Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 Atvinnuauglýsingar Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12:30. Kraftur í KR kl..10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10:10, Grandavegi 47 kl. 10:15 og Afla- granda kl. 10:20. Útskurður kl. 13. Kaffi kl. 14:30-15:20. Vegna fjölda- takmarkana þarf að skrá sig í viðburði, það er grímuskylda í Sam- félagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2702.Allir vel- komnir. Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Ensku- kennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411-2600. Boðinn Myndlist með leiðbeinanda kl. 13-16. Munið sóttvarnir. Sund- laugin er opin frá kl. 13:30-16. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12:40. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16:30. Vatns- leikfimi Sjálandi kl. 14 og 14:40. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Útvarps- leikfimi kl. 9:45. Jóga með Kristrúnu kl. 9:15. Minningahópur kl. 10:30. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11:15. Stólaleikfimi kl. 13:30. Gönguhópur, lengri ganga kl. 13:30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 8:30 í Borgu, morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45. Gönguhópar Korpúlfa, þrír styrkleikar, leggja af stað kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll. Styrktar- leikfimi með Elsu frá Hæfi kl. 11 í Borgum. Prjónað til góðs og frjáls skartgripagerð kl. 13 í Borgum. Línudans með Guðrúnu, síðasta skipti á þessum vetri, kl. 14 í Borgum.Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbein- endur. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffispjall í króknum á Skólabraut kl. 10. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, sam- vera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13-16. Allir velkomnir. Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nissan Leaf Tekna 30 kWh 2016 modelár.Ekinn aðeins 26 þús. km. Leðurinnréting og allir helsti aukabúnaður. Frábær snattari. Verð: 1.950.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. ✝ Jóna Kjart- ansdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. júní 1935. Hún lést á Vífilsstöðum 25. apríl 2021. Jóna var þriðja barn foreldra sinna, þeirra Kjartans Guðmundssonar, frumkvöðuls, iðn- rekanda og kaup- sýslumanns, f. 27.10. 1910 í Reykjavík, d. 26.8. 1992, og Sigríðar Hermanns- dóttur húsmóður, f. 23.4. 1908 á Kjaransstöðum í Þingeyrar- hreppi, d. 21.2. 1988. Jóna ólst upp á heimili for- eldra sinna á Þórsgötunni í miðbæ Reykjavíkur ásamt systk- inum sínum. Elstir voru Birgir, f. 5.4. 1929, d. 23.11. 2003, og Her- mann, f. 17.5. 1930, d. 15.8. 1996. Á eftir Jónu fæddist Auður, f. 3.11. 1943, d. 23.2. 2020, svo Guð- mundur, f. 11.4. 1947, þá Bryn- dís, f. 23.1. 1949, og loks Krist- ján, f. 26.8. 1952. en þeir ólust upp hjá sínum ætt- ingjum. Árið 1967 kynnist Jóna Sig- urði Sigurðssyni, f. 24.12. 1925, d. 13.6. 2005, kaupmanni í versl- uninni Hamborg í Reykjavík. Þau giftust eftir um 20 ára sam- búð og bjuggu saman þar til Sig- urður lést. Sigurður átti fyrir dótturina Sigríði, f. 1.6. 1947. Jóna vann fjölmörg störf um ævina. T.d. rukkari hjá Nathan og Olsen, við pylsugerð hjá SS, sem matráður á Hrafnistu í Reykjavík, í teppaverksmiðju föður síns, Axminster, þerna um borð í farskipum og kokkur á síldarbát en lengstan tíma starf- aði hún sem verslunarkona í versluninni Hamborg og rak hún verslunina síðustu mánuðina í veikindum Sigurðar. Börn Hrafnhildar eru Ragnar, Jóna og Stella. Börn Kjartans eru Nína, Tómas og Eva. Börn Bergs eru Baldur og Þór. Börn Sigríðar eru Sigurður og Hanna. Barnabarnabörnin eru Birgitta, Eldar, Breki, Vaka, Saga, Flóki, Ari, Dagur, Lúkas, ónefndur Baldursson, Starkaður, Kamilla og Daníel. Langalangömmu- börnin eru þrjú. Útförin verður frá Laugar- neskirkju 10. maí 2021, klukkan 13. Jóna kynntist ung Einari Gunn- arssyni, f. 20.10. 