Morgunblaðið - 17.05.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Haldinn varauka-fundur í
borgarstjórn sl.
þriðjudag um árs-
reikning borgar-
innar fyrir árið
2020. Fundurinn
fór illa í einstaka borgarfulltrúa
meirihlutans og voru ómálefna-
legar svívirðingar látnar dynja
á borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins fyrir þá „sök“ að þeir
vildu ræða efnislega um stór-
felldan fjárhagsvanda borgar-
innar. Borgarfulltrúum meiri-
hlutans líður bersýnilega betur
með að ræða eitthvað allt ann-
að, til dæmis óljósar hugmyndir
um „Græna planið“, en að tak-
ast á við þann vanda sem blasir
við og hefur vaxið mjög í þeirra
tíð.
En það er ekki aðeins svo að
þeir vilji ræða annað en raun-
veruleikann í fjármálum borg-
arinnar, borgarfulltrúar meiri-
hlutans beita blekkingum til að
breiða yfir stórkostleg mistök
sín. Borgarfulltrúar meirihlut-
ans, Samfylkingarinnar, Við-
reisnar, Pírata og Vinstri-
grænna, bókuðu við afgreiðslu
ársreikningsins mikið um áhrif-
in af kórónuveirufaraldrinum
og sögðu svo meðal annars: „Því
skiluðu áætlaðar tekjur sér
ekki, hvort sem litið er til út-
svarstekna eða annarra tekna.“
Með þessu er vitaskuld verið
að reyna að blekkja borgarbúa
því að tekjur lækkuðu ekki, eins
og ætla mætti af bókun meiri-
hlutans, heldur hækkuðu þær.
Þegar ársreikningurinn er les-
inn – en meirihlutinn treystir
því eflaust að kjósendur geri
það almennt ekki – sést að
tekjur jukust um fimm millj-
arða króna á milli ára í kór-
ónuveirukreppunni. Fimm
milljarða króna!
Við þessa tölu bætist svo að
borgin sparaði sér tap vegna er-
lendra ferðamanna upp á um
átta milljarða króna, sam-
kvæmt tölum sem meirihlutinn
hefur kynnt. Um þetta er ekk-
ert getið í bókun meirihlutans,
en í febrúar í fyrra, skömmu áð-
ur en faraldurinn skall á af full-
um þunga hér á landi, kom út
skýrsla sem átti að sýna fram á
þetta tap borgarinnar vegna er-
lendra ferðamanna. Nú er ekk-
ert um þetta meinta tap talað,
enda hentar betur nú að nota
kreppuna sem afsökun fyrir
óráðsíunni en góðærið, sem var
afsökunin áður.
Fjárhagsvandi borgarinnar
snýst hins vegar ekki um tekju-
fall nú eða meint tap ári fyrr
vegna erlendra ferðamanna.
Fjárhagsvandinn er útgjalda-
vandi eins og bent er á bæði í
bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og Miðflokks-
ins. Í báðum þessum bókunum
er einnig fjallað um skelfilega
skuldastöðu borgarinnar, sem
vex um 112 millj-
ónir króna á dag,
eins og sjálfstæð-
ismenn benda á.
Þetta er ótrúleg
tala, en þegar
skuldir eru komnar
hátt í fjögur hundr-
uð milljarða króna og aukast
um tugi milljarða króna á ári,
þá er þetta sú hörmung sem
blasir við.
Þetta er sérstaklega alvar-
legt í ljósi þess að í meiri-
hlutasáttmálann árið 2018 var
sett inn eftirfarandi setning:
„Skuldir skulu greiddar niður
meðan efnahagsástandið er
gott.“ Eyþór Arnalds, oddviti
sjálfstæðismanna í Reykjavík,
vék að þessu á fundi flokksins á
laugardag og sagði þetta hafa
farið inn í meirihlutasáttmálann
fyrir vilja Viðreisnar, en hann
benti jafnframt á að skulda-
vandinn hefði þrátt fyrir þetta
rokið upp einmitt frá þessu ári.
Það snýr augljóslega ekkert að
kórónuveirukreppunni heldur
uppsafnaðri og langvinnri
óráðsíu með almannafé.
Útgjöldin eru vandinn og
skýringu þeirra má til að mynda
sjá í þróun fjölda stöðugilda hjá
Reykjavíkurborg, en stöðugild-
um fjölgaði um fjögur hundruð
á milli áranna 2019 og 2020. Sú
þróun er með miklum ólíkindum
á sama tíma og borgarstjóra og
borgarfulltrúum meirihlutans
ætti að vera ljóst að grípa þarf
hart í handbremsuna og stöðva
útgjaldaþensluna og skulda-
söfnunina.
En skuldirnar sjást ekki að-
eins í ársreikningi borgarinnar.
Á fyrrnendum fundi benti Ey-
þór einnig á að borgin væri á
sama tíma að safna upp miklum
viðhaldsvanda. Í því sambandi
nefndi hann fasteignir borgar-
innar, sem fengju allt of lítið
viðhald með tilheyrandi vanda
síðar, og strætisvagnana. Á síð-
ustu árum hefðu sárafáir nýir
vagnar verið keyptir svo upp
hefði hlaðist þörf fyrir tugi
nýrra vagna upp á milljarða
króna. Þannig felur borgin
skuldirnar, en þessar skuldir
eru jafn raunverulegar og hinar
sem sjást í ársreikningnum því
viðhaldinu og endurnýjuninni
verður ekki frestað inn í eilífð-
ina.
Það ótrúlega er svo, að á
sama tíma og borgin getur ekki
endurnýjað strætisvagnana
hefur hún uppi áform, og platar
ríkið og önnur sveitarfélög með
sér í það verkefni, um að koma
upp svokallaðri borgarlínu á
höfuðborgarsvæðinu fyrir að
minnsta kosti tugi milljarða
króna. Þetta er fyrir utan
rekstrarkostnaðinn, sem eng-
inn þeirra sem beita sér fyrir
verkefninu virðist vilja vita
hver verður.
Ábyrgðarleysið er með öðr-
um orðum algert.
Rekstrar- og skulda-
vandi borgarinnar
stafar af óráðsíu
á útgjaldahlið,
ekki tekjufalli}
Blekkingar bókaðar
Þ
egar samgöngusáttmáli höfuð-
borgarsvæðisins var undirritaður
í september 2019, af sex sjálf-
stæðismönnum, borgarstjóra
Samfylkingarinnar og tveimur til
viðbótar, vakti sérstaka athygli málsgrein
sem kvað á um greiða tengingu Sundabrautar
inn á stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins.
Málsgreinin hljóðar svo:
„Við útfærslu verkefna framkvæmdaáætl-
unarinnar verði sérstaklega hugað að greiðri
tengingu aðliggjandi stofnbrauta svo sem
Sundabrautar inn á stofnbrautir höfuðborgar-
svæðisins.“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði svo í
umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í
júní 2020 að ástæður þess að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði gengist undir samgöngusáttmála
höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdir tengdar borg-
arlínuhugmyndum Samfylkingarinnar væru að Vega-
gerðin fengi þá loks að hefja nauðsynlegar framkvæmdir
á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins. Með öðrum
orðum höfðu ríkisstjórnarflokkarnir fallist á að greiða
lausnargjald.
Fjárlaganefnd tók einnig fram í nefndaráliti meiri-
hluta, um frumvarp fjármálaráðherra varðandi stofnun
opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur ohf., að:
„Við útfærslu verkefna framkvæmdaáætlunarinnar
verði sérstaklega hugað að greiðri tengingu aðliggjandi
stofnbrauta, svo sem Sundabrautar, inn á stofnbrautir
höfuðborgarsvæðisins. Hvað tengingu við Sundabraut
varðar þarf að vinna skipulag hennar og Sæbrautar-
stokks í samhengi, enda má líta á Sæbrautar-
stokk sem fyrsta áfanga Sundabrautar.“
Áfram segir í áliti fjárlaganefndar: „Nauð-
synlegt er að hafa það í huga að heildar-
samkomulagið verður því að ganga upp til að
markmið samkomulagsins náist.“
Það er því ljóst að án Sundabrautar verður
engin frekari vinna við borgarlínu.
Á meðan verður hins vegar hægt að nota
tímann í að snjallvæða ljósastýringar á höf-
uðborgarsvæðinu, sem skilar 25-40% minni
biðtíma ökutækja á gatnamótum. Hægt verð-
ur að styrkja hjólreiðastígakerfi höfuðborg-
arsvæðisins, þótt það sé í boði þeirra sem
eiga og nota bifreiðar og borga af þeim skatta
og gjöld. Þá má einnig gera ráð fyrir því að
hægt verði að komast áfram með lagfæringar
á núverandi stofnbrautakerfi höfuðborgar-
svæðisins.
En á meðan Reykjavíkurborg stendur í vegi fyrir
lagningu Sundabrautar sem tengir landsbyggð við höf-
uðborgina þá verður allt stopp varðandi hugmyndir
þeirra um borgarlínu. Kosningaloforð Samfylking-
arinnar verða því hjómið eitt, einu sinni sem oftar. Þetta
veltur þó á því að Sjálfstæðisflokkurinn falli ekki frá
þeim skilyrðum sem sett voru á öllum stigum málsins –
að til þess að ráðast megi í gerð borgarlínu þurfi að ráð-
ast í gerð Sundabrautar. Það verður fróðlegt að sjá hvort
sjálfstæðismenn standi í lappirnar í þessu máli. Ef ekki,
verði mönnum þá að góðu. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Engin Sundabraut = Engin borgarlína
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
M
injastofnun Íslands telur
nauðsynlegt að taka til
skoðunar ákvæði laga
um menningarminjar
þar sem kveðið er á um friðun allra
húsa og mannvirkja sem eru 100 ára
og eldri vegna þess að friðuðum hús-
um muni að óbreyttu fjölga mikið á
komandi árum.
