Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 BREIÐABLIK – KR 0:2 0:1 Óskar Örn Hauksson 11. 0:2 Kennie Chopart 15. M Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Óskar Örn Hauksson (KR) Stefán Árni Geirsson (KR) Kennie Chopart (KR) Grétar Snær Gunnarsson (KR) Kristinn Jónsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7. Áhorfendur: 200, uppselt. VÍKINGUR R. – KEFLAVÍK 1:0 1:0 Sölvi Geir Ottesen 18. M Þórður Ingason (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Pablo Punyed (Víkingi) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Joey Gibbs (Keflavík) Ástbjörn Þórðarson (Keflavík) Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7. Áhorfendur: 200, uppselt. FYLKIR – FH 0:2 0:1 Steven Lennon (víti) 25. 0:2 Matthías Vilhjálmsson 48. M Ásgeir Eyþórsson (Fylki) Guðmundur Kristjánsson (FH) Guðmann Þórisson (FH) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Steven Lennon (FH) Matthías Vilhjálmsson (FH) Rautt spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fylki) 36. Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: 200, uppselt. STJARNAN – LEIKNIR R. 0:0 M Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Heiðar Ægisson (Stjörnunni) Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörnunni) Daníel Laxdal (Stjörnunni) Tristan Freyr Ingólfsson (Stjörnunni) Guy Smit (Leikni) Arnór Ingi Kristinsson (Leikni) Brynjar Hlöðversson (Leikni) Bjarki Aðalsteinsson (Leikni) Dagur Austmann Hilmarsson (Leikni) Daniel Finns Matthíasson (Leikni) Rautt spjald: Einar Karl Ingvarsson (Stjörnunni) 87. mín. Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 6. Áhorfendur: Um 200. HK – KA 0:0 M Birkir Valur Jónsson (HK) Martin Rauschenberg (HK) Guðmundur Júlíusson (HK) Ívar Örn Jónsson (HK) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Steinþór Már Auðunsson (KA) Jonathan Hendrickx (KA) Rodrigo Gómez (KA) Dómari: Pétur Guðmundsson – 6. Áhorfendur: 200, uppselt. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar – sjá mbl.is/sport/fotbolti. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is KR hélt uppteknum hætti þegar lið- ið heimsótti Breiðablik í 1. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópa- vogsvöll í Kópavogi í gær. Leiknum lauk með 2:0-sigri KR en liðin mættust þrívegis á síðustu leiktíð þar sem KR hafði betur í öll skiptin og þetta var því fjórði sigur Vesturbæinga í röð gegn Blikum síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun Kópavogsliðsins. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir í 2:0-eftir fimmtán mínútna leik með mörkum frá þeim Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart. Þrátt fyrir að Blikar hafi verið meira með boltann í leiknum voru þeir aldrei líklegir til þess að skora og það var fyrst og fremst deyfð sem einkenndi liðið nánast frá fyrstu mínútu. „KR-ingar mættu talsvert ákveðnari til leiks og settu strax pressu á Blika. Eftir aðeins fimm mínútur höfðu þeir fengið þrjár hornspyrnur sem þeir náðu þó ekki að gera sér mat úr,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR-inga, skoraði sitt 81. mark í efstu deild en hann hefur nú skorað átján tímabil í röð í deildinni. Fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen reyndist hetja Víkinga úr Reykjavík þegar liðið tók á móti Keflavík á Vík- ingsvelli í Fossvogi í gær. Sölvi Geir skoraði sigurmark leiksins á 19. mínútu með skalla en honum lauk með 1:0-sigri Víkinga. „Keflvíkingar þurftu að hrista af sér ákveðinn hroll sem einkenndi lið- ið í upphafi leiks. Gestirnir komust hvorki lönd né strönd gegn skipu- lögðu og góðu Víkingsliði framan af leik. Það var því algjörlega verð- skuldað þegar reynsluboltinn Sölvi Geir skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Lykilmenn á skotskónum FH fer vel af stað á tímabilinu og vann 2:0-sigur gegn Fylki á Würth- vellinum í Árbænum á laugardaginn. Það voru þeir Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson sem skoruðu mörk FH-inga hvor í sínum hálf- leiknum en Fylkismenn léku einum manni færri frá 35. mínútu þegar Unnar Steinn Ingvarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í sínum fyrsta leik með Fylki í efstu deild. „FH náði hægt og örugglega und- irtökunum og sóknir þyngdust á meðan Fylkismenn börðust áfram, ekki ánægðir með að missa mann af velli. Þrátt fyrir að vera einum manni fleiri náðu FH-ingar ekki að keyra Fylkismenn í kaf, en sjálfir náðu þeir engu biti í sóknina,“ skrif- aði Stefán Stefánsson m.a. í umfjöll- un sinni um leikinn á mbl.is. _ Steven Lennon hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili þar