Morgunblaðið - 10.05.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í Dagmálum íliðinni vikulýsti Halldór
Benjamín Þor-
bergsson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins, þeirri skoðun að sagan
myndi ekki dæma þá ákvörðun
verkalýðsforystunnar vel, að
hafa hafnað því eftir að kór-
ónukreppan skall á að taka upp
kjarasamninga. Halldór benti
á að það hefði verið algerlega
fyrirsjáanlegt hvaða afleið-
ingar þetta mundi hafa og að
það birtist í hagtölum í dag,
hvort sem litið væri á atvinnu-
leysi eða verðbólgu.
„Allt tal um það,“ sagði Hall-
dór, „að það sé umdeilt meðal
hagfræðinga hvort launa-
hækkanir umfram svigrúm
hafi áhrif til verðbólgu, þetta
er bara einhvers konar
flatjarðartal í mínum huga.
Þetta er ekkert umdeilt. Ég er
í reglulegum samskiptum við
kollega mína á Norðurlöndum
sem stýra samtökum atvinnu-
lífsins á Norðurlöndum. Þetta
er ekkert umdeilt í þeirra
ranni. Þetta er ekkert umdeilt
á meðal norrænnar verkalýðs-
hreyfingar, hvort afleiðing-
arnar af of miklum launahækk-
unum, eða innistæðulausum
launahækkunum, séu verð-
bólga. Það er enginn að deila
um þetta. En á Íslandi hefur
þessi umræða einhvern veginn
náð að festa rætur, sér í lagi á
meðal verkalýðshreyfing-
arinnar, að það séu í raun og
veru bara engin sérstök tengsl
þarna á milli.“
Þessi lýsing á því miður við
rök að styðjast og það er veru-
legt áhyggjuefni hér á landi
hvernig komið er fyrir verka-
lýðshreyfingunni, hversu mjög
hún er úr tengslum við raun-
veruleikann og hve skaðlegt
það er fyrir allan almenning í
landinu.
Í fróðlegri grein í Þjóð-
málum fjallar Hannes G. Sig-
urðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, um það fyrir-
komulag sem viðhaft er við
kjarasamningagerð hér á landi
og hve langt við stöndum að
baki öðrum norrænum þjóðum
að þessu leyti. Hann bendir á
að kjaralotan sem hafi hafist
haustið 2018 standi enn, þó að
flestir hafi samið, en eitt sem
skilji íslenskan vinnumarkað
frá öðrum sé hve langan tíma
taki að ná samningum. Hér
reyni einstakir samningsaðilar
að ná ávinningi umfram þann
tón sem sleginn hafi verið hjá
þeim fyrstu sem sömdu auk
þess sem gengið sé út frá því
að samningar séu afturvirkir,
sem vitaskuld verður til þess
að draga samninga á langinn
og valda jafnt atvinnulífi sem
launþegum óþæg-
indum.
Sláandi er að sjá
tölur í grein Hann-
esar um launaþró-
un hér á landi og
hjá nágrannaþjóð-
um okkar. Áratuginn 2010-
2020 hækkuðu laun í Dan-
mörku og Svíþjóð um 22%, en
hér á landi hækkuðu þau um
95%. Árlegar breytingar hafa
því verið um 2% að meðaltali í
samanburðarlöndunum tveim-
ur en 7% á Íslandi. „Þetta er
ósjálfbær þróun sem endar
óhjákvæmilega í kunnuglegum
vítahring launahækkana, verð-
bólgu og gengislækkana krón-
unnar,“ segir Hannes. Við
þetta má bæta atvinnuleysi,
sem landsmenn hafa fengið að
kynnast að undanförnu og
tengist óhóflegum launahækk-
unum.
Það svigrúm sem Samtök at-
vinnulífsins telja að sé almennt
til launahækkana hér á landi er
3,5-4,0% og er samtala verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans
og framleiðniaukningar í land-
inu. Til lengi tíma getur svig-
rúmið ekki verið meira enda
getur kaupmáttur ekki aukist
almennt nema með aukinni
framleiðni. Þetta er sérstaklega
augljóst þegar horft er til þess
að launahlutfall hér á landi er
mjög hátt í alþjóðlegum sam-
anburði og því ekkert svigrúm
til þess að auka hlut launa-
kostnaðar í framleiðslunni.
Líklegt er að aðstæður á
vinnumarkaði verði að breyt-
ast verulega til að unnt verði
að semja af meiri skynsemi hér
á landi en gert hefur verið.
Hér er mjög hátt hlutfall
launamanna í verkalýðs-
félögum, mun hærra og jafnvel
margfalt hærra en þekkist er-
lendis. Þetta á ef til vill sinn
þátt í hvernig er komið, sér í
lagi þegar forysta verkalýðs-
félaganna neitar að við-
urkenna staðreyndir og lifir í
eigin heimi upphrópana og ald-
argamalla frasa úr verkalýðs-
baráttu löngu liðins tíma.
