Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 11

Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 11
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet áformar að endurnýja Kolviðarhólslínu 1 sem liggur á milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli við Hellisheiðarvirkjun og Geit- hálsi ofan Reykjavíkur og var áður hluti af Búrfellslínu 3. Tilgangur- inn er að auka flutningsgetu lín- unnar inn á höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin hafi ekki umtals- verð umhverfisáhrif í för með sér og ekki þurfi að gera mat á um- hverfisáhrifum. Endurnýja þarf línuna á 13 kíló- metra kafla. Koma þarf fyrir sver- ari leiðurum sem núverandi möstur bera ekki. Þegar tengivirki var byggt á Kolviðarhóli var enda- mastrið endurnýjað og fjögur burð- armöstur á um tveggja kílómetra kafla. Þau verða látin standa en 34 möstur endurnýjuð og byggð á þeim undirstöðum sem fyrir eru. Gömlu möstrin verða felld og bútuð niður á staðnum og síðan flutt í burtu og sett í endurvinnslu. Notaðar verða sömu vinnuvélar við að reisa nýju möstrin. Áfram stálgrindarmöstur Nýju möstrin verða svokölluð M- stálgrindarmöstur með svipuðu út- liti og þau möstur sem búið var að skipta um. Ekki þykir skynsamlegt að setja upp stálröramöstur eins og eru í flestum nýjum háspennulínum Landsnets vegna þess að til þess að nýta undirstöðurnar þurfa nýju möstrin að vera svipuð þeim gömlu að stærð og styrk. Endurnýjun Kolviðarhólslínu 1 er ekki á framkvæmdaáætlun. Landsnet hefur hug á að ráðast í verkefnið á árinu 2024, samkvæmt upplýsingum Steinunnar Þor- steinsdóttur upplýsingafulltrúa. Línan liggur að hluta til á vatns- verndarsvæði. Landsnet mun láta gera áhættugreiningu með tilliti til vatnsverndar í samráði við heil- brigðiseftirlit. Heilbrigðiseftirlitin á höfuðborg- arsvæðinu óskuðu eftir frekari upplýsingum um sinkhúð nýju mastranna og möguleg áhrif meng- unar á gróður og neysluvatn vegna flögnunar sinkhúðar mastranna. Það er væntanlega gert í ljósi tær- ingar sem sést á yfirborði mastra í þessari bráðum fimmtugu há- spennulínu og Landsnet rekur til útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. Áhættugreining Landsnets mun taka til mögulegrar mengunar af völdum sinks og hvort tilefni sé til að vakta hana. Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Möstrin í nýrri Kolviðarhólslínu verða svipuð að útliti og þau fyrri enda sömu undirstöður notaðar. Endurnýja 34 möstur í Kolviðarhólslínu - Landsnet áformar að auka flutningsgetu til Reykjavíkur FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Kjólar • Pils • Vesti • Blússur Bolir • Peysur • Buxur Verið velkomin Nýjar sumarvörur Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Húðflúrari sem flúraði mynd af ljóni á bak konu þarf ekki að endurgreiða henni fyrir þjónustuna né að standa straum af því að láta fjarlægja húð- flúrið. Þetta er niðurstaða kæru- nefndar vöru- og þjónustukaupa. Konan leitaði til kærunefndarinnar vegna óánægju með húðflúrið og við- brögð húðflúrarans við ósk hennar um lagfæringar á því. Konan rakti forsögu málsins í er- indi til úrskurðarnefndarinnar. Þar kom fram að fyrir hafði hún húðflúr af blómum ásamt slöngu á handlegg og vildi bæta við það fleiri blómum og mögulega hauskúpu af hrúti. Síð- ar ákvað hún að fá frekar mynd af ljóni og sendi húðflúraranum mynd af ljónshöfði