera tískuvara. Og það tókst, hún var seld í ótal litum og breytti iðnhönnun í kringum alda- mót. iMac hefur breyst nokkuð síð- an, aðallega þegar hún fékk flatskjá, en ekki mjög verulega, svona fyrir utan hefðbundnar hraðaaukningar, betri skjáupplausn og þar fram eftir götum. Þær framfarir hafa hins vegar ekki verið jafnspennandi og snjall- tæknin öll, sem Apple lagði grunn að með iPhone og siðar iPod og Apple Watch, svo aðeins hið helsta sé nefnt. Í því samhengi hafa sumir sagt að einkatölvubyltingin sé afstaðin og snjalltækjabyltingin hafi tekið við, að skilin séu svo skörp að segja megi að einkatölvan hafi tapað fyrir snjall- tækinu. Það er nokkur einföldun, en sann- leikskorn samt. Munurinn er kannski helstur sá að við erum öll neytendur á stafrænu efni í gegnum síma og snjalltæki, en ekki nema hluti okkar eru framleiðendur á staf- rænu efni og þar koma tölvur enn við sögu. En munurinn er að minnka. Í vik- unni var kynnt ný kynslóð iMac og hún breytir alveg heilmiklu, því með henni verða skilin milli einkatölvu og snjalltækja óljósari. Út á við virðist breytingin aðallega felast í iðnhönnun, formið á vélinni er ekki verulega breytt frá næstu kyn- slóð á undan. Breytingin varla nokk- ur nema litrófið. Jú, það munar mikið um þessa nýju og fjörlegu liti, en við nánari skoðun sést líka að vélin er miklu miklu þynnri en áður, sem gef- ur ákveðna vísbendinu um að það sé ekki síðri breyting á innvolsinu. Og sú er líka raunin. Stóra breytingin er sú að Apple hefur skipt um örgjörva, sett inn eig- Að framan eru litirnir á nýju iMac-tölvunum frá Apple frekar hlutlausir og draga ekki athygli frá skjánum.Regnbogans litir Tölvufyrirtækið Apple hefur verið í fararbroddi tæknibyltingar undanfarinna áratuga. Í vikunni var kynnt ný kynslóð iMac þar sem einkatölvan og snjalltækið renna saman. Andrés Magnússon andres@mbl.is Að aftan er liturinn mun meira afger- andi, sem setur svip á hvert herbergi. Apple iPhone-eigendur hafa vanist því undanfarið að geta notað „Find My“-þjónustu Apple til þess að finna síma sína (og nú orðið velflest tæki önnur frá Apple) ef þeir skyldu nú hafa gleymt þeim einhvers staðar, týnt í sófanum eða hvað annað. Í vikunni kynnti Apple svo AirTags, sem eru peningsstór tæki, sem festa má við lykla- kippur, ferðatöskur, hljóðfæri eða hvað annað, sem fólk vill geta staðsettt ef það fer á flakk. Apple er enginn frumkvöðull um slíka tækni, áður hafa bæði Tile og TrackR náð nokkurri útbreiðslu með svipaðri tækni. AirTags er hins vegar töluvert þróaðri og nákvæmari tækni, en mestu munar auðvitað að hún notfærir sér Find My-netið, sem er einstakt í út- breiðslu, enda nær öll Apple-tæki hluti af því. Um leið er gætt að persónuvernd og t.d. látið vita ef einhver reynir að nota AirTags til þess að fylgjast með ferðum annars með leynd. Búast má við að þeir kosti 5.999 kr. hver á Íslandi eða 19.999 fjórir í pakka. Fundvís tækni frá Apple Apple Airtag Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.