Morgunblaðið - 17.05.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
rússnesku geimferðastofnuninni Roskosmos.
Leikararnir tveir og aðrir starfsmenn mynd-
arinnar munu í sumar gangast undir stífa
þjálfun til að búa sig undir geimdvölina, m.a.
verður byggð eftirlíking af Alþjóðlegu geim-
stöðinni fyrir æfingarnar. Til stendur að
flytja kvikmyndaliðið með Sojuz MS-19-
geimfari sem skotið verður á loft frá Baikon-
or-geimferðamiðstöðinni 5. október.
„Óskið okkur góðrar ferðar,“ sagði Peresild
í instagramfærslu.
Rússneska ríkissjónvarpsstöðin Channel 1
og Dmitrí Rogozin, forstjóri Roskosmos,
munu framleiða myndina. Konstantin Ernst,
forstjóri Channel 1, segir að kvikmyndin sé
viðamikið verkefni, sem verði vonandi til að
endurvekja áhuga og ástríðu rússnesku þjóð-
arinnar fyrir mönnuðum geimferðum.
Roskosmos boðaði einnig að á hennar veg-
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Rússar tilkynntu í síðustu viku að til standi í
haust að taka í fyrsta skipti upp leikna kvik-
mynd í fullri lengd úti í geimnum. Einnig
ætla Rússar síðar á árinu að flytja sérvitran
japanskan auðjöfur til Alþjóðlegu geimstöðv-
arinnar.
Geimferðaáætlun Rússa staðnaði eftir að
Sovétríkin liðu undir lok en þeir eru nú sagðir
vilja gera sig gildandi á því sviði á ný og
keppa um geimferðamenn við Bandaríkin og
athafnamanninn Elon Musk.
Rússneska geimkvikmyndin hefur fengið
vinnuheitið Áskorun. Leikkonan Julia Pere-
sild og leikarinn og leikstjórinn Klim Shio-
penko munu fara með aðalhlutverk í mynd-
inni, að því er kemur fram í tilkynningu frá
um yrði japanski milljarðamæringurinn Yus-
aku Maezawa fluttur til geimstöðvarinnar í
desember ásamt aðstoðarmanni.
Maezawa, sem er 45 ára, auðgaðist á smá-
sölu á netinu. Hann segist ætla að gera heim-
ildarmynd um dvöl sína í geimnum og birta
hana á youtuberás sinni. Hann mun í júní
hefja undirbúning fyrir ferðina í þjálfunar-
miðstöð skammt frá Moskvu. Gert er ráð fyr-
ir að hann dveljist í geimstöðinni í 12 daga og
hann áformar að fara einnig í ferð umhverfis
tunglið árið 2023 um borð í Starship-geimfari
sem SpaceX, fyrirtæki Elons Musks, hefur
smíðað.
Alls hafa átta „geimferðamenn“ heimsótt
Alþjóðlegu geimstöðina síðan slíkar ferðir
hófust árið 2001. Tímaritið Forbes segir að
geimfarmiði kosti á bilinu 20-35 milljónir dala,
jafnvirði 2,5-4,4 milljarða króna.
AFP/ NASA/ROSKOSMOS
Geimstöð Það verður gestkvæmt í Alþjóðlegu geimstöðinni í haust og vetur þegar kvikmyndaleikarar og athafnamenn taka sér far þangað með rússneskum geimflaugum.
AFP
Geimferðamaður Japaninn Yusaku Maezawa
hyggur á tvær geimferðir á næstu misserum.
Kvikmyndaleikarar á leiðinni út í geim
- Rússar vilja endurvekja áhuga þjóðarinnar á mönnuðum geimferðum með geimkvikmynd
Alls létust 42 í loftárásum Ísraels-
manna á Gaza-svæðinu í gær. Er
það mesta mannfall á einum degi í
átökum Ísraels og Palestínu, sem nú
hafa staðið í heila viku. Á þeim tíma
hafa minnst 197 fallið á Gaza-svæð-
inu í loftárásum á sama tíma og tíu
hafa fallið í Ísrael vegna eldflauga-
skota frá Hamas-samtökunum.
Benjamin Netanyahu forsætis-
ráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær
að loftárásir Ísraelsmanna myndu
halda áfram eins lengi og þörf væri á
til að tryggja endalok eldflaugaárás-
anna frá Gaza-svæðinu.
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í
gær að ofbeldið fyrir botni Miðjarð-
arhafs væri „stórhneykslanlegt“ og
skoraði á bæði Hamas-samtökin og
Ísraelsmenn að láta af árásunum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fundaði í gær um ástandið en lítið
kom út úr þeim fundi. Kínverjar,
sem nú fara með forsæti í ráðinu,
sökuðu Bandaríkjastjórn um að
hafa komið í veg fyrir að sameig-
inleg ályktun ráðsins næði fram að
ganga, en Bandaríkjamenn segjast
vera í viðræðum við alla aðila um
hvernig best sé að stilla til friðar í
átökunum.
Réðust að leiðtoga Hamas
Meðal skotmarka Ísraelsmanna í
gær var heimili Yahya Sinwar, póli-
tísks leiðtoga Hamas-samtakanna á
Gaza-svæðinu, en ekki var vitað um
örlög hans í gær.
Þá felldu Ísraelar 13 hæða hús,
sem m.a. hýsti skrifstofur Al Jaz-
eera-sjónvarpsstöðvarinnar og AP-
fréttastofunnar. Segja Ísraelsmenn
að byggingin hafi verið lögmætt
skotmark þar sem hún hafi hýst
njósnadeild palestínskra hryðju-
verkasamtaka. AP-fréttastofan kall-
aði hins vegar eftir óháðri rannsókn
á loftárásinni, en starfsmenn hennar
og Al Jazeera fengu klukkutíma til
að forða sér áður en húsið var fellt.
Ekkert vopnahlé
enn í augsýn
- Loftárásir „eins lengi og þörf er á“
AFP
Árásir Netanyahu segir að árásirnar
muni vara eins lengi og þörf krefur.