Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 26

Morgunblaðið - 18.05.2021, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021 Handboltamaðurinn Aron Dagur Pálsson hefur skrifað undir eins árs samning við Guif í Svíþjóð. Hann kemur til félagsins frá Alingsås, en bæði lið leika í úrvalsdeild. Aron er uppalinn Gróttumaður en hann lék með Stjörnunni áður en hann hélt út til Svíþjóðar. Leikstjórnandinn, sem er 24 ára, lék með yngri lands- liðum Íslands á sínum tíma. Guif endaði í áttunda sæti sænsku deild- arinnar á leiktíðinni og féll úr leik í átta liða úrslitum í úrslitakeppn- inni. Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson leikur með Guif. Aron skiptir um félag í Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Skiptir Aron Dagur Pálsson er kominn til Guif í Eskilstuna. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er hættur störfum sem þjálfari Al- Arabi í Katar eftir að hafa stýrt lið- inu í hálft þriðja ár. Liðið endaði í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi, annað tímabilið í röð, en deildakeppninni lauk í síðasta mán- uði. Liðið komst í tvo bikarúrslita- leiki undir stjórn Heimis en tapaði báðum. Freyr Alexandersson og Bjarki Ólafsson voru í þjálfara- teymi Heimis og Aron Einar Gunn- arsson landsliðsfyrirliði er í stóru hlutverki í liðinu. Ljósmynd/Al-Arabi Katar Heimir Hallgrímsson er hættur störfum hjá Al-Arabi. Heimir hættur hjá Al-Arabi KEFLAVÍK – KA 1:4 0:1 Ásgeir Sigurgeirsson 16. 1:1 Ástbjörn Þórðarson 22. 1:2 Ásgeir Sigurgeirsson 26. 1:3 Hallgrímur Mar Steingrímsson 62. 1:4 Elfar Árni Aðalsteinsson 90. MM Þorri Mar Þórisson (KA) M Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Ástbjörn Þórðarson (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík) Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Rodrigo Gómez (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Haukur Heiðar Hauksson (KA) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: 150. HK – FH 1:3 1:0 Birnir Snær Ingason 28. 1:1 Ágúst Eðvald Hlynsson 33. 1:2 Ágúst Eðvald Hlynsson 56. 1:3 Steven Lennon 85. MM Ágúst Eðvald Hlynsson (FH) M Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Martin Rauschenberg (HK) Guðmundur Kristjánsson (FH) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Gunnar Nielsen (FH) Matthías Vilhjálmsson (FH) Dómari: Elías Ingi Árnason – 5. Áhorfendur: Um 400. KR – VALUR 2:3 1:0 Guðjón Baldvinsson 9. 1:1 Sebastian Hedlund 44. 1:2 Haukur Páll Sigurðsson 48. 1:3 Sigurður Egill Lárusson 54. 2:3 Pálmi Rafn Pálmason 69.(v) MM Haukur Páll Sigurðsson (Val) M Guðjón Baldvinsson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR) Kennie Chopart (KR) Kristinn Jónsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Stefán Geir Árnason (KR) Hannes Þór Halldórsson (Val) Birkir Már Sævarsson (Val) Sebastian Hedlund (Val) Kristinn Freyr Sigurðsson (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Kaj Leo i Bartalsstovu (Val) Dómari: Pétur Guðmundsson – 9. Áhorfendur: 300, uppselt. ÍA – STJARNAN 0:0 MM Haraldur Björnsson (Stjörnunni) M Dino Hodzic (ÍA) Einar Karl Ingvarsson (Stjörnunni) Dómari: Erlendur Eiríksson – 8. Áhorfendur: Um 300. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Staðan í Pepsi Max-deildinni eftir leiki gærkvöldsins er í raun stór- merkileg. KA, FH og Valur unnu sína leiki, eins og Víkingar í fyrra- kvöld, og þessi lið eru nú öll með 10 stig í fjórum efstu sætunum. Síðan kemur breitt bil og hin átta liðin í deildinni eru með tvö til fimm stig. Fjögur lið, HK, Stjarnan, Fylkir og ÍA, hafa enn ekki unnið leik. Víkingar hafa vissulega verið frískari en margir bjuggust við en KA hefur komið mest á óvart í þessum fyrstu umferðum, að mínu mati. Þeir sköpuðu sér ekki færi gegn HK í fyrstu umferð en hafa síðan verið hreint magnaðir og skorað tíu mörk í þremur sig- urleikjum. Arnar Grétarsson hefur enn aðeins tapað einum deildaleik af sautján sem þjálfari Akureyr- arliðsins. _ Hallgrímur Mar Steingrímsson er líklega stærsti munurinn á liði KA nú og í fyrra. Hann náði sér aldrei á strik á síðasta tímabili en hefur svo sannarlega sýnt sitt rétta andlit sem einn skemmtilegasti sóknartengiliður landsins það sem af er tímabilinu. Fimm mörk ásamt nokkrum stoðsendingum segir allt um það en hann gerði fjögur mörk í deildinni allt síðasta tímabil. _ Sindri Kristinn Ólafsson mark- vörður Keflavíkur kom í veg fyrir annað mark frá Hallgrími þegar hann varði frá honum vítaspyrnu. _ Elfar Árni Aðalsteinsson skor- aði sitt 40. mark í efstu deild þegar hann innsiglaði sigur KA með fjórða marki liðsins. Elfar missti af öllu síðasta tímabili en skoraði síðast þrennu gegn Fylki í lokaumferðinni 2019. Þá var þetta 100. mark Elfars í deildakeppninni á ferlinum. „Varnarleikur KA var í hæsta gæðaflokki og þar fór fremstur meðal jafningja Þorri Mar Þórisson sem spilaði óaðfinnanlega. Norðan- menn spiluðu feikilega vel og eru til alls líklegir í sumar ef þeir ná að halda slíkum gæðum áfram,“ skrif- aði Skúli B. Sigurðsson m.a. um leikinn á mbl.is. Ágúst FH-ingum mikilvægur FH-ingar halda áfram að skora og lögðu HK 3:1 í Kórnum eftir að hafa lent undir. Hafnfirðingar hafa skorað ellefu mörk í fyrstu fjórum leikjunum og virðast til alls vísir með sinn sterka leikmannahóp. _ Ágúst Eðvald Hlynsson hefur komið heldur betur frískur inn í lið FH-inga. Hann skoraði tvö fyrri mörkin og er kominn með fjögur mörk í þremur síðustu leikjum Hafnfirðinga. Jafnmörg og hann gerði fyrir Víking allt síðasta tíma- bil. Þá lagði hann þriðja markið upp fyrir Steven Lennon sem gerði sitt 91. mark í deildinni. _ Gunnar Nielsen markvörður FH var Hafnfirðingum heldur betur dýrmætur þegar hann varði víta- spyrnu frá Stefani Ljubicic og kom í veg fyrir að HK næði 2:1-forystu í fyrri hálfleiknum. Þetta reyndist vendipunktur leiksins. „FH-ingar voru að venju agaðir og skipulagðir, flestir hoknir af reynslu en áttu í smá basli með snöggar sóknir HK. Voru hins veg- ar flottir í sóknum sínum þar sem Ágúst Eðvald átti marga sprettina en þeim tókst sjaldan að koma sér í færi gegn þéttri vörn HK, en svo kom að því. Reynslan fór síðan að skila sér þegar leið á leikinn og FH gaf ekki færi á sér,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is. Fimm marka fjör í Vesturbæ Slagur erkifjendanna KR og Vals í Vesturbænum stóð undir vænt- ingum. Fimm mörk í flottum fót- boltaleik og Valsmenn héldu út í lokin, unnu, 3:2, en þurftu til þess „flautumarkvörslu“ frá Hannesi Þór Halldórssyni á síðustu sekúndunni. „Það er meistarabragur á Vals- mönnum því smá mótbyr virðist ekki hafa nein áhrif á liðið. Þeir halda alltaf áfram, líkt og gegn HK þar sem þeir uppskáru sigurmark í uppbótartíma, og það virðist vera óbilandi trú í leikmannahópnum. Á sama tíma hafa KR-ingar að- eins unnið einn sigur í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins sem er langt undir pari hjá liði sem þykist ætla að verða Íslandsmeistari,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. í grein um leikinn á mbl.is. _ Kristinn Freyr Sigurðsson lagði upp tvö marka Vals, fyrir þá Hauk Pál Sigurðsson og Sigurð Egil Lárusson, á sex mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiks. Haraldur hetjan á Akranesi ÍA og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í tilþrifalausasta leik um- ferðarinnar á Akranesi. Þar var Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar hetja sinna manna og kom í veg fyrir ósigur Garðabæjarliðsins. „Um miðbik síðari hálfleiksins þróaðist leikurinn út í hálfgerðan háloftabolta þar sem hvorugt liðið náði að skapa sér mikið. Mögulega endurspeglaði spilamennska beggja liða stöðu þeirra í deildinni. Sókn- arleikur þeirra var ekki upp á marga fiska og færanýtingin afleit enda hafa þau bæði aðeins skorað tvö mörk í fjórum leikjum,“ skrifaði Pétur Hreinsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is. Magnaðir norðanmenn með þrjá í röð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bjargvættur Hannes Þór Halldórsson varði vel á lokaskúndu leiks KR og Vals en hér slær hann boltann frá marki, af höfði Stefáns Árna Geirssonar. - KA, FH, Valur og Víkingur eru fimm stigum á undan næsta liði í deildinni Pepsi Max-deild karla Keflavík – KA ........................................... 1:4 HK – FH ................................................... 1:3 ÍA – Stjarnan ............................................ 0:0 KR – Valur ................................................ 2:3 Staðan: FH 4 3 1 0 11:3 10 KA 4 3 1 0 10:2 10 Víkingur R. 4 3 1 0 8:3 10 Valur 4 3 1 0 9:5 10 Leiknir R. 4 1 2 1 6:6 5 Breiðablik 4 1 1 2 7:8 4 KR 4 1 1 2 6:7 4 Keflavík 4 1 0 3 3:9 3 HK 4 0 2 2 5:8 2 Stjarnan 4 0 2 2 2:5 2 Fylkir 4 0 2 2 3:8 2 ÍA 4 0 2 2 2:8 2 Mjólkurbikar kvenna 3. umferð: Hamrarnir – Völsungur .................. (frl.) 2:3 Álftanes – Grindavík ................................ 0:6 FH – Víkingur R....................................... 1:0 Svíþjóð Gautaborg – Sirius .................................. 2:2 - Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn með Gautaborg. - Aron Bjarnason var ekki í leikmanna- hópi Sirius. Mjällby – Häcken ..................................... 1:1 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á hjá Häc- ken á 44. mínútu en Valgeir Lunddal Frið- riksson var ekki í hópnum. Varberg – Norrköping ........................... 2:1 - Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping, Ari Freyr Skúlason er meiddur en Jóhannes K. Bjarnason var í 19 manna hópi liðsins. Djurgården – Häcken ............................. 1:4 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården - Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á 89. mínútu. Ítalía Verona – Bologna.................................... 2:2 - Andri Fannar Baldursson var varamað- ur hjá Bologna og kom ekki við sögu. Umspil, undanúrslit, fyrri leikur: Venezia – Lecce ....................................... 1:0 - Bjarki Steinn Bjarkason var varamaður hjá Venezia og kom ekki við sögu. Óttar Magnús Karlsson er meiddur. Danmörk SönderjyskE – Lyngby ........................... 2:0 - Frederik Schram varði mark Lyngby í leiknum. Bandaríkin Orlando Pride – Washington ................. 1:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando. New England – Columbus Crew ........... 1:0 - Arnór Ingvi Traustason lék í 83 mínútur með New England. Spánn B-deild: Real Oviedo – Málaga ............................. 1:0 - Diego Jóhannesson var varamaður hjá Real Oviedo og kom ekki við sögu. England B-deild, umspil, undanúrslit, fyrri leikir: Bournemouth – Brentford....................... 1:0 Barnsley – Swansea ................................. 0:1 50$99(/:+0$ Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Firði/SH, settu báðir Íslandsmet í úrslitum á Evr- ópumeistaramóti IPC á Madeira í gær. Már bætti eigið met í 100 m flugsundi og Ró- bert bætti eigið met í 100 m bak- sundi. Róbert hafnaði í 7. sæti í 100 m baksundi S14 og bætti Íslands- metið á nýjan leik er hann synti á 1:04.76 mín. Már hafnaði í 4. sæti í 100 m flugsundi S11 og bætti eigið Íslandsmet, synti á 1:11.11 mín., en fyrra metið var 1:11.12 mín. Milli- tími Más í 50 m var einnig met, 32,33 sek. Settu báðir met á Madeira Már Gunnarsson KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, annar leikur: Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík.. 18.15 HS Orkuhöll: Grindavík – Stjarnan.... 20.15 HANDKNATTLEIKUR Umspil kvenna, oddaleikur: Hertz-höllin: Grótta – ÍR..................... 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.