Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 17

Morgunblaðið - 18.05.2021, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 ✝ Sigríður Stef- ánsdóttir fæddist á Haga á Barðaströnd 17. febrúar 1932. Hún lést á heimili sínu 8. maí 2021. Sigríð- ur var dóttir Stef- áns Guðmundar Jónssonar frá Hey- dalsá, Kirkjubóls- hreppi, Stranda- sýslu, f. 27.9. 1888, d. 14.12. 1935, og Guðrúnar Guðnýjar Guðmundsdóttur frá Hreggstöðum, Barðastrandar- sýslu, f. 18.10. 1893, d. 14.6. 1981. Uppeldisfaðir var Sig- urður Heiðberg, f. 7.8. 1901, d. 26.7. 1978. Sigríður var yngst þriggja systkina, Hafliða Þórð- ar, f. 19.3. 1927, d. 8.2. 1959, og Daggrósar, f. 10.11. 1929, d. 1.5. 1984. Hálfsystur samfeðra voru Þórey Jónína, f. 25.11. 1916, d. 3.12. 1996, og Stefanía Ólöf, f. 4.10. 1918, d 5.6. 2008. Sigríður giftist 2. september 1951 Gísla Vilmundarsyni, f. 25. janúar 1928, d. 2. desember 1991. Foreldrar hans voru Vil- 30.10. 1978, gift Þresti Má Bjarnasyni, f. 28.4. 1978. Börn þeirra eru Vilmundur Máni, f. 2003, Birgitta Sóley, f. 2008, Sigrún Diljá, f. 2010, og Karitas Lilja, f. 2016. b) Margrét Lilja, f. 21.10. 1985, í sambúð með Pétri Georg Markan, f. 16.2. 1981. Börn þeirra Hörður Markús, f. 2012, Sigrún Ísa- bella, f. 2013, og Úa María, f. 2018. 3) Hafliði Stefán, f. 14.2. 1961, kvæntur Kristinu Olofs- dotter, f. 30.7. 1969. Börn Haf- liða og Åsu Gislason: Andri Freyr, f. 19.11. 1992, og Willi- am Geir, f. 7.10. 1995. 4) Guðný, f. 8.9. 1972, gift Þorra Ólafssyni, f. 26.1. 1972. Börn þeirra eru Kolbrún Þöll, f. 1999, Óliver Gísli, f. 2007, og Þorkatla Eik, f. 2009. Sigríður sinnti húsmóður- störfum fyrstu árin á Dunhaga og vann við ræstingar í Haga- skóla á þeim árum. Einnig vann hún í veislum bæði í heimahús- um og veislusölum víða um bæ. Eftir að hún flutti í Brekkusel vann hún lengi sem matráður í Meistaranum og síðar í Skóga- bæÚtförin fer fram í Garða- kirkju 18. maí 2021 kl. 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir athöfnina. Streymishlekk má finna á https://www.mbl.is/andlat mundur Gíslason, f. 21.10. 1899, d. 22.5. 1981, og Þorbjörg Stefanía Guðjóns- dóttir, f. 1.5. 1899, d. 14.8. 1985. Börn Sigríðar og Gísla eru: 1) Guðrún, f. 2.6. 1951, gift Braga Guðmunds- syni, f. 12.4. 1948. Börn þeirra a) Birna, f. 29.10, 1974, eiginmaður Sigurður Kári, f. 9.5. 1973, börn Sindri Ingólfsson, f. 1995, sambýlis- kona Dóra Sóldís Ásmunds- dóttir, f. 1996, Salka Sigmars- dóttir, f. 2003, og Kári Sigurðsson, f. 2010. b) Gísli Baldur, f. 2.4. 1980, kvæntur Karen Elvu Smáradóttur, f. 17.7. 1973. Börn þeirra eru Jök- ull Elí, f. 2011, og Emilía Björt, f. 2016. c) Ragna Björk, f. 5.11. 1990, í sambúð með Aroni Vali Leifssyni, f. 3.3. 1991, barn Hin- rik Bragi, f. 2020. 2) Vilmund- ur, f. 24.5. 1955, kvæntur Sig- rúnu Oddsdóttur, f. 29.7. 1956. Börn þeirra a) Sigríður Elsa, f. Elsku dásamlega fallega mamma mín. Hjartað mitt er brotið í dag en líka svo yfirfullt af þakklæti fyrir alla ástina, umhyggjuna og vera alltaf til staðar fyrir mig og mína. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín kletturinn minn, en all- ar dýrmætu og fallegu minning- arnar okkar mun ég varðveita í hjarta mínu. Yndislega móðir mín, minning þín mun ætíð lifa. Unaðsblíðu brosin þín bjarta hlýja móðir mín. Aldrei gleymist ástin þín og gleðin meðan hjörtun lifa. Blessuð kæra móðir mín minning þín mun fögur lifa. Hjartans elsku móðir mín mig þú leiddir lífs á vegi. Hlý var ætíð höndin þín hennar nutu börnin mín. Heyrðist fagra röddin þín á hreinum tærum sólardegi. Undurfagra móðir mín verndaðu oss á lífsins vegi. (Guðmundur Kr. Sigurðsson) Ég veit að nú ert þú komin til elsku pabba sem hefur tekið á móti þér með opinn faðminn og þið sameinuð á ný í Sumarland- inu. Elska þig að eilífu. Þín Guðný. Það eru nærri fimmtíu ár frá því undirritaður varð hluti af fjöl- skyldu þeirra hjóna Sigríðar Stef- ánsdóttur og Gísla Vilmundar- sonar er þá bjuggu í Símablokkinni við Dunhaga ásamt þremur börnum sínum, Guðrúnu, Vilmundi og Hafliða. Síðar bættist Guðný við. Og það var stuð. Endalaus fjölskylduboð, veislur og önnur tilefni fyrir fjöl- skylduna að hittast og gera sér glaðan dag. Oftar en ekki á við góða Ítalíuferð. Ævin hennar Siggu tengdamömmu var hins vegar ekki alltaf dans á rósum. Fædd á Haga á Barðaströnd, þar sem fjaran er hvít, kannski ekki við fátækt en heldur ekki við nein efni frekar en flestir á þeim tíma. Föður sinn missti hún barnung í sjóinn í Breiðafirði og ólst upp hjá einstæðri móður ásamt tveimur systkinum sínum, Hafliða og Daggrós. Guðný móðir hennar réð sig síðar með börnin sín þrjú sem ráðskona hjá kennara á Tálknafirði, heiðursmanninum Sigurði Heiðberg, sem gekk þeim í föðurstað. Saman flutti þau síðar suður til Reykjavíkur. Hafliði bróðir hennar fór í Stýrimanna- skólann, mæðgurnar léttu undir. Sigga fór svo seinna í húsmæðra- skóla og bjó að því alla tíð. Það varð þeim gríðarlegt áfall er Haf- liði bróðir hennar, fyrsti stýri- maður á togarunum Júlí, fórst við Nýfundnaland frá eiginkonu og tveimur kornungum dætrum. Daggrós systir hennar og besta vinkona lést síðar frá eiginmanni og sex börnum. Var nú Sigga ein eftir af systkinunum. En hún hafði ung gifst ástinni sinni einu, Gísla Vilmundarsyni símvirkja frá Kjarholtum í Biskupstungum, seinna frá Króki í Garðabæ, sæt- asta og besta stráknum í bænum. Það var kærleikshjónaband, þau voru einstaklega samstiga í öllu sínu. Byggðu sér hús, ferðuðust, ræktuðu fjölskyldu og vini, nutu lífsins. Þá veiktist Gísli skyndi- lega og var látinn rétt rúmlega sextugur 1991. Öll þeirra áform um notalega ævikvöldið voru nú fyrir bí. Tengdamóðir mín bogn- aði þá kannski aðeins um stund, en bar harm sinn í hljóði að hætti formæðra sinna að vestan. En líf- ið hélt áfram. Hún var forkur til vinnu, eftirsótt sem slík, vand- virk, vinsæl og vinmörg. Átti allt- af fyrir öllu sínu, fannst betra að gefa en þiggja. Sjálfstæð í öllu sínu, lagði aldrei slæmt orð til nokkurs manns. Einstaklega vönduð í framkomu og háttum, hnarreist og tignarleg. Fagur- keri. Hrein og bein. Var í vinnu fram undir áttrætt. Sáði fræjum vináttu og kærleika gagnvart fólkinu sínu og vinum fram á síð- asta dag. Fyrir aðeins þremur mánuðum greindist hún öllum að óvörum með ólæknandi krabba- mein. Hún óskaði þess að fá að dvelja heima í fallegu nýju íbúð- inni sinni þar til yfir lyki. Börnin hennar, barnabörnin og fjölskyld- an öll hlúðu að henni af ómældri ást og fegurð svo ekki verður bet- ur gert. Við sjáum nú öll á bak þessari mögnuðu konu sem var okkur öllum einstök fyrirmynd í styrk sínum, sjálfstæði og heið- arleika. Hafðu þökk ástkæra tengdamóðir, mikið verður þín saknað. Þá hefði hún svarað upp á vest- firsku: „Við skulum nú sjá karlinn áður en við rekum í hann.“ Bragi Guðmundsson. Tengdamóðir mín, Sigríður eða Sigga eins og hún var alltaf kölluð, hefur kvatt. Ástkær móðir mannsins míns og amma dætra minna og barnabarna. Ég naut þess oft að vera tengdadóttir hennar Siggu. Hún var dáð og virt af fjölda fólks. Fyrr á árum sá hún um veislur fyrir fólk. Bakaði kransakökur og var mjög mynd- arleg, og allt fallegt sem hún gerði. Í dag myndi það líklega heita veisluþjónusta, því hún leið- beindi fólki líka varðandi veislu- höld. Hún lét sig fólk varða og heimsótti fjölda fólks á sjúkrahús. Hún fylgdist alla tíð vel með öll- um afkomendum sínum og bar hag þeirra fyrir brjósti. Sjálf hafði hún ekki gengið þrautalaust gegnum lífið. Faðir hennar drukknaði þegar hún var barn og ástkær bróðir hennar drukknaði með togaranum Júlí, sem var mannskætt sjóslys á sínum tíma. Einnig missti hún systur sína á miðjum aldri. Tengdamamma og Gísli tengdapabbi áttu fallegt hjónaband. Mér er minnisstætt þegar ég kynntist Villa mínum, hvað ég dáðist að sambandi þeirra, gleði og léttleika á heim- ilinu. Því var það mikil sorg þegar hann dó sextíu og þiggja ára að aldri. Það tók tengdamóður mína svolítinn tíma að ná áttum á ný eftir þann missi, en hún lærði að lifa með missinum og skapaði sér fallegt líf. Sigga var glæsileg, vel til höfð, glaðleg og hress. Hún hafði mikla ánægju af músík og söng og sótti tónleika. Hana hafði sjálfa langað að læra söng sem ung kona. Sigga gekk mikið og hugsaði um heilsuna. Hún hafði stundað fimleika og sund sem ung kona og bar sig vel. Ég vil þakka tengdamóður minni allt sem hún gerði mér gott. Ég þakka henni hve ástrík móðir hún var mann- inum mínum alla tíð, en á milli þeirra var sérstaklega fallegt og ástríkt samband. Við nefndum eldri dóttur okkar í höfuð ömmu sinni, það nafn ber hún með sóma. Guð fylgi þér í ljósinu áfram og umvefji þig. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson) Þín tengdadóttir, Sigrún Oddsdóttir. Það eru örfáir dagar síðan við amma sátum í fallegu stofunni hennar í nýju skvísuömmuíbúð- inni og amma bað mig um að vera presturinn við útförina hennar. Tíminn stóð í stað og við sátum bara hlið við hlið og héldumst í hendur. Amma hafði ótrúlega fal- legar hendur. Ég vissi að hún væri að fara að spyrja mig að þessu og ég var undirbúin. Svona eins og mögulegt er að vera und- irbúin fyrir svona spurningu. Samt var ég lengi að svara. Orðin stóðu föst í hálsinum á mér. Um leið og það var það síðasta sem ég vildi gera var það engu að síður á sama tíma það dýrmætasta sem hún gat beðið mig um. Að fá tæki- færið til að fylgja henni alla leið, með uppfullt hjarta af þakklæti og ást, ásamt þeirri fullvissu að nú sé hún í fangi afa Gísla, dans- andi, glöð og dásamlega falleg í sumarlandinu bjarta. Um leið og ég svaraði henni játandi hvíslaði hún í eyrað á mér: „Ég veit nefni- lega að þú munt segja eitthvað fallegt um mig,“ og klappaði mér svo fallega á handarbakið. Þar með var það útrætt. Það er líka rétt, ég get svo sannarlega sagt margt fallegt um ömmu. Amma var falleg í gegn. Amma var líka engin venjuleg amma. Við áttum dýrmætt vin- kvennasamband sem ég er eilíf- lega þakklát fyrir. Það sem meira er – börnin mín fengu að kynnast henni og þekkja. Það er ekki sjálf- sagt. Hún var lífsglöð, glettin – stríðin og góð. Hún vissi líka svo mikið að stundum þurfti maður ekki að segja neitt við hana. Bara vera og hún var með manni. Hún hafði einlægan áhuga á fólkinu sínu og var svo stolt af okkur öll- um. Hún var líka góð í því að láta okkur finna það hversu vænt henni þótti um okkur og hversu stolt hún var af okkur. Bara fyrir það að vera þau sem við erum. Amma var fyrirmynd í öllu sem hún gerði. Hún naut þess að vera til, ferðast, klæða sig í falleg föt, hreyfa sig og hitta vini sína og fjölskyldu. Hún var alltaf að. Fé- lagsvera út í gegn. Vinur vina sinna. Og hún naut þess svo að flytja í nýju fallegu íbúðina sína fyrir svo allt of stuttu síðan. Hún keypti ótal margt fallegt í íbúðina, sem hefði sómt sér vel í tísku- blaði. Þannig var amma. Þetta gerði hún allt og meira til og skapaði sér svo fallegt og inni- haldsríkt líf, uppfullt af gleði og birtu, þrátt fyrir að hafa fengið sinn skerf af áföllum og djúpri sorg í lífinu. Amma kenndi mér að lífið er falleg og dýrmæt gjöf sem ber að njóta - ef Guð lofar. Minn- ingarnar um ömmu munu fylgja mér öllum stundum því ég geymi þær í hjartanu eins og gull. Þín Margrét Lilja, Pétur og krílin þrjú. Ertu farin amma mín til Sumarlandsins bjarta. Ég mun alltaf sakna þín af öllu mínu hjarta. En við munum seinna sjást með sól og yl í hjarta. Því það er bara ekta ást í Sumarlandinu bjarta. Takk fyrir allt elsku amma mín. Ég get ekki komið til Íslands og verið hjá þér við útförina en ég ætla að fylgjast með á netinu. Ég sakna þín mjög mikið. Kveðja, William Geir Gíslason, Uppsölum, Svíþjóð. Í dag kveðjum við ömmu Siggu. Ömmu sem var síung í anda og kraftmikil. Ömmu sem umvafði okkur með hlýju sinni og væntumþykju. Hún bar alltaf hag okkar afkomendanna fyrir brjósti og hafði lag á að láta okkur finn- ast við einstök og mikilvæg. Allir voru jafnir í augum ömmu og hafði hún mikinn áhuga á fólki. Amma var minnug og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni. Amma átti einstaklega gott með að ná til fólks. Hún lagði sig sérstaklega fram við að tengjast okkur sem unglingum og opnaði heimili sitt og hjarta. Í mennta- skóla fékk ég t.d. símtal þar sem hún tilkynnti mér að hún væri bú- in að redda mér vinnu um sum- arið, hvort ég vildi ekki koma suð- ur og búa hjá henni. Lífið í kringum ömmu ein- kenndist af lífi og fjöri. Amma var alltaf á ferðinni, hvort sem það var að heimsækja ættingja og vini, fara í göngutúra, skokka upp stig- ana, kíkja í búðir eða skella sér til útlanda. Það átti illa við ömmu að sitja og gera ekki neitt og þegar hún var búin að ákveða að gera eitthvað átti það helst að gerast í gær. Þegar ég hugsa til ömmu var alltaf svo mikil tónlist í kringum hana. Hún hafði gaman af alls konar tónlist. Söng og dansaði með þegar þannig lá á henni. Mik- ið eigum við eftir að sakna þess að taka snúning með ömmu á ára- mótunum. Amma var dugleg að passa upp á fólkið sitt, vildi vita hvað allir voru að bardúsa og alltaf var hún fyrst til að bjóða fram aðstoð sína og bjarga málunum, algjörlega óumbeðin. Kransakökur, flutn- ingsþrif, redda íbúð fyrir unga parið. Allt þetta og miklu meira til gerði amma fyrir okkur án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Mikið finnst mér ég hafa verið lánsöm að eiga fyrirmynd eins og hana ömmu Siggu í lífi mínu öll þessi ár. Það er svo margt í fari hennar sem ég vil tileinka mér. Þakklæti er mér efst í huga á þessari kveðjustundu, þakklæti fyrir allt það góða og fallega sem amma kenndi mér. Allar stundirn- ar sem við áttum saman eru nú dýrmætar minningar og ég hugsa um alla hvatninguna, hjálpina og kærleikann sem hún gaf mér og mínum. Við eigum eftir að sakna þín elsku amma mín. Þín nafna, Sigríður Elsa og fjölskylda. Komið er að kveðjustund við elskulegu ömmu Siggu sem ég hef verið svo lánsöm að njóta kær- leika og leiðsagnar frá og sam- vista við í 46 ár. Amma var sterk og falleg kona með breitt bak og kærleiksríkt hjarta. Hún mætti lífsins áskor- unum af miklum styrk og æðru- leysi. Ung missti hún pabba sinn. Síðar bæði systkini sín. Eiginmað- ur hennar, afi minn, kvaddi langt fyrir aldur fram. Heimili ömmu og afa í Brekku- selinu var fallegt og kærleiksríkt. Þar átti ég gott athvarf og leið vel. Ég var svo lánsöm að fá að vera mikið hjá ömmu og afa og ferðað- ist með þeim, enda vorum við Guðný nánar frænkur og nálægt hvor annarri í aldri. Mikið fannst mér Guðný eiga það gott að fá allt- af að vera í dekrinu hjá þeim. Á heimili þeirra voru allir velkomn- ir. Þau voru góðir gestgjafar. Þar fengu allir að vera þeir sjálfir og eiga sína sérvisku. Meira að segja dekraði amma við heimilisköttinn Bjart og sauð handa honum nýja ýsu á hverjum degi. Bernsku- jólanna minnist ég líka með mik- illi hlýju þar sem stórfjölskyldan var samankomin. Það eina sem skyggði þar á var að amma vildi aldrei fá sér uppþvottavél. Það reyndi á þolinmæði barnanna. Eftir að afi lést hélt hún minn- ingu hans fallega á lofti. Hélt áfram sterk og var bæði hjartað og límið í fjölskyldunni. Amma var trygglynd og stóð með fólkinu sínu sem klettur. Gildin voru skýr, fjölskyldan var það allra mikilvægasta. Hún var stolt af fólkinu sínu og fylgdist með hverju og einu af einlægum áhuga. Amma var alla tíð heilsu- hraust, glæsileg kona og ung í anda. Ég var alltaf svo stolt af því þegar ég kynnti hana fyrir fólki. Hvert sem hún fór þá fannst mér hún alltaf glæsilegust og bera af. Mér þótti líka vænt um að heyra þegar mér var sagt að ég líktist henni. Þegar amma lærbrotnaði 87 ára gömul var einstakt að fylgjast með henni í bataferlinu þar sem jákvæðni, þrautseigja og einbeitt- ur vilji til að komast aftur á fætur einkenndi það. Það tókst henni sannarlega og eigum við fjöl- skyldan dásamlega minningu af henni dansandi inn í nýtt ár á gamlárskvöld við Abba eins og sönn drottning, mánuði eftir lær- brotið. Í skammvinnum veikindum ömmu sýndi það sig hversu sterka og samheldna fjölskyldu henni hafði tekist að byggja upp. Það var virðingarvert og fallegt að fylgjast með börnum hennar umvefja hana kærleika á fallega heimili hennar allt til hinstu stundar. Nákvæmlega eins og hún vildi hafa það. Ég er fyrsta barnabarn ömmu og því fylgir tómleiki að geta ekki lengur kallað á ömmu. Í staðinn fæ ég þá dýrmætu gjöf og ábyrgð að verða kölluð amma sjálf fljót- lega. Mun það því nýtast mér vel að eiga sterka fyrirmynd í ömmu minni, þar sem ég get með sanni sagt að hafa notið leiðsagnar þeirra allra bestu. Ég tek því við keflinu og mun leggja mig alla fram í því mikilvæga hlutverki. Takk fyrir allt elsku amma mín. Mín huggun í sorginni er sú að nú eru amma og afi sameinuð á ný eftir 30 ár aðskilnað. Birna Bragadóttir. Sigríður Stefánsdóttir - Fleiri minningargreinar um Sigríði Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg mamma mín, tengdamamma, amma, langa- og langalangamma, HELGA STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Syðstabæ í Hrísey, lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík þriðjudaginn 11. maí. Útförin verður auglýst síðar. Jóna Jóhannsdóttir Hannes Sveinn Gunnarsson ömmu, langömmu- og langalangömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐLAUG ANGANTÝSDÓTTIR frá Hauganesi, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 11. maí. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Beykihlíðar fyrir frábæra umönnun. Árni Baldur Ólason Angantýr Arnar Árnason Björk Elva Brjánsdóttir Árni Grétar Árnason Kolbrún María Hannesdóttir Óli Þór Árnason Selma Maríusdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.