Morgunblaðið - 18.05.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2021
Það var skemmtilegt að fylgj-
ast með leikmönnum, stuðnings-
mönnum og stjórnarformanni
enska knattspyrnuliðsins Leic-
ester fagna bikarsigrinum gegn
Chelsea á laugardaginn en Leic-
ester varð þar enskur bikar-
meistari í fyrsta skipti.
Leicester er ekki í hópi
þeirra „sex ríku“ sem hafa að
mestu einokað bikar- og meist-
aratitlana á Englandi á seinni ár-
um. Það hefur verið afar áhuga-
vert að fylgjast með liðinu koma
sér fyrir í einu af efstu sætum
úrvalsdeildarinnar og brjóta
„glerþakið“ með því að verða
enskur meistari árið 2016 og
enskur bikarmeistari árið 2021.
Þetta er aðeins í þriðja sinn á
26 árum sem lið sem telst ekki
til þeirra „stóru“ í enska fótbolt-
anum vinnur bikarinn. Hermann
Hreiðarsson og félagar í
Portsmouth unnu hann árið
2008 og svo Wigan öllum að
óvörum árið 2013.
Þá er Leicester eina „litla“ fé-
lagið sem hefur orðið meistari
frá því Blackburn hreppti meist-
aratitilinn árið 1995.
Stuðningsmenn margra
enskra félaga, einmitt þessara
sex, eru nú í stríði við eigendur
sína eftir „ofurdeildarhneykslið“.
Ekki stuðningsmenn Leicester.
Þeir dýrka og dá taílenska
stjórnarformanninn Aiyawatt
Srivaddhanaprabha og alla hans
fjölskyldu sem hefur gert gríð-
arlega mikið fyrir félagið og
borgina Leicester. Vichai faðir
hans fórst einmitt í sviplegu
þyrluslysi við leikvanginn fyrir
þremur árum og risastór mynd
af honum gnæfði yfir áhorfenda-
stúkurnar á Wembley. Einhverjir
mættu taka stjórnarhættina í
Leicester sér til fyrirmyndar.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Það er stór vetur fram undan
hjá mér og sennilega sá stærsti
hingað til. Stóra markmiðið er að
öðlast þátttökurétt í heimsbik-
arnum sem hefur verið draumur
hjá mér lengi,“ sagði Sturla.
„Fyrir mér er heimsbikarinn
stærsta sviðið í skíðaheiminum og
þar vilja allir vera. Ég vil standa
mig vel í Evrópubikar, standa mig
svo vel í heimsbikar og síðan taka
Ólympíuleikarnir við sem er rús-
ínan í pylsuendanum en þetta
hljómar auðvitað allt mjög auðvelt
þegar maður orðar þetta svona.“
„Það eru Ólympíuleikar á næsta
ári og ég er klárlega á leiðinni
þangað,“ sagði Sturla Snær
Snorrason, margfaldur Íslands-
meistari á skíðum og atvinnumað-
ur í greininni, í Dagmálum, frétta-
og menningarlífsþætti Morg-
unblaðsins.
Sturla, sem er 27 ára gamall,
byrjaði að æfa skíði þegar hann var
fimm ára gamall en hann æfði einn-
ig íshokkí lengi vel og varð Íslands-
meistari með Birninum árið 2012.
Hann var fyrst valinn í íslenska
A-landsliðið í alpagreinum árið
2010 og ákvað að gerast atvinnu-
maður í íþróttinni árið 2015.
Árið 2016 varð hann Íslands-
meistari á skíðum í fyrsta sinn en
hann var einn af fimm keppendum
Íslands á vetrarólympíuleikunum í
Pyeongchang árið 2018.
Heimsbikarinn stærsta sviðið
Ljósmynd/SKÍ
Bestur Sturla Snær er fremsti
skíðamaður þjóðarinnar.
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Flest bendir nú til þess að tvö efstu
lið Dominos-deildar kvenna, Valur
og Haukar, muni mætast í einvíginu
um Íslandsmeistaratitilinn í körfu-
knattleik. Þau komust bæði í 2:0 í
gærkvöldi, Valskonur sigruðu
Fjölni 83:76 í Grafarvogi og Haukar
lögðu Keflavík á allsannfærandi
hátt suður með sjó, 80:68.
Valur og Haukar fá því tækifæri
til að gera út um einvígin á sínum
heimavöllum þegar liðin mætast í
þriðja skipti á föstudagskvöldið.
Valskonur völtuðu yfir Fjölni með
41 stigs mun í fyrsta leiknum en
þurftu heldur betur að hafa fyrir
sigrinum í Grafarvogi í gærkvöld.
Þriggja stiga karfa frá Dagbjörtu
Dögg Karlsdóttur tæpum tveimur
mínútum fyrir leikslok gerði nánast
útslagið en þá komst Valur níu stig-
um yfir.
„Mér fannst Valsliðið aldrei ná
góðum tökum á leiknum en á móti
má segja að liðið hafi kannski ekki
heldur lent í vandræðum þar sem
Fjölnir var ekki yfir í leiknum eftir
fyrsta leikhluta. Í liði Vals eru fleiri
leikmenn sem geta tekið af skarið
og það sást í kvöld. Ásta Júlía
Grímsdóttir átti til dæmis virkilega
góðan leik og var mjög snjöll í að
koma sér í góð færi nærri körf-
unni,“ skrifaði Kristján Jónsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
_ Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði
18 stig fyrir Val, Kiana Johnson
skoraði 15 og átti 10 stoðsendingar
og Hallveig Jónsdóttir skoraði 13
stig.
_ Ariel Hearn skoraði 26 stig fyr-
ir Fjölni og átti 12 stoðsendingar og
Lina Pikciuté var með 14 stig og
níu fráköst.
Sannfærandi Haukar
Haukar voru allan tímann með
undirtökin í Keflavík þar sem stað-
an var 41:29 í hálfleik. Hafnfirð-
ingar héldu Suðurnesjakonum frá
sér allan seinni hálfleikinn og nið-
urstaðan var sannfærandi sigur,
80:68.
„Keflvíkingar eru alltaf við það að
ná smá áhlaupi og þá er það drepið
niður af sóknarleik Haukanna,“
skrifaði Skúli B. Sigurðsson m.a. í
lýsingu á leiknum á mbl.is.
_ Sara Rún Hinriksdóttir hefur
verið Haukunum góður liðsauki eft-
ir að hún kom til þeirra í vetur frá
Leicester Riders á Englandi en hún
skoraði 23 stig í gærkvöld gegn sínu
gamla félagi í Keflavík. Alyesha
Lovett skoraði 18 stig og tók 10 frá-
köst og Bríet Sif Hinriksdóttir
skoraði 13 stig.
_ Daniela Wallen skoraði 23 stig
fyrir Keflavík, Anna Ingunn Svans-
dóttir 16, Thelma Dís Ágústsdóttir
11 og Katla Rún Garðarsdóttir 11.
Staða Vals og
Hauka vænleg
- Komin í 2:0 gegn Fjölni og Keflavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tvísýnt Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Fjölni og Hallveig Jónsdóttir úr Val í
baráttu um boltann í viðureign liðanna í Grafarvoginum í gærkvöld.
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls er leikmaður þriðju umferð-
ar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hjá Morgunblaðinu. Bryndís var í
lykilhlutverki í vörn nýliðanna sem lögðu ÍBV að velli á laugardaginn, 2:1,
og unnu þar með sinn fyrsta leik í sögunni í efstu deild.
Jacqueline Altschuld sem lék vel á miðjunni hjá Tindastól í leiknum er
einnig í liði þriðju umferðarinnar. Þar er Agla María Albertsdóttir úr
Breiðabliki í þriðja skipti en hún er eini leikmaðurinn sem hefur verið valin
í lið umferðarinnar í öllum þremur umferðunum. Samherji hennar Áslaug
Munda Gunnlaugsdóttir er í liðinu í annað sinn. Selfoss og Valur eiga einn-
ig tvo leikmenn hvort í úrvalsliðinu. vs@mbl.is
3. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
3-5-2
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
Tinna Brá Magnúsdóttir
Fylkir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Breiðablik
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Tindastóll
Arna Eiríksdóttir
Valur Anna María Friðgeirsdóttir
Selfoss
Agla María Albertsdóttir
Breiðablik
Eva Núra
Abrahamsdóttir
Selfoss
Dóra María
Lárusdóttir
Valur
Jacqueline
Altschuld
Tindastóll Anita Lind
Daníelsdóttir
Keflavík
Andrea Rut
Bjarnadóttir
Þróttur
2 3
Bryndís best í 3. umferðinni
Dominos-deild kvenna
Undanúrslit, annar leikur:
Fjölnir – Valur ...................................... 76:83
_ Staðan er 2:0 fyrir Val og þriðji leikur á
föstudagskvöld.
Keflavík – Haukar ................................ 68:80
_ Staðan er 2:0 fyrir Hauka og þriðji leikur
á föstudagskvöld.
Umspil karla
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Hamar – Selfoss................................ 105:101
_ Hamar er yfir, 1:0.
Vestri – Skallagrímur .......................... 81:55
_ Vestri er yfir, 1:0.
NBA-deildin
Lokaumferðin:
New York – Boston .............................. 96:92
Toronto – Indiana............................. 113:125
Washington – Charlotte................... 115:110
San Antonio – Phoenix..................... 121:123
Golden State – Memphis.................. 113:101
Atlanta – Houston .............................. 124:95
Brooklyn – Cleveland....................... 123:109
Philadelphia – Orlando .................... 128:117
Detroit – Miami ................................ 107:120
Chicago – Milwaukee ....................... 118:112
Minnesota – Dallas........................... 136:121
New Orleans – LA Lakers ................ 98:110
Oklahoma City – LA Clippers......... 117:112
Portland – Denver............................ 132:116
Sacramento – Utah ............................ 99:121
Umspil liða í 7.-10. sæti:
Boston – Washington, sigurliðið fer áfram
en tapliðið leikur við sigurvegara í leik In-
diana – Charlotte.
LA Lakers – Golden State, sigurliðið fer
áfram en tapliðið leikur við sigurvegara í
leik Memphis – San Antonio.
Viðureignir í 1. umferð:
Philadelphia – lið úr umspili
Brooklyn – lið úr umspili
Milwaukee – Miami
New York – Atlanta
Utah – lið úr umspili
Phoenix – lið úr umspili
Denver – Portland
LA Clippers – Dallas
086&(9,/*"
Evrópumeistaramótið í sundi í 50
metra laug hófst í Búdapest í Ung-
verjalandi í gærmorgun. Þrír af
fimm keppendum Íslands á mótinu
tóku þar þátt í sinni fyrstu grein en
enginn þeirra komst áfram úr und-
anrásunum.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og
Steingerður Hauksdóttur kepptu í
50 metra skriðsundi en Jóhanna
varð í 47. sæti á tímanum 26,18 sek-
úndum. Það er aðeins lakara en
hennar besti tími til þessa en hún
synti á 25,98 sekúndum á Íslands-
mótinu í Laugardalslaug á dög-
unum.
Steingerður hafnaði í 53. sæti á
tímanum 26,98 sekúndum en hún á
best 26,45 sekúndur frá árinu 2019.
Íslandsmet Ragnheiðar Ragnars-
dóttur í greininni frá 2010 er 24,94
sekúndur. Keppendur í greininni
voru 62 en sextánda og síðasta í úr-
slit synti á 25,22 sekúndum. Ranomi
Kromowidjojo frá Hollandi var með
besta tímann, 24,24 sekúndur.
Kristinn Þórarinsson keppti í 50
metra baksundi og endaði í 48. sæti
en hann kom í mark á tímanum
26,66 sekúndum. Hans besti tími í
greininni er 25,95 sekúndur en Ís-
landsmet Arnar Arnarsonar frá
2008 er 25,86 sekúndur. Keppendur
voru 54 og synda þurfti á 25,28 sek-
úndum til að komast áfram. Klim-
ent Kolesnikov frá Rússlandi fékk
besta tímann, 24,23 sekúndur.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og
Dadó Fenrir Jasminuson eru einnig
á meðal keppenda og hefja keppni
síðar í vikunni. Steingerður keppir
ein Íslendinganna á mótinu í dag
þegar hún tekur þátt í undanrás-
unum í 50 metra baksundi.
Jóhanna náði lengst
á fyrsta degi á EM
Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson
EM Jóhanna Elín Guðmundsdóttir á
laugarbakkanum í Búdapest.