Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 17. maí 2021, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2021 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. maí
2021, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti
í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á
skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gisti-
náttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af
ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna-
gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri
uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á
uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi
og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 18. maí 2021
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ísraelski flugherinn hélt áfram
loftárásum sínum á Gaza-svæðið í
gær, en þá var liðin vika frá upp-
hafi átaka Ísraelsmanna og Ha-
mas-samtakanna, sem fara með
stjórn á svæðinu. Heilbrigðisráðu-
neyti samtakanna sagði að rúmlega
200 manns hefðu fallið og um 1.300
særst af völdum loftárásanna frá
því að þær hófust. Tíu Ísraelar
hafa nú fallið af völdum eldflauga-
árása frá Gaza og rúmlega 300
særst.
Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því
að aðgerðum þeirra muni ekki
linna fyrr en Hamas og önnur sam-
tök vígamanna á Gaza-svæðinu
hætta eldflaugaárásum sínum á
Ísrael, en þarlend stjórnvöld segja
að rúmlega 3.200 eldflaugum hafi
verið skotið á landið á þeirri viku
sem liðin er frá upphafi átakanna.
Beindust loftárásir Ísr-
aelsmanna að ýmsum skotmörkum
í gær, en talsmaður hersins sagði
að meðal annars hefði verið ráðist
að heimilum níu háttsettra foringja
í Hamas-samtökunum. Þær árásir
koma í kjölfar loftárásar á heimili
Yahya Sinwar, leiðtoga stjórnmála-
arms samtakanna. Engar fréttir
bárust hins vegar af mannfalli þar.
Hins vegar staðfestu Ísraelar að
þeim hefði tekist að fella herfor-
ingja í samtökunum Heilagt stríð,
sem einnig hefur haft bækistöðvar
á Gaza-svæðinu.
Orrustuþotur Ísraela réðust
einnig að kerfi neðanjarðarganga á
vegum Hamas-samtakanna, en þau
liggja að hluta til í gegnum svæði
þar sem íbúabyggð er.
Áætlað er að loftárásir Ísraels-
manna hafi neytt um 38.000 manns
á flótta og eyðilagt heimili um
2.500, samkvæmt mati Sameinuðu
þjóðanna. Þá gerðu Ísraelsmenn
einnig atlögu að mikilvægum inn-
viðum á svæðinu, þar á meðal raf-
orkukerfi þess, en sagt var að það
gæti einungis sinnt um einum
fjórða af orkuþörf íbúa Gaza.
Kallað eftir vopnahléi
Helstu stórveldi heims hafa kall-
að eftir vopnahléi og að báðir aðilar
láti af árásum sínum. Emmanuel
Macron Frakklandsforseti og Ab-
del Fattah al-Sisi, forseti Egypta-
lands, ræddu ástandið í Parísar-
borg í gær og lýstu yfir áhyggjum
sínum af mannfalli meðal óbreyttra
borgara. Þá samþykktu þeir að
vinna saman að því að komið yrði á
vopnahléi án tafar.
Hady Amr, fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar í málefnum Ísraels og Pal-
estínu, ræddi í gær við Mahmoud
Abbas, forseta Palestínumanna, í
Ramallah á Vesturbakkanum.
Hvatti Abbas Bandaríkjamenn,
sem hafa verið helstu bandamenn
Ísraela í gegnum tíðina, til þess að
koma í veg fyrir frekari loftárásir
þeirra.
Bandaríkjastjórn kom hins vegar
í veg fyrir að öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna samþykkti sameigin-
lega ályktun um átökin í þriðja sinn
í gær, en Bandaríkjamenn segja að
slík ályktun gæti hindrað Amr og
tilraunir hans til að stilla til friðar.
Sprengdu neðanjarðargöng Hamas
- Vika liðin frá upphafi átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs - Rúmlega 200 sagðir hafa fallið á Gaza-
svæðinu frá því á mánudaginn - Bandaríkjamenn koma aftur í veg fyrir ályktun öryggisráðsins
AFP
Átök Ísraelskir hermenn skjóta hér úr 155 mm howitser-fallbyssu að Gaza-svæðinu frá landamærum Ísraels.
Bresk stjórnvöld eru sannfærð um
að þau bóluefni gegn kórónuveirunni
sem þegar eru í notkun myndu ná að
veita vörn gegn indverska afbrigð-
inu svonefnda, en tilfellum þess hef-
ur fjölgað nokkuð í Bretlandi að
undanförnu. Matt Hancock, heil-
brigðisráðherra Bretlands, greindi
frá þessu á sunnudaginn, en mat
Breta byggist meðal annars á bráða-
birgðaniðurstöðum vísindamanna
við Oxford-háskóla.
England, Skotland og Wales léttu
í gær á sumum af helstu sóttvarna-
aðgerðum sínum, og máttu íbúar
þeirra nú m.a. fara á öldurhús og
krár, ferðast til útlanda á svo-
nefndum „grænum lista“ og sækja
leikhús og kvikmyndasýningar á ný.
Rúmlega 1.300 tilfelli indverska
afbrigðisins hafa nú greinst á Bret-
landi, og eru þau flest í borgunum
Bolton og Blackburn á Norður-
Englandi. Sagði Hancock að af-
brigðið gæti farið sem „eldur í sinu“
meðal þeirra sem ekki hefðu fengið
bólusetningu, og því væri brýnt að
hraða henni meðal Breta yfir fimm-
tugu sem og fólks í áhættuhópum.
Þá varði Hancock ákvörðun stjórn-
valda um að loka ekki fyrr á ferðalög
milli Bretlands og Indlands.
Bóluefnin virki
gegn afbrigðinu
- Bretar mega aftur ferðast erlendis
AFP
Afléttingar Bretar gátu aftur sótt
hverfispöbbinn í gær eftir langa bið.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, réð í gær Vesturveld-
unum frá því að gera kröfur eða til-
kall til norðurslóða. „Það hefur ver-
ið öllum ljóst um langa hríð að
þetta er okkar svæði, þetta er okk-
ar land,“ sagði Lavrov á blaða-
mannafundi sínum í Moskvu, en
hann heldur sem kunnugt er til Ís-
lands í vikunni til þess að sitja fund
Norðurskautsráðsins.
Ummæli Lavrovs eru þáttur í
togstreitu risaveldanna um ítök og
völd á norðurslóðum, en Antony
Blinken, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í ræðu sinni í síðasta
mánuði að Rússar væru að reyna að
nýta þær breytingar sem hlýnun
jarðar hefði valdið á norðurslóðum
til þess að reyna
að ná sem mest-
um ítökum þar.
Blinken og Lavr-
ov munu funda í
fyrsta sinn hér í
Reykjavík.
Lavrov setti
hins vegar
spurningarmerki
við framferði
Bandaríkjanna
og Atlantshafsbandalagsins, og hét
því að hreinskiptnar umræður
myndu fara fram á fundinum í
Reykjavík. Þá lagði Lavrov til að
æðstu yfirmenn herafla ríkjanna
sem skipa ráðið tækju upp reglu-
legt samráð.
Varar Vesturveldin við
ásælni á norðurslóðum
Sergei
Lavrov