Morgunblaðið - 17.05.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
„ÉG ER EKKERT FYRIR ÞAÐ AÐ NÍÐA
SKÓINN Á FÓLKI. ÉG LÆT SKÖLLÓTTA,
NAUTHEIMSKA OG FORLJÓTA APAKÖTTINN
AÐSTOÐARMANN MINN UM ÞAÐ.“
„ÉG SKIL EKKI ÞETTA BULL – EN ÞÚ?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sigla saman undir
stjörnuhimni.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞETTA ER SORGAR-
SVIPURINN MINN
ÞÚ LÍTUR
FÁRÁNLEGA ÚT
ÞÚ LÍTUR
FÁRÁNLEGA ÚT
Æ, ELSKU KARLINN.
HÉR ER NAMMI
BÍDDU!
REYNDU
FYRST AÐ
RÆÐA VIÐ
ÓVININA!
HUM?ÓKEI,
BRÓÐIR
ÓLAFUR!
GEFIST UPP EÐA HLJÓTIÐ
VERRA AF!FÉLAGAR, UNDIRBÚIÐ
ÁRÁS!
LÚÐI
Agnes Veronika Guðmundsdóttir, f.
3.5. 1889, d. 21.3. 1976, húsmóðir í
Bolungavík.
Börn Helgu og Gunnars eru 1)
Agnar Halldór Gunnarsson, f. 23.1.
1953, bóndi og fyrrverandi oddviti á
Miklabæ í Blönduhlíð. Maki: Dalla
Þórðardóttir, prófastur á Miklabæ í
Blönduhlíð. Synir þeirra eru Trost-
an, f. 1981, og Vilhjálmur, f. 1985, og
barnabörnin eru tvö; 2) Kristín
Gunnarsdóttir, f. 12.8. 1954, d. 30.6.
2014, kennari í Keflavík: Maki:
Benedikt Ketill Kristjánsson versl-
unarmaður. Börn þeirra eru Ragn-
hildur Helga, f.1973, Kristján Heið-
berg, f. 1977, og Aron Ívar, f. 1995.
Barnabörnin eru átta; 3) Ósk Gunn-
arsdóttir, f. 26.12. 1956, kennari í
Kópavogi. Barnsfaðir: Haukur Þor-
valdsson sölumaður. Dóttir þeirra er
Agnes Veronika, f.1981. Barnabörn-
in eru þrjú.
Systkini Helgu: Jón, f. 1911, d.
2003, Magnús, f. 1912, d. 1997, Her-
mann, f. 1913, d. 1980, Guðrún, f.
1914, d. 1997, Elín, f. 1916, d. 2013,
Þorbjörg f. 1918, d. 2016, Magnea, f.
1919, d. 2000, Ingigerður, f. 1921, d.
2018, stúlka f. 1922, d. 1922, Óskar f.
1923, d. 1924, Svanlaug f. 1924, d.
2007, Ingibjörg f. 1925, búsett á Sel-
fossi, Hrefna, f. 1927, búsett í
Reykjavík, Óskar f .1929, d. 2013.
Hálfsystir Helgu var Laufey, f. 1920,
d. 2019.
Foreldrar Helgu voru hjónin
Kristín Jónsdóttir, f. 16.5. 1886, d. 2.
9. 1971, húsfreyja á Blesastöðum, og
Guðmundur Magnússon, f. 11.5.
1878, d. 20.10. 1972, bóndi á Blesa-
stöðum.
Helga
Guðmundsdóttir
Ingveldur Ófeigsdóttir
húsmóðir í Vorsabæ
Eiríkur Hafliðason
bóndi í Vorsabæ
Helga Ragnhildur Eiríksdóttir
yfirsetukona í Vorsabæ
Jón Einarsson
bóndi í Vorsabæ á Skeiðum
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Blesastöðum
Vilborg Ketilsdóttir
húsfreyja á Syðri-
Brúnavöllum
Einar Eggertsson
bóndi á Syðri-Brúnavöllum
á Skeiðum
Sigríður Sturlaugsdóttir
húsfreyja á Reykjum
Eiríkur Eiríksson
bóndi, hreppstjóri og
dannebrogsmaður á
Reykjum á Skeiðum.
Guðrún Eiríksdóttir
húsfreyja á Votumýri
Magnús Sigurðsson
bóndi á Votumýri á Skeiðum
Guðrún Gísladóttir
húsfreyja á Votumýri
Sigurður Guðmundsson
bóndi á Votumýri
Úr frændgarði Helgu Guðmundsdóttur
Guðmundur Magnússon
bóndi á Blesastöðum á
Skeiðum
Ingólfur Ómar Ármannsson sendimér póst á miðvikudag þar sem
segir: „Ég skrapp upp í Borgarfjörð
í gærmorgun og er sauðburður sum-
staðar vel á veg kominn og þar mátti
sjá á nokkrum bæjum kindur ásamt
lömbum sínum og einn og einn hrafn
á sveimi. En þannig varð kveikjan
að þessari vísu:
Hoppa lömb um laut og börð
létt og kvik í spori.
Sveimar yfir sauðahjörð
soltinn hrafn að vori.
Svo er hér ein að gamni en hún er
af ólíkum toga.
Leiktu þér við ljóðaspil
lífs með gleðifuna.
Láttu fögnuð, ást og yl
auðga tilveruna.“
Í „Limru-skjóðu“ Hafsteins
Reykjalín Jóhannessonar er ort um
„Vorið í pólitík 2013“:
Kosningar kjósendur vilja,
koma á frelsi og skilja
að klórir þú mér
þá klóra ég þér
og kenni þér gróðann að hylja.
Í „Kvöldglettum“ Óskar Þorkels-
dóttur er „Kosningaspá“:
Kosningar harðar við heyjum,
horfur er erfitt að segjum.
Þá staðreynd má sjá
við stjórn munum fá
með rándýrum ráðherragreyjum.
„Hananú. – Fuglalimrur“ er bók
Páls Jónassonar í Hlíð. Þar er limr-
an „Fagurt syngur svanurinn í Sól-
eyjar-Hlíð“.
Frá bakkanum svanirnir synda,
en sól skin á efstu tinda
því risinn er dagur
úr rökkrinu fagur
með töfraspil tóna og mynda.
Í „Ljóðum úr leiðöngrum“ eftir
Sturlu Friðriksson er sagt frá „Kast-
alagöngu við Signu í rigningu“:
Við plömpum í hasti og pústum,
paufumst og böslum í þústum
og öslum í sudda
og rigningarrudda
til að komast að kastalarústum
Í „Árleysi alda“ segir Bjarki
Karlsson frá „nokkrum val-
inkunnum sómamönnum úr upp-
sveitum Árnessýslu“:
Þegar Guðmundur bóndi í Grafningi
gleypti í sig þrjú tonn af jafningi
fékk sveitin að kynnast
að seint myndi finnast
í Grafningi Guðmundar jafningi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr Borgarfirði og
enn tínast til limrur