Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 27
Hamburg, 96:89.
Jón Axel var
stigahæstur á
vellinum með 24
stig en hann tók
auk þess fjögur
fráköst og átti
þrjár stoðsend-
ingar fyrir Fraport.
Jón Axel spilaði í
25 mínútur. Lið hans endar í tólfta
sæti af átján liðum.
_ Atvinnukylfingurinn Haraldur
Franklín Magnús hafnaði í 28.-33.
sæti á Dimension Data-mótinu sem
lauk í Suður-Afríku í gær en mótið var
hluti af Áskorendamótaröð Evrópu,
þeirri næststerkustu í Evrópu. Har-
aldur lék lokahringinn á 70 höggum
eða tveimur höggum undir pari vall-
arins. Samtals lék hann hringina fjóra
í Suður-Afríku á sjö höggum undir
pari. Fyrir árangurinn fær hann tæp-
lega 3.500 evrur en það samsvarar
rúmlega hálfri milljón íslenskra króna.
_ Tryggvi Snær Hlinason og sam-
herjar í spænska liðinu Zaragoza
tryggðu sér í gær bronsverðlaunin í
Meistaradeild FIBA í körfuknattleik
með því að sigra Strasbourg frá
Frakklandi í Nizhnij Novgorod í Rúss-
landi, 89:77. Tryggvi spilaði í tólf mín-
útur en hann skoraði fjögur stig, tók
tvö fráköst og átti eina stoðsendingu
fyrir Zaragoza.
_ Viggó Kristjánsson, landsliðs-
maður í handknattleik, átti stórleik
með Stuttgart í
gær og skoraði
átta mörk þegar
liðið vann óvænt-
an sigur á Rhein-
Neckar Löwen,
32:28, í þýsku 1.
deildinni í hand-
knattleik. Ómar
Ingi Magnússon
átti líka flottan leik fyrir Magdeburg
og skoraði átta mörk í útisigri á
Bergischer á laugardaginn, 25:21.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú
mörk fyrir Bergischer. Oddur Gret-
arsson skoraði þrjú mörk fyrir Bal-
ingen sem gerði jafntefli við Minden,
29:29, og Bjarki Már Elísson skoraði
tvö mörk fyrir Lemgo í ósigri á
heimavelli gegn Hannover-Burgdorf,
24:26. Þá gerði Alexander Petersson
eitt mark fyrir topplið Flensburg
sem vann Wetzlar 32:24 á laug-
ardaginn.
_ Tveir Íslendingar fögnuðu bikar-
meistaratitlum í svissneska handbolt-
anum um helgina. Harpa Rut Jóns-
dóttir lék með Zug sem vann Spono
Eagles 29:26 í úrslitaleik kvenna og
Aðalsteinn Eyjólfsson stýrði Kadet-
ten til sigurs á Kriens, 22:21, í úrslita-
leik karla.
_ Samúel Kári Friðjónsson skoraði
fyrsta mark Viking í gær þegar lið
hans vann Brann, 3:1, í fyrstu um-
ferð norsku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu. Samúel lék fyrstu 70
mínútunar með Víkingsliðinu.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Höllin Ak.: Þór Ak. – Haukar.............. 19.15
MVA-höllin: Höttur – Keflavík ........... 19.15
Origo-höllin: Valur – Grindavík .......... 19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Stjarnan . 19.15
DHL-höllin: KR – ÍR ........................... 19.15
Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Þór Þ .. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – Haukar................... 19.30
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik ............ 18
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Valur .... 19.15
Í KVÖLD!
Dominos-deild kvenna
Snæfell – Breiðablik............................. 81:75
Skallagrímur – Fjölnir....................... 83:102
KR – Haukar....................................... 57:103
Keflavík – Valur.................................... 68:81
Lokastaðan:
Valur 21 18 3 1623:1302 36
Haukar 21 15 6 1560:1392 30
Keflavík 21 14 7 1647:1527 28
Fjölnir 21 14 7 1661:1536 28
Breiðablik 21 8 13 1395:1437 16
Skallagrímur 21 8 13 1473:1573 16
Snæfell 21 5 16 1516:1676 10
KR 21 2 19 1396:1828 4
Umspil karla
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Vestri – Fjölnir ..................................... 79:76
Hamar – Hrunamenn......................... 110:58
1. deild kvenna
Vestri – Ármann ................................... 60:96
Hamar/Þór – Njarðvík......................... 50:81
Fjölnir b – Tindastóll ........................... 88:70
Lokastaðan:
Njarðvík 16 15 1 1280:851 30
ÍR 16 14 2 1113:872 28
Grindavík 16 11 5 1195:1019 22
Fjölnir b 16 7 9 1070:1032 14
Ármann 16 6 10 1055:1145 12
Hamar/Þór 16 6 10 975:1099 12
Stjarnan 16 6 10 1013:1100 12
Tindastóll 16 6 10 933:1087 12
Vestri 16 1 15 859:1288 2
Spánn
Real Madrid – Valencia ...................... 69:79
- Martin Hermannsson skoraði 11 stig
fyrir Valencia og tók tvö fráköst á 18 mín-
útum.
