Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 19

Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Það er ekki hægt að finna betri mann en hann afa minn. Hann var blíðasti og þolinmóðasti maður sem ég þekki. Góða skapið var aldrei langt undan og hann breytti öllu vondu í gott. Hann var einn sterkasti og besti maður sem ég þekkti. Það fór ekki fram hjá nein- um hversu góður maður hann var, alltaf bara eitt símtal í burtu ef mann vantaði hjálp eða bara spjall. Hann var mjög hæfileikaríkur og kenndi mér svo margt að það er erfitt að nefna örfá atriði. Hann var besti listamaður sem Ísland hefur átt, allar myndirnar sem hann málaði urðu bara fallegri og fallegri með tímanum; kortanna sem hann skrifaði með sinni ein- stöku skrautskrift mun ég sakna mest. Það var ekkert annað sem ég vildi og beið eftir að fá fallegu kort- in frá honum á afmælum og jólum. Skemmtilegustu minningarnar sem ég á er þegar hann var að sýna mér allar myndirnar sem hann málaði, þolinmæði hans við þær. Honum fannst myndirnar aldrei tilbúnar, og ég er alveg eins með mínar myndir, en hann kenndi mér hvenær ég ætti að stoppa. Hörður afi var ótrúlegur í alla staði, enda var hann mín besta fyr- irmynd. Ég er endalaust þakklát fyrir allar stundirnar, spjallið og allt sem hann kenndi mér og hjálp- aði mér í gegnum. Það er ekki hægt að biðja um betri afa og ég vona þú hafir vitað það. Ég sakna þín aðeins of mikið en ég veit að þú ert á betri stað og ég fæ að hitta þig aftur. Elsku besti afi minn, hvíldu í friði. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi. Nú sefur þú rótt það er komin nótt þú sefur vært það er mér kært. Vertu mér hjá lof mér að sjá hvað á ég að gera það er svo margt að bera. Þó ég sé særð þá friðinn þú færð þreyttur þú varst mörg árin þú barst. Ég elska þig afi það er enginn vafi minning þín er í hjarta mér. (Ágústa Kristín Jónsdóttir) Elín Elísabet. Elsku Hörður afi, það er sárt að kveðja þig, þú varst mér eins og mörgum öðrum mjög kær og mun lát þitt skilja eftir stórt gat sem seint mun gróa. Minningarnar eru margar og góðar. Staðfastur og varkár í orðum, hlýr og aldrei langt í húmorinn. Alltaf var hægt að leita til þín og þú hlustaðir á með þinni miklu ró. Hjálpsamur og örlátur varstu fram í fingurgóma. Þú sagði aldrei nei. Þú kenndir mér mikið og leit ég mikið upp til þín, ég mun sakna skrautskrifuðu kortanna þinna sem þú gerðir á öllum afmælum og jólum. Við afi gátum setið saman í þögninni því bara nærvera hans var svo góð og mikill styrkur í henni. Hann var mjög áhugasamur um hvað við barnabörnin vorum að gera og fann maður mikið fyrir því hvað honum þótti vænt um okkur öll. Ég fyllist hlýju, þakklæti og söknuði þegar ég kveð þig elsku afi í hinsta sinn. Ég mun alltaf sakna þín og elska. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem ský. Því burt varstu kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur einlægur og hlýr. En örlögin þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minningin þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þinn nafni Hörður. Ljúfar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til hans Harðar sem hefur verið samofinn lífi mínu frá unglingsárum. Frá- bær mágur, enn betri vinur og í raun besti maður sem ég hef á æv- inni kynnst. Strax og hann kom inn í fjölskylduna fékk hann það hlut- verk að skreyta jólatréð, við tókum öll eftir því hversu framúrskarandi listrænn og