„Við sjáum fram á vandamál í fram-
tíðinni,“ segir Agnes Stefánsdóttir,
sviðsstjóri hjá Minjastofnun.
Í umræddri lagagrein segir einfald-
lega að öll hús og mannvirki sem eru
100 ára eða eldri séu friðuð. Sam-
kvæmt lögunum er óheimilt að raska
friðuðum húsum og mannvirkjum,
spilla þeim eða breyta, rífa þau eða
flytja úr stað nema með leyfi Minja-
stofnunar en stofnuninni er þó heimilt
að afnema friðun sem byggist á ald-
ursákvæðum þessarar greinar.
Í lögunum segir einnig að óheimilt
sé að gera nokkrar breytingar á frið-
lýstu húsi eða mannvirki án vitundar
Minjastofnunar. Við endurbætur og
viðhald friðlýstra húsa og mannvirkja
skuli einnig leita álits og ef til þarf
leyfis stofnunarinnar.
Fyrrgreind skoðun Minjastofnunar
kemur fram í umsögn um laga-
frumvarp sem nú er til meðferðar á
Alþingi. Í því frumvarpi er raunar
ekki fjallað um hús heldur heimild til
að friðlýsa trjálundi, stök tré og garða-
gróður. Eftir að hafa fjallað um efni
frumvarpsins bætir Minjastofnun við,
og segir það gert að gefnu tilefni, að
nauðsynlegt sé að endurskoða laga-
ákvæðið um aldursfriðun húsa og lengi
hafi verið um það rætt að eðilegra væri
að binda friðunina við tiltekið ártal
fremur en 100 ára aldurstölu, ekki síst
þar sem friðuðum húsum og mann-
virkjum á grundvelli aldursreglunnar
muni að öllu óbreyttu fjölga mjög ört á
komandi árum ef núverandi orðalag
lagagreinarinnar stendur óbreytt.
Byggingum hér á landi fjölgaði
hratt á fyrri hluta síðustu aldar. Úr töl-
um, sem birtar eru á vef Þjóðskrár, má
lesa að hús byggð á tímabilinu frá 1922
til 1942 séu samtals 5.896 og þar af er
4.751 hús í Reykjavík. Mikið var byggt
hér á landi á stríðsárunum og síðari
hluta fimmta áratugarins; þannig eru
207 hús á skrá sem voru byggð árið
1941 en 616 sem byggð voru á árinu
1942.
Agnes Stefánsdóttir segir ljóst að
stækka þurfi stofnunina til muna á
næstu árum eigi hún að fylgjast með
öllum þessum fjölda bygginga, annars
yrði það verkefni óyfirstíganlegt. Þess
vegna séu vangaveltur um hvort eðli-
legra sé að miða friðun við ákveðið ár-
tal en engin niðurstaða sé um hvert
það ártal ætti að vera. En stofnunin
vilji líka geta friðað yngri minjar, sem
teljast mikilvægar í menningarsögu
þjóðarinnar.
Vilja breyta viðmiði
fyrir friðun bygginga
2.000
1.500
1.000
500
0
Fjöldi íbúða í Fasteignaskrá eftir skráðu byggingarári
Höfuðborgarsvæðið Allt landið
1900 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
Öll hús byggð árin 1922-1942
verða friðuð sjálfkrafa á
næstu 10 árum
Heimild: skra.is
Frá 1900 til 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir þing-
maður Framsóknarflokks og
fleiri þingmenn hafa lagt fram
frumvarp á Alþingi um að
heimilt sé að friðlýsa, að tillögu
Minjastofnunar, trjálundi, stök
tré og garðagróður sem hafi
menningarsögulegt, ræktunar-
sögulegt eða fræðilegt gildi.
Segir m.a. í greinargerð með
frumvarpinu að víða sé að finna
stök tré sem setji svip á um-
hverfið og hafi jafnvel staðið í
tugi ára. Megi þar t.d. nefna
hlyninn á horni Vonarstrætis
og Suðurgötu í Reykjavík.
Nái líka til
trjálunda
FRIÐLÝSING
Morgunblaðið/Sigurður
Tré Svipmikill trjágróður við
Suðurgötu í Reykjavík.