>73G,&:=/D
Olísdeild karla
FH – Afturelding.................................. 30:27
Þór Ak. – Selfoss................................... 21:27
ÍR – KA ................................................. 22:32
ÍBV – Stjarnan ..................................... 36:34
Valur – Grótta....................................... 36:24
Staðan:
Haukar 18 15 1 2 527:427 31
FH 18 11 4 3 535:492 26
ÍBV 19 11 1 7 559:531 23
Valur 19 11 1 7 552:509 23
Selfoss 19 10 2 7 494:476 22
Stjarnan 19 9 3 7 545:524 21
Afturelding 18 9 1 8 477:487 19
KA 17 7 5 5 455:438 19
Fram 18 8 2 8 471:458 18
Grótta 19 4 4 11 486:515 12
Þór Ak. 19 4 0 15 425:528 8
ÍR 19 0 0 19 443:584 0
Olísdeild kvenna
Fram – KA/Þór..................................... 27:27
ÍBV – FH .............................................. 20:19
Valur – HK............................................ 27:20
Haukar – Stjarnan ............................... 24:26
Lokastaðan:
KA/Þór 14 8 5 1 352:309 21
Fram 14 10 1 3 413:333 21
Valur 14 7 3 4 371:309 17
ÍBV 14 7 2 5 338:318 16
Stjarnan 14 7 1 6 360:364 15
Haukar 14 5 3 6 350:360 13
HK 14 4 1 9 337:375 9
FH 14 0 0 14 269:422 0
Spánn
Cuenca – Barcelona ............................ 27:41
- Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Barcelona.
Danmörk
GOG – Kolding..................................... 32:29
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 6 skot í
marki GOG og Ágúst Elí Björgvinsson
varði 9 skot í marki Kolding.
Bjerringbro/Silk. – SönderjyskE...... 27:29
- Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark
fyrir SönderjyskE.
Tvis Holstebro – Skjern...................... 34:32
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk
fyrir Tvis Holstebro og Elvar Örn Jónsson
skoraði eitt mark fyrir Skjern.
Pólland
Kielce – Piotrków................................ 40:21
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5
mörk fyrir Kielce.
%$.62)0-#
Akureyrarliðið KA/Þór tryggði sér
á laugardaginn sinn stærsta titil til
þessa þegar liðið gerði jafntefli við
Fram, 27:27, í lokaumferð Olís-
deildar kvenna í handknattleik í
Safamýri.
Liðin urðu efst og jöfn í deildinni
en KA/Þór hreppir deildameistara-
titilinn á innbyrðis viðureignum lið-
anna, og er því með heimaleikja-
réttinn út úrslitakeppnina. Rut
Jónsdóttir skoraði jöfnunarmark
KA/Þórs, sitt áttunda mark í leikn-
um, en Rakel Sara Elvarsdóttir
gerði 9 mörk. Karen Knútsdóttir og
Ragnheiður Júlíusdóttir gerðu 9
mörk hvor fyrir Fram.
Liðin tvö sitja hjá í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar sem hefst á
fimmtudaginn. Valur sem varð í
þriðja sæti mætir Haukum sem end-
uðu í sjötta sæti og ÍBV og Stjarnan
sem enduðu í fjórða og fimmta sæt-
inu eigast við. Vinna þarf tvo leiki.
HK sem endaði í sjöunda sæti fer
hinsvegar í umspil um eitt sæti í
deildinni ásamt Gróttu, ÍR og
Fjölni/Fylki. vs@mbl.is
Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson
KA/Þór Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir tók við bikarnum í Safamýri.
Stærsti titillinn
hjá Akureyringum
Guðni Valur fékk í gær silfur-
verðlaun í kringlukasti þegar hann
lenti í öðru sæti á evrópska vetrar-
kastmótinu í Split í Króatíu.
Guðni Valur þeytti kringlunni
63,66 metra, sem er talsvert frá
hans besta árangri, Íslandsmetinu
sem hann setti í fyrra, sem er 69,35
metrar.