vandvirkur hann var í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar ég lauk námi fékk ég inni hjá Herði og Birnu í nokkra mánuði þar til ég flutti suður. Gest- risni þeirra var annáluð, allir vel- komnir og þannig hefur það verið ætíð síðan, alltaf pláss fyrir alla, matur á borðum og allir umvafðir hlýju og notalegheitum. Seinna þegar Hörður fór að vinna hér fyr- ir sunnan leigði hann hjá mér á Fálkagötunni, þar setti hann upp innréttingar og tæki og málaði skilvegg með fallegri mynd af dansmey í fullri stærð. Þegar ég svo seldi íbúðina vildu kaupendur ekki að ég tæki vegginn niður svo hún fylgdi með. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fékk að sitja í hjá Herði þegar hann fór vestur í Stykkishólm um hverja helgi. Þetta voru forréttindi og mikið spjallað á leiðinni. Ósjaldan var fullur bíll því hann mágur minn sagði aldrei nei við neinni bón. Margar af þessum ferðum voru vetrarferðir, oft á tíðum mikið fannfergi í Kerlingarskarði og stundum urðum við að snúa við og fara Heydal. Hörður þekkti manna best þessa vegi, alltaf á góðum bíl og við hin vissum að það var traustur bílstjóri við stýrið. Þegar Birna og Hörður voru flutt suður var ég stundum að grínast við þau að ég fylgdi alltaf á eftir því ég bjó alltaf í göngufæri frá þeim og var eins og „heimiliskötturinn“. Þegar Arnar minn var að spila í fyrsta skipti í Galtalæk með hljómsveit þá fór ég með Berglindi dóttur minni í tjaldútilegu ásamt vinkonu minni. Þá voru góð ráð dýr, ég átti ekki tjald og auðvitað var hringt til Birnu og Harðar. Tjaldið fékk ég lánað en ég vissi ekki fyrr en síðar að Hörður hafði farið og keypt nýtt tjald sem þau svo lánuðu mér. Þessu gleymi ég aldrei, þetta var á erfiðum tíma í mínu lífi og að eiga svona vini að leita til í stóru og smáu var ómetanlegt, ekki bara fyrir mig heldur líka börnin mín, þau bókstaflega tóku okkur að sér. Myndirnar sem Hörður teiknaði eru stórkostlega vel gerðar, bæði af fólki og landslagi, málverkin af Hólminum, hinum ýmsu húsum og höfninni, prýða mörg heimili svo ég nefni nú ekki allar myndirnar af Snæfellsjökli sem voru ægifagrar og eina slíka gerði hann þótt veik- ur væri sem gjöf til vinar sem hon- um þótti vænt um. Ég gæti haldið endalaust áfram að skrifa um hann mág minn. Hann var frábær sögumaður, kenndi mér nöfn og kennileiti á bæjum, fjöllum og dölum frá Reykjavík til Stykkishólms, með stálminni til hinsta dags og alltaf rólegur með notalega nærveru, stutt í hláturinn og einstaka hlýju. Hafðu þökk kæri vinur fyrir allt það góða sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni, það verður aldrei fullþakkað. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Svala. - Fleiri minningargreinar um Hörð Agnar Krist- jánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gísli Magn- ússon fæddist í Reykjavík 23. jan- úar 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. maí 2021. Foreldrar hans voru Magnús Gíslason, f. 18.8. 1872, d. 11.9. 1943, og Guðrún Ragn- heiður Brynjólfs- dóttir, f. 20.8. 1886, d. 11.6. 1976. Systkini Gísla eru: Ásdís, f. 1915, d. 1996, Sig- urður, f. 1916, d. 1995, Þórhild- ur, f. 1917, Áslaug, f. 1919, d. 2014, Brynjólfur, f. 1920, d. 1994, og Hulda Dagmar, f. 1926. Gísli var kvæntur Helgu Huldu Guðmundsdóttur, f. 1.1. 1930, d. 4.6. 