1932, og eignaðist með honum dótt- urina Hrafnhildi, f. 22.9. 1951, einungis 16 ára gömul. Jóna og Einar áttu ekki samleið. Síldarævintýrið á Siglufirði heillaði Jónu unga og réð hún sig þar á planið, en fékk fljótlega starf sem kokkur um borð í síldarbát sem hún þáði og var sumarlangt á Siglufirði. Hún sigldi einnig sem þerna með far- skipum og kynntist hún á þess- um árum sjómanninum Bergi Sólmundssyni, f. 4.5. 1931, d. 31.10. 1992. Þau giftust 1958 og hófu búskap á Karfavoginum í Reykjavík ásamt Hrafnhildi. Þau voru gift í átta ár og eign- uðust synina Kjartan, f. 14.1. 1960, og Berg, f. 29.7. 1966. Bergur átti fyrir synina Krist- ján, f. 1954 og Sigurjón, f. 1957, Amma var ein markverðasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var ein af þessum sterku og óvenjulegu karakterum sem auð- velt var að líkja við kvikmynda- stjörnur eða persónur úr frægum skáldsögum. Sumir kölluðu hana stórmenni. Hún var goðsagna- kennd – dugleg, hugrökk, örlát og lífsglöð. Sem barn blandaði ég henni saman við Marilyn Monroe, því amma var sexí og flott, og ít- urvaxin eins og hún. Í æsku gat hún líka minnt mig á Soffíu frænku í Kardimommubæ Eg- ners. Þá var ég fljótur að slá henni gullhamra með mjög góð- um árangri! Amma leyfði sér flest sem henni datt í hug. Og hún gat það og komst yfirleitt upp með það. Hún var sennilega í hópi fyrstu íslensku kvenna sem frá unga aldri þorðu að ferðast einar um heiminn. London varð næsta stopp frá Reykjavík. Amma var aldurslaus húmoristi með áhuga á öllu og dellu fyrir háhæluðum skóm, silkiblússum, silkislæðum, loðfeldum, skartgripum og borð- búnaði. Reykjavíkurmynstruð silfurhnífapör frá fjölskyldufyrir- tækinu Gull- og silfursmiðjunni Ernu voru oft á borðum. Veisl- urnar hennar voru rómaðar, gestrisnin annáluð. Allir voru vel- komnir í heimsókn, hvenær sem var. Hún gat minnt á Carmen í óperu Bizets, eða hvetjandi gest- gjafa á salon í París á 19. öld. Við grínuðumst með að við gætum hafa hist á einum slíkum í öðru lífi. Hún taldi að hún hefði verið nunna í einhverju fyrri lífa og að þess vegna hefði pendúllinn sveiflast alveg í hina áttina í þessu. Ég man undrunarsvipinn á andliti föðurömmu, Rögnu, þeg- ar ég sagði henni, fimm ára gam- all, að Jóna amma hefði dansað uppi á borði í gærkvöldi. Það var aldrei lognmolla í kringum ömmu. Hún var samkvæmisljón. Hún elskaði félagsskap, sam- kvæmislífið og mannfagnaðinn. Hún var yfirleitt miðpunkturinn og síðust úr öllum partíum. Gríð- arlegur persónulegur styrkur einkenndi ömmu – og skap. Hún gat verið erfið, en var alltaf skemmtileg, kom á óvart og til í flest. Fá hjörtu þekkti ég stærri og hlýrri. Ekkert sló hana út af laginu: Ef eitthvað bjátaði á, þá var það leyst og síðan gleymt. Það var yfirleitt alltaf gaman, en lífið var líka vinna og sjálfsagi. Fyrir henni var lífið praktískt og krefjandi, en líka ævintýri og hún nýtti möguleika þess til fulls. Þegar móðir mín, Hrafnhildur, eignaðist mig 16 ára, var amma aðeins 32 ára. Þetta gerði hana líka að óvenjulegri ömmu og mömmu. Hún passaði vel upp á dóttur sína og sá til þess að hana skorti aldrei neitt. Móðurbræður mínir, Kjartan og Bergur, urðu nánast eins og bræður mínir og ég upplifði móður mína stundum jafnvel eins og systur. En í byrj- un fimmta áratugarins, þegar amma eignaðist mömmu 16 ára, olli slíkt hneykslun og jafnvel fyr- irlitningu sem hún þurfti að hrista af sér. Sú reynsla herti hana. Hún var heppin að geta notið forréttinda fjölskyldu sem sló um hana skjaldborg. Eftir það var amma óstöðvandi. Langafi minn og faðir ömmu, Kjartan