Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Morg-unblaðiðhefur
sagt fréttir af því
að undanförnu að
aukinnar bjart-
sýni gæti í ferða-
þjónustunni um
þessar mundir. Nú sé gert
ráð fyrir hraðari uppgangi í
sumar en ætlað var fyrir
skömmu og er þar einkum
tekið mið af fyrirspurnum og
pöntunum hjá fyrirtækjum í
ferðaþjónustu, sem mörg
hver sjá pantanir að utan
rísa mjög hratt.
Að þessu leyti er Ísland
ekki eyland. Erlendis má
einnig lesa fréttir af þessu
tagi, einkum í Bretlandi og
Bandaríkjunum, þar sem
verulegur árangur hefur
náðst í bólusetningum. Og
svo heppilega vill til fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu að
ferðamenn frá þessum lönd-
um eru meðal þeirra fjöl-
mennustu hér á landi og
hraðar bólusetningar þar
geta því haft mikil áhrif hér.
Vísbendingar um bjartsýni
eru fleiri, svo sem fréttir af
stofnun nýs íslensks flug-
félags sem ætlunin er að
hefji sig til flugs í næsta
mánuði. Og í þessu efni er Ís-
land ekki heldur eyland, því
að fregnir berast að utan um
mikil áform um stofnun
nýrra flugfélaga. The Wall
Street Journal sagði frá því
fyrir helgi að meira en níutíu
ný flugfélög víða um heim
hefðu tryggt sér fjármögnun
og hygðust hefja starfsemi á
þessu ári. Aðstæður teldust
nú ákjósanlegar af ýmsum
ástæðum og hlýtur það að
vera íslenskum flugfélögum
ánægjuefni.
Nú þegar útlit er fyrir
aukinn straum ferðamanna
til landsins á ný er ástæða til
að huga að því hvernig hon-
um verði best stjórnað, eftir
því sem það er hægt. Í ágætu
samtali Stefáns Einars Stef-
ánssonar fréttastjóra í þætt-
inum Dagmálum við Þorvald
Lúðvík Sigurjónsson, sem
rekur Circle Air, flugfélag
sem starfar aðallega hér inn-
anlands, koma til að mynda
fram áhyggjur af því hve
stór hluti erlendu ferða-
mannanna fer aldrei út fyrir
suðvesturhorn landsins. Þor-
valdur Lúðvík bendir á að
þetta hafi jafnvel orðið til
þess að í erlendum fjöl-
miðlum sé fjallað um að er-
lendir ferðamenn hitti fáa
aðra á ferðum sínum hér á
landi en erlenda ferðamenn,
og það getur hvorki verið
áhugavert fyrir
þá né Íslendinga
að upplifun þeirra
sem ferðast um
landið sé með
þeim hætti.
Þorvaldur Lúð-
vík vísar í rann-
sóknir um að erlendir ferða-
menn fari almennt ekki
lengra frá flugvellinum sem
þeir lenda á en 150 kílómetra
og haldi sig þess vegna innan
Hvítánna tveggja, á Suður-
landi og í Borgarfirði. Mun
minna sé um að þeir fari ann-
að, sem er óheppilegt, því að
landið er stórt og þyldi mun
meiri fjölda ferðamanna en
ella ef að hann dreifðist bet-
ur. Í því sambandi benti Þor-
valdur Lúðvík á að mikil
uppbygging væri áformuð á
Keflavíkurflugvelli á næstu
árum, um 150 milljarðar
króna, en aðeins um fjórir
milljarðar til að byggja upp á
varaflugvöllunum á Akureyri
og Egilsstöðum. Hann benti
á að bæta þyrfti aðstöðu á
þessum flugvöllum, annars
vegar til að tryggja flug-
samgöngur við landið, því að
fyrir eyju langt úti í hafi
væru varaflugvellir nauðsyn-
legir, en hins vegar til að
stuðla að því að fleiri ferða-
menn lentu á flugvöllum á
landsbyggðinni.
Á þessum forsendum er
full ástæða til að stuðla að
uppbyggingu fullbúinna
varaflugvalla á landsbyggð-
inni, en um leið hlýtur það
högg sem af faraldrinum
hlaust að kalla á endur-
skoðun á þeim fjármunum
sem áformað er að setja í
uppbyggingu á Keflavík-
urflugvelli.
Þá kann að vera ástæða til
fyrir bankana, eins og fram
kom í fyrrgreinum Dag-
málaþætti, að endurskoða
hvernig þeir stýra útlánum
sínum. Þorvaldur Lúðvík
sagði lánin langmest á suð-
vesturhorninu og vandinn á
landsbyggðinni væri sá að
þegar bankarnir hefðu tæmt
lánamöguleika sína til ferða-
þjónustunnar hefði ekkert
verið eftir fyrir landsbyggð-
ina. Ef þeim tækist að dreifa
útlánunum betur að þessu
leyti mundi það stuðla að
jafnari dreifingu ferðamanna
um landið og yrði jafnvel til
þess að draga úr áhættunni,
enda má ætla að ferðaþjón-
ustan hér á landi verði síður
sveiflukennd ef vel tekst til í
uppbyggingunni eftir farald-
urinn að tryggja að ferða-
menn fari sem víðast um
landið.
