Morgunblaðið - 18.05.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.05.2021, Qupperneq 4
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Í næsta mánuði munum við sjá miklar breytingar á stöðunni. Þessi stóru ferðamannalönd, Spánn, Ítalía, Grikkland, Frakkland, Malta, Krít, Kýpur og fleiri, munu horfa til þess að vera tilbúin í slaginn í júlí og ágúst,“ segir Jóhannes Þór Skúla- son, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vonir Íslendinga um að geta ferðast til útlanda virðast smám saman vera að glæðast. Sífellt fleiri lönd búa sig nú undir eða hafa opnað landamærin á ný og bólusetningum gegn kórónuveirunni miðar víða vel. Í gær var tilkynnt að flugfélagið Wizz Air muni bjóða beint flug milli Íslands og Rómar í sumar og muni flugmiði kosta frá 8.400 krónum aðra leiðina. „Þau lönd sem byggja mikið á ferðamennsku, til að mynda lönd við Miðjarðarhafið og í Austur-Evrópu, „Við gerum ráð fyrir að bæta enn í á næstu vikum. Í lok þessa mánaðar verðum við komin upp í sex áfanga- staði í Bandaríkjunum og 10 í Evr- ópu. Heildarkerfið er smám saman að komast í gang og því mun áfanga- stöðum Íslendinga fjölga.“ Bogi getur þess að ferðalög velti vitaskuld á ferðatakmörkunum í við- komandi löndum. Ljóst sé þó að bólusetningar gangi víða vel og þess sjáist merki. „Íslendingar ákváðu að taka við bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum og strax í kjölfar þeirrar ákvörðunar tóku bókanir vel við sér. Þegar opnað var á ferðalög Breta sáum við strax jákvæð við- brögð þaðan. Þetta mun gerast á öll- um mörkuðum.“ – En er raunhæft fyrir Íslendinga að ætla sér að ferðast í sumar? „Ef við teljum raunhæft að út- lendingar komi hingað þá er vel raunhæft fyrir Íslendinga að fara ut- an,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að það verði kannski ekki eins auð- velt og áður var, nú þurfi að glíma við ýmiss konar takmarkanir, sýna fram á bólusetningu og jafnvel PCR- próf. „En ef fólk er tilbúið að takast á við aukavesen og mögulega auka- kostnað þá er því ekkert að vanbún- aði.“ Barist um ferðamenn þegar allt opnast eru í svipaðri stöðu og við Íslend- ingar. Þau misstu stóran hluta af sinni landsframleiðslu og það skiptir máli fyrir þau að komast aftur í gang í sumar. Þar þarf að koma fólki aftur í vinnu rétt eins og hér. Fyrir vikið mun opnast tiltölulega hratt þegar líður á sumarið,“ segir Jóhannes. Hann nefnir að ýmis lönd hafi gefið það út að þau muni opna landamæri sín fyrir bólusettu fólki utan Scheng- en. Verið sé að vinna að rafrænu bólusetningarskírteini innan Schengen. Þá séu Ítalir að semja við flugfélög í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin. „Það er allt að opn- ast og ég held að það verði brátt Ólympíuleikarnir í markaðssetningu á milli þessara landa.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, segir Íslendinga í góðri stöðu nú þegar komið sé yfir erfið- asta hjallann í baráttunni við kór- ónuveiruna. Auk þess að vera fyrsta Evrópulandið til að taka á móti bólu- settum ferðamönnum frá Bandaríkj- unum bendir hann á að Ísland sé skilgreint sem grænt land fyrir ferðamenn frá Bretlandi. Jafnframt sé hann vongóður um að fleiri lönd opnist á næstunni. „Samhliða þessu höldum við áfram að byggja upp leiðakerfi okk- ar á ný. Ég hef trú á að ferðamögu- leikar Íslendinga verði talsverðir þegar líða fer á sumarið,“ segir Bogi. Forstjórinn segir að á þessu ári hafi Icelandair farið niður í níu brottfarir á viku en félagið sé nú komið upp í 32 brottfarir á viku. Bogi Nils Bogason Jóhannes Þór Skúlason Evrópa opnast » Portúgal opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum frá Schengen í gær. Hömlur verða áfram á ferðum frá löndum þar sem mikið er um smit. Fram- vísa þarf neikvæðu PCR-prófi. » Hömlum hefur verið aflétt í löndum á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu. Yfirvöld á Möltu ætla að bjóða fyrstu 38.000 ferðamönnunum sem þangað koma veglega ferðagjöf. - Stór ferðamannalönd í Evrópu setja sig í stellingar - Íslendingar í góðri stöðu, segir Bogi Nils 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Hæstu vinningar í Víkingalottóinu eiga að lækka en jafnframt eiga fleiri vinn- ingar að ganga út en áður þegar breyt- ingar á reglugerð um talnagetraunir Íslenskrar getspár öðlast gildi. Dóms- málaráðherra hefur kynnt fyrirhugað- ar breytingar á leikjaformi Víkinga- lottósins með birtingu reglugerðar á Samráðsgátt