Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 ✝ Árni Ólafur Ás- geirsson fædd- ist í Reykjavík 16. apríl 1972. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. apríl 2021. Foreldrar Árna Óla eru Hafdís Árnadóttir, leik- fimikennari, leik- listarkennari og stofnandi Kramhússins, f. 19. nóvember 1938, og Ásgeir Ing- ólfsson, fréttamaður og þýðandi, f. 26. júlí 1934, d. 15. janúar 2001. Bróðir Árna Óla er Ingólfur flug- stjóri, f. 8. nóvember 1966. Eigin- kona hans er Arndís Kristjáns- dóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Kramhússins, f. 14. apríl 1969. Hálfsystur Árna og Ingólfs eru þær Kristín Björnsdóttir rekstrarhagfræð- ingur, f. 7. ágúst 1957, gift Herði Grétari Olavsyni, og Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands, f. 10. apríl 1972. Hennar mað- ur er Þorvaldur Sæ- mundsen, f. 22. febrúar 1972. Hinn 21. júní 2003 gekk Árni að eiga Mörtu Luizu Macuga leik- myndahönnuð, f. 26. nóvember 1971. Saman eignuðust þau soninn Iwo Eg- il, f. 16. júlí 2007. Árni Óli ólst að mestu upp í Fossvoginum en fluttist til Pól- lands í kvikmyndanám, þar sem hann kynntist Mörtu og starfaði að stórum hluta allt til hins síð- asta. Hann leikstýrði fjórum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og fjölmörgum auglýsingum víða um heim. Útför Árna Óla verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 10. maí 2021. Henni verður streymt á: https://livestream.com/luxor/ arniolafur Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Elsku frændi. Ég vil vera reiður en ég veit ekki hverjum. Ég vil geta verið reiður út í einhvern sem ber ábyrgð á þessum andstyggi- lega, sársaukafulla sjúkdómi. Ég vil geta kennt einhverjum um. En ég veit ekki hverjum. Í staðinn ranka ég ítrekað við mér þar sem ég stari út í bláinn, hálfmáttlaus og tómur. Svona átti þetta ekki að vera. Maður í blóma lífsins, fullur af gleði og orku. Maður sem elsk- aði konuna sína og strákinn sinn heitar en nokkuð annað. Í stað þess að vera reiður ætla ég að reyna að taka mér þig til fyr- irmyndar. Ekki bara æðruleysið og baráttuandann sem einkenndu þig þessar erfiðu vikur. Heldur lífsgleðina og kærleikann sem allir sem kynntust þér fundu fyrir. Frændi minn með stóra hjartað, sem faðmaði og kyssti vini og ætt- ingja. Hláturmildi heimspekingur- inn með þunga dramað innan í sér. Við vorum alltaf með hugmynd- ir um verkefni sem hefði verið gaman að koma af stað. Ótal sinn- um sátum við yfir bjór og ræddum þau, heiminn og fjölskylduna okk- ar, þessa litlu, krumpuðu sem nú hefur verið höggvið svo stórt skarð í. Bjórarnir verða ekki fleiri en kannski er tímabært að sumar hugmyndirnar verði meira en bara það. Ég vona að þú sért einhvers staðar á betri stað, án kvalar og pínu. Og að ég heyri áfram hlát- urinn þinn þegar ég legg nógu vel við eyrun. Kannski líka að tárin hætti að renna þegar ég geri það. Það hlýtur að koma að því. Ég þakka fyrir að hafa þekkt þig alla ævi, að hafa fylgst með þér lifa af fullum krafti árin sé þú fékkst. Tekið áhættu, látið drauma rætast, kynnst Mörtu og eignast Iwo. Ég held þú hafir lifað af meiri krafti og tilfinningahita en margur nær á lengri ævi. Það er viss huggun. Elsku Marta og Iwo, Haddý og Ingó. Hugur minn og hjarta eru hjá ykkur. Ingólfur Bjarni. Kær vinur minn Árni Ólafur Ásgeirsson hefur kvatt okkur um aldur fram eftir stutta en erfiða baráttu við mein sem reyndist honum undir lokin ofviða. Ég kynntist Árna Óla þegar ég flutti í Fossvoginn 12 ára gamall. Árni Óli var fyrsti strákurinn í hverfinu sem ég kynntist og úr varð ein- stakur vinskapur með honum og fleiri strákum úr Fossvoginum. Árni Óli var einn af höfðingjum hópsins og fljótt varð ljóst að að- setur hópsins var á Skólavörðu- stíg hjá Hafdísi og fjölskyldu á þeirra skemmtilega heimili sem var sambyggt Kramhúsinu. Heimilið stóð okkur vinunum ávallt opið á hvaða tíma sólar- hringsins sem var. Árni Óli fór óhræddur sínar eigin leiðir í lífinu. Hann byrjaði sinn menntaskólaferil í Verslun- arskólanum, klæddist fínum jakkafötum af Ingó bróður sínum og féll vel inn í hópinn. Eftir fyrsta árið í menntaskóla fór Árni til Bandaríkjanna sem skiptinemi og eyddi einu ári þar hjá mormóna- fjölskyldu og líkaði vel. Árni kom breyttur maður til baka. Fínu föt- unum var skilað til Ingós, hárið komið í tagl og listnámið kallaði. Árni elti draum sinn og fór til Pól- lands og lærði kvikmyndaleik- stjórn. Í Póllandi kynntist Árni ástinni sinni henni Mörtu. Árni Óli var tilfinningaríkur maður, fljótur upp og fljótur nið- ur. Hann var með einstakt hjarta- lag, mikill vinur vina sinna, ávallt glaður og stutt í smitandi hlátur- inn. Við Árni Óli höfum gengið í gegnum lífið saman frá því að við vorum smápollar. Hann skilur eft- ir sig stórt skarð en við vinirnir sem eftir stöndum munum rækta vinskapinn og halda í gleðina og þannig minnast Árna Óla. Takk fyrir allt saman, minn kæri vinur. Gunnar S. Jónsson. Við vorum bara nokkurra ára gamlir þegar við kynntumst í garðinum á milli Dalalands og Efstalands í Fossvoginum. Minn- ingarnar eru ljóslifandi og með okkur tveimur var líka Einar Örn sem síðar var sviplega tekinn frá okkur öllum vinunum. Þarna var okkar krakkaheimur með frábær- um regnpollum til að hoppa í og verslunarmiðstöðinni Grímsbæ sem var ævintýraheimur barna í Fossvoginum. Síðar urðum við all- ir hluti af kærum vinahópi stráka úr Fossvoginum. Þú hélst upp á alla í hópnum, hafðir einstaka nærveru, hlýju og áhugasamur um allt og alla. Kramhúsið og Skólavörðustíg- urinn urðu fljótlega stór hluti af tilverunni. Heimilið ykkar svo fal- legt með frönskum svölum sem vísa í innri garð þar sem Kram- húsið blasir við í allri sinni dýrð. Kraumandi menning og mannlíf. Hafdís mamma miðpunkturinn sem kunni líka einkar vel lagið á okkur vinunum og ykkur bræðr- unum. Þetta umhverfi lætur eng- an ósnortinn. Þú fórst í einn virt- asta kvikmyndaleikstjóraskóla í Evrópu, í Lodz í Póllandi. Fáir út- valdir fengu inngöngu en þér voru allir vegir færir. Í Póllandi varstu á heimavelli og talaðir tungumálið sem innfæddur. Þú varst í raun heimsborgari. Sterkar gáfur þín- ar, hæfileikar og forvitnin um mannlegt eðli og samskipti opn- uðu þér allar dyr. Þú varðst síðan virtur leikstjóri og afrekaðir ótrú- lega hluti en talaðir minnst um það sjálfur. Þú varst alltaf hæv- erskur og auðmjúkur. Síðan kom elsku Marta sem fullkomnaði púsluspilið í lífinu. Brúðkaupið í sól og sumaryl í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar. Það þótti eflaust hæfi- lega langt frá Skólavörðustígnum. Veislan síðan í Kramhúsinu. Það var mikil gæfa að þú hittir Mörtu og á milli ykkar var ást og virðing sem allir skynjuðu. Maður tók eft- ir því að í öllum samræðum við nánast hvern sem var þá minntist þú alltaf á Mörtu, Iwo þinn, Haf- dísi mömmu eða Ingó bróður. Þú elskaðir fjölskylduna þína skilyrð- islaust og fékkst það endurgoldið. Stórt skarð er höggvið í til- veruna, vinahópinn og framtíðina. Ég mun sakna faðmlagsins og þess að fá ekki að hlæja svona hátt og innilega með þér þegar við hitt- umst. Núna þurfum við vinirnir sjálfir að koma með allar sögurnar og hugmyndirnar, vera veiðimenn af guðs náð, ferðast um heiminn og kynnast fólki, vera hugsjóna- rmenn og mannvinir. Síðustu vikur hafa verið erfiðar en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera með þér á spítalan- um. Ég dáðist að hugrekki þínu og styrk þegar við vissum að kallið væri að koma. Þögðum saman og horfðum út um gluggann þar sem sumarið var að vakna. Framtíðin var þín og okkar allra. Þín verður sárt saknað af öllum. Einar Örn tekur vel á móti þér í sumarland- inu eilífa. Takk fyrir að vera ein- stakur hluti af lífi mínu og Lilju. Sú von að eiga eftir að hitta þig aftur í sumarlandinu slær eilítið á mikinn söknuð. Við pössum upp á fjölskylduna þína. Elsku Marta, Iwo, Hafdís og Ingó og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi minning um yndislegan Árna Óla ylja okkur um hjarta- rætur um ókomna tíð. Þinn vinur, Þór Hauksson. Árni Óli heilsaði með útbreidd- an faðminn. Brosið teygði sig til sindrandi augna, spékoppar við mjúkar línur í kinnum, sem vísuðu í átt að pétursspori í höku. Ljós, bjartur og fríður. Einlægt fas. Góður hugur og opið hjarta. Ást- úðlegur og tilfinninganæmur. Blóðheitur og gat snöggreiðst. Hvatvís, óhemju stríðinn og næst- um úr hófi hugmyndaríkur. En ávallt falslaus, trúr og sannur. Hann hafði sérstöðu í okkar stóra hópi æskuvina úr Fossvog- inum. Ólíkir drengir, en bundnir sterkum böndum, flestir frá því í leikskóla. Hann listrænn, skap- andi og dreyminn. Sennilega skapstirðastur þegar hann þurfti að vakna. Það endaði ekki alltaf vel þegar við létum á það reyna. Á fótum var samt enginn okkar meira á lífi, vakandi og áhugasam- ur. Hann gat helst ekki setið. Óð um gólf, opnaði dyr og skápa. Ef hann sat fóru hendurnar á flug. Við Árni Óli vorum bara smá- strákar þegar við hittumst fyrst. En persónulegt sálufélag varð til í Réttó. Sumarið 1987 sórumst við í eilíft bræðralag, deildum leyndar- málum og draumum. Annríki og fjarlægð milli ólíkra viðfangsefna og heimshorna skildi okkur stund- um að, en strengurinn gisnaði ekki, var aldrei í hnút, alltaf samur. Eins og þegar við vorum fimmtán ára. Myndirnar renna um hugann. Vinstrifótur hans á skólavellinum. Danmerkurferðin með Bústöðum. Snóker á Vitastíg. Næturvaktin í Pizzahúsinu á Grensásvegi. Dásamleg heimskupör í Fossvog- inum. Einskis nýtar fortölur mín- ar og áhyggjur. Áhyggjuleysi hans. Hjörtun sem Árni Óli fang- aði fyrsta árið okkar í Versló. Að- dáun mín. Segulböndin sem hann las inn á og sendi mér úr skipt- ináminu í Bandaríkjunum. Partíin á gamlárskvöld á Skólavörðustíg. Kramhúsið. Umburðarlyndi og elskulegheit Hafdísar. Heimsókn í kvikmyndaskólann í Lodz; nóttin þegar við drukkum vodka og kaffi og tefldum við gömlu kallana fram undir morgun. Fótboltaferðin til Gdansk með strákunum. Kvöldin með Árna Óla og Mörtu á Vest- urbrú í