Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 Mark32net skrifborðsstóll Fjölstillanlegur skrifborðsstóll með netbaki og bólstraðri setu. Fjöldi áklæða í boði. VORTILBOÐ 30% afsláttur 68.957 kr. með örmum 60.255 kr. án arma Verð m. vsk. 3. maí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.84 Sterlingspund 172.21 Kanadadalur 100.85 Dönsk króna 20.118 Norsk króna 15.029 Sænsk króna 14.717 Svissn. franki 136.01 Japanskt jen 1.1367 SDR 177.8 Evra 149.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6078 Hrávöruverð Gull 1768.8 ($/únsa) Ál 2432.0 ($/tonn) LME Hráolía 68.33 ($/fatið) Brent « Warren Buffett og Charlie Munger, stjórnendur Berks- hire Hathaway, voru brattir á árlegum hluthafafundi fé- lagsins sem haldinn var um helgina. Hefur reksturinn batnað til muna svo félagið skilaði 11,7 milljarða dala hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en var á sama tímabili í fyrra rekið með 49,7 milljarða dala tapi. Að sögn FT munar þar ekki síst um hækkun hlutabréfa- verðs fyrirtækja sem Berkshire á stóran hlut í, t.a.m. Apple og Bank of America, en einnig hefur árið gengið vel hjá fyr- irtækjum sem mynda kjarnastarfsemi Berkshire, s.s. hjá tryggingafélaginu Geico og lestarflutningafélaginu BNSF. Buffett varaði hluthafa við áhrifum vaxandi verðbólgu. „Við sjáum að tölu- verð verðbólga er að eiga sér stað,“ sagði hann. „Við höfum hækkað hjá okk- ur verðið og [birgjar] okkar hafa hækkað verðið á því sem þeir selja okkur, og [markaðurinn] er að sætta sig við það.“ Bætti Buffett við að verðhækkanir muni halda áfram. „Fólk er með peninga í vasanum og fúst að borga hærra verð fyrir hlutina.“ ai@mbl.is Buffett væntir tölu- verðrar verðbólgu Warren Buffett STUTT t.d. haft rýmra um heimaskrifstof- una.“ Neyslumynstrið ætti að breytast með haustinu Hefur fasteignaverð leitað hratt upp á við og segir Halldór að nýj- ustu tölur sýni 8,9% hækkun á und- anförnum tólf mánuðum. Hann væntir þess að verð húsnæðis haldi áfram að hækka á þessu ári en hægi á hækkuninni með haustinu. „Eftir því sem fleiri eru bólusettir og lífið kemst í eðlilegra horf grun- ar mig að hugur fólks muni leita annað og neyslumynstrið taka breytingum. Þá gæti það slegið verulega á þróunina ef stýrirvextir seðlabankans hækka vegna aukinn- ar verðbólgu enda hafa margir kaupendur nýtt sér lága vexti til að hækka skuldsetningu sína og lán með breytilegum vöxtum hafa verið einkar vinsæl sem eykur næmni heimila fyrir vaxtahækkunum.“ Á móti kemur að eftir því sem at- vinnulífið réttir úr kútnum, at- vinnuleysi minnkar og ferðamönn- um fjölgar vex eftirspurn, t.d. eftir Airbnb-íbúðum og allt mun þetta styðja við markaðinn. „Hins vegar er ósennilegt að við sjáum mjög mikið innstreymi vinnuafls til landsins strax enda sýndu fólks- flutningatölur að fólk streymdi ekki frá landinu í faraldrinum í neinu teljandi mæli. Þótt umsvifin í at- vinnulífinu muni aukast eftir því sem líður á árið erum við ekki endi- lega að sjá hópa fólks koma hingað til lands í leit að vinnu, og þar með húsnæði, líkt og gerðist þegar hag- kerfið rétti úr kútnum eftir banka- hrunið, enda mikið af ónýttu vinnu- afli fyrir í landinu núna,“ útskýrir Halldór og spáir því að hækkun fasteignaverðs á ársgrundvelli gæti farið upp í 12-14% áður en mark- aðurinn tekur að kólna með haust- inu. Mikið framboð nýrra eigna hægði ekki á markaðinum Í samfélagsumræðunni hafa margir fullyrt að mikil þörf sé fyrir fleiri nýjar íbúðir til að framboð og eftirspurn nái jafnvægi. Spjótin hafa einkum beinst að sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu og þau verið gagnrýnd fyrir að ýta upp fasteignaverði með takmörkuðu framboði á byggingalóðum og háu lóðaverði. Halldór segir skiptar skoðanir um hve mikið framboð nýrra eigna þarf að vera til að við- halda jafnvægi, og eins hve mikil uppsöfnuð þörf hefur myndast á markaðinum. „Í fyrra komu 2.500 fullkláraðar íbúðir inn á höfuðborg- arsvæðinu sem er langt yfir með- altali undanfarinna ára. Engu að síður virðist þetta mikla framboð ekki duga til að mæta eftirspurn sem gæti skýrst af því að of lítið hafi verið byggt á undanförnum ár- um,“ útskýrir hann en bætir við að það sé vandasamt fyrir verktaka að finna hárrétt jafnvægi í framboði íbúðarhúsnæðis. „Þær eignir sem eru að koma á markaðinn á þessu ári eru eignir sem ákveðið var að ráðast í að byggja fyrir u.