Morgunblaðið - 18.05.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 18.05.2021, Síða 6
„Þetta er gleðilegt skref í löngu ferli,“ segir Victor Berg Guð- mundsson, einn eigenda Lava- concept Iceland ehf. í Mýrdal. Fyrirtækið er nú að vinna 4.000 tonn af 0-5 mm sandblásturssandi sem seldur hefur verið til Þýska- lands. Sandurinn er tekinn á Fagra- dalsfjöru og Víkurfjöru. „Við reynum að tryggja að heimamenn og fyrirtæki úr Mýr- dalshreppi vinni sem mest við þetta. Bara þessi prufusending hef- ur skapað 10-15 störf við mokstur, hörpun og akstur,“ sagði Victor. „Við áætlum að það skapist 15-20 störf þegar við hefjum fulla vinnslu á næsta ári.“ Victor segir að vinnsl- an sé jákvæð í ljósi losunar gróð- urhúsalofttegunda. Kolaknúnum orkuverum hefur verið lokað í Þýskalandi. Þar með fæst ekki lengur affall sem hefur verið notað til sandblásturs. Sandinum er ekið til Þorláks- hafnar. Þaðan fer hann með laus- flutningaskipi undir mánaðamót. Lavaconcept Iceland ehf. nemur sand á fjörum í Mýrdalnum Flytja út sandblást- urssand Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Göngu- leið B Fagradals- fjall Stóri-Hrútur Slaga Borgar- fjall Hraunflæði (10. maí) Hættusvæði vegna nýrra gosopa Stikaðar gönguleiðir Ljósleiðari í jörðu Mögulegir farvegir hrauns Vefmyndavélar MBL 1 MBL 2 RÚV 1 RÚV 2 Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum Krýsuvík Meradalir Loftmyndir ehf. Grunnkort af útbreiðslu hrauns Ískort.is Gönguleið A Varnargarðar Ná tt ha gi Suðurstrandarve gur Ljósleiðarar í jörðu (ekki nákvæm staðsetning) Efnismagn í varnargörðum Vesturgarður 2.050-8.400 m³ (4-8 m hár) Austurgarður 5.450-12.400 m³ (4-8 m hár) Varnargarðar í Nafnlausa dal vestan Stóra-Hrúts H : 2 0 9 ,0 1:1 ,6 1:2,5 1:3,0 1:5,0 H : 2 0 5 ,0 m Nátthagi 4,0 4,0 2 ,0 Lagþykkt 0,5 8 m (209 m.y.s.) Teikning: Verkís 4 m Ísólfsskáli Mögulegir farvegir hrauns Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ákveðið var í gær að halda áfram framkvæmdum við varnargarða sem eiga að koma í veg fyrir að hraun renni úr Nafnlausa dalnum niður í Nátthaga. Fannar Jónasson, bæjar- stjóri í Grindavík, sagði að garðarnir hefðu verið komnir í fjögurra metra hæð þegar ákveðið var að hækka þá enn meir. Ekki var búið að ákveða hvað farið yrði hátt en samkvæmt hönnunarforsendum var gert ráð fyr- ir allt að átta metra háum görðum. Allra fyrst var rutt jarðvegi að brún undanhlaups undan hraunjaðr- inum ofan við Nátthaga til að tefja framgang hraunsins. Fannar sagði að hraunmolar hefðu verið farnir að detta yfir þessa fyrstu vörn. „Menn tóku eftir því að þessir lágu og litlu garðar sem rutt var upp við hraun- jaðarinn héldu býsna vel aftur af hrauninu. Það gaf vonir um að stærri og öflugri garðar gætu virkað vel,“ sagði Fannar. Hann segir að mikið sé í húfi að hraunið fari ekki fram af brúninni niður í Nátthaga. „Það munar um allt sem gert er til þess að tefja hraunið. Ef heldur áfram að gjósa mánuðum saman þá kemur að því að dalir muni fyllast af hrauni. Fram að því væri gott að verja Nátthaga í lengstu lög og reyna að beina hrauninu til austurs þar sem Meradalir geta tekið við hraunflæði,“ sagði Fannar. Opin leið fram í sjó Úr Nátthaga er opin leið yfir Suðurstrandarveg, yfir tvo ljósleið- ara sem þar eru og niður í sjó án mik- illar fyrirstöðu. Öll frestun á því er til mikilla bóta, ekki síst vegna eitraðra gastegunda sem myndast ef hraunið fer að renna fram í sjó. Annar ljós- leiðaranna, sem er nýr, liggur upp á Langahrygg. Samhliða honum á kafla er eldri ljósleiðari sem liggur svo áfram til austurs. Fannar sagði að hraunið hefði náð allt að 50 metra þykkt í síðustu viku í Geldingadölum þar sem það var þykkast. „Geldingadalurinn þar sem gosið hófst er ekki orðinn nema svip- ur hjá sjón. Hann er að fyllast af hrauni,“ sagði Fannar. Endurbætur á gönguleiðinni hafa mælst vel fyrir. Fannar sagði að um síðustu helgi hefðu a.m.k. 8.000 manns lagt leið sína að gosinu. „Það urðu engin slys og varla óhöpp. Það er mikill munur vegna þess að áður en þetta var lagað var fólk að meiða sig í þessum brekkum, bæði á uppleið og niðurleið. Það er búið að stórbæta aðkomuna og mikil ánægja með það,“ sagði Fannar. Ákveðið að hækka varnargarðana - Fyrstu ruðningarnir hafa haldið vel aftur af hrauninu - Mikilvægt er að koma í veg fyrir að hraun renni í Nátthaga 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust í gær upp í aðr- ar búðir á leið sinni upp Everestfjall. Lögðu þeir félagar af stað í lokaleið- angurinn um 6.45 í gærmorgun að ís- lenskum tíma en þeir stefna að því að standa á tindinum á föstudag eða um helgina. Hófu þeir för 19. mars síðastliðinn en meiðsli og slæmt veður hafa sett strik í reikninginn. Þrátt fyrir hnjámeiðsli kom- ust þeir í aðrar búðir eins og fyrr sagði og bíða þess að veður lægi áður en þeir leggja af stað upp í þær þriðju. Heimir og Sigurður ganga á toppinn til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, og hvetja áhugasama til þess að styrkja félagið. Munu þeir taka Um- hyggjufánann með og niðurskrifaða drauma þeirra barna sem þeir heimsóttu áður en þeir héldu í leiðangurinn. Komnir upp í aðrar búðir - Bíða eftir að veður lægi - Fara brátt af stað í þriðju búðir Ferðalag Félagarnir stefna á að vera komnir á toppinn 21.-23. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.