Kaupmannahöfn. Brúð- kaupið þeirra í garðinum á lista- safni Einars Jónssonar; fiðluspilið, miðevrópsk stemning í Kramhúsinu. Stolt hans og gleði þegar Iwo fæddist. Verkin hans. Þessi fjársjóður minninga. Ég sakna Árna Óla sárt. Hann var yndislegur vinur. Haldreipi mitt í annan draum. Dýrmætur okkar vinahópi, en líka svo mörg- um öðrum. Hann snerti fólkið sem hann kynntist. Átti marga sálu- félaga. Það var lífsgæfa þeirra, en líka huggun í eftirsjá, að hafa ekki heyrt rödd hans aðeins oftar. Hugur minn og hjarta er hjá þeim í sorginni. Mest þó hjá elsku Mörtu og Iwo, Hafdísi og Ingó. Árni Óli tók hönd mína á dán- arbeðinum á líknardeild og kreisti hana laust. „Farðu vel með þig, elskan,“ sagði hann í kveðjuskyni. Umhyggjusamur í sinni erfiðustu raun, til hinstu stundar. Hann féll fyrir meininu rétt rúmum sólar- hring eftir að ég gekk tárvotur út af stofu tólf, en Árni Óli stendur uppréttur og bjartur í huga mér. Pétursspor, mjúkar línur í kinn- um, spékoppar, bros sem náði til sindrandi augna, einlægur, opið hjarta, útbreiddur faðmur, fals- laus en samt stríðinn, hugrakkur, trúr og sannur. Birgir Tjörvi Pétursson. Langvinirnir rjúfast síst, segir í Grettissögu. Það er sannleikskorn í því. Það er ómetanlegt að eiga vinskap sem nær svo langt aftur að maður man ekki upphafið og hefur haldið allar götur. Þannig er það með okkur Árna Óla og þann vinahóp úr æsku sem við eigum saman. Við höfum ekki allir þrosk- ast á sama veg en við höfum gert það hlið við hlið og mótað hver annan. Slík vinátta er traust og tekur öðru fram. Við stöndum saman fram á lokastund og auð- vitað áfram um eilífðina. Frá fyrstu tíð var Árni Óli lífs- glaður, uppátækjasamur, áhuga- samur um flest og kannski um- fram allt áhugaverður sjálfur. Hann var líka töff og iðulega skrefi á undan okkur hinum. Leynivopn hans í þeim efnum var eflaust að eiga Ingó fyrir eldri og reyndari bróður. Hafdís stofnaði Kramhúsið þegar við vorum tólf ára og okkur þótti fátt eins spenn- andi og að eiga athvarf í stóru feluhúsi í miðbænum. Fyrsta sumarið í rekstri Kramhússins sóttum við Árni og fleiri vinir þar leiklistarnámskeið. Það ævintýra- sumar slæptumst við um miðbæ- inn og forfrömuðumst mikið. Kramhúsið varð síðar vettvangur ótal skemmtilegra partía og gleði- stunda. Ég er ekki klár á því hvort Hafdís veit af því öllu saman en henni er hér með formlega þakkað fyrir afnot af húsinu. Árni Óli uppgötvaði fyrr en aðrir af okkar kynslóð að hika ekki við að sýna vinum hlýju og væntumþykju. Þannig urðu djúp faðmlög og rembingskoss sjálf- sagður hluti þess að hitta Árna. Fyrstu árin vakti þetta athygli og jafnvel furðu en vandist vel og hef- ur smitað út frá sér. Árni var óvenju fordómalaus, umburðarlyndur og aldrei dóm- harður. Hann sá undantekninga- laust tækifæri í öllu og öllum, og hafði einlægan áhuga á að tengja Árni Ólafur Ásgeirsson HINSTA KVEÐJA Þakklæti er mér efst í huga er ég minnist elsku Árna Óla. Þakklæti fyrir að fá að hafa hann hjá okkur á Frostastöðum sumartíma frá 8-14 ára aldurs. Minningin er fögur. Ljúfur og góður lítill drengur lifir enn í huga mér. Innileg samúðarkveðja til fjölskyldunnar. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum. ✝ Guðmundur Árni Þorvalds- son fæddist 17. október 1965. Hann lést á heimili sínu 29. apríl 2021. Móð- ir hans var Anna Bryndís Árnadóttir, fædd 27. ágúst 1947, dáin 12. apríl 2009. Bróðir Guð- mundar var Einar Breiðfjörð Magn- ússon, fæddur 27. nóvember 1967, dáinn 15. mars 2002. Útför Guð- mundar fer fram frá Akureyr- arkirkju 10. maí 2021 kl. 13. Streymt verður frá útför (stytt slóð): https://tinyurl.com/ mj3w8kut Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Það er sumt sem maður saknar vöku megin við. Leggst út af á mér slokknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil. Því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs hinsta andardráttinn andinn yfirgefur húsið hefur sig til himna við hliðið bíður drottinn. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst) Elsku Guðmundur okkar, nokkur kveðjuorð til þín frá vinum þínum í Geislatúni. Þú kvaddir eft- ir stutt veikindi. Við héldum að við fengjum að hafa þig lengur hjá okkur en þú varst nú ekki vanur að draga hlutina á langinn. Hlut- verki þínu hér hjá okkur var að ljúka og þín biðu önnur störf í nýrri tilveru. Þú varst einstakur ljúflingur, svo góður, jákvæður og svo sannarlega varstu skemmti- legur. Þú vildir öllum vel og vildir allt fyrir alla gera. Þú varst mjög duglegur að hjálpa til á heimilinu og sparaðir okkur oft sporin með sendiferðum um húsið. Þér fannst gaman að stríða okkur starfsfólkinu en allt var það gert af mikilli væntumþykju því að aldrei mátti á neinn halla. Þú varst mikill gleðimaður og hafðir gaman af því að bjóða til mannfagnaðar og vildir gjarnan hafa stórt partí á síðasta ári þegar þú varst 55 ára en vegna aðstæðna í samfélaginu var það ekki hægt. En þú hélst mikla veislu þegar þú varst 50 ára. Þá fékkstu þetta kvæði frá okkur í Geislatúni sem er svo lýsandi fyrir þig. Fimmtugum Guðmundi samgleðjumst nú Geislatúns gaurar og pæjur, tónlist þú elskar svo skilið átt þú alvöru hljómflutningsgræjur. Þó einstöku sinnum þú ákafur sért, þig málæði jafnvel á renni, þá ertu flottastur eins og þú ert öndvegis ljúft snyrtimenni. (Kári Þorleifsson) Elsku Guðmundur. Nú skiljast leiðir. Við söknum þín sárt en er- um þakklát fyrir að hafa átt þig að. Af alhug þökkum við þér fyrir samveruna. Fyrir hönd starfsfólks og íbúa í Geislatúni 1, Þóra Elín. Guðmundur Árni Þorvaldsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA SIGURJÓNSDÓTTIR, Fjólugötu 4, Vestmannaeyjum, sem lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum mánudaginn 26. apríl, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 13. maí klukkan 11. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Alzheimersamtökin. Fjöldatakmarkanir miðast við gildandi sóttvarnareglur. Athöfninni verður streymt á vef Landakirkju, Landakirkja.is. Ingólfur Þórarinsson Sigurjón Ingi Ingólfsson Sigurrós Sverrisdóttir Þórarinn Ingólfsson Anna Guðmundsdóttir Gunnar Örn Ingólfsson Helga Barðadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FILIPPÍA HELGADÓTTIR frá Syðri-Ey, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laugardaginn 24. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helga Magnea Magnúsdóttir Daníel H. Magnússon Guðbjörg Gestsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir Tómas Gíslason Ragnheiður Magnúsdóttir Sævar R. Hallgrímsson Árni Geir Magnússon Ragnar Ólason Helgi H. Magnússon Valgerður K. Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.