Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Qupperneq 29
in smíði í stað þeirra Intel-örgjörva, sem notast hefur verið undanfarin ár. Apple-örgjörvinn er reistur á grunni þeirra örgjörva, sem Apple hefur notað í iPhone og iPad, sem þýðir að hann er afar hraðvikur og sparneytinn á orku, sem einnig þýðir að hann hitnar sáralítið. Þess vegna getur vélin verið svo þunn og hljóð- lát, því það þarf engan sökkul og risaviftur til þess að kæla hana. Fyrir notandann skiptir þó mögu- lega enn meira máli, að vegna þess að nú er sams konar örgjörvi í snjall- tækjum Apple og tölvum, þá er hæg- ur vandi að koma öppum úr snjall- símum yfir í tölvuna, ef framleiðendur hugbúnaðarins kæra sig á annað borð um það. Það mun án minnsta vafa valda verulegri breyt- ingu á notkun og notagildi einkatölv- unnar. Breytingarnar eru fleiri, því hrað- anum fleygir svo fram, að aðrir tölvuframleiðendur munu eiga í megnum vandræðum með að keppa við þessa nýju kynslóð iMac frá Apple. Það geta notendur sjálfir séð með því að kveikja á tölvunni og hún hrekkur bara í gang, en þarf ekki að vera einhverjar mínútur að ræsa upp. Að því leyti eru þessir nýju, fjör- legu litir til vísbendingar um að hér sé ný gerð af tölvum komin til skjal- anna. Og hún stendur að mestu leyti undir því, þótt vissulega sé nokkuð undir því komið hvernig hugbún- aðarframleiðendur kjósa að nálgast hana. Apple reynir einnig að taka mið af breyttum þörfum, sem komið hafa í ljós í heimsfaraldrinum. Þannig er ný og betri myndavél í tölvunni, sem á að koma í góðar þarfir á öllum fjar- fundunum. Upplausnin í myndavél- inni er þó ekki neitt sérstök, svona miðað við það sem menn eiga að venjast í símum, en hins vegar er talsverð sjálfvirk myndvinnsla sem á að gera það að verkum að mynd- gæðin verða betri, jafnvel þó að birtuskilyrðin séu léleg. Þá er enn bætt í skjágæðin og hljómgæðin sömuleiðis talsvert betri en áður, sem allt miðar að því að tölv- an sé betri til þess að njóta afþrey- ingar á, stunda netfundi og þar fram eftir götum. Einnig er í hnappaborð- inu að finna fingrafaranema, sem þá má nota svipað eins og fólk vandist á símum, til auðkenningar, aflæsingar og staðfestingar á innkaupum, svo eitthvað sé nefnt. Þess er þá varla mjög langt að bíða að Apple komi fyrir andlitslesara, líkt og hafa verið á símunum síðustu ár. Tölvan er ein- faldlega að breytast í snjalltæki. En svo eru snjalltækin líka að færa sig ögn í átt að tölvunum, eins og sást á glænýjum iPad, sem Apple kynnti við sama tækifæri. Honum fylgir m.a. nýtt lyklaborð sem gerir muninn á iPad og kjöltutölvum enn óljósari en fyrr. Apple Apple heitir því að myndvinnslan í nýja iMac sé nógu góð til þess að yfirstíga erfið birtuskilyrði eins og baklýsingu á fjarfundum. Apple 25.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Mark32net skrifborðsstóll Fjölstillanlegur skrifborðsstóll með netbaki og bólstraðri setu. Fjöldi áklæða í boði. VORTILBOÐ 30% afsláttur 68.957 kr. með örmum 60.255 kr. án arma Verð m. vsk. TÓNLEIKAR Kvikmyndin Joker verður sýnd við undirleik hljómsveitar í nokkrum borgum á Bretlandi í haust. Fyrstu tónleikarnir verða í London 26. september og verður stjórnandi þeirra Jeff Atmajian, sem stýrði und- irleiknum á upptökunum fyrir mynd- ina. Alls verða tónleikarnir 12. Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga fyr- ir tónlistina í myndinni. Í frétt vefsíð- unnar nme.com um tónleikana er haft eftir Hildi að hún sé himinlifandi að fá að sjá og heyra Joker í kvikmyndahúsi við lifandi undirleik. Joker á tónleikum Hildur Guðnadóttir með Óskarinn. AFP BÓKSALA 14.-20. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Rím og roms Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn 2 Handbók fyrir ofurhetjur 6 Elias/AgnesVahlund 3 Herra Fnykur David Walliams 4 Barnið í garðinum Sævar Þór Jónsson/ Lárus Sigurður Lárusson 5 Bókasafnsráðgátan Martin Widmark 6 Stríð og kliður Sverrir Norland 7 Oreo fer í skólann Sylvia Erla Melsted 8 Í leyndri gröf Viveca Sten 9 Í landi annarra Leila Slimani 10 Stafavísur Ragnar IngiAðalsteinsson og SteinunnTorfadóttir ritstjórar 1 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 2 Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir 3 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 4 Bróðir Halldór Armand 5 Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson 6 Hrímland – skammdegis- skuggar Alexander DanVilhjálmsson 7 Dvergurinn frá Normandí Lars-Henrik Olsen 8 Á heimsenda Dagný Maggýjar 9 Blóðberg Þóra Karítas Árnadóttir 10 Síðustu dagar Skálholts Bjarni Harðarson Allar bækur Innbundin skáldverk Ég las mikið sem barn og ungling- ur og fram á fullorðinsár gat ég ekki farið að sofa nema vera með bók á náttborðinu. Því miður hef- ur lesturinn aðeins vikið fyrir ann- arri afþreyingu, sem er mikil synd. Ég les þó alltaf inn á milli og get hiklaust mælt með öllum þessum bókum sem ég las nýverið. Í fyrrasumar las ég bókina Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick. Hún fjallar um lífið í Norður-Kóreu og frásagnir fólks sem hefur flúið þann hrylling sem fólkið þar býr við, hungur, ofbeldi, óréttlæti, vinnubúðir og heilaþvott svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt eru þetta sögur af daglegu lífi í landinu sem hingað til hefur verið algerlega hulið okkur. Einn af mínum allra mestu uppáhaldshöfundum er Khaled Husseini – höfundur Flug- drekahlauparans sem flestir kann- ast við. Önnur bók eftir hann sem heitir Og fjöllin endurómuðu er jafnframt ein af mínum uppá- haldsbókum og í haust las ég hana að nýju. Sagan gerist í Afganist- an líkt og aðrar sögur hans og fjallar um systkini sem eru aðskilin í æsku. Ævilangt sakna þau hvort annars, vitandi og óafvitandi. Sög- ur þeirra fléttast öðrum sögum af öðru fólki og persónurnar náðu að fara alveg að kviku hjá mér. Um jólin las ég tvær bækur sem komu út í jólabókaflóðinu, Snert- ingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Þessar bækur þarf nú vart kynna enda fengu þær báðar mikla um- fjöllun og góða dóma. Ég var mjög hrifin af Snertingu en varð fyrir örlitlum vonbrigðum með Eldana sem gæti skýrst af hversu mikl- ar væntingar ég hafði til hennar. Ég var svo að ljúka við bókina Fólk í angist eftir Fre- drik Backman. Alveg dásamlega skemmtileg bók líkt og aðrar bækur eftir hann. Sögusviðið er opið hús hjá fast- eignasala og þar birtist misheppn- aður bankaræningi sem tekur alla í gísl- ingu. Smám saman fer fólkið að segja hvað öðru frá ýmsum leynd- armálum og þegar bankaræning- inn lætur alla lausa og lögreglan mætir á svæðið er ræninginn á bak og burt og gíslunum ber ekki sam- an um atburða- rásina. Á náttborðinu liggur svo bókin Sapiens – mann- kynssaga í stuttu máli eftir Yuval Noah Harari sem ég hlakka mikið til að sökkva mér í næstu kvöld. ÁSA VALGERÐUR GUNNSTEINSDÓTTIR Sögur og persónur sem ná inn í kviku Ása Valgerður er sérfræð- ingur hjá TR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.