Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 12
Hægir á bandarískum vinnumarkaði
Nýjustu tölur sýna að um 266.000 ný
störf urðu til í Bandaríkjunum í apríl
og að atvinnuleysi jókst lítillega í
mánuðinum. Til samanburðar fjölg-
aði störfum um 770.000 í mars og
bendir þróunin á milli mánaða til
þess að viðsnúningur bandarísks
efnahagslífs á lokametrum kórónu-
veirufaraldursins verði ekki eins
hraður og vonir stóðu til. FT bendir
á að í apríl hafi um 8,2 milljónum
færri Bandaríkjamenn verið vinn-
andi en í febrúar 2020.
Þegar rýnt er í tölurnar má sjá að
ágætis uppgangur er í afþreyingar-,
hótel- og veitingageira þar sem
331.000 ný störf urðu til í mán-
uðinum en á móti kom samdráttur í
öðrum geirum atvinnulífsins, s.s.
bílaframleiðslu og verslunargeira
með tilheyrandi fækkun starfa.
Að sögn FT má m.a. skýra þró-
unina í apríl með því að eftir því sem
bandaríska hagkerfinu vex þróttur á
ný megi vænta skrykkjótts vaxtar og
þannig hafi þróunin í marsmánuði
verið langt umfram spár sérfræð-
inga. Þá sé enn eftir að bólusetja að
fullu allstóran hóp Bandaríkjamanna
og því hugsanlegt að heilsufars-
ástæður valdi því að sumir launþegar
vilji bíða lengur með að hefja störf.
Börnin flækja málið
Þá er skólastarf ekki alls staðar
komið í eðlilegt horf. Í sumum ríkjum
Bandaríkjanna eru skólar ekki að
fullu opnir og allur gangur á því
hvort dagvistun er í boði. Sýna
vinnumarkaðsmælingar enda að
karlar virðast snúa hraðar til starfa
en konur og hugsanlegt að margar
mæður hafi ákveðið að bíða með að
fara aftur á vinnumarkaðinn þar til
næsta haust og gæta bús og barna á
meðan.
Loks kunna bótagreiðslur hins
opinbera að hafa letjandi áhrif en
sem liður í efnahagsaðgerðum
stjórnvalda voru atvinnulausum
greiddar 300 dala viðbótarbætur
vikulega frá því í mars síðastliðnum.
Hvert ríki ræður því hvort það greið-
ir þessar aukabætur en í síðustu viku
tilkynntu yfirvöld í Montana og Suð-
ur-Karólínu að viðbótin yrði felld nið-
ur og var það gert með þeim rökum
að greiðslurnar yllu skorti á vinnuafli
enda atvinnuleysisbætur í sumum til-
vikum hærri en þau laun sem fólk
gæti vænst á almennum vinnumark-
aði. ai@mbl.is
- Fjölgun starfa í apríl mun minni en í mars - Bætur kunna að hafa letjandi áhrif
AFP
Flækjur Á sumum svæðum í BNA
virðist ganga illa að manna störf.
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Loka þurfti stærstu eldsneytisleiðslu
Bandaríkjanna á laugardag eftir að
tölvuþrjótar gerðu gagnagíslatöku-
árás á félagið sem rekur leiðsluna.
Colonial-leiðslan er um 8.850 km
löng og nær frá Houston í Texas til
Linden í New Jersey. Leiðslan er
notuð til að flytja bensín, díselolíu,
þotueldsneyti og olíu til húshitunar
og getur flutt um þrjár milljónir fata
daglega. Eldsneytið sem flutt er
með leiðslunni annar um 45% af eft-
irspurn fólks og fyrirtækja á Aust-
urströnd Bandaríkjanna og gæti
valdið alvarlegum skorti ef töf verð-
ur á opnun leiðslunnar.
Stjórnendur Colonial hafa ekki
gefið upp hvenær þeir vænta að
starfsemin komist aftur í eðlilegt
horf en markaðsgreinendur segja að
birgða- og dreifikerfið ráði við allt
að þriggja daga röskun án þess að
það komi niður á framboði til kaup-
enda.
Eins og nafnið gefur til kynna
fer gagnagíslataka þannig fram að
sá sem gerir árásina nær að loka
aðgangi fórnarlambsins að tölvu-
gögnum og krefst lausnargjalds til
að opna fyrir aðganginn að nýju.
Ekki hefur verið gefið upp hvaða
kerfi Colonial urðu fyrir árásinni
né hverjar kröfur tölvuþrjótanna
eru.
Árásin þykir vekja spurningar
um hve viðkvæmir sumir lykil-
innviðir Bandaríkjanna eru fyrir
tölvuárásum. Reuters hefur eftir
sérfræðingum að vandi Colonial
sýni að það skipti máli fyrir þjóð-
aröryggi að verja þessa innviði og
sé verkefni sem kalli á samræmdar
aðgerðir ýmissa stofnana. ai@mbl.is
Tölvuárás lamar leiðslu
- Colonial-eldsneytisleiðslan skaffar nærri helming alls þess
eldsneytis sem notað er á austurströnd Bandaríkjanna
AFP
Stopp Löng lokun mun valda verð-
hækkun á ákveðnum svæðum.
10. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.8
Sterlingspund 173.38
Kanadadalur 102.43
Dönsk króna 20.239
Norsk króna 15.03
Sænsk króna 14.863
Svissn. franki 137.28
Japanskt jen 1.1422
SDR 179.07
Evra 150.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.4088
Hrávöruverð
Gull 1820.5 ($/únsa)
Ál 2476.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.26 ($/fatið) Brent
« Samkvæmt mælingum bandaríska
atvinnumálaráðuneytisins mældist
verðbólga 2,6% á ársgrundvelli í mars
síðastliðnum og hefur ekki mælst hærri
síðan í ágúst 2018. Þá sýna vöruverðs-
mælingar NioelsenIQ að ákveðnar neyt-
endavörur hafa hækkað um meira en
tveggja stafa prósentutölu á undan-
förnum 12 mánuðum. Þannig hefur
verð salernispappírs hækkað um rösk-
lega 16% og töluverð verðhækkun orðið
í vöruflokkum á borð við kjöt og hreinsi-
vörur. Wall Street Journal greinir frá
þessu og bætir við að verð heimilis-
tækja eins og uppþvottavéla og frysta
hafi líka hækkað verulega, sem og verð
á ýmsum garðvörum.
Má m.a. rekja verðbólguna til hækk-
unar á ýmsum hrávörum, s.s. kornvör-
um, timbri, stáli og olíu. Bandarískum
flutningafyrirtækjum gengur líka erfið-
lega að manna vöruflutningabílana og
hafa þurft að hækka laun vörubílstjóra
um allt að 40% á undanförnum mán-
uðum til að fylla lausar stöður með til-
heyrandi áhrifum á flutningskostnað.
Skortur á flutningagámum og aukinn
þrýstingur á vöruflutningainnviði vegna
vaxandi vinsælda netverslunar hefur
líka átt sinn þátt í hækkandi kostnaði
vegna flutninga.
Matvöruframleiðandinn Kellogg Co.
tilkynnti á fimmtudag að fyrirtækið
væri tilneytt að hækka verð á vörum
sínum vegna hærri hráefnis-, launa- og
flutningskostnaðar. Þá hyggst
neytendavörurisinn Procter & Gamble
hækka verð á salernispappír og bleium
fyrir börn og fullorðna. ai@mbl.is
Verðbólga þrengir að
neytendum vestanhafs
Aðhald Dýrari aðföng leiða til hærra
vöruverðs í Bandaríkjunum.
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Markaðsverð rafmyntarinnar doge-
coin tók að hækka jafnt og þétt eftir
að fréttist að milljarðamæringurinn
Elon Musk myndi verða gesta-
stjórnandi bandaríska gamanþátt-
arins Saturday Night Live (SNL).
Musk, sem er stofnandi rafbíla-
framleiðandans Tesla og einn af
ríkustu mönnum heims, er þekktur
fyrir að tjá sig tæpitungulaust á
Twitter og hefur m.a. notað
samfélagsmiðilinn til að deila skoð-
unum sínum á rafmyntum. Þykja
ummæli Musks iðulega mikill
gæðastimpill – jafnvel þegar hann
virðist vera að fíflast – og fjallaði
Morgunblaðið um það í apríl hvern-
ig t.d. dularfullt tíst Musks um raf-
myntina dogecoin, með mynd af
málverki Joan Miró, varð til þess að
heimsmarkaðsverð rafmyntarinnar
tók kipp.
Að sögn FT virðist sem raf-
myntabraskarar hafi veðjað á að
dogecoin fengi mikinn sýnileika í
sjónvarpsþættinum með tilheyr-
andi aukningu í eftirspurn en Musk
gaf þessum væntingum byr undir
báða vængi með óræðum tístum í
aðdraganda þáttarins. Fyrir vikið
hækkaði samanlagt markaðsvirði
dogecoin um marga tugi milljarða
dala í spákaupmennskuviðskiptum.
Rökþrota sérfræðingur
Frammistaða Musks á laugardags-
kvöld var þó ekki eins og rafmynta-
kaupmenn höfðu vænst því í þættin-
um gerði hann stólpagrín að dogecoin.
Í einu atriðinu leikur Musk fjármála-
sérfræðing sem fenginn er í fréttskýr-
ingarþátt til að útskýra hvernig raf-
myntin virkar, en fer ítrekað á svig
við spurningar þáttastjórnendanna
þar til hann játar í lokin að dogecoin
sé „svindl“.
Lækkaði gengi dogecoin um liðlega
þriðjung eftir að þátturinn fór í loftið
en tók að styrkjast að nýju á sunnu-
dag og var verðið á sunnudagskvöld
um fimmtungi lægra en þegar verð
rafmyntarinnar var hæst á laugardag.
Það sem af er þessu ári hefur verð-
hækkun dogecoin verið ævintýri lík-
ust en frá ársbyrjun hefur rafmyntin
hækkað meira en hundraðfalt og
hækkunin að mestu átt sér stað eftir
miðjan apríl. Er þessi þróun ekki síst
áhugaverð í ljósi þess að dogecoin var
upphaflega sett á laggirnar árið 2013
sem nokkurs konar háðsádeila á raf-
myntahagkerfið og hefur einkum not-
ið vinsælda hjá smáum hópi netverja
sem eins konar grín-rafmynt.
Er dogecoin núna fjórða verðmæt-
asta rafmyntin á eftir bitcoin, ether-
eum og binancecoin.
Á sunnudag kostaði dogecoin 0,56
dali samkvæmt skráningu Coindesk
og mælist heildarvirði dogecoin--
hagkerfisins því um 72,9 milljarðar
dala.
Dogecoin veikist eftir grín
AFP
Uppistand Musk kom víða við í gríninu og skaut föstum skotum á dogecoin.
- Elon Musk kallaði rafmyntina „svindl“ í gamanþætti Saturday Night Live
Dýrt spaug
» Rafmyntagrín einkenndi
þátttöku Musks í SNL.
» Dogecoin fékk ekki þann já-
kvæða sýnileika sem fjárfestar
höfðu vænst.
» Grín-rafmyntin dogecoin er
núna fjórða verðmætasta raf-
myntin.
Seppi Dogecoin dregur nafn sitt af
hundi sem er frægur á netinu.