2003. Börn þeirra og börn þeirra eru: a) Helga Clara sálfræðingur, f. 1985. Eiginmaður hennar er Gísli Jónsson viðskiptafræðingur, f. 1985. Börn þeirra eru: a) Jón Birnir, f. 2016, og b) Clara Björt, f. 2019, b) Sandra Karen félagsráðgjafi, f. 1990. Maður hennar er Oddur Ás Garð- arsson endurskoðandi, f. 1991. Barn þeirra er: a) Rakel Sara, f. 2020, og c) Alexander Róbert háskólanemi, f. 1996. Eig- inkona Magnúsar er Randi Gíslason óperusöngkona, f. 1968. Barn þeirra er: a) Eva María, f. 2006. Gísli var Reykvíkingur. Hann vann á Reykjavíkurflugvelli 1945-1948 en var frá 1948 vöru- bílstjóri á vörubílastöðinni Þrótti (R-4660), frá árinu 1986 var hann vörubílstjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju 18. maí 2021 klukkan 13. eru: 1) Ásdís, f. 1.1. 1950, grunnskóla- kennari. Var gift Róbert Crosby og börn þeirra eru: a) Gísli Baldur, skjalavörður við Þjóðskjalasafn Ís- lands, f. 1973, og b) Ragnar Már leik- skólakennari, f. 1979. Kona hans er Anna Geirlaug Árnadóttir gullsmiður, f. 1981. Börn þeirra eru: a) Úlfur Árni, f. 2009, og b) Úrsúla Bergdís, f. 2015. Maður Ásdísar er Finn- bogi Steinarsson bryti, f. 1956. 2) Magnús, f. 25.3. 1957, óperu- söngvari við Konunglegu óp- eruna í Kaupmannahöfn. Var kvæntur Birnu Róbertsdóttur Nú þegar sólin er að hækka á lofti kveðjum við góðan mann, Gísla Magnússon. Sumarið teng- ir vel við hans fallega líf, talaði gjarnan um björtu hliðarnar og uppáhaldslitur hans var gulur eins og sólin. Sólskinsstundirnar margar að þakka fyrir í mínum huga því sannarlega vann ég stóra vinninginn í tengdapabba- lottóinu fyrir 40 árum, þegar Gísli varð sólargeisli í mínu lífi. Frábær fyrirmynd, kærleiksrík- ur og lífsglaður. Strax við fyrstu kynni upplifði ég góða nærveru hans, hlýju eins og sólin, umhyggju og um leið varð til dýrmæt vinátta sem aldr- ei bar skugga á, þrátt fyrir að leið mín og sonar hans skildi fyrir 25 árum. Gísli var ávallt tilbúinn að leggja fram hjálparhönd og mætti þá gjarnan óumbeðinn. Við rifjuðum oft upp verkefnin okkar saman í lífinu eins og þeg- ar við fjölskyldan fluttum til Danmerkur fyrir 30 árum og Gísli fylgdi okkur alla leið, með þeirri yndislegu gjöf aðstoðaði hann fjölskylduna fyrstu dagana að setjast að í nýju landi. Fyrsti skóladagur dóttur okkar í ókunnugu landi tveim dögum síð- ar var minning sem Gísli rifjaði oft upp á gleðilegan hátt. Við eig- um síðan góðar minningar frá ár- legum heimsóknum þeirra Helgu til Köben. Þegar ég flutti aftur til Íslands með börnin þrjú sex ár- um síðar voru sundferðir með afa, ísbíltúrar eða ljúfar sam- verustundir með ömmu og afa fastur liður í tilverunni. Um- hyggja gagnvart barnabörnun- um var mikil og þegar börnin elt- ust var Gísli duglegur að fylgja þeim eftir á sinn einstaka hátt. Alltaf fagnaðarfundir þegar hann kom við hjá okkur í Stóragerðinu hans gamla góða hverfi. Gleðin náði svo vel til barnanna og kær- leiksrík afaspeki mun ætíð verða okkur leiðarljós, að hafa gaman af lífinu og hugsa fallega sagði hann gjarnan. Einnig á sorgar- stundu var stuðningur Gísla til staðar og hann var mættur fyrst- ur allra að fagna á gleðistundum hjá fjölskyldunni. Upplifði að samvera með fjölskyldunni var honum það allra dýrmætasta, enda duglegur að bjóða í veislur þrátt fyrir að aldurinn færðist yf- ir og heilsunni hrakaði. Ömmur barnanna minna féllu frá með stuttu millibili 2003, eftir það urðu til ógleymanleg afakvöld þar sem afarnir tveir áttu með okkur dásamlegar gæðastundir. Minningar afabarnanna eru margar dýrmætar og fallegar, Gísli fylgdist vel með þeim öllum af áhuga í þeirra lífsins göngu og nú síðar langafabörnunum. Ynd- islegt að upplifa glampann í aug- um hans innan um börn enda góð fyrirmynd í því að halda í barnið í sjálfum sér með því að hætta aldrei að leika sér. Hann var af- inn sem renndi sér niður renni- brautina þegar hann kom að sækja barnabarnið í leikskólann, afinn sem klifraði í klifurgrindina og hoppaði niður svo börnin urðu agndofa, afinn sem spilaði fót- bolta við 7 ára strákana á skóla- vellinum var síðan spurður í hvaða landsliði hann hefði verið. Nú hefur dregið fyrir sólu elsku Gísli og þakkir eru mér efst í huga og veit að vel verður tekið á móti þér á sólskinsstaðnum sem þú valdir svo vel. Hjartans þakkir fyrir ferðina okkar sam- an, minningarnar munu lifa í hjörtum okkar um ókomna fram- tíð. Með þakklæti fyrir allt og allt. Birna Róbertsdóttir. Þegar ég hugsa um elskulegan afa minn koma upp margar dýr- mætar minningar í hugann sem munu lifa að eilífu. Allar sögurn- ar sem þú sagðir mér, öll hlát- ursköstin sem við áttum saman, allir ísbíltúrarnir, allir söngvarn- ir sem við sungum saman og allar hárgreiðslurnar sem ég greiddi þér. Það var alltaf gaman með þér, þú gerðir allt svo skemmti- legt og það var alltaf stutt í grín- ið. Þau orð sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa um afa eru fyrst og fremst lífsgleði, dugn- aður, jákvæðni og hjálpsemi. Afi sýndi okkur barnabörnunum mikla væntumþykju og áhuga. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Í síðustu heimsókn minni heim til afa sagði hann svo eftirminni- lega þegar hann sá dóttur mína leika sér á gólfinu: „Mikið væri nú gaman að verða eins árs aft- ur.“ Afi var einstaklega barngóð- ur, naut sín vel innan um börn og hélt alltaf í barnið í sjálfum sér. Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. (Hulda Ólafsdóttir) Elsku afi minn, þú varst ein- stakur og mikil fyrirmynd í mínu lífi. Takk fyrir allt elsku afi minn. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu. Þín Sandra Karen. Mig langar að minnast elsku Gísla afa míns með nokkrum orð- um. Þú varst mér frábær fyrir- mynd í einu og öllu. Minnist þess alltaf hvað aðrir krakkar horfðu öfundaraugum á mig þegar ég fór með afa mínum í vatnsrenni- brautina í Laugardalslauginni þegar ég var lítil stelpa. Afi fór alla leið, einnig þegar við fórum saman í Tívolí lést þú þig hafa það að koma með mér í öll tækin, þrátt fyrir mikinn snúning. Ís- bíltúrar með þér voru fastur lið- ur í tilverunni í barnæsku og allra skemmtilegast var þegar þú lést bílinn „dansa“ og við krakk- arnir hlógum hátt. Gísli afi var einstaklega barngóður, alltaf tilbúinn að leika og taka þátt í gleði barna enda heilluðust öll börn af honum. Það upplifði ég afar vel þegar mín börn voru í návist Gísla langafa, þá varst þú kominn niður á gólf og lékst við þau af mikilli innlifun. Minningar á ég margar frá skemmtilegri leikgleði okkar saman og alltaf var gaman. Hárgreiðsluleikur var vinsæll og oftast endaðir þú þá með rennandi blautt hár og rúllur í því. Ég upplifði afa alltaf jákvæðan og hann kvartaði aldrei eða talaði illa um annað fólk. Hjálpsemi hans var ótrúleg enda vildi afi helst alltaf vera með verkefni og þegar heilsunni fór að hraka þurftum við oft að stoppa hann af þar sem við vildum ekki að afi of- gerði sér. Mikið þótti mér vænt um þegar þú birtist þegar ég var að flytja með gardínuprufur frá ýmsum búðum, þannig var hug- ulsemi þín. Ég á