Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Skoski þjóðernisflokkurinn (SNP) sagði í gær að yfirburðasigur flokksins í kosningum til löggjafarsamkundu Skota í Edinborg væri næg ástæða þess að efna til nýs þjóðaratkvæðis um kröfuna um sjálfstæði Skotlands og það þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda í London. Í kosningabaráttunni lofaði SNP nýju þjóðaratkvæði um sjálfstæði. Til að af því geti orðið þarf breska stjórn- in að veita til þess leyfi og öðruvísi hefði niðurstaða þjóðaratkvæðis ekk- ert lagalegt gildi. Er stjórn Boris Johnsons staðfastlega andvíg nýrri at- kvæðagreiðslu um kröfur Skota. Þykir því stefna í átök um málið að nýju; langvarandi pólitísk átök og klögur fyrir dómstólum. Segja skoskir þjóðernissinnar auk- inn þingstyrk á þinginu í Edinborg veita þeim nýtt umboð fyrir „indyref2“ en svo er þjóðaratkvæðið nefnt eftir að andstæðingar sjálfstæðis urðu undir í fyrstu kosningum þar í landi árið 2014. Fékk SNP 64 menn kjörna til þingsins eða aðeins einum færra en dugað hefði til hreins meirihluta flokksins. Skoskir fjölmiðlar gerðu mikið úr sterkri útkomu SNP en fjölmiðlar á landsvísu tóku í annan streng. Blaðið The Herald on Sunday hafði aðeins eitt stórt orð yfir forsíðu sína um úr- slitin: „Yfirgnæfandi“. Blaðið The Sunday Telegraph sagði aftur á móti sigri Sturgeon ábótavant. Í sigurræðu sinni sagði SNP-leið- toginn Nicola Sturgeon að nú væri það þingið í London sem hefði „engar lýð- ræðislegar forsendur“ til að synja um annað þjóðaratkvæði. „Ég leiði von- andi Skotland til sjálfstæðis,“ sagði hún við BBC í gær, sunnudag. Og bætti við að það yrði „fjarri öllu lagi og fullkomlega svívirðilegt“ ef sækja þyrfti málið gegnum hæstarétt sem gerst gæti reisti þingið í Westminster skorður við þjóðaratkvæði og skoska þingið fyrir sig samþykkti atkvæða- greiðslu um aðskilnað landanna. Boris Johnson hefur sagt að til þjóðaratkvæðisgreiðslu eins og 2014 þar sem 55% Skota sögðu nei við sjálf- stæði ætti aðeins að efna með heillar kynslóðar millibili. Hann sagði í opnu bréfi til Sturgeon á laugardag að kröf- ur SNP-flokksins um nýtt þjóðarat- kvæði væru „óábyrgar og glanna- legar“ og hvatti hana til „samstarfs“ í liðinu „Team UK“. Michael Gove, ráðherra í stjórn Johnsons, reyndi í gær að gera minna úr deilunni sem undir kraumar á ný. Sagði hann það forgangsatriði allra stjórnmálaleiðtoga í breska konung- dæminu, þar á meðal Sturgeon, að vinna sigur á kórónuveirufaraldrinum. Landið hefði bara ekki tíma til að fara í „langvarandi samtal um þjóðskrána“. Gove hélt því líka fram að þar sem SNP hefði ekki hreinan meirihluta á heimaþinginu eins og þegar fyrsta þjóðaratkvæðið fór fram 2014, væri um þýðingarmikinn mun að ræða. Spurður hvort Skotar fengju að yfir- gefa konungdæmið svaraði Gove: „Auðvitað … í löglegri atkvæða- greiðslu sem heimilaði þjóðinni að kjósa.“ AFP Sátt Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi SNP-flokksins, fagnaði úrslitum kosninganna með flokksmönnum í Glasgow. Átök að nýju um sjálfstæði - Skoskir þjóðernissinnar einum þingmanni frá því að vinna meirihluta þingsins Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónu- veirunnar á Indlandi en á sólarhring þar til síðdegis í fyrradag létust 4.187 manns af hennar völdum þar í landi. Er það metfjöldi og eru þá 238.270 látnir í landinu frá því kórónuveiru- faraldurinn fór af stað. Þá bættust 401.078 nýsmit við sama sólarhring. Fleiri indversk ríki freista alls til að stöðva nýju smitbylgjuna en sérfræð- ingar segja að hún nái e.t.v. ekki há- marki fyrr en í lok maí. Vaxandi kröfur eru um að gripið verði til varna gegn veirunni á lands- vísu. Rahul Gandhi, leiðtogi Kongress- flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, hvatti Narendra Modi forsætisráð- herra til að fyrirskipa útgöngubann því annars gæti veiran breiðst hratt út og haft eyðileggingu í för með sér. Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti skoraði á Bandaríkjamenn um helgina að aflétta takmörkunum á út- flutningi bóluefna gegn kórónuveir- unni. Í ljós er kominn ágreiningur milli Bandaríkjanna og hluta Evrópuríkja um hvernig best væri að standa að aukinni framleiðslu bóluefna á heims- vísu. Í gær lét nærri að 1,25 milljarðar manna hefðu verið bóluettir gegn kór- ónuveirunni. Innan við 1% þessara skammta hefur ratað í vöðva íbúa 29 fátækustu ríkja heims, samkvæmt út- tekt AFP-fréttastofunnar. Bólusetning meðal ríkra þjóða fer vaxandi og hafa t.a.m. 67% Breta fengið fyrri skammt- inn og 56% Bandaríkjamanna. Önnur bylgja kórónuveirusmits ríð- ur nú yfir Filippseyjar með miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Aðeins fleiri smit í Suðaustur-Asíu er að finna í Indónesíu. Langvarandi og lamandi aðhaldsað- gerðir gegn veirunni hafa gert að verk- um að hart keyrðir íbúar leita á götur út í þeirri von að finna matarbita. agas@mbl.is Indverjar herða takmarkanir - Aldrei fleiri látist þar á sólarhring AFP Sprautur Boðið var upp á bólusetn- ingu með Janssen á Flórída í gær. Franskur orrustuflugmaður var busaður með óvenjulegum hætti er hann var vígður til starfa af fé- lögum sínum. Var hann bundinn við staur við fjöruborð og síðan buldi skothríðin frá þotum flugsveitarinnar er þær renndu sér niður að „skotmarkinu“. Flugmanninum var brugðið en fullyrt er að öryggi hans hafi ekki verið ógnað. Hefur hann lagt fram formlega kvörtun yfir atvikinu sem átti sér stað í Solenzara-flug- herstöðinni á Korsíku. Talsmaður flughersins, Stephane Spet, sagði að rannsókn á atvikinu hefði þegar farið fram og þeir sem ábyrgð báru tekið út refsingu fyrir agabrot. Refsingin var nokkurs konar ótímabundið stofufangelsi í herbúðunum, en hversu mörgum var refsað var ekki skýrt frá. FRAKKLAND AFP Frakkland Rafaell-orrustuþotur á flugi. Busaður óvenjulega Tveir hópar fjallamanna virtu ekki viðvaranir um snjóflóða- hættu í Savoie- héraðinu í frönsku Ölp- unum. Vegna hlýnandi veðurs þóttu snjóalög óstöðug og fór svo að tvö flóð féllu á laugardag. Biðu sjö manns bana. Að sögn sýslumanns Savoie féll fyrra flóðið undir hádegi við þorpið Valloire skammt frá fjallinu Col du Galibier. Fjórir heimamenn á aldr- inum 42 til 76 ára fórust. Tollur seinna flóðsins upp úr há- degi var þrjú mannslíf. Féll það við hið 3.779 metra háa Mont Pourri skammt frá skíðabænum Les Arcs. ALPARNIR Sjö fórust í snjóflóð- um í Savoie-héraðinu Flóð Snjór ruddur á flóðasvæði. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Eldflaug kínversku geimflaugarinnar kom inn í gufuhvolfið í fyrrinótt klukkan 2.24 að íslenskum tíma og brann að mestu upp í andrúmsloftinu á leið til jarðar skammt frá Maldíveyj- um. Átján tonna flaugin „Gangan mikla 5B“ var á stærð við þrjá strætisvagna. Molnaði hún í gufuhvolfinu og brann á lokametrunum að sögn kínversku geimferðastofnunarinnar. Miklar vangaveltur voru um það síðustu daga hvar flaugin myndi hrapa til jarðar. Henni var skotið upp 29. apríl og flutti á braut um jörðu fyrstu einingu kínverskrar geim- stöðvar sem sett verður saman þar. Þar sem 70% yfirborðs jarðar eru vatn þótti líklegast að flaugin kæmi niður til jarðar á úthafi. Vöktunarfyrirtækið Space-Track hafði fylgst með flauginni og brúkað til þess tölvugögn frá bandaríska her- aflanum. Staðfesti það niðurkomu- staðinn líka. „Allir sem fylgjast með endurkomu #LongMarch5B geta varpað öndinni léttar. Eldflaugin er komin til baka,“ sagði fyrirtækið. En stjórnlaus lækkun svo stórs hlutar vakti ótta um tjón á mann- virkjum og fólki þrátt fyrir að töl- fræðilegar líkur á því væru hverfandi. Amerískar og evrópskar geim- ferðastofnanir fylgdust náið með Kí- naflauginni torræðu. Spurningar vöknuðu hvort skjóta þyrfti á flaugina til að hafa áhrif á lendingu hennar. Því hafnaði Lloyd Austin, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði bandaríska herinn engin slík áform hafa. Gagnrýndi hann Kínverja fyrir að láta flaugina hrapa til jarðar í stað þess að skilja hana eftir á braut um jörðu. „Lending á úthafi í lok heimkomu var allan tímann tölfræðilega líkleg- ust,“ sagði Jonathan McDowell, stjarnfræðingur við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum. „Svo virðist sem Kínverjar hafi unnið veð- mál sitt nema eftir eigi að berast frétt- ir af braki frá Maldíveyjum. Hvað sem öðru líður þá var þetta eftir sem áður glæfralegt af þeirra hálfu.“ McDowell hafði áður sagt að Kínverjar ættu að endurhanna flaugina Miklaganga 5B til að komast hjá svona aðstæðum. Molnaði í sundur við Maldíveyjar AFP Tók á loft Kínaflauginni var skotið upp 29. apríl síðastliðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.