Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Hún var nöturleg, lýsing GíslaPáls Pálssonar, forstjóra
Grundarheimilanna og formanns
Samtaka fyrirtækja í velferð-
arþjónustu, í samtali við Morg-
unblaðið, á ástand-
inu á
hjúkrunarheimilum
landsins. Hann seg-
ir stöðuna misjafn-
lega þrönga, sum
séu þegar í erfiðri
stöðu en önnur
stefni í þá átt. Og
vandinn er ekki
nýr, því að aðeins 13% heimilanna
höfðu tekjur sem stóðu undir út-
gjöldum á árinu 2019. Síðan hafa
orðið hraðar breytingar á rekstr-
arforsendum hjúkrunarheim-
ilanna, ekki síst vegna launahækk-
ana, en svo er fram undan mikil
hækkun útgjalda vegna styttingar
vinnuviku vaktavinnufólks sem
samið var um í síðustu kjarasamn-
ingum.
- - -
Afleiðingin af þessu er sú, aðsögn Gísla Páls, að flest fyrir-
tækin stefna að óbreyttu í þrot nú í
byrjun sumars.
- - -
Þetta er auðvitað grafalvarlegtmál en lýsingin á samskipt-
unum við heilbrigðisráðherra er
því miður ekki uppörvandi fyrir þá
sem þennan rekstur stunda, nú eða
þá sem njóta þjónustunnar.
- - -
Gísli Páll segir engin viðbrögðhafa komið frá heilbrigð-
isráðuneytinu og að ráðherrann
drepi málinu á dreif með því að
svara ekki lykilspurningum.
- - -
Þessi staða er óviðunandi. Efgerðir eru kjarasamningar
um mikinn útgjaldaauka, þar sem
hið opinbera fer fremst í flokki, er
ekki hægt að skilja hjúkr-
unarheimilin eftir án bóta vegna
hækkananna.
Gísli Páll
Pálsson
Nöturleg staða
hjúkrunarheimila
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Á árunum 2017 til 2020 var 191 mál
vegna óumbeðinna fjarskipta til með-
ferðar hjá Póst- og fjarskiptastofn-
un. Kemur þetta fram í skriflegu
svari frá stofnuninni til Morgun-
blaðsins. Undir óumbeðin fjarskipti
falla símtöl og annars konar fjar-
skipti til aðila sem óska eftir því að
ekki verði haft samband við þá og
hafa hlotið sérstaka merkingu þar
um á ja.is. Algengt er að haft sé sam-
band við fólk símleiðis, t.a.m. vegna
góðgerðarstarfsemi, auglýsinga eða í
aðdraganda kosninga svo fátt eitt sé
nefnt.
Engum sektum hefur verið beitt
gagnvart þeim sem gerast sekir um
að hafa samband við fólk sem óskar
eftir að það sé ekki gert en lengst af
hefur Póst- og fjarskiptastofnun ekki
haft heimild til að leggja á sektir við
brotum gegn banni við óumbeðnum
fjarskiptum. Stofnunin hefur nú
fengið sektarheimild með lagabreyt-
ingum sem tóku gildi um seinustu
áramót og gæti því reynt á hana í til-
teknum málum um slík brot, sem nú
eru í vinnslu, að sögn Arnars Stef-
ánssonar, lögfræðings PFS.
Fjöldi mála á þessu sviði hefur ver-
ið nokkuð jafn yfir síðastliðin fjögur
ár. Árið 2017 bárust 57 mál, 47 mál
árið 2018, 44 mál árið 2019 og 43 mál
bárust árið 2020. veronika@mbl.is
191 mál vegna óumbeðinna fjarskipta
- Enginn sektaður til þessa - Sekt-
arheimild lögfest um síðustu áramót
Ljósmynd/Colourbox
Óumbeðið Margir hafa kvartað
vegna óumbeðinna fjarskipta.
Áætlað er að Breiðafjarðarferjan
Baldur fari í slipptöku í dag og mun
farþegaskip Sæferða, Særún, leysa
Baldur af og sigla frá Stykkishólmi
til Flateyjar í fjarveru hans. Fer
slipptakan fram annað hvert ár á
þurru landi. Þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins var á ferðinni við
Reykjavíkurhöfn í gær var vinna
ekki hafin.
Áætlanir gera ráð fyrir tveimur
vikum í slipp og má vænta þess að
Baldur sigli aftur eftir áætlun mánu-
daginn 17. maí. Þangað til mun Sæ-
rún sigla til Flateyjar annan hvern
dag, á þriggja daga fresti frá gær-
deginum fram til 14. maí en siglt
verður einnig þann 15. maí og 16.
maí.
Skemmtiferðaskipið Særún er tví-
bytna sem tekur allt að 115 farþega.
veronika@mbl.is
Baldur fer í slipp og
Særún tekur við
- Snýr aftur mánudaginn 17. maí
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Slippur Kominn er tími á viðhald fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur.