Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra mun tilkynna um nýja
reglugerð um samkomutakmarkanir
á morgun. Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir skilaði inn minnisblaði
með ráðleggingum sínum í gær.
Svandís sagðist ekki vilja tjá sig um
hvort landsmenn ættu von á tilslök-
unum eða að mestu óbreyttum
reglum. Núgildandi reglugerð um
samkomutakmarkanir gildir til mið-
nættis á miðvikudag.
Alls greindust sex smit á föstudag
og laugardag, þrjú báða dagana og
öll í sóttkví. Eitt smit greindist á
landamærum á föstudag. Ekkert á
laugardag.
Á fimmta hundrað gesta gistu á
sóttkvíarhótelum í Reykjavík í nótt
en níu flugvélar lentu á Keflavík-
urflugvelli í gær. Þar af kom ein vél
frá Varsjá í Póllandi um klukkan 23
og gerði Áslaug Ellen Yngvadóttir,
einn umsjónarmanna sóttvarnahúsa
Rauða krossins, ráð fyrir að um 70
til 80% farþega úr vélinni myndu
dvelja á sóttkvíarhótelinu. Rauði
krossinn opnaði fjórða sóttkvíarhót-
elið á Hótel Kletti við Mjölnisholt í
Reykjavík í gær. Áslaug sagði að vel
hefði gengið að opna hótelið og að
brýn nauðsyn hefði verið á því vegna
fjölda farþega sem komu frá áhættu-
svæðum í gær.
Tuttugu þúsund manns verða
bólusett í Reykjavík í þessari viku
og verður vikan því stærri hvað
varðar bólusetningar í höfuðborg-
inni samanborið við síðustu viku.
Bóluefni Janssen verður tekið í
notkun í borginni en hingað til hefur
bara verið bólusett með efninu á
landsbyggðinni.
Tilkynnir um breytingar
á takmörkunum á morgun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breytingar Svandís Svavarsdóttir
hefur fengið minnisblað Þórólfs.
- Um 440 dvöldu á
sóttkvíarhóteli í nótt
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Vél bandaríska flugfélagsins Delta
Air Lines lenti á Keflavíkurflugvelli
í gærmorgun. Meirihluti farþega
um borð voru bólusettir bandarísk-
ir ferðamenn sem halda nú á vit æv-
intýranna á Íslandi. Erling Aspel-
und, eigandi ferðaskrifstofunnar
Iceland Encounter, segir að þegar
ríkisstjórnin tilkynnti um opnun
landamæra fyrir bólusettum ferða-
mönnum frá ríkjum utan Schengen
hafi fjöldi bókana borist að vestan
og ekkert lát sé á.
„Það fór allt mjög hratt af stað,
eins skrúfað væri frá krana bók-
staflega,“ segir Erling. Vel gengur
að bólusetja í Bandaríkjunum og
segist Erling strax hafa greint ann-
an tón í fólki þar. „Menn eru fullir
sjálfstrausts og ferðavilja. En þeir
hafa ekki marga áfangastaði til að
velja um. Þannig að þegar Ísland
opnaðist vakti það strax athygli, og
við fundum fyrir því,“ segir Erling.
Iceland Encounter býður upp á
sérferðir fyrir ferðamenn og und-
anfarin ár hafa um 90% við-
skiptavina þeirra komið frá Banda-
ríkjunum. Erling og eiginkona
hans, Kristín Björnsdóttir, reka
fyrirtækið saman og í vetur voru
þau orðin tvö eftir af starfsliði fyrir-
tækisins. Venjulega eru þau um
átta en vegna heimsfaraldursins
þurftu þau að segja upp starfsfólki.
Þegar allt fór af stað aftur gátu
þau ráðið inn fleira fólk aftur.
„Þetta fór hraðar af stað en við
bjuggumst við. Fyrir heimsfaraldur
vorum við með viðskiptavini frá As-
íu og Evrópu en við höfum ekki
fundið fyrir eftirspurn þaðan
núna.“
Erling segir að fleiri fyrirtæki
sem sérhæfi sig í Bandaríkjamark-
aði hafi sömu sögu að segja. Þeir
sem eru með sterk viðskipta-
sambönd í Bretlandi og Evrópu hafi
þó fundið aðeins fyrir áhuga þaðan.
Fyrri hluti sumars
gæti orðið góður
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir að það séu nú
góðar vísbendingar um að maímán-
uður verði góður. Vélar frá Banda-
ríkjunum haldi áfram að koma til
landsins og þær séu vel bókaðar.