eftir að sakna þess að hlæja að bröndurunum þínum þar sem þú sagðir mjög reglulega brandara og varst svo hláturmildur. Enn fremur fann ég svo vel hvað þú sýndir mér mikinn áhuga og varst alltaf til í að spjalla um allt milli himins og jarðar sem ég á eftir að sakna. Takk fyrir öll samtölin, ástina, gleðina og umhyggjuna sem þú gafst mér út í lífið, hún er mér ómetanleg. Þín Helga Clara. Það er með mikilli virðingu og auðmýkt sem við systkinin minn- umst Gísla Magnússonar. Það eru rúmlega 15 ár síðan hann og mamma urðu vinir og ferðafélagar. Bæði búin að missa maka sína og bjuggu í sama húsi hvort á sinni hæðinni á Dalbraut 14. Hann heillaði okkur öll með framkomu sinni og ávallt mjög snyrtilegur og flottur í tauinu. Það leið ekki langur tími þar til hann var búinn að læra öll nöfnin á ömmu-, langömmu- og langalangömmubörnum mömmu, sem nú eru orðin á fjórða tug. Endalaust fylgdist hann svo með skólagöngu og/eða vinnu allra og vildi fá að vita hvernig gengi í náminu eða vinnunni. Sú hefð bættist við hjá okkur að þegar við heimsóttum mömmu um miðjan aðfangadag var litið inn hjá Gísla og smakk tekið á hangi- kjötinu sem hann var að sjóða fyrir fjölskyldu sína. Honum var mjög umhugað um að það væri í góðu lagi. Gísli var kvikur í hreyfingum og mjög duglegur að hreyfa sig og fór flestalla morgna gangandi inn í Laugardal og hitti oft fé- lagana þar í kaffi. Hann og mamma ferðuðust talsvert bæði innanlands og utan. Sérstaklega minnumst við tveggja ferðalaga þar sem við fórum öll saman, annars vegar til New York í mars 2006 og hins vegar til Spánar í september 2016. Margt var gert og skoðað í þessum ferðum og voru þau skötuhjú verulega ánægð. Mamma okkar veiktist fyrir rúmu ári og er flutt á hjúkrunar- heimili. Gísli var mjög duglegur að heimsækja hana þó svo Covid- reglur hafi mikið hamlað heim- sóknum. Alltaf hringdi hann til að fá leyfi til að fara svo það stangaðist ekki á við reglur eða annað hjá okkur og í leiðinni spurði hann yfirleitt um stöðuna á börnum og barnabörnum. Gísli var yfirvegaður, þolin- móður, kurteis og skynsamt ljúf- menni. Það leyndi sér ekki að þarna fór glæsilegur og flottur maður með mikinn áhuga á mönnum og málefnum. Kæra Ásdís, Magnús, tengda- börn og allir afkomendur, megi minning hans ylja ykkur um hjartarætur um alla tíð. Í miklu þakklæti fyrir frábæra viðkynningu biðjum við Guð að blessa minningu Gísla Magnús- sonar. Guðrún Júlía Haraldsdóttir, Rafn Haraldsson, Haraldur Haraldsson og fjölskyldur. Gísli Magnússon Okkar ástkæri GUÐMUNDUR ALFREÐ AÐALSTEINSSON, Kjarnagötu 35, Akureyri, lést 9. maí. Útför hans fer fram frá Höfðakapellu föstudaginnn 21. maí klukkan 13. Einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Sigríður Jónsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Katrín Jóhannesdóttir Hilmar Þór Guðmundsson Ólöf Kristjana Daðadóttir Viktor Dagur, Axel Orri, Dagný Rós, Viktor Freyr, Guðmundur Alfreð, Hilma Dís, Daðey Sigga, Emilía Ýr og Jóhannes Björn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST ÍSFJÖRÐ, Skógarbraut 1112, Ásbrú, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 26. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á: lindakirkja/utfarir.is. Ragnhildur Ágústsdóttir Ólafur Baldursson Kristrún Ágústsdóttir Steingrímur Ellertsson Einar Rúnar Ísfjörð Guðný María Bragadóttir Jens Karl Ísfjörð Maríanna S. Bjarnleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.