Morgunblaðið - 17.05.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Lilja Sigurðardóttir er einn af okk- ar helstu glæpasagnasmiðum og hefur vakið athygli hér heima og erlendis. Í samtali við Árna Matt- híasson í þættinum Dagmál, sem aðgengilegur er á mbl.is, sagði hún frá því að hún hefði hafið sinn rit- höfundarferil með því að taka þátt í glæpasagnasamkeppni. Hún tók sér svo hlé frá glæpasögunum um tíma til að læra að skrifa fyrir leikhús og í dag eru handritsskrif snar þáttur af hennar skrifum. Lilja segist haga vinnu sinni svo að hún nái að vinna eina skáldsögu á ári og handrit að fjórum til fimm sjónvarpsþáttum. „Það er mikill blómi í því og allar þessar streymis- veitur hafa kallað fram eftirspurn og náttúrlega covidið gerði það að verkum að það er komið svona það sem er kallað „content gap“, það vantar efni vegna þess að það var lítið framleitt meðan á faraldrinum stóð. Það er því mikið að fara í framleiðslu og mikið að gerast í því. Þetta er annað ferli, það er svo ofboðslega löng tímalína, það er mjög erfitt fyrir þolinmæðina, það reynir á, en ég er að skrifa sjón- varpsútgáfu af Sjálfstæðu fólki eft- ir Halldór Laxness ásamt Baltasar Kormáki. Við erum reyndar búin að vera að dúlla við það lengi og það er ágætt að vinna það hægt, þetta batnar með hverjum mánuðinum sem líður. Við förum inn í það öðru hvoru og þetta er að þróast fallega og stefnir í að vera mjög gott sjón- varpsefni, eiginlega ótrúlega gott. Maður hugsar bara torfbær og kindur en þetta er svo svakalega magnað fjölskyldudrama, þetta verður bara frábært í sjónvarpi held ég, en þetta er líka kvíðvæn- legt vegna þess að það liggur við að hver einasti Íslendingur sé með skoðun á þessu verki og á þessum persónum og allir eru með sína mynd af þeim. Ég er búin að fá nokkur bréf með leiðsögn,“ segir Lilja og hlær. „Þannig að það er bókað að það verða ekki allir ánægðir, en þetta er eitthvað sem ég held að sé gott að fólk takist á við.“ Svakalega magnað fjölskyldudrama Glæpir Lilja Sigurðardóttir er einn af helstu glæpasagnasmiðum Íslands. - Lilja Sigurðardóttir vinnur að sjónvarpsútgáfu af Sjálfstæðu fólki Voruppboð stóru fjölþjóðlegu upp- boðshúsanna Sotheby’s og Christie’s voru lífleg í síðustu viku en eftir að hafa hingað til boðið myndlistarverk upp á netinu meðan á veirufaraldr- inum hefur staðið var aftur tekið að bjóða gestum inn í uppboðshúsin, að viðhöfðum stífum sóttvörnum – þótt flest boð í verk hafi komið gegnum síma. Og safnarar voru viljugir og áhugasamir, einkum um samtíma- listaverk, og fékkst hátt verð fyrir fjölmörg verk. Bæði uppboðshús fengu firnahátt verð fyrir kröftug málverk eftir Jean-Michel Basquiat. Hjá Christie’s fengust 93 milljónir dala, rúmlega 11,5 milljarðar kr., fyrir verkið In This Case (1983) en hjá Sotheby’s greiddi hæstbjóðandi 50,8 milljónir dala, 6,3 milljarða kr., fyrir Versus Medici (1982). Hæsta verð sem fengist hefur fyr- ir verk eftir Elizabeth Peyton, sem sýndi í Kling & Bang í Marshall- húsinu fyrir þremur árum, var greitt fyrir portrett hennar af David Bowie (2012). Hæsta boð var tvær milljónir dala, einni milljón yfir hæsta verð- mati. Þá fengust 2,6 milljónir dala fyrir málverk eftir Raymond Petti- bon, No Title (Deeper above all …) (2011), og 867 þúsund dalir fyrir nán- ast nýtt verk, The Arrival (2019), eft- ir pakistanska Bandaríkjamanninn Salman Toor en sýningu á verkum hans er nýlokið í Whitney-safninu í New York. Verk eftir huldulistamanninn Banksy eru áfram vinsæl og voru 12,9 milljónir dala, 1,6 milljarðar kr., greiddar fyrir frekar lítið málverk eftir hann, Love is in the Air (2005). Margir buðu í málverk Roberts Colescotts, George Washington Carver Crossing the Delaware: Page from an American History Textbook (1975), en hið nýja safn Lucas Mus- eum of Narrative Art bauð best, 15,3 milljónir dala. Safnið er stofnað af George Lucas, leikstjóra fyrstu Star Wars-kvikmyndanna, og verður opn- að í Los Angeles eftir tvö ár. Á uppboðunum með módernískri myndlist voru verk eftir Monet, Céz- anne og Picasso áberandi. Helst bar til tíðinda að rómað vatnaliljuverk eftir Monet, Le Bassin aux nymph- éas (1917-19), var selt fyrir 70,4 millj- ónir dala, um 8,7 milljarða kr. Þá var kyrralíf eftir Cézanne, Nature morte: pommes et poires (1888-90), selt fyrir 19,9 milljónir dala, nær tvo og hálfan milljarð króna. Kraftur 11,5 milljarða króna kostaði In This Case eftir Basquiat. Vatnaliljur Hátt verð var greitt á uppboði Sotheby’s fyrir Le Bassin aux nymphéas eftir Claude Monet, 70,4 milljónir dala, um 8,7 milljarðar kr. Rándýr Basquiat-verk - Hátt verð fyrir myndlistarverk á uppboðum AFP Sögulegt Safn sem George Lucas stofnaði hreppti málverk Roberts Colescotts sem sýnir George Washington sigla yfir Delaware-fljótið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.