Íslensk verkalýðshreyfing
og vinnumarkaður verða að
stíga inn í nútímann og takast
af ábyrgð á við það verkefni að
semja um laun sem atvinnulífið
stendur undir. Þetta felur til
að mynda í sér viðurkenningu
á því að of langt hafi verið
gengið á undanförnum árum
og að nú verði að huga að því
að treysta undirstöður at-
vinnulífsins, tryggja mögu-
leika þess til að vaxa og þar
með til að fjölga störfum og
tryggja öllum vinnu sem vilja
vinna. Þessu forgangsverkefni
aðila vinnumarkaðarins hefur
verið ýtt til hliðar á liðnum ár-
um en það verður að hefja í
öndvegi á nýjan leik með skyn-
samlegri samningagerð.
Verðbólga og
atvinnuleysi
verða ekki til að
ástæðulausu}
Skýrt samhengi
F
orsætisráðherra sagði einn daginn,
þegar reglur voru hertar, eitthvað
á þessa leið: „Auðvitað erum við öll
pirruð. En þetta er vonandi að
verða búið.“ Ég var reyndar ekk-
ert pirraður, svona er lífið einfaldlega í bili.
Fjarfundir henta mér ágætlega, þeir taka
skemmri tíma og eru umhverfisvænni en þeir
gömlu. Mér fannst ágætt að vera einn á skrif-
stofunni, þegar öllum var ráðlagt að vera heima
og hinir fóru allir eftir því. Ég var hvergi örugg-
ari en þar.
Frelsi er mikilvægt, en flestir eru til í að
draga úr því tímabundið og fá öryggi í staðinn.
En það helsi sem fer verst með fólk og ríkið
sjálft er ekki tímabundnar ferða- og sam-
komutakmarkanir, heldur skuldafjötrar.
Satt að segja hef ég persónulega aldrei verið
sérstaklega hræddur við veiruna. Ég held samt að ég hafi
farið bærilega eftir reglum, forðast margmenni og haldið
mig í hæfilegri fjarlægð frá öðrum. Líklega var það bara
meðfætt kæruleysi sem olli því að ég var ekkert mjög
smeykur. En ég hitti líka fáa.
Sem betur fer sluppu flestir Íslendingar við smit og fæst-
ir af þeim sem smituðust urðu mjög veikir. En nokkrir dóu
og enn í dag eru sumir þeirra sem veiktust ekki fullbata.
Sumir hafa verið æfir yfir því að einhver önnur ríki hafi
náð að bólusetja þegna sína hraðar en Íslendingar. Líklega
var það frekar sótthræðsla en öfundsýki sem réð þeirri
reiði. Sjálfur var ég bólusettur um daginn og hef sjaldan
hrifist eins af skilvirkni landans og þann dag.
Eftir nokkrar vikur verður búið að bólusetja
nánast allt fullorðið fólk á landinu. Samt dettur
mér ekki í hug að segja að þessu sé lokið.
Atvinnuleysi er ennþá mikið og verðbólga sú
mesta í mörg ár. Ferðaþjónustan kemst ekki á
fullt á þessu ári. Ríki og sveitarfélög eru rekin
með miklum halla. Kreppan varð grynnri en
óttast var í upphafi, en hún gæti fylgt þjóðinni
lengi. Því miður var halli á ríkinu árið 2019,
þrátt fyrir hagvöxt og enga veiru. Áætlanir
ganga út á viðvarandi hallarekstur næstu árin
með tilheyrandi skuldasöfnun.
Skuldir hafa þann leiðinlega eiginleika að
þær þarf að borga. Nú heyrist það viðhorf að
vextir séu svo lágir að skuldir skipti litlu. Ein-
hverntíma kemur samt að því að þeir hækka.
Þá verður vaxtabyrðin þyngri og minna eftir í
þörf málefni en nú. Um þetta snýst næsta kjörtímabil.
Við öndum léttar í bili Íslendingar, því að við teljum
okkur sjá til lands í skammtímabaráttunni, en hætt er við
því að um leið og sóttvarnalæknir hverfur af sviðinu taki
seðlabankastjóri hans sess sem tíður gestur í fréttum.
Velferð þjóðarinnar til lengri tíma felst í því að skuldir
séu hóflegar og rekstur hins opinbera sjálfbær, án skatt-
píningar um langa framtíð. Nýtum kreppuna til þess að
bæta samfélagið, okkur og komandi kynslóðum til far-
sældar.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Verður veiran við völd til 2030?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
B
úist er við að Joe Biden
Bandaríkjaforseti tilkynni
bráðlega hver stefna hans
varðandi samskipti Banda-
ríkjanna og Kína verði í forsetatíð
hans. Mikið hefur verið þrýst á forset-
ann um að lýsa því formlega yfir að
Bandaríkin muni koma Taívan til
varnar, verði ríkið fyrir árás Kínverja.