stjórnvalda. Fram kemur að vegna breytinga sem samstarfs- þjóðir Víkingalottós hafa ákveðið að gera á uppbyggingu leiksins séu þess- ar breytingar lagðar til á reglugerðinni hér á landi. „Er lagt til að framlagi í efstu vinn- ingsflokka verði breytt þannig að 1. vinningur lækki. Þá verði Víkingatöl- um fækkað úr 8 í 5, en við þá breytingu muni fyrsti vinningur ganga oftar út á hverju ári,“ segir í kynningu ráðuneyt- isins. Röðin hækkar úr 100 í 110 krónur Einnig kemur fram að vegna þess- ara breytinga og gengisþróunar evru á síðasta ári sé lagt til að verð á hverri seldri röð hækki úr 100 krónum í 110 krónur. Tölfræðilegar vinningslíkur í efstu vinningsflokkum Víkingalottósins breytast við gildistöku reglugerðarinn- ar. Líkurnar á hæsta vinningi fyrir sex réttar aðaltölur og Víkingatölu verða 1 á móti 61.357.560. Fyrir fimm réttar aðaltölur verða vinningslíkurnar 1 á móti 12.271.512 og á fimm réttum aðal- tölum og Víkingatölu 1 á móti 243.482. Líkur á að vera með fjórar eða þrjár réttar aðaltölur verða óbreyttar. Víkingalottó hófst hér á landi árið 1993 og er samstarf níu landa að því er fram kemur á vefsíðu Íslenskrar get- spár. Hefur fyrsti vinningur komið 28 sinnum hingað til lands. Hæsti vinningurinn lækki en á að ganga oftar út - Breytingar verða gerðar á leikjaformi Víkingalottós Víkingalottó Tölum verður fækkað úr 8 í 5. Röðin hækkar í 110 kr. Andrés Magnússon andres@mbl.is Fyrir komuna til Íslands hafði Ant- ony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna viðkomu í Kaup- mannahöfn til skrafs og ráðagerða við Dani og Færeyinga, en héðan heldur hann svo til viðræðna við heimastjórnina á Grænlandi. Á dagskrá Blinkens eru bæði mál- efni norðurslóða, sem Bandaríkja- menn láta sig meiru varða nú en verið hefur frá lokum kalda stríðsins, en einnig tvíhliða málefni vestnorrænu þjóðanna þriggja. Þessi aukna áhersla á norðurslóðir hófst í forseta- tíð Donalds Trumps, sem m.a. orðaði kaup á Grænlandi, en ljóst er að rík- isstjórn Bidens hefur ekki minni áhuga á norðurslóðum, þótt nálgunin sé eilítið önnur. Færeyingar ánægðir Í Danmörku ræddi Blinken bæði við Jeppe Kofod, kollega sinn, Mette Frederiksen forsætisráðherra og hitti Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu í Amalíuborgarhöll. Fundur hans með utanríkisráðherra Færeyja vakti þó ekki minni athygli. „Ég er ánægður með að Banda- ríkjastjórn hefur ekki breytt stefn- unni í samskiptum við Færeyjar,“ sagði Jenis af Rana, landstjórnar- maður í Færeyjum, eftir fund með Blinken í Kaupmannahöfn í gær. Hann sagði að bandaríski utanríkis- ráðherrann vildi halda áfram á braut aukins samstarfs landanna, sem mörkuð hefði verið af fyrirrennara sínum, Mike Pompeo. Þá hefði Blin- ken lýst ánægju með fyrirætlanir Færeyinga um að opna sendiskrif- stofu í Washington. Grænlendingar áhugasamir Í dönskum fjölmiðlum var þó ekki síður fjallað um ríkjasambandið eftir að Pele Broberg, hinn nýi utanríkis- ráðherra Grænlands (fyrir miðflokk- inn Naleraq), kvað upp úr um að hann myndi ræða við Blinken í um- boði Grænlands, ekki ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Af sóttvarnaástæðum fer fundur- inn ekki fram í höfuðstaðnum Nuuk, heldur á gamla flugvellinum í Syðri- Straumfirði. Danski utanríkis- ráðherrann er þó með í för ef öryggis- og varnarmál skyldi bera á góma, en þau eru á forræði Dana. „Við munum ræða um tækifæri í viðskiptum,“ sagði Pele Broberg í viðtali við grænlenska útvarpið KNR. „Við þurfum að nýta hinn aukna áhuga á norðurslóðum. Það gerum við með því að treysta viðskiptatengsl við Bandaríkin meðal annarra,“ en vert er að hafa í huga að Kínverjar hafa einnig borið víurnar í Grænlend- inga að undanförnu. „Mikilvægasti boðskapur minn verður þó að Blin- ken skilji að við erum Grænland. Við erum öðru vísi en mörg önnur lönd. Við höfum uppi sjálfstæðiskröfur. Við erum ekki Danmörk og Færeyjar – við erum Grænland.“ Vestnorrænn áhugi Bandaríkjanna Ritzau Scanpix / AFP Danmörk Vörpulegir utanríkisráðherrar hittast í Kaupmannahöfn, frá vinstri: Pele Broberg frá Grænlandi, Jenis af Rana frá Færeyjum, Jeppe Kofod frá Danmörku og Antony Blinken frá Bandaríkjunum eftir fund í Kristjánshöfn. - Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir sér dælt við Ísland, Færeyjar og Grænland - Endurvakin áhersla á norðurslóðir óbreytt í Washington - Vestnorrænu löndin taka Blinken vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.