sem hann skoraði 17 mörk í 18 leikjum en hann var á góðri leið með að bæta markamet efstu deildar þegar keppni var hætt í lok október. _ Matthías Vilhjálmsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH í efstu deild í tæp tíu ár en hann var síðast á skotskónum gegn Fylki, í Árbæn- um, 1. október 2011 þegar FH vann 5:3-sigur. Nýliðar Leiknis úr Reykjavík eru komnir með sitt fyrsta stig í deild- inni í ár eftir nokkuð óvænt jafntefli gegn Stjörnunni á Samsung- vellinum í Garðabæ á laugardaginn. Hvorugu liðinu tókst að koma knettinum í netið og markalaust jafntefli því niðurstaðan en leikurinn var tíðindalítill framan af. „Leikmenn liðanna fóru varfærn- islega af stað í deildinni. Leikurinn var ansi hægur og minnti svolítið á leiki á undirbúningstímabili. Að því sögðu felst ekki gagnrýni á liðin eða leikmennina. Eftir stopult og skrítið undirbúningstímabil er ekki heigl- um hent að mæta til leiks og sýna glimrandi spilamennsku í fyrsta leiknum,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. _ Einar Karl Ingvarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í efstu deild en hann hefur einnig leikið með Val og FH í úrvalsdeildinni. Hann var í byrjunarliði Stjörnunnar en fékk að líta beint rautt spjald á 87. mínútu fyrir brot á Sóloni Breka Leifssyni. KA gerði sitt þrettánda jafntefli í síðustu nítján leikjum þegar liðið heimsótti HK í Kórinn á laugardag- inn. Líkt og í Garðabæ lauk leiknum með markalausu jafntefli en á með- an Akureyringar voru sterkari að- ilinn í leiknum voru það HK-ingar sem fengu hættulegustu marktæki- færi leiksins. „Í heildina séð eru úrslitin sann- gjörn. KA var sterkari aðilinn, sótti í það minnsta mun meira en skapaði sér nánast engin marktækifæri gegn vel skipulögðum varnarleik HK- inga. HK fékk hins vegar tvö bestu færin, hvort í sínum hálfleik,“ skrif- aði Víðir Sigurðsson m.a. í umfjöll- un sinni um leikinn á mbl.is. KR-ingar með hreðjatak á Breiðabliki Morgunblaðið/Eggert Blikabanar Kennie Chopart og Óskar Örn Hauksson fagna marki þess síð- arnefnda á Kópavogsvelli í gær en þeir voru báðir á skotskónum fyrir KR. - Átta lið af tólf liðum úrvalsdeild- arinnar eiga enn þá eftir að skora mark Pepsi Max-deild karla HK – KA.................................................... 0:0 Fylkir – FH............................................... 0:2 Stjarnan – Leiknir R................................ 0:0 Breiðablik – KR........................................ 0:2 Víkingur R. – Keflavík ............................. 1:0 Mjólkurbikar karla 2. umferð: Vestri – KFR ............................................ 1:0 Þróttur R. – Víkingur Ó........................... 1:3 Kári – Skallagrímur ................................. 5:1 Dalvík/Reynir – KF......................... 2:3 (frl.) Þróttur V. – Grótta................................... 1:3 Völsungur – Hamrarnir........................... 9:1 Fjarðabyggð – Sindri............................... 0:2 Víðir – Fram ............................................. 0:2 KFS – Kría................................................ 4:0 Kórdrengir – ÍBV 3:3 (frl., 5:6 eftir víta- spyrnukeppni) Álafoss – Njarðvík.................................... 0:5 Leiknir F. – Höttur/Huginn.................... 3:0 Grindavík – Hvíti riddarinn..................... 3:0 Stokkseyri – Haukar................................ 0:7 Mjólkurbikar kvenna 2. umferð: KR – HK.................................................... 2:0 Afturelding – Haukar .............................. 3:1 FH – ÍR ................................................... 10:1 Fjölnir – Víkingur R ................................ 1:2 Augnablik – ÍA ......................................... 4:2 Sindri – Einherji....................................... 5:0 SR – Álftanes............................................ x:x England Everton – Aston Villa.............................. 1:2 - Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 82 mín- úturnar fyrir Everton. Newcastle – Arsenal ............................... 0:2 - Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. Crystal Palace – Manchester City.......... 0:2 Brighton – Leeds...................................... 2:0 Chelsea – Fulham..................................... 2:0 Tottenham – Sheffield United ................ 4:0 Staða efstu liða: Manch. City 34 25 5 4 71:24 80 Manch. United 33 19 10 4 64:35 67 Leicester 34 19 6 9 61:39 63 Chelsea 34 17 10 7 53:31 61 Tottenham 34 16 8 10 60:38 56 Liverpool 33 15 9 9 55:39 54 Aston Villa – West Ham .......................... 