Ferðaþjónustan er
að taka við sér en
nú þarf að huga að
því hvernig hún
byggist upp}
Vaxandi bjartsýni
G
leðilegan þriðja maí. Baráttudagur
verkalýðsins var á laugardegi í ár
og tóku því fáir eftir þessum
aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru
jóladagur og annar í jólum einnig
um helgi sem þýðir að þrír frídagar eru ekki á
virkum degi í ár. Hins vegar er 17. júní á
fimmtudegi og veitir því kærkomið frí undir
lok vinnuviku.
Á Íslandi eru 14 frídagar ásamt tveimur
hálfum dögum, sem eru aðfangadagur og
gamlársdagur. Tveir af þessum frídögum lenda
alltaf á sunnudegi og eru með meðfylgjandi frí
á mánudegi til þess að laga það. Raunveruleg-
ur fjöldi frídaga er því 12 og tveir hálfir dagar.
Í ár eru hins vegar níu frídagar og tveir hálfir
dagar vegna þess að þrír frídagar lenda á helgi.
Ýmsir frídagar á kristna dagatalinu eru
bundnir við ákveðna vikudaga og fyrir vikið valda þeir
minna róti í vinnuvikunni. Má þar nefna páska, en þar er
annar í páskum alltaf frídagur á mánudegi. Sömu sögu er
að segja af öðrum í hvítasunnu. Annar í jólum er dálítið
ankannalegur í þessu samhengi því hann býður ekki upp
á frídag á virkum degi ef jóladagur lendir á laugardegi,
eins og gerist í ár. Það ætti auðvitað að bæta úr þessu fyr-
ir alla frídaga.
Í tilefni þess að 1. maí bar upp á laugardegi og að með-
fylgjandi frí flestra féll brott tel ég að það þurfi að laga
þennan galla í frídagamálum okkar Íslendinga. Til við-
bótar myndi ég einnig vilja gera bæði 24. og 31. desember
að heilsdagsfrídögum.
Þetta þýðir að það verða alltaf jafn margir
frídagar á hverju ári en ekki breytilegt eftir
árum. Jafn margir frídagar og eru í raun lög-
boðnir. Þetta ætti því ekki að vera flókin
breyting. Þetta myndi einnig þýða að ef gaml-
ársdagur og nýársdagur lenda á helgi þá bæt-
ist við frídagur á mánudegi og þriðjudegi ef
báðir dagarnir eru um helgi. Sama á við um
jóladagana. Ef 1. maí eða 17. júní lenda á
laugardegi eða sunnudegi er frí á næsta
mánudegi. Þetta fyrirkomulag þekkist t.d. í
Bretlandi.
Þá þætti mér einnig umræðunnar virða að
bæta við tveimur almennum frídögum, í októ-
ber og í febrúar. Ástæðan fyrir því er langt
frílaust tímabil frá verslunarmannahelgi til
jóla og frá áramótum til páska. Á þeim tima er
hins vegar vetrarfrí í skólum sem spilar illa
saman við vinnumarkaðinn. Þessir frídagar væru þannig
nokkurs konar fjölskyldufrí. Kannski væri hægt að hafa
þá frídaga samhliða fyrsta vetrardeginum og jafnvel end-
urvekja frí á öskudegi.
Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að hafa frídagana
fleiri og að stytta vinnutíma. Það minnsta sem við gætum
hins vegar gert væri að samræma fjölda frídaga á hverju
ári þannig að þeir séu ekki mismargir frá ári til árs. Þann-
ig gætum við ekki bara fagnað baráttudegi verkalýðsins
heldur einnig notið þess að fá frídag.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Frí í dag!
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
þættir eru bara Kvöldstund með
listamanni eða Kvöldgestir Jónasar.
Valdið er komið frá stofnunum til
fólksins, Bibbi er kominn með stöðu
og dagskrárvald. Við höfum einmitt
rætt það í þessum kúrs sem ég kenni
hvernig internetið hefur, í gegnum
samfélagsmiðla, gefið Jóa á bolnum
stökkpall. Tæknin er alltaf að verða
einfaldari, hún er eiginlega fólheld.
Ég og þú gætum sett hlaðvarp í loftið
fyrir lok dagsins. Hin svokallaða þátt-
tökumenning er orðin áberandi og er
það mestmegnis til bóta finnst mér.“
Hann segir að sú þróun að allir
geti framleitt hlaðvörp sé mikilvæg.