umkringdu blómum. Þegar kom að því að flúra verkið á líkama konunnar hafði flúrarinn ekki sömu hönnun í huga og konan en á endanum var komist að sam- komulagi um að húðflúrið yrði mynd af ljóni í lit, í ramma. Um sex klukkustundir tók að flúra verkið og fyrir það greiddi konan 120 þúsund krónur. Ljónið var grimmilegt Rekur konan að hún hafi séð þeg- ar útlínur flúrsins voru gerðar og var sátt við þær. Síðar hafi hún þurft að leggjast á magann og ekki séð framvindu verksins. Henni hafi brugðið þegar tekin var pása og hún sá útlínur ljónsins. Hálf höndin hafi verið svört og blómin verið rauð og bleik en ekkert þeirra blátt, eins og hún vildi. „Þegar verkinu var lokið segir sóknaraðili að helmingur handleggs- ins hafi verið svartur sem aldrei hafi komið til umræðu og að skilin á hendinni, þar sem húðflúrið endar, komi illa út. Að auki hafi ljónið sjálft verið illa gert og óklárað, aðeins hafi verið veiðihár öðrum megin og ljónið verið grimmilegt,“ segir í úrskurð- inum. Segir konan að eigandi húðflúrs- stofunnar hafi í fyrstu samþykkt að endurgreiða húðflúrið. Síðar hafi henni þó aðeins verið boðnar úrbæt- ur á húðflúrinu sem gerðar yrðu af sama húðflúrara og vann verkið upp- haflega. Hún kvaðst ekki treysta honum til þess. Þá telur hún að ekki sé hægt að lagfæra svarta litinn nema fjarlægja hann með leysi- geisla. Af þessum sökum krafðist hún endurgreiðslu á 120 þúsund krónum sem verkið kostaði auk skaðabóta vegna kostnaðar við að láta fjarlægja húðflúrið, að lágmarki 250 þúsund krónur. Fékk frjálsar hendur Í niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar er rakið að konan hafi gefið húðflúraranum frekar frjálsar hend- ur með hönnun flúrsins, hún treysti honum til að „gera eitthvað mjög flott“. Segir að af gögnum málsins að dæma verði ekki ráðið að ljónshöf- uðið sé illa unnið, óklárað eða í ósam- ræmi við það sem samið var um. „Það er einstaklingsbundið hvað telst vera „mjög flott“,“ segir í úr- skurðinum. Veiðihárin vant- aði á ljónahúðflúr - Kona krafðist endurgreiðslu og bóta vegna húðflúrs - Ljón var grimmilegt Húðflúr Konan var ósátt við hvern- ig húðflúr hennar af ljóni kom út. Myndin er af sambærilegu húðflúri. Framkvæmdir við nýjan veg upp Holtavörðuheiðina að sunnanverðu eru langt komnar. Þar verður tekin af svonefnd Biskupsbeygja efst í brekkunni, kröpp beygja sem hefur verið slysagildra. Borgarverk leggur veginn, sem er um 1,8 km langur. Fyrirtækið hóf verkið sl. haust og Kristinn Sig- valdason hjá Borgarverki segir að um miðjan næsta mánuð sé stefnt að því að ljúka klæðningu vegarins. Eftir það verði unnið við frágang verksins. Leggja þarf þrjú ræsi und- ir vegarkaflann. Að sögn Kristins hefur tíðarfarið í vetur verið ágætt og engar tafir orð- ið vegna snjóa. Á bilinu 10-12 manns hafa unnið þarna fyrir Borgarverk en vinnubúðir hafa verið á Hrauns- nefi í Norðurárdal. Aðspurður segir Kristinn verk- efnastöðu Borgarverks góða í sum- ar. Má þar nefna hafnargerð á Ísa- firði, gatnagerð á Selfossi og vegaframkvæmdir víða um land. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Holtavörðuheiði Framkvæmdir við brekkuna upp heiðina að sunnanverðu. Biskupsbeygjan tekin af Biskupsbeygja á Holtavörðuheiði Færsla hringvegar við Biskupsbeygju Nýtt vegstæði Grunnkort/Loftmyndir ehf. N or ðu rá Brú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.