0:0 - Dagnýju Brynjarsdóttur var skipt af velli á 5. mínútu uppbótartíma. Ítalía Napoli – San Marino................................ 5:0 - Guðný Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Napoli. Lára Kristín Pedersen var ónot- aður varamaður. B-deild: Brescia – SPAL........................................ 3:1 - Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Brescia og skoraði. Hólmbert Aron Frið- jónsson var ekki í leikmannahópnum. Rússland CSKA Moskva – Ufa ................................ 1:1 - Arnór Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir CSKA. Hörður Björgvin Magnússon er frá keppni vegna meiðsla. Holland Waalwijk – AZ Alkmaar ......................... 1:3 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn, skoraði mark og lagði upp annað. Pólland Lech Poznan – Stal Mielec ..................... 1:2 - Aron Jóhannsson lék fyrstu 65 mínút- urnar fyrir Lech Poznan. Danmörk Randers – Bröndby ................................. 4:2 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn og skoraði fyrir Bröndby. B-deild: Fredericia – Silkeborg............................ 0:1 - Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn fyr- ir Fredericia. - Patrik Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson fór meiddur af velli á 33. mínútu. Bandaríkin New England – Atlanta United ............. 2:1 - Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 73 mínúturnar fyrir New England. Philadelphia Union – New York City ... 0:2 - Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 76 mínúturnar fyrir New York City. Svíþjóð Halmstad – Gautaborg............................ 1:1 - Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Gautaborg. Hammarby – Häcken .............................. 1:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr- ir Hammarby. - Valgeir Lunddal Friðriksson var ónot- aður varamaður hjá Häcken. Oskar Tor Sverrisson var ekki í leikmannahópnum. Eskilstuna – Rosengård.......................... 0:2 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn fyrir Rosengård. Hammarby – Örebro............................... 5:0 - Berglind Rós Ágústsdóttir lék fyrstu 86. mínúturnar fyrir Örebro. Cecilía Rán Rún- arsdóttir var ónotaður varamaður. B-deild: Helsingborg – Eskilstuna ....................... 1:0 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Helsingborg. 50$99(/:+0$ _ Chelsea mun mæta Barcelona í úr- slitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir að hafa unnið 4:1 sigur gegn Bayern München í síðari leik liðanna í undanúrslitum keppn- innar í gær. Chelsea er þar með komið í úrslitaleik keppninnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fyrri leikurinn í Münc- hen fór 2:1 fyrir Bayern og lengi vel stefndi í framlengingu þegar staðan var einmitt 2:1, Chelsea í vil. Pernille Harder og Fran Kirby skoruðu fyrir Chelsea á lokakaflanum og tryggðu liðinu sigur og samtals 5:3 sigur í rimmunni. Karól- ína Lea Vilhjálms- dóttir var ónot- aður varamaður hjá Bayern. Fyrr í gær tryggði Barcelona sér sæti í úrslita- leiknum með því að slá París St. Germain út samanlagt 3:2. Chelsea og Barcelona mætast því í úrslitaleik í Gautaborg. _ Fresta þurfti stórleik Manchester United og Liverpool í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Hópur manna sem gáfu sig út fyrir að vera stuðningsmenn Manchester United höfðu komið saman fyrir utan hótelið þar sem lið Untied dvaldi og mót- mæltu eignarhaldinu á félaginu. Var það einnig gert fyrir utan aðal- leikvang félagsins, Old Trafford. Svo fór að um tvö hundruð manns tókst að komast inn á leikvanginn og inn á völlinn í gær þegar enn var nokkuð í að liðin myndu mæta til leiks. Hafði það að líkindum úrslitaáhrif á að leiknum skyldi vera frestað en ný dag- setning liggur ekki fyrir. _ Gareth Bale var allt í öllu þegar Tottenham valtaði yfir Sheffield Unit- ed í ensku úrvalsdeildinni í London í gær. Leiknum lauk með 4:0-sigri Tott- enham en Bale gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Son Heung- min skoraði einnig fyrir Tottenham. _ Víkingur Reykjavík varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari þegar karla- og kvennalið félags- ins unnu 1. deild karla og kvenna í borðtennis. Karla- lið Víkings sigraði lið BH frá Hafnarfirði í úrslitaleik, 3:1. Liðið er skipað Inga Darvis, Magnúsi Hjartarsyni og Daða Guðmundssyni. Kvennalið Víkings sigraði A-lið KR í úr- slitaleik, 3:1. Liðið er skipað Nevenu Tasic, Lóu Zink, Agnesi Brynj- arsdóttur og Stellu Kristjánsdóttur. _ Valur vann sterkan 66:58 útisigur gegn Haukum í Domino’s-deild kvenna Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.