„Þetta er svipað og Bandcamp og
Spotify hafa gert fyrir tónlistina og
Youtube fyrir myndbandageirann,
það er búið að klippa út milliliðinn. Ef
ég og þú ætluðum að gera þetta hlað-
varp þyrftum við ekki að koma skríð-
andi inn á skrifstofu einhvers fram-
kvæmdastjóra, við myndum bara
setja það inn sjálfir. Og það getur ver-
ið tveggja tíma þáttur um eitt lag eða
100 þættir um frímerkjasöfnun.“
Það er ekkert ljós án skugga og
Arnar Eggert segir að það eigi einnig
við um hlaðvarpsheiminn. „Dekkri
myndin er auðvitað sú að það er svo
mikil efnisframleiðsla að þetta
verður bara „white noise“, það er
enginn að hlusta. Það er líka
gamla sagan um vinsældir, eitt-
hvað eitt eða tvennt á það til að
tróna algerlega yfir öðru og út-
koman því sú að annaðhvort eru
allir að hlusta eða því sem næst
enginn.“
Hlaðvarpsbændur
taka dagskrárvaldið
Arnar Eggert segir að þessi
menningargeiri, hlaðvörpin,
geti fært fólki ýmsan fróð-
leik en einnig reynst því
hjálpleg á erfiðum stundum.
„Rannsóknir hafa sýnt,
sérstaklega í kófinu, að hlað-
vörp slá á einmanakennd. Þú
situr kannski inni í stofu hjá
þér og allt í einu sitja Bibbi
og Salka Sól með þér. Þú sit-
ur með þeim og hlustar á
samtal þeirra. Þetta er sama
og gildir þegar maður situr á
bar og á borðinu við hliðina
á eru kannski fjórar
manneskjur sam-
an. Þær hlæja
mikið og áður en
þú veist af ertu
farinn að hlæja
með þeim. Vel
heppnuð
hlaðvörp
búa til
dínamík
sem
fangar
þetta.“
Slá á ein-
manakennd
HLAÐVÖRPIN HJÁLPLEG
Arnar Eggert
Thoroddsen
Morgunblaðið/Eggert
Hlaðvarp Bræðurnir Baldur og Snæbjörn Ragnarssynir framleiða hlað-
vörp undir merkjum Hljóðkirkjunnar. Hlaðvörp njóta sívaxandi vinsælda.
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þ
að hefur verið mjög athygl-
isvert að fylgjast með þessu
mikla risi hlaðvarpanna síð-
ustu tvö til þrjú ár. Það virð-
ist sem allir og amma þeirra séu með
hlaðvarp í dag,“ segir Arnar Eggert
Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við
Háskóla Íslands og umsjónarmaður
grunnnáms í fjölmiðlafræði.
Vinsældir hlaðvarpa hafa aukist
hratt síðustu misseri, ekki síst eftir að
kórónuveirufaraldurinn skall á. Fram-
boð efnis virðist endalaust og efnistök
eru ótrúlega fjölbreytt. Ein tegund
sem notið hefur talsverðra vinsælda
eru löng og ítarleg viðtöl við fólk, bæði
þjóðþekkt fólk en líka fólk sem er vel
kynnt innan ákveðins geira en aðrir
þekkja minna til. Áður fyrr voru slík
viðtöl helst aðeins tekin í Ríkisútvarp-
inu og voru þau gjarnan afar formleg.
Segja má að margir hlaðvarparar hafi
tekið gamla Maður er nefndur-formið
og poppað það upp. Stóri munurinn er
þó sá að efnið í dag er öllum aðgengi-
legt meðan grafa þarf ofan í hirslur og
kima í kjöllurum í Efstaleiti til að
nálgast eldra efni RÚV.
Arnar Eggert segir að þetta sé
áhugaverður kimi í hlaðvarpsheim-
inum. „Sölvi Tryggva keyrir á við-
tölum við frægt fólk. Snæbjörn Ragn-
arsson, Bibbi, tekur svo fjögurra tíma
viðtal við manneskju sem er ekkert
endilega mjög þekkt. Þetta er auðvit-
að geggjuð efnisframleiðsla út um allt
og af öllum toga. Viðtal Bibba við
Sölku Sól er þá bara einum smelli frá
fólki og manni finnst stundum eins og
þessir sjálfstæðu hlaðvarpsbændur
séu lunknari við aðgengilegheitin en
báknin sem eiga það til að vera svifa-
sein. Það er gömul saga og ný.“
Arnar segir að nemendur sínir í
HÍ sýni hlaðvörpum mikinn áhuga.
„Ég hef verið að kenna námskeið sem
ég kalla Samfélags- og nýmiðlar. Þar
tókum við til dæmis einn tíma í að tala
um hlaðvörp. Mér fannst áhugavert
að heyra að margir settu það ekkert
fyrir sig að hlusta á löng viðtöl en þeir
viðurkenndu reyndar að þeir hlustuðu
ekkert endilega af athygli allan tím-
ann. Þeim finnst kannski bara þægi-
legt að hafa þetta í bakgrunni. Og þar
komum við náttúrulega að því að hlað-
vörp eru bara útvarp, gamalt fyr-
irbæri í nýjum búningi. Þessir viðtals-