Bandaríkin eru enda helsti hern-
aðarlegi bakhjarl Taívan. Kínverjar
telja Taívan enn til héraðs, sem í fram-
tíðinni muni tilheyra Alþýðulýðveldinu
á meginlandinu, hvort sem það gerist
friðsamlega eða með valdbeitingu.
Kveðið er á um það í bandarískum lög-
um að ríkið skuli koma Taívan til varn-
ar, verði það fyrir árásum Kínverja, en
áratugum saman hafa Bandaríkja-
menn ekki gefið það út til hversu mik-
illa átaka þurfi að koma, svo þeir
hlaupi undir bagga með Taívönum.
Verða að senda skýr skilaboð
Markmiðið með þessum óskýrleika
er tvíþætt: Annars vegar vilja Banda-
ríkin ekki styggja Kínverja, sem gætu
litið á hvers kyns stuðningsyfirlýsingu
af þeirra hálfu sem merki um að grípa
þurfi til frekari hörku gegn Taívan.
Hins vegar vilja Bandaríkjamenn ekki
að Taívan lýsi yfir sjálfstæði með
formlegum hætti, sem gæti sprengt þá
púðurtunnu sem yfirráðasvæði Kín-
verja í Suðaustur-Asíu er orðið.
Óskýrleikinn hefur svo gert Banda-
ríkjunum kleift að viðhalda ákveðnum
stöðugleika á svæðinu. En nú þegar
Kínverjar færa sig sífellt upp á skaftið,
segja sumir sérfræðingar vestra að
„tími sé kominn til þess að Bandaríkin
kynni stefnu sem einkennist af hern-
aðarlegum skýrleika […] Biden ætti
að gera það morgunljóst að Bandarík-
in ætli sér að svara hvers kyns vald-
beitingu Kínverja gegn Taívan“, eins
og hinn virti Richard Haass, forseti
Council on Foreign Relations, komst
að orði í fræðigrein sem hann skrifaði í
tímaritið Foreign Relations.
Gætu gert árás innan sex ára
Undanfarna mánuði hefur kínverski
flugherinn vanið komur sínar inn í ta-
ívanska lofthelgi. Vegna þessa hefur
Bandaríkjaher áhyggjur af mögulegri
skyndárás Kínverja á eyjuna, og hefur
herinn því einnig kallað eftir skýrari
stefnu frá Biden; skýrari fyrirmælum.
Fyrrverandi foringi Bandaríkjahers
á Indó-Kyrrahafssvæðinu, aðmírállinn
Philip Davidson, sagði fyrir þingnefnd
fulltrúadeildarinnar í marsmánuði að
Kínverjar gætu ráðist til atlögu innan
sex ára og því þyrfti að endurskoða
óskýra stefnu Bandaríkjanna í mála-
flokknum.
Tveimur vikum síðar var arftaki
Davidsons, aðmírállinn John Aquilino,
þó myrkur í máli þegar hann spáði
mögulegri árás Kínverja. Hann sagð-
ist samt sem áður reiðubúinn til þess
að ræða við Lloyd Austin varnar-
málaráðherra um kosti og galla þess
að breyta um stefnu í Kínamálum.
Ekki allir sammála
Aðrir ráðgjafar Bidens eru aftur-
haldssamari, eins og til dæmis þjóð-
aröryggisráðgjafinn Avril Haines.
Þingnefnd öldungadeildarinnar um
varnarmál spurði hana í síðustu viku
að því hve mikil áhrif hlytust af stefnu-
breytingum Bandaríkjanna gagnvart
Kína. „Kínverjum þætti þetta auka
mjög á óstöðugleika á svæðinu,“ sagði
hún. „Ég held að það myndi festa enn
frekar í sessi þá upplifun Kínverja að
Bandaríkjunum sé mjög í mun að
tempra vald þeirra sem mest, einmitt
með hervaldi, og myndi það líklega
hafa í för með sér að Kínverjar færu í
auknum mæli að vinna gegn hags-
munum Bandaríkjanna á alþjóðavett-
vangi.“
Biðja Biden að steyta
hnefann í átt að Kína
AFP
Bandaríkin Margir kalla eftir skýrari stefnu Bidens í málefnum Kína.
Í dag búa um 23 milljónir manna
í Taívan, sem telur sig tilheyra
samfélagi sjálfstæðra þjóða.
Málið er þó ekki svo einfalt, þar
sem Kínverjar telja það til hér-
aðs í Kína. Eftir borgarastyrjöld-
ina í Kína, sem lauk árið 1949,
flúðu fyrrverandi valdhafar til
eyjunnar Taívan undan uppreisn
kommúnista. Allar götur síðan
hafa Taívanbúar haldið því fram
að landið sé nú þegar sjálfstætt
og þurfi ekki að lýsa yfir sjálf-
stæði að nýju, ríkið hélt bara
áfram að vera ríki á örlítilli eyju
úti fyrir meginlandi Kína.
Telja sig vera
sjálfstætt ríki
FLÚÐU ÁRIÐ 1949
AFP
Taívan Her Taívan á við ofurefli að
etja, það er nágranna sína í Kína.