„Maður heyrir það í kringum sig að
bókanir séu að taka við sér, ekki
bara í vor, heldur í sumar og fram á
haust. Þetta eru allt merki um
bata,“ segir Skarphéðinn. Hann
segir að vonir hafi staðið til að
seinni hluti sumars og haustið yrði
gott en nú séu vísbendingar um að
markaðir séu að taka fyrr við sér.
„Það er fullbratt að segja að ferða-
mannasumarið sé hafið, en þetta er
góð byrjun,“ segir Skarphéðinn.
Eins og skrúfað
væri frá krana í
Bandaríkjunum
- Bólusettir farþegar frá Bandaríkj-
unum streyma til landsins
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Lending Delta Air Lines mun fljúga daglega frá Bandaríkjunum í sumar.
Annir Erling Aspelund og Kristín
Björnsdóttir hjá Iceland Encounter.
Ljósmynd/Lárus Karl Ingason
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Gosstrókarnir í Geldingadölum eru
mikið hærri en þeir hafa verið síðan
byrjaði að gjósa síðla kvölds 19.
mars. Einar Hjörleifsson, náttúru-
vársérfræðingur á Veðurstofunni,
sagði í samtali við mbl.is í gær að
gosstrókarnir nái nú um 300 metra
hæð en áður hafi þeir verið um 100
metra háir.
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofunni var staðan óbreytt
skömmu áður en Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöldi og gosvirknin sú
sama og aðfaranótt sunnudags.
Þessi mikla hæð sem gosstrókarnir
ná nú varð til þess að um helgina sást
gosið töluvert betur frá höfuðborg-
arsvæðinu en áður. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins sást gos-
ið til að mynda alla leið frá hlíðum
Esju.
Að sögn Páls Einarssonar jarðeðl-
isfræðings eru strókarnir hæstir eft-
ir goshlé en síðan detta þeir alveg
niður og byrja rólega að vinna sig
aftur upp í mikla strókahæð.
Þá hefur þessi breyting sem átti
sér stað í Geldingadölum um helgina
ekki sést hér áður af þessari tíðni, að
sögn Páls.
Páll segir að svipuð hegðun hafi
komið fram í lok eldgosa í Heklu,
sem er einnig hraungos en þá hafi
bæði hléin og hrinurnar í Heklugos-
um verið lengur en þær hafa verið í
Geldingadölum síðan aðfaranótt
sunnudags.
„Þá var þetta undir lokin á gos-
unum. Þetta gerðist svona í síðustu
Heklugosum en það er allt öðruvísi
kvika og allt öðruvísi gos svo það er
mjög erfitt að draga þá ályktun núna
að þetta sé ástæðan. Þetta er bara ný
reynsla og við verðum að sjá hvað
hún táknar,“ segir Páll og bætir við:
„Það er greinilega breyting á gos-
inu og sjálfsagt að taka eftir því og
athuga hvernig það lýsir sér,“ segir
Páll.
Páll segir að væntanlega verði
loftmyndir teknar í dag eða á morg-
un af svæðinu en þannig sé hægt að
mæla hvort breyting hafi orðið á
kvikuflæði í Geldingadölum í kjöl-
far þessara miklu breytinga á gos-
inu með því að reikna út rúmmál
hraunanna.
Þá segir Páll að eitt af því
sem lærst hefur í þessu gosi er
að það er ekkert að marka
sjónmat. Svona hluti
sé nauðsynlegt að
mæla með al-
mennilegum að-
ferðum.
Ljósmynd/Sólný Pálsdóttir
Tíðnin í eldgosinu
ólík Heklugosum
- Goshléin og hrinurnar styttri en áður hefur sést hér á landi
Vísindamenn á Veðurstofunni
sendu frá sér tillögu í gær um
að hættusvæði í Geld-
ingadölum yrði miðað við 500
metra radíus frá gosinu í ljósi
breyttrar virkni eldgossins.
„Ekki er ljóst hvað veldur þess-
um breytingum í gosvirkni, en
ekki er hægt að útiloka að
breytingar hafi orðið í kviku-
flæði, efnasamsetningu kviku/
gass eða að breytingar hafi
orðið í aðfærslukerfinu,“
segir í tilkynningu Veð-
urstofunnar.
Þá segir að sinu-
bruni við gossvæðið í
gær gæti hafa orsak-
ast af heitri gjósku sem
barst með vindi suð-
vestur fyrir hraun-
breiðuna um 300
metra leið og
kveikti þar í.
Endurmeta
hættusvæðið
BREYTINGAR Á GOSSVÆÐI
Páll Einarsson.
Eldgos Áður náðu gosstrókarnir um 100 metra hæð, en síðan aðfaranótt sunnudags ná þeir 300 metra hæð.