þ.b. tveimur árum og þau húsbygginga- verkefni sem ráðist er í í dag verða framboð ársins 2023. Byggingartími íbúða gerir verktökum því erfiðara fyrir að tímasetja framboðið rétt.“ Seljendur í góðri stöðu Morgunblaðið/Golli Skortur Í augnablikinu eru aðeins um 800 íbúðir auglýstar til sölu á höf- uðborgarsvæðinu sem er 60% minna en á sama tíma í fyrra. - Takmarkað framboð og lágir vextir hita upp fasteignamarkaðinn - Sérfræð- ingur væntir allt að 14% hækkunar á ársgrundvelli - Róast með haustinu VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Töluverður hiti einkennir fasteigna- markaðinn um þessar mundir og birtist m.a. í því að sölutími íbúða er mun styttri en í venjulegu ár- ferði og hátt hlutfall íbúða selst yfir ásettu verði. Halldór Kári Sigurðarson er hag- fræðingur hjá fasteignasölunni Húsaskjóli og höfundur nýlegr- ar greiningar á þróun markaðar- ins. Hann segir seljendur standa vel að vígi í þessu árferði og spili þar saman sögu- lega lágir vextir og takmarkað framboð á eign- um. „Á höfuð- borgarsvæðinu eru t.d. aðeins um 800 eignir auglýstar til sölu um þessar mundir sem er 60% minna en á sama tímabili fyrir ári. Þetta skýrir að hluta þá staðreynd að frá því mælingar hófust hefur það að- eins gerst einu sinni að hærra hlut- fall fasteigna seldist yfir ásettu verði.“ Reiknast Halldóri til að auk lítils framboðs eigna og hárra vaxta þá hafi það líka ýtt undir seljenda- markað að í kórónuveirufaraldrin- um hefur dregið úr neyslutækifær- um fólks. „Hjá þeim sem ekki hafa orðið fyrir atvinnumissi hefur far- aldurinn í sumum tilfellum orðið til þess að sparnaður hefur safnast upp fyrst ekki var hægt að fara til útlanda eða njóta skemmtanalífsins. Að auki fannst sumum að sér þrengt í faraldrinum sem skapaði löngun til að stækka við sig og geta Halldór Kári Sigurðarson Ralf Brandstaetter, sem stýrir fólks- bílaframleiðslu Volkswagen, segir bílaframleiðendur sjá fram á áfram- haldandi skort á hálfleiðurum á kom- andi mánuðum. Reuters hefur eftir Brandstaetter að eldsvoði sem kom upp í verksmiðju japanska hálfleið- araframleiðandans Renesas og kulda- kastið sem lamaði Texas-ríki fyrr á árinu hefði minnkað framboð af hálf- leiðurum enn frekar og aukið á erf- iðleika fyrirtækja sem hafa þurft að glíma við hálfleiðaraskort frá því snemma í kórónuveirufaraldrinum. Vandann má rekja til þess að í upp- hafi faraldursins sáu bílaframleiðend- ur fram á mikinn samdrátt í sölu og skáru því niður pantanir á tölvukubb- um. Um leið varð kippur sölu á raf- tækjum, m.a. vegna aukinnar fjar- vinnu, sem þýddi fleiri hálfleiðara- pantanir frá þeim geira. Þegar bílamarkaðurinn tók við sér á ný stóðu bílaframleiðendur frammi fyrir því að hálfleiðaraverksmiðjur önnuðu ekki eftirspurn. Mjög kostnaðarsamt er fyrir framleiðendur að auka fram- boð á hálfleiðurum og því standa kaupendur frammi fyrir því að slegist er um þá hálfleiðara sem í boði eru. Í tilviki Volkswagen hefur vöntun á tölvukubbum þýtt að minnka hefur þurft framleiðslu sem nemur 100.000 bílum. Skorturinn hefur haft áhrif víðar og áætlar Apple að vandinn muni valda röskun á framleiðslu iPad og Mac-tölva og spjaldtölva og minnka sölutekjur félagsins um 3-4 milljarða dala á öðrum ársfjórðungi, að því er Washington Post greinir frá. Svipaða sögu er að segja t.d. af snjallsíma- og sjónvarpstækjasölu Samsung og vinnuvélaframleiðandanum Caterpill- ar. Hjá Ford er áætlað að minnka þurfi bílasölu um sem nemur 1,1 millj- ón ökutækja vegna vöntunar á tölvu- kubbum. Væntir bandaríski bílarisinn þess að vandinn nái hámarki á öðrum árfjórðungi en ástandið fari batnandi eftir því sem liður á seinni helming ársins. ai@mbl.is AFP Flöskuháls Skorturinn hefur rask- að framleiðslu bíla og raftækja. Áfram skortur á hálfleiðurum - VW, Ford, Apple og fleiri í vanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.