Lengi vel var Guðni Valur í efsta
sæti keppninnar, eða allt þar til
Ungverjinn János Huszák þeytti
kringlunni 65,25 metra í fimmtu til-
raun af sex og tryggði sér þar með
gullið.
Enginn keppandi náði því ólymp-
íulágmarki á mótinu, en lágmarkið
er 66 metrar.
Fleiri tækifæri munu þó gefast til
þess enda fara fleiri mót fram á
næstunni áður en frestur til að
tryggja sér sæti á Ólympíu-
leikunum rennur út 29. júní næst-
komandi.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir hafn-
aði í áttunda sæti í afar jafnri
keppni í sleggjukasti í flokki U23
ára kvenna. Hún kastaði 61,31
metra en Cecilia Desideri frá Ítalíu
sigraði með kasti upp á 63,99
metra. Íslandsmet Elísabetar í
greininni er 64,39 metrar.
Hilmar Örn Jónsson hafnaði í
sextánda sæti í sleggjukasti karla
og kastaði 68,62 metra en Íslands-
met hans er 77,10 metrar. Sigur-
vegarinn Esref Apak frá Tyrklandi
kastaði 75,99 metra.
Mímir Sigurðsson hafnaði í ní-
unda sæti í kringlukasti í flokki
U23 ára karla. Hann kastaði 54,23
metra en besti árangur hans er
55,54 metrar. Yauheni Bahutski frá
Hvíta-Rússlandi sigraði og kastaði
64,37 metra.
Guðni fékk silfur-
verðlaunin í Split
Morgunblaðið/Eggert
Annar Guðni Valur Guðnason kast-
aði næstlengst í Split í gær.
ÍBV og Valur styrktu stöðu sína í
slagnum um þriðja og fjórða sætið í
Olísdeild karla í handknattleik í
gær og KA komst uppfyrir Fram í
baráttunni um sæti úrslitakeppn-
inni.
_ Theodór Sigurbjörnsson skor-
aði 10 mörk fyrir ÍBV sem vann
Stjörnuna í lykilleik í Vestmanna-
eyjum, 36:34. Leó Snær Pétursson
skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna.
Sigtryggur Daði Rúnarsson tryggði
ÍBV sigurinn með tveimur síðustu
mörkum leiksins á lokamínútunni.
_ Agnar Smári Jónsson skoraði
átta mörk fyrir Val og Martin
Nágy varði 15 skot í marki liðsins í
öruggum sigri á Gróttu, 36:24, á
Hlíðarenda.
_ Árni Bragi Eyjólfsson skoraði
tíu mörk fyrir KA sem vann auð-
veldan sigur á botnliði ÍR í Aust-
urbergi, 32:22.
_ Einar Sverrisson skoraði sjö
mörk fyrir Selfyssinga sem unnu
Þórsara 27:21 á Akureyri en fátt
getur nú komið í veg fyrir að Þór
falli úr deildinni ásamt ÍR. Selfoss
er stigi á eftir ÍBV og Val.
_ FH er með annað sætið í hendi
sér og vann Aftureldingu 30:27 í
Kaplakrika. Birgir Már Birgisson
skoraði níu mörk fyrir FH-inga og
Phil Döhler átti stórleik í marki
þeirra með 17 varin skot.
Góðir sigrar
hjá ÍBV og Val
- Theódór skoraði tíu fyrir Eyjamenn
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Tíu Theodór Sigurbjörnsson og
Björgvin Þór Hólmgeirsson.
Manchester City vantar enn þrjú
stig til að tryggja sér enska meist-
aratitilinn í knattspyrnu. Grann-
arnir í Manchester United söxuðu
enn frekar á forskot City í gær með
því að sigra Aston Villa á útivelli,
3:1, þar sem Bruno Fernandes, Ma-
son Greenwood og Edinson Cavani
skoruðu í seinni hálfleik eftir að
Bertrand Traoré hafði komið Villa
yfir snemma leiks.
City tapaði fyrir Chelsea á heima-
velli, 1:2, á laugardaginn þar sem
Marcos Alonso skoraði sigurmarkið
í uppbótartíma. City fær tækifæri til
að tryggja sér titilinn á föstudags-
kvöldið þegar liðið heimsækir New-
castle en það á ennfremur eftir að
mæta Brighton og Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 85
mínúturnar með Everton sem vann
dýrmætan útisigur á West Ham í
London, 1:0. Dominic Calvert-Lewin
skoraði sigurmarkið á 24. mínútu og
Everton er því áfram með í barátt-
unni um Evrópusæti. vs@mbl.is
AFP
Unnu Mason Greenwood fagnar einu marka Manchester United í gær.
Manchester City
meistari á föstudag?