Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 32
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Hólmfríður Una Kristjánsdóttir
fagnaði 90 ára afmæli sínu 12. apríl
síðastliðinn.
Una, eins og hún er ávallt kölluð,
keyrir enn þá bílinn sinn þrátt fyrir
stöðug mótmæli afkomenda, fer í
daglega göngutúra og syngur með
kirkjukórnum í Raufarhafnarkirkju.
„Ég fer að minnsta kosti í einn
göngutúr á dag, í alla vega 45 mín-
útur. Svo fer ég í leikfimi fyrir eldri
borgara, en hún hefur legið niðri í
Covid-ástandinu,“ segir Una í sam-
tali við Morgunblaðið.
Slær garðinn og
hengir út þvottinn
Nágrannar Unu segja að um leið
og geri gott veður sé þvotturinn
hennar kominn út á snúru hjá henni
og hún mætt í garðinn.
„Já ég slæ lóðina, svo þvæ ég þeg-
ar spáir góðu. Ég vil ekki þurrkara.
Ég hengi út til að fá loft í þvottinn,“
segir Una.
Upphaflega stóð til að halda stóra
veislu til að fagna tímamótunum en
vegna Covid-faraldursins, sem hefur
reyndar aldrei náð til Raufarhafnar,
þurfti að taka nokkra snúninga á
skipulagi veislunnar.
Úr varð að veisla var haldin í holl-
um þar sem nokkrir afkomendur
komu í einu.
„Ég ætlaði ekkert að gera annað
en bara labba hérna um eins og ég
er vön að gera, svo varð sú gamla að
slá í kökur og halda veislu. Það var
bara veisla í fjóra daga, en ekki
margir í einu,“ segir Una.
Una er fullbólusett og var því
óhrædd við að fá gesti.
Meðal gjafa sem Una fékk var
æðardúnsæng frá Icelandic Eider.
Una kveðst hin ánægðasta með
sængina og segir hana nánast svífa
yfir sér.
„Og það er langömmubarnið mitt
sem saumaði sængina, því hann er
æðarbóndi má segja, í Fljótunum.“
Þá fékk Una úr frá syni sínum og
tengdadóttur þar sem hún var farin
að sjá illa á úrið sem hún fékk frá
frystihúsinu þegar hún var búin að
vinna þar í 25 ár.
Úrið er þó í góðu standi.
Kvíðir mest að hætta að keyra
Una segir ekki finna mikið fyrir
aldrinum. Hún þarf þó að fara á
hverju ári inn á Húsavík og láta
endurnýja ökuskírteini sitt, sem hún
segir bara vera peningaplokk, enda
ekkert að sjóninni hennar.
„Ég kvíði því þó mest að missa
prófið, ég verð að geta farið út í búð.
Þó að ég þurfi ekki mikið fyrir mig
eina, þá þarf að komast í búðina,“
segir Una.
Ljósmynd/Katrín Guðrún
Æðardúnn Hólmfríður Una með æðardúnssængina góðu sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún segir hana svífa yfir sér.
Finnur ekkert fyrir því
að vera orðin 90 ára
- Keyrir enn þrátt fyrir mótmæli barna og barnabarna
MÁNUDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
KR-ingar hefja Íslandsmót karla í knattspyrnu með
nokkrum glæsibrag. KR vann Breiðablik 2:0 í Smár-
anum en Breiðabliki var spáð sigri á Íslandsmótinu af
forráðamönnum og fyrirliðum liðanna. Segja má að KR-
ingar hafi tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í
fyrra hvað varðar leikina gegn Breiðabliki. Liðin mætt-
ust þrívegis á síðustu leiktíð þar sem KR hafði betur í
öll skiptin og þetta var því fjórði sigur Vesturbæinga í
röð gegn Blikum. Nýliðar Leiknis náðu í stig í Garðabæ
þar sem þeir gerðu jafntefli gegn Stjörnunni. »27
KR-ingar með tak á Blikum um
þessar mundir í knattspyrnunni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Íslenska óperan mun endur-
sýna óperuna La traviata í
nóvember 2021 í Hörpu og
Hofi í samstarfi við Menning-
arfélag Akureyrar. Samkvæmt
upplýsingum frá Íslensku óp-
erunni mun þetta „verða í
fyrsta sinn sem þessar stofn-
anir starfa saman og einnig
verður þetta fyrsta óperusýn-
ingin í hinu frábæra tónlistarhúsi Hofi á Akureyri.
Óperan hætti fyrir fullu húsi í Hörpu eftir sex upp-
seldar sýningar árið 2019 og fékk hún einstakar við-
tökur áhorfenda og frábæra dóma innanlands og
erlendis og hefur verið leigð út til nokkurra erlendra
óperuhúsa,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að það
kemur í hlut Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) að
annast hljóðfæraleik í sýningunni en hljómsveitin
stendur að kvikmyndatónlistarverkefninu SinfoniaNord
í Hofi. Þetta mun einnig vera í fyrsta sinn sem hljóm-
sveitin tekur þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar.
La traviata sýnd í Hofi í nóvember