Guðmundsson, frumkvöðull, iðn- rekandi og kaupsýslumaður í teppaverksmiðjunni Axminster, gladdist mjög þegar amma kynntist gömlum vini hans og uppeldisafa mínum, Sigurði Sig- urðssyni, kaupmanni í verslun- inni Hamborg. Ráðahagurinn styrkti mjög tengsl feðginanna. Stórfjölskyldan tók þátt í að byggja sumarhús saman og gleðin færðist frá Reykjavík í Skorradalinn. En amma og Sig- urður afi voru fyrst og fremst fólk gömlu miðborgar Reykjavíkur – borgarar af kaupmannsstétt gamla Íslands sem er ekki lengur til. Því þótt amma hafi verið afar nútímaleg þá var hún fyrst og fremst hluti af veröld sem var og úr fjölskyldu sem átti þátt í að byggja upp Ísland. Hún var mitt rótfasta eikartré, rauði þráðurinn og stjarnan í lífi mínu. Ég kvaddi hana föstudaginn 23. apríl: „Amma, ég elska þig, takk fyrir að deila lífinu með mér, ég bið Guð að vera með þér á leið þinni inn í eilífðina og ég vona að við hittumst aftur.“ Ragnar Roberto Halldórsson. Þessi skrif verða fátækleg kveðja til Jónu Kjartans, vinkonu minnar til hálfrar aldar og rúm- lega þó. Ég var bara stelpukrakki í Vogunum þegar ég man fyrst eftir Jónu. Mín fyrsta minning um hana er þegar ég hringdi á dyrabjöllunni í Karfavogi 35 til að fá Kjartan son hennar út að leika. Við það tækifæri kom Jóna stikl- andi niður stigann í gylltum skvísusamfestingi og á háum hælum eins og kvikmynda- stjarna. Barninu fannst mikið til koma. Slíkur stíll einkenndi Jónu, virka daga sem aðra. Henni fannst óþarfi að bera sig illa og var vel tilhöfð fram í það síðasta. Jóna var í eðli sínu glöð og bjart- sýn. Hún hafði lítinn tíma til að fela sannleikann eins og hann kom henni fyrir sjónir. Henni fannst að maður ætti að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða og taka tækifærum með opnum hug. Þessi kona, sem lífið lék ekki alltaf við, hafði oftast aðeins gott um aðra að segja og annað var látið kyrrt liggja. Jóna og Siggi áttu glæsilegt heimili og smekklegt. Þangað var gaman að koma og oftast var ein- hver í heimsókn, allir hjartanlega velkomnir og vel var veitt. Gest- risnin náði líka til vina og kunn- ingja barna þeirra. Það voru margir úr þeim hópi sem sóttu stuðning og hlýju á heimilið, því eins og gengur, þá kemur ýmis- legt upp á í lífi fólks sem þarf að fá hjálp með. Hjá Jónu og Sigga man ég ekki eftir að neinn hafi verið dæmdur fyrir gjörðir sínar. Mistök sáu þau frekar sem tæki- færi til að gera öðruvísi og kannski var hægt að brosa góð- látlega að þeim seinna meir. Jóna og Siggi voru miklir dýra- vinir. Þau kunnu margar sögur um ferfætlinga sem og fleyga vini. Það var unun að því að heyra um uppákomur hjá vinum þeirra úr dýraríkinu sem þau höfðu sér- stakan skilning á. Allar lifandi verur töldu þau hafa sinn tilveru- rétt og studdu bæði menn og mál- leysingja á margan hátt þótt ekki væri það auglýst sérstaklega. Þeim fannst það bara sjálfsagt. Jóna hafði mikinn áhuga á fjöl- breytileika lífsins sem og tilveru- stigum fyrir og eftir jarðvist. Ég veit að hún var búin að búa sig undir að fara burt úr jarðvistinni eins og hægt er. Það er samt tregablandið þegar dagurinn rennur upp. Það voru mikil forréttindi að þekkja þessa góðu konu og að fá að kynnast börnunum hennar og fjölskyldum sem öll eru einstakt sómafólk. Ég sendi þeim hug- heilar samúðarkveðjur. Í hjarta mínu er ég þakklát fyrir tímann með „gamla skass- inu“ mínu og þá einstöku vináttu sem við áttum. Erla Erlingsdóttir í Vínarborg. Jóna Kjartans var alveg ein- stök kona. Glaðværð hennar og hlátur smitaði alla. Það var okkur oft mikið undrunarefni hvað hún var kraftmikil þessi fínlega og fal- lega kona. Alltaf komin upp fyrir allar aldir þótt hún færi seint að sofa. Og alltaf svo fín og falleg og á dýrðlegum háhæluðum skóm. Hún varð fjölskylduvinur þeg- ar Bergur, fósturbróðir hans pabba, náði ástum hennar. Það var alltaf svo hressandi þegar Jóna kom í heimsókn, hvort sem var að degi til eða eftir böll í Súlnasalnum. Náin kynni urðu milli fjöl- skyldna Jónu og okkar. Kjartan faðir hennar rak Axminster sem var teppaframleiðslufyrirtæki. Bergur vann hjá Kjartani og pabbi fór að hreinsa teppi í auka- vinnu með Bergi. Mamma fór að vinna í versluninni Axminster og samgangur fjölskyldnanna varð í mörg ár mikill og ánægjulegur. Svo kom Sigurður í Hamborg inn í líf Jónu og við fengum áfram að njóta hennar. Vorum oft boðin í flott boð hjá þeim. Þegar foreldrar mínir skildu voru Jóna og Siggi mikill stuðn- ingur við mömmu. Hún fór að vinna í Hamborg og eyddi því miklum tíma með Sigga og Jónu. Þau unnu saman á virkum dögum og um helgar drifu þau sig í sum- arbústaðinn í Skorradal. Siggi ók og mamma og Jóna hlógu. Vinátta og tryggð Jónu við mömmu Rósu var ómetanleg og henni mjög mikils virði. Og við systkinin og fjölskyldur okkar nutum alla tíð vináttu Jónu. Ég þakka fyrir það fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. Jóna lifir í minningunni og það eru bara góðar og glaðar minn- ingar um yndislega manneskju. Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Bisk. Það var mitt lán fyrir margt löngu að fyrir orð vinar réð Siggi í Hamborg mig í sumarvinnu. Þá kynntist ég Jónu. Hún var ekki sérstaklega hrif- in af þessari ráðstöfun, fannst óþarfi að ráða nýja stelpu í vinnu. Hún var samt ekkert að fjarg- viðrast og tók mér vel. Í Ham- borg störfuðu fyrir yndislegar konur sem gott var að kynnast og svo auðvitað Siggi og Doddi. Öll voru þau skemmtileg og góð. Það var lærdómsríkt og gef- andi að vinna í Hamborg. Ekki endilega vegna afgreiðslustarfs- ins heldur vegna þess að Ham- borg var eins og lítil en stórhjarta félagsmiðstöð. Í litlu kaffistofuna í kjallaranum voru allir velkomn- ir, ríkir og fátækir, gefandi og þurfandi, glaðir og daprir, sér- vitrir og sérsinna. Allir fóru ríkari af fundi Jónu og Sigga. Ríkari andlega en ósjaldan var líka einhverju ver- aldlegu gaukað að þeim sem á þurftu að halda. Alltaf orðalaust. Að vinna í Hamborg fyrir jólin var líka einstaklega skemmtilegt. Jólaskapið og gleðin ofar öllu. Oftar en ekki komu hugmynda- lausir eiginmenn í gjafaleit á síð- ustu stundu. Ætluðu að bjarga sér og kaupa „góðan pott eða pönnu handa konunni“. Oftar en ekki var þeim góðlátlega bent á litlu gullsmíðabúðina handan göt- unnar. Ekki það að pottarnir hafi ekki verið góðir. Gróði Jónu og Sigga var ekki mældur í pening- um, þeirra gróði var meiri að vita af gjöf sem innilega gladdi. Þrátt fyrir næstum þrjátíu ára aldursmun urðum við Jóna vin- konur. Í hennar huga var reyndar ekkert til sem hét aldursmunur eða munur á manneskjum yfir- leitt. Hún var bæði töffari og pæja og mikill fagurkeri. Alltaf ung í anda, skemmtileg og ein- staklega ræktarsöm við annað fólk. Ekkert umræðuefni var óskiljanlegt eða átti ekki rétt á sér. Kjánalegt, fyndið, gáfulegt, sorglegt eða gamaldags, allt var hægt að ræða og hún bjó yfir þeim góða eiginleika að hafa áhuga á viðmælandanum, sama hver hann var. Nær áttræðu heimsótti hún mig síðast í sveitina. Brunaði ein á bílnum sínum til að sjá leiksýn- ingu – „því áhugaleikhús er svo skemmtilegt“. Gista hjá stelpunni og skoða Borgarfjörðinn sem henni þótti svo fallegur. Í aldursleysinu var þá hlegið og spjallað, skálað og stolist til að reykja pínulítið út um gluggann. Víst hefðu samverustundirnar mátt vera fleiri. Jónu þakka ég samfylgdina og allt það góða sem hún kenndi og gaf mér og mínum. Ástvinum votta ég einlæga samúð. Hana var gott að þekkja. Þórvör Embla Guðmundsdóttir. Jóna Kjartansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.