Morgunblaðið - 18.05.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 18.05.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 ✝ Hörður Agnar Kristjánsson fæddist að Búðum í Staðarsveit 26. apr- íl 1936. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 9. maí 2021. Foreldrar hans voru þau Jóhanna Þorbjörg Ólafs- dóttir, f. 1897, d. 1980, frá Þorgeirs- staðahlíð í Miðdölum og Kristján Gíslason, f. 1897, d. 1990, frá Ytra-Skógarnesi í Miklaholts- hreppi. Systkini Harðar voru Gísli Jó- hann, f. 1922, d. 2003, Anna Ólafía, f. 1924, d. 2015, og Gunn- laugur Einar, f. 1930, d. 2017. Þann 4.10. 1958 kvæntist Hörður Sigríði Birnu Lárus- dóttur, f. 2.3. 1936. Foreldrar hennar voru Elín Elísabet Bjarnadóttir, f. 1913, d. 2002, og Lárus Jóhann Guðmundsson, f. 1913, d. 1987. flutti, starfs síns vegna, til Reykjavíkur. Hörður lærði húsa- smíði hjá Gunnlaugi bróður sín- um og lauk prófi frá Iðnskóla Stykkishólms 1956, hlaut svo meistararéttindi í húsasmíði 1961. Árið 1960 stofnaði hann Trésmiðjuna Ösp ásamt mági sínum Hallfreði Lárussyni. Árið 1963 var Trésmiðjunni Ösp breytt í hlutafélag með þátttöku allra starfsmanna. Hörður starf- aði sem byggingameistari og framkvæmdastjóri Aspar hf. til ársins 1967. Árið 1968 hóf hann störf hjá framkvæmdadeild Inn- kaupastofnunar ríkisins og starf- aði þar til ársins 2003 er hann lét af störfum vegna aldurs. Samhliða vinnu sinni gegndi Hörður ýmsum störfum fyrir bæjarfélag Stykkishólms. Sat í byggingarnefnd Stykkishólms 1966-1974, var byggingarfulltrúi Stykkishólms 1971-1978 og fulltrúi í hreppsnefnd Stykkis- hólms 1974-1982. Útför Harðar verður gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 18. maí 2021, klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana verður at- höfninni streymt: https://www.lindakirkja.is/utfarir Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Synir Harðar og Birnu eru 1) Bjarni Lárus, f. 2.7. 1960, kvæntur Nínu Vil- borgu Hauksdóttur, f. 31.8. 1966. Börn þeirra eru Hörður Agnar, f. 1990, Mar- inó Fannar, f. 1994, og Elín Elísabet, f. 2001. 2) Kristján Þór, f. 28.7. 1964, kvæntur Geirlaugu B. Geirlaugsdóttur, f. 24.8. 1967. Börn Kristjáns af fyrra hjónabandi eru Viktor Már, f. 1991, og Maríanna Rún, f. 1993, móðir þeirra er Margrét J.S. Jóhannesdóttir. Börn Krist- jáns og Geirlaugar eru Geirlaug- ur Árni, f. 1997, Sveinbjörg Birna, f. 2000, og Birna Kristín, f. 2002. Fjölskylda Harðar fluttist frá Búðum í Staðarsveit til Stykk- ishólms þegar hann var á fyrsta ári. Bjó hann í Stykkishólmi fram til ársins 1979 þegar hann Elsku besti pabbi minn, það er erfitt að setjast niður og setja á blað kveðju til þín, þú stóðst þétt við bakið á þínu fólki, hjartahlýr, traustur, skemmtilegur, dugnaður og bóngóður eru orð sem koma upp í huga mér. Þú varst alltaf tilbúinn til að aðstoða, veita ráð enda leitaði ég til þín með allt. Það var alltaf létt yfir þér, stutt í grínið og jákvæðnina og þú fannst alltaf lausn á málunum. Þú og mamma voruð mjög samheldin og þegar voru einhverjar framkvæmdir annars vegar þá voru þið yfirleitt bæði komin enda voruð þið sem eitt. Þú varst góður hlustandi og það var margt sem þú kenndir mér enda mín mesta fyrirmynd í lífinu. Þú varst mjög handlaginn og mikill listamaður og erfðu flest barna- börnin þín það frá þér, þú málaðir mikið um ævina og þó að þú værir kominn yfir 80 ára aldur þá var enginn bilbugur á þér enda fann maður þig oftast inni í herbergi með pensil í hönd og fengum við bræðurnir að njóta þess og feng- um við nokkur meistaraverk frá þér, sérstaklega síðustu tvö árin. Það var hvergi betra að koma en til ykkar mömmu og spjalla, best var ef við vorum öll, þá var oft hlegið við borðið. Þú barst mikla um- hyggju fyrir barnabörnunum enda varstu mjög áhugasamur um allt sem þau voru að gera. Það eru margar minningar sem koma upp en þó sérstaklega þegar við bræð- urnir fórum fyrir fjórum árum til Barcelona með þér þar sem við átt- um yndislegar stundir og gleymist seint. Þú varst alltaf á staðnum hjá okkur bræðrum, ef eitthvað þurfti að laga þá var bláa svuntan tekin fram. Það kemur enginn í þinn stað elsku pabbi minn og missirinn er mikill, sárastur er missir mömmu sem setti allt sitt traust á þig, nú er það okkar bræðranna að hjálpa henni og vera til staðar fyrir hana. Þín verður sárt saknað elsku pabbi minn, þinn hlýi faðmur, góðu ráð og glettni mun seint gleymast, ég mun varðveita minningu þína. Guð geymi þig og blessi þú varst langbestur, ég elska þig. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Bjarni. Ég á erfitt með að lýsa því með orðum hvernig mér líður þessa dagana eftir að pabbi féll frá. Nú hefur hann fengið hvíldina eftir langvarandi veikindi. Þótt ljóst hafi verið í hvað stefndi, er maður einhvern veginn ekki undir það bú- inn að takast á við þá staðreynd að lífi hans sé lokið. Síðustu árin barð- ist hann við banvænan sjúkdóm og tókst á við það verkefni eins og öll önnur verkefni um ævina, með ein- stakri rósemd og æðruleysi. Þegar hann var spurður hvernig honum liði svaraði hann alltaf, „ég hef það bara ágætt“. Það var ekki hans stíll að kvarta. Pabbi var listasmiður og ófá verkin sem hann hefur unnið fyrir okkur fjölskylduna, hvort sem það var pallasmíði, þakviðgerðir eða hellulögn, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var alltaf mættur fyrstur á staðinn, kátur og glaður með verk- færatöskuna í hendi, tilbúinn í slaginn. Vel undirbúinn með teikn- ingar tilbúnar af því verki sem vinna skyldi. Hann var einstaklega nákvæmur, vandvirkur og lausna- miðaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hann var í essinu sínu og hafði nóg að gera því þá flautaði hann iðulega. Mamma mín var aldrei langt undan og iðulega mættu þau saman í öll verk og ein- kenndi það þeirra líf, samheldin og kærleiksrík, tilbúin að veita aðstoð þar sem hennar var þörf. Í seinni tíð tók hann upp þráð- inn og fór að sinna listinni sem hann hafði alla tíð mikinn áhuga á og málaði fallegar myndir sem flestar höfðu skírskotun til æsku- slóða hans á Snæfellsnesi og eru þær okkur fjölskyldunni mjög dýr- mætar. Pabbi hafði einstaklega fal- lega rithönd og eyddi hann ófáum stundum við að skrautskrifa heilu skjölin fyrir fjölskyldu og vini. Öll- um gjöfum foreldra minna fylgdi fallegt skrautskrifað kort sem hann hafði dundað sér við að skrifa. Það tómarúm sem hann skilur eftir í hjarta mínu verður aldrei fyllt, en minningarnar eru margar og ljúfar um einstaklega traustan, einlægan og kærleiksríkan föður. Hann var ekki bara pabbi minn, hann var besti vinur minn og helsti stuðningsmaður minn í gegnum lífið. Elsku mamma mín, missir þinn er mikill enda voru þið pabbi ein- staklega samrýnd, en minningin um einstakan eiginmann og föður lifir áfram í hjörtum okkar. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsd.) Hvíldu í friði elsku pabbi. Kristján Þór. Á sólríkum og fallegum degi hinn 9. maí síðastliðinn fékk tengdafaðir minn hvíldina á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi. Vogurinn skartaði sínu fegursta þennan morgun, sólargeislarnir spegluðust í sjónum og fuglasöng- ur barst okkur til eyrna. Þessi fal- legi morgunn endurspeglar líf hans, bjartur, fagur, friðsamur. Engin orð eru nógu sterk til þess að lýsa mannkostum tengda- pabba, en ég reyni eftir fremsta megni. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir um 25 árum þegar við Kristján fórum að vera saman og var það mikið gæfuspor. Hann tók mér opnum örmum frá fyrsta degi og urðum við strax miklir mátar. Tengdapabbi hafði einstaka nær- veru, hækkaði aldrei róminn og hallmælti ekki nokkrum manni, hann hafði einstakt lag á því að finna það jákvæða í fari fólks. Tengdapabbi var listamaður af guðs náð, allt lék í höndum hans. Við fjölskyldan fengum svo sann- arlega að njóta þess. Hann var alltaf hafður með í ráðum þegar farið var út í framkvæmdir, þar komu hæfileikar hans svo vel í ljós, hann hannaði, teiknaði og hugsaði fyrir hverju smáatriði. Ekkert verkefni var of stórt og reyndi hann alltaf að finna lausnir á öllum vandamálum stórum sem smáum. Í seinni tíð gat hann gefið list- sköpuninni meiri tíma, hann mál- aði myndir og nokkrar þeirra prýða veggi heimilis okkar og eru þær ómetanlegur fjársjóður. Skrautskriftin hans var engri lík og eigum við svo fallegar minning- ar ritaðar á pappír við ýmis tilefni. Missir tengdamömmu er mikill enda samvera þeirra löng og far- sæl, þau áttu fallegt og gott hjóna- band, voru samheldin og gengu í öll verk saman. Hún vék ekki frá honum síðustu vikurnar og hélt í hönd hans lífið á enda. Þau stóðu eins og klettar hlið við hlið og voru alltaf til staðar fyrir fólkið sitt. Betri fyrirmyndir fyrir börnin okkar er ekki hægt að hugsa sér. Mig langar til þess að kveðja þig elsku tengdapabbi með síðustu kveðjunni þinni til mín: „Hafðu það alltaf sem allra best elskan mín.“ Vertu guði falinn, hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Geirlaug. Ég vil minnast besta tengdaföð- ur míns með nokkrum þakklætis- orðum. Fyrst og fremst vil ég þakka honum fyrir að hafa verið mér einstaklega góður tengdafaðir og börnum mínum frábær afi. Þú hafðir mikla þolinmæði, umburð- arlyndi og gæsku sem þú sýndir öllum þeim sem að þér komu. Þinn faðmur var opinn öllum. Alltaf var stutt í brosið og glettnina hjá þér. Þú varst gull af manni. Þú kvartaðir aldrei þótt þú vær- ir sárþjáður og lést ekki á neinu bera. Þú varst albesti tengdapabbi sem ég gat fengið enda alveg ein- stakur maður. Minning um góðan mann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Elsku Hörður takk fyrir allt og hvíl í friði. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt: Faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Teri Fernandez) Nína. Afi. Þegar við hugsum um afa þá koma mörg orð upp í hugann. Afi var jákvæður, fyrirmynd, hjartahlýr, alltaf í góðu skapi jafn- vel þótt eitthvað bjátaði á, yndis- legur, hæfileikaríkur, notalegur og einfaldlega besti afi sem hægt er að hugsa sér. Nærvera hans var svo góð og hann var með fallegustu sálina og hjartað. Afi hefur haft mikil áhrif á líf okkar og minningarnar eru ótelj- andi. Hver einasta minning er okk- ur dýrmæt og höfum við hvert og eitt okkar átt ómetanlegar stundir með honum. Afi kenndi okkur svo margt án þess að gera sér grein fyrir því. Hann sýndi okkur hvernig á að horfa á lífið og að kunna að meta bæði stóru og litlu hlutina í lífinu. Okkur leið eins og afi gæti gert allt og leyst öll vandamál. Við ortum ljóð sem lýsir þér vel elsku afi, hvíldu í friði. Hversu góður maður þú varst og hversu vel þú þig barst, mun vera okkur leiðarljós um ókomna tíð, til eilífðarnóns. Við kveðjum þig með sorg í hjarta, brosið þitt og sál svo bjarta. Þú ferðast nú um betri staði en verður ætíð okkar afi. Þín barnabörn, Viktor, Maríanna, Geirlaugur, Sveinbjörg og Birna Kristín. Orð fá því ekki lýst því hve sárt afa míns verður saknað. Hörður Agnar Kristjánsson var afar heilagur maður og á öll- um sínum lífstíma sýndi hann ekk- ert nema nærgætni og góðvild til allra sem höfðu þau forréttindi að kynnast honum. Afi minn var ávallt til staðar fyrir þá sem á honum þurftu að halda, hann var þolinmóður, blíð- ur og ljónharður maður sem hafði jákvæð áhrif á alla og allt sem í nærveru hans var. Hógvær í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, handlagin og skap- andi sál sem aldrei lét sig vanta verkefni. Húsasmiðameistari sem kunni sitt fag vel og notaði ham- arinn í húsum vina og ættingja al- veg fram að endalokum og skilur eftir sig „elegant“ penslaför og nagla á mörgum heimilum. Einnig var hann hæfileikaríkur listamaður sem hélt mikið upp á bjarta liti og fagurt landslag. Verkin hans eru hrífandi og bera með sér mikla bjartsýni, glaðlyndi og kærleika. Afi kenndi mér ótal- margt, meðal annars hvernig halda ætti á pensli, og hann hafði eflaust margt fleira að kenna, ég veit að hann er enn mér við hlið og mun áfram leiðbeina. Afi var bráðgáfaður og hafði margt að segja en kaus að hlusta. Verðmæti hans lágu ekki í því sem hann átti, heldur í velgengni og hamingju þeirra sem hann elsk- aði. Ég er yfir mig stoltur að geta kallað hann afa minn, hann var umburðarlyndur og kærleiksrík- ur höfðingi sem ég mun að eilífu sakna. Hann er og mun alltaf vera fyrirmyndin mín og mun hans lífs- leið veita mér innblástur og hug- rekki til að takast á við erfiðleika og þrautir ævinnar. Dýrlingur er eina orðið sem getur til fulls lýst honum afa mín- um og mun minning hans, og áhrifin sem hann hafði á fólkið sitt, lifa áfram í huga og orðum allra sem elskuðu hann og til ókominna kynslóða. Hér skil ég eftir ljóð sem ég fann í bók þar sem hann geymdi bréf og myndir frá vinum og vandamönnum, tel það lýsa eðlis- fari hans ágætlega. Elsku afi hvíl í friði. Hinn vitri safnar ekki auði. Því meira sem hann ver öðrum til gagns, því meira á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum, því ríkari er hann. (Lao-tse) Marinó Fannar. Hörður Agnar Kristjánsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR RUT GUNNARSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 5. maí á Landspítalanum. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. maí klukkan 13. Athöfninni verður einnig streymt og hlekk má finna á www.mbl.is/andlat. Friðrik Már Steinþórsson Halla Sjöfn Ágústsdóttir Birkir Már Friðriksson Breki Már Friðriksson Íris Dögg Ásmundsdóttir Rudolf Kristinsson Ólafur Geir Rudolfsson Alexander Goði Rudolfsson Ásdís Rut Rudolfsdóttir Snædís Helga Rudolfsdóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GILS STEFÁNSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni 12. maí. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. maí kl. 15. Streymt verður frá athöfninni. R. Rósa Héðinsdóttir Björg Gilsdóttir Guðmundur Karlsson Héðinn Gilsson María Þorvarðardóttir Helga Kristín Gilsdóttir Guðlaugur Baldursson Sigrún Gilsdóttir Gísli Freyr Gíslason barnabörn og barnabarnbörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR TÓMASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, miðvikudaginn 19. maí klukkan 13. Stefán Jóhann Björnsson Anna Björg Elísdóttir Þórir Björnsson Margrét Ósk Guðmundsdóttir Gunnar Björnsson Andrea Margrét Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, afi, langafi og bróðir, KRISTJÁN GARÐARSSON, síðast til heimilis á Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 12. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. maí klukkan 11. Vegna aðstæðna geta þeir sem óska eftir að fá að mæta haft samband við aðstandendur. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/URJMTffgiPM og eins verður hægt að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat. Valborg H. Kristjánsdóttir Kristján Garðar Arnarson Katrín Georgsdóttir Jónína Guðrún Arnardóttir Arnar Emil Hjartarson Kristinn Örn Arnarson Elín Ósk Ellertsdóttir langafabörn og bræður hins látna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.