Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Page 32
Forlagið Editions Métailié í París hefur tryggt sér útgáfu-
réttinn á skáldsögunni Bróðir eftir Halldór Armand í
Frakklandi. „Þetta er auðvitað bara stórkostlegt,“ sagði
Halldór um fréttirnar. „Margir af okkar flottustu höf-
undum hafa komið út hjá Editions Métailié. Ég lít á það
sem mikinn heiður og stórt skref fyrir mig að vera gefinn
út í Frakklandi í fyrsta skipti.“
Í tilkynningu um söluna á útgáfuréttinum á síðu um-
boðsskrifstofu Halldórs á Facebook er fyrir hönd franska
forlagsins vitnað í þýðandann Jean-Christophe Salaün,
sem þýtt hefur marga íslenska höfunda á frönsku og mun
væntanlega þýða Bróður. „Ég hef nú nú fylgst með Hall-
dóri Armand í nokkur ár og alltaf haft bækur hans í mikl-
um metum,“ segir Salaün. „Bróðir er engin undantekning.
Sagan er margslungin og snjöll og fallegur og nútímalegur
stíll ber hana uppi. Persónurnar eru flóknar og veita svig-
rúm til djúpra hugleiðinga um áföll og mannlega náttúru
almennt. Engu að síður tekst að gera hana mjög skemmti-
lega aflestrar. Halldór Armand er einstök rödd í íslensk-
um bókmenntum.“
Bróðir kom út hér á landi fyrir jólin og er væntanleg á
frönsku á næsta ári.
Morgunblaðið/Eggert
„Einstök rödd í
íslenskum bókmenntum“
Samið um útgáfu á bókinni Bróðir eftir Halldór Armand við
franska forlagið Editions Métailié, sem meðal annars hefur gefið
út bækur eftir Guðberg Bergsson og Steinar Braga.
Halldór Armand
Ásgeirsson rit-
höfundur
SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
MADE IN
DENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.
Tíðindamenn Morgunblaðsins komu víða við fyrir
sextíu árum. Í sama mánuði og Haraldur J. Hamar
sat blaðamannafund hjá John F. Kennedy Banda-
ríkjaforseta eins og greint var frá í gömlu fréttinni
fyrir viku flutti Sigurður Á. Magnússon fréttir frá
Ísrael þar sem réttað var yfir Adolf Eichmann.
„Eichmann ætlar að stökkva hlæjandi í gröfina,“
segir í fyrirsögn greinarinnar og skrifar Sigurður
að sé „nokkur einn maður ábyrgur fyrir tortím-
ingu gyðinga í Evrópu á valdatíma gyðinga, þá er
það Adolf Eichmann“.
Sigurður lýsir því hvernig Eichmann „týndist“ í
stríðslok og þrír ungir Ísraelsmenn höfðu uppi á
honum í Argentínu 1960 og fluttu hann með sér til
Ísraels.
Vitnar hann í David Ben-Gurion, sem þá var for-
sætisráðherra Ísraels, sem sagði að réttarhöldin
hefðu meðal annars „þann tilgang að fræða yngri
kynslóðina í Ísrael, sem fæddist eftir hörmung-
arnar, um það sem raunverulega gerðist“.
Enn er brýnt að það sé gert. Eichmann var
dæmdur til dauða í desember 1961.
GAMLA FRÉTTIN
Að fræða um
það sem raun-
verulega gerðist
Adolf Eichmann fyrir dómstólum í Jerúsalem.
ÞRÍRFARAR VIKUNNAR
Tomas Satoransky
körfuknattleiksmaður
Gói Karlsson
leikari
Hugh Jackman
leikari