Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
90 ÁRA Í dag, mánudaginn 3. maí,
er níræður Óskar Bjarnason, Barða-
stöðum 9, Reykjavík. Óskar fæddist á
Gerðisstekk í Norðfirði. Lengst af
starfaði hann við sjómennsku og
netagerð. Helstu áhugamál hans voru
ferðalög og tónlist en hann spilaði
gjarnan á harmonikku þegar færi
gafst.
Eiginkona hans er Anna I. Bjarna-
dóttir, fyrrverandi stöðvarstjóri hjá
Pósti og síma, f. 18.12. 1939.
Börn hennar eru Ingibjörg, f. 9.10.
1963, markaðsfræðingur, og Tómas,
f. 28.11. 1964, verkfræðingur.
Hann var kvæntur Sigurrós Ottós-
dóttur. Þau skildu 1977. Börn þeirra
eru Birna Elísabet, f. 1.5. 1955, skrif-
stofukona, Halla Margrét, f. 1.9. 1959,
snyrtifræðingur, og Magnús Ólafur,
f. 12.11. 1964, tæknifræðingur.
Barnabörnin eru 10 og langafabörnin
eru 6.
Óskar verður að heiman á afmælis-
daginn.
Óskar
Bjarnason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú gætir gert þér grein fyrir dýpt til-
finninga þinna og hafið nýtt samband í dag.
Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert óánægður með að fá ekki til
baka það sem þú hefur lánað. Farðu í heim-
sókn með ánægju ef þú mögulega getur því
besta leiðin til að eignast vini er að vera
vinalegur við aðra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það getur reynzt hættulegt að
hlaupa til og kaupa bara til þess að kaupa.
Láttu því áhyggjurnar ekki hrannast upp
heldur gakktu strax í málið.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur tekið svo mörg verkefni að
þér að þú átt á hættu að missa þau út úr
höndunum á þér. Eftir eitt eða tvö ár muntu
síðan upplifa uppskerutíma í starfi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það getur reynst erfitt að snúa blaðinu
við þegar deilur um viðkvæm málefni hafa
farið úr böndunum. Uppákomur sem tengj-
ast eigum annarra eru yfirvofandi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ert í aðstöðu til þess að láta til þín
taka og þarft því að vera vel undirbúinn,
þegar þú flytur mál þitt. Reyndu bara að
fella hana að sannfæringu þinni.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Áætlanir þínar um ferðalög eða frekari
menntun eru raunhæfar. Nýleg samskipti
vekja forvitni þína og þú spáir í hvað muni
gerast næst.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að
ákveða hvernig á að skipta einhverju sem þú
deilir með öðrum niður. Byrjaðu á því að
reyna að gera þér grein fyrir stöðunni.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Gerðu góðverk fyrir einhvern án
þess að hann viti það, svona eins og öfug
stríðni. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til
þess að áætlanir þínar séu líklegar til að
standast.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft að velta fyrir þér öllum
þeim möguleikum sem standa til boða í fjár-
málum. Leggðu þær í dóm trausts vinar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú krefst ekki mikils af félaga
þínum. Farðu vandlega yfir alla þætti. Njóttu
þess en gleymdu þó ekki þínum nánustu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er verið að reyna að segja þér
ákveðna hluti. Láttu vera að ergja þig á því,
þú færð að heyra það sem þú þarft að vita.
skemmtileg. „Það er mjög gaman að
eiga samskipti við ungt fólk og sér-
staklega þegar manni tekst að opna
þeim nýja heima.“
Það voru þó störfin með Kvenna-
listanum og jafnréttisbarátta
sögukennari í Kvennaskólanum í
Reykjavík 1985-1991, og þingkona
Kvennalistans 1991-1999. Kristín,
eins og bróðir hennar Gunnlaugur,
sem margir þekkja úr íslenskutímum
í MH, fannst kennslan einstaklega
K
ristín Ástgeirsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 3. maí
1951, nánar tiltekið í
verkamannabústað að
Heiðarvegi 38 og gekk í Barna- og
gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. „Ég
átti mjög góða æsku í Vestmanna-
eyjum. Mamma var mikill tónlistar-
unnandi og ég fékk frá henni áhuga á
klassískum söng og óperum.“ Kristín
var bæði í barnakór og lúðrasveit í
Barnaskólanum. „Stjórnandi lúðra-
sveitarinnar, Oddgeir Kristjánsson,
lagði mikla áherslu á að fara aldrei á
svið án þess að hafa fægt og pússað
hljóðfærin. Eitt sinn fyrir loka-
tónleika sé ég á síðustu stundu að ég
hafi gleymt að fægja trompetinn. Ég
hamaðist við að fægja og var orðin
sein. Pabbi var ekki heima svo ég
hljóp upp í skóla og kom þangað laf-
móð. Oddgeir benti mér á að taka
mér stöðu. Svona tók maður þessu nú
alvarlega, að það kom ekki til greina
að fara á sviðið án þess að hljóðfærin
væru eins og ný.“
Það var líf og fjör á heimili Krist-
ínar, en faðir hennar, Ási í Bæ, er
landsþekktur laga- og textasmiður og
rithöfundur. „Ég ólst upp við að Odd-
geir samdi þjóðhátíðarlögin og pabbi
textana, alveg þar til Oddur dó mjög
skyndilega árið 1966.“ Fjölskyldan
flutti til Reykjavíkur árið 1968. „Við
tvö elstu vorum komin í framhalds-
skóla og við áttum þroskaskertan
bróður sem þurfti nauðsynlega að fá
þjónustu sem ekki var til staðar í Eyj-
um. En pabbi átti erfitt með flutning-
inn og var alveg friðlaus að komast til
Eyja og út á sjó og hann var mikið
þar.“
Kristín tók landspróf 1967 og varð
stúdent frá MH árið 1971. Hún
stundaði nám í sagnfræði við Háskól-
ann í Lundi 1971-72 og lauk BA-prófi
í sagnfræði og bókmenntum frá HÍ
1977. Síðan var hún eitt ár í Kaup-
mannahöfn sem gestanemandi 1979-
80 og hún lauk meistaraprófi í sagn-
fræði árið 2002. Hún vann ýmisleg
störf meðfram náminu, var m.a. í
fiski, vann í bakaríi, í eldhúsi og á hót-
eli. Hún var blaðamaður á Þjóðvilj-
anum með hléum 1979-1981, vann að
þjóðháttarannsóknum 1983-1985, var
kynjanna sem hafa einkennt líf Krist-
ínar. Hún segist hafa fylgst með þeg-
ar Rauðsokkahreyfingin varð til og
gekk til liðs við hana eftir kvennafrí-
daginn 24. október 1975 þegar mið-
bærinn fylltist af konum sem vildu
breytingar. Kvennalistinn var stofn-
aður í kjölfar stórs kvennafundar á
Hótel Borg 14. nóvember 1981 og
boðið var fram í sveitarstjórnarkosn-
ingum í Reykjavík og á Akureyri vor-
ið 1982. „Það var ákveðið að bjóða
fram til Alþingis 1983 sem gekk mjög
vel.“ Stofnun Kvennalistans hristi ær-
lega upp í gömlu flokkunum, sem fóru
loks að setja einhverjar konur á lista,
en hlutur kvenna í sveitarstjórnum
fór úr 6% í 12% og á Alþingi úr 5% í
15%. „Okkar tilgangur var samt ekki
bara að fjölga konum, heldur líka að
setja ný mál á dagskrá, eins og launa-
jafnrétti, jafnréttisuppeldi, taka á of-
beldi gagnvart konum og að meta
kvennastörf að verðleikum, svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Kristín segir að á þessum árum hafi
verið mikil friðarumræða í samfélag-
inu og einnig hafi umhverfismálin ver-
ið hluti af kvennapólitíkinni, enda hafi
margar rannsóknir sýnt að umhverf-
isvá komi iðulega harðar niður á kon-
um og börnum. „Það er mikilvægt að
skoða öll mál út frá kynjasjónarhorn-
inu. Til dæmis er konum meiri hætta
búin í flóttamannabúðum út af bæði
ofbeldi og mansali, heldur en körlum.
Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur – 70 ára
Kvennalistinn Hér eru Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir úr Kvennalistanum komnar á Þjóðfundinn, sem sárvantaði konur.
Í framlínu jafnréttisbaráttunnar
Fjölskyldan Sungið var í sextugsafmæli Ása í Bæ 1974. F.v. Ósk Magn-
úsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir Ási í Bæ, Ólafur Ástgeirsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson og Friðmey Eyjólfsdóttir. Fyrir framan Eyjólfur Ástgeirsson.
Æskan Hér eru Kristín og bróðir
hennar Gunnlaugur Ástgeirsbörn
og er Kristín auðþekkjanleg.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Lárus Örn Helgason Hjelm
fæddist 10. júní 2020 kl. 18.30. Hann
vó 4.460 g og var 52,5 cm langur.
Foreldrar hans eru Heba Lind Björns-
dóttir og Helgi Steinþór Hjelm.
Nýr borgari
HEIMILI ENSKA